Frakkastígur 6A, Kaplaskjól, Laugavegur 20-20A, Lindargata 36, Heiðmörk, Kjalarnes, Saltvík, Suðurlandsvegur, Lyngbrekka, Fljótasel 1-17, Grjótháls 7-11, Stakkholt 2-4, Suðurlandsbraut 10, Laugarnesvegur 56, Hólmsheiði, fangelsislóð, Kvistaland 17-23, Baldursgata 30, Barónsstígur 5, Eirhöfði 2-4, Kringlan 5 og 7, Köllunarklettsvegur 3, Laugavegur 30, Smáragata 7, Tryggvagata, Vesturgata 54A, Eggertsgata, stúdentagarðar, Bauganes 37A, Langagerði 32,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

412. fundur 2012

Ár 2012, föstudaginn 21. september kl. 10:20, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 412. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Marta Grettisdóttir Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Margrét Þormar, Guðlaug Erna Jónsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Björn Axelsson og Margrét Leifsdóttir. Ritari var Einar Örn Thorlacius
Þetta gerðist:


1.12 Frakkastígur 6A, (fsp) hækkun húss
Á fundi skipulagsstjóra 14. september 2012 var lögð fram fyrirspurn Zeppelin ehf. dags. 12. september 2012 varðandi hækkun hússins á lóðinni nr. 6A við Frakkastíg. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 20.september 2012

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 20.september 2012

2.12 Kaplaskjól, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 14. september 2012 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 5. september 2012 þar sem gerðar eru athugasemdir við málsmeðferð. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.

Vísað til skipulagsráðs.

3.12 Laugavegur 20-20A, Léttur veggur
Á fundi skipulagsstjóra 14. september 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. september 2012 þar sem sótt er um samþykki fyrir áður gerðum vegg innan við glugga á 1. hæð á götuhlið veitingahúss á lóð nr. 20A við Laugaveg. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 20.september 2012
Gjald kr. 8.500

Umsögn skipulagsstjóra dags. 20.september 2012 samþykkt.

4.12 Lindargata 36, (fsp) - Sameina lóðir
Á fundi skipulagsstjóra 14. september 2012 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. september 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að sameina lóðirnar Lindargötu 36 og Vatnsstíg 11 eða byggja yfir lóðamörk fjölbýlishús, þrjár hæðir og ris, með tíu litlum herbergjum, eða íbúðum.á lóð nr. 36 við Lindargötu. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 20.september 2012
Brúttóstærðir beggja húsa 1413,8, lóðir 433,4, nýtingarhlutfall 3,26

Umsögn skipulagsstjóra dags. 20.september 2012 samþykkt

5.12 Heiðmörk, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Landmótunar dags. 6. júlí 2012 að deiliskipulagi fyrir Heiðmörk samkvæmt meðfylgjandi greinargerð, deiliskipulagsuppdrætti og umhverfisskýrsla, dags. 6. júlí 2012. Einnig eru lagðar fram umsagnir og bréf sem bárust við fyrri umfjöllun málsins. Umsagnir Vegagerðarinnar dags. 20. ágúst 2010, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 13. september 2010 ásamt bókun Umhverfis- og samgönguráðs s.d., umsögn Fornleifaverndar ríkisins dags. 14. september 2010, umsögn Landsnets dags. 14. september 2010, umsögn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 21. september 2010, umsögn Veiðimálastofnunar dags. 22. september 2010, umsögn Veiðifélags Elliðavatns dags. 21. september 2010 ásamt rannsóknarskýrslu Veiðimálastofnunar,
umsögn og bókun skipulagsnefndar Kópavogs, ásamt beiðni um samráðsfund dags. 22. september 2010 og umsögn Umhverfisstofnunar dags. 8. nóvember 2010. Samrit af erindi Kópavogsbæjar barst frá skrifstofu borgarstóra s.d., athugasemdir og umsögn skógræktar ríkisins dags. 27. september 2010, athugasemdir Kópavogsbæjar dags. 25. október 2010, Bergljót Rist dags. 1. nóvember 2010 og athugasemdir Garðabæjar dags. 3. nóvember 2010. Einnig lagt fram bréf Orkuveitunnar dags. 21. desember 2010 umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 17. janúar 2011 um bréf OR frá 21. desember 2010, umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 23. mars 2011, bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 9. júní 2011 og bókun umhverfis- og samgönguráðs frá 26. júní 2012. Tillagan var auglýst frá 1. ágúst til og með 12. september 2012. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Jón Halldór Gunnarsson dags. 21. ágúst 2012., Garðabær, skipulagsstjóri dags. 31. ágúst, Einar Hallsson, Aðalsteinn Sigfússon, Vala Friðriksdóttir, Júlíus Jónasson, Ingibjörg Ingadóttir, Sigrún Haraldsdóttir, Mikael Tal Grétarsson, Linda Gunnlaugsdóttir, Börkur Hansen, Berglind Sveinsdóttir, Þormar Ingimarsson, Elías Hartmann, Ólöf Rún Tryggvadóttir, Valdimar Snorrason, Eggert Gunnarsson, Ragnheiður Reynisdóttir, Finnur Kristinsson, Helga Steinarsdóttir, Brenda Pretlove, Kristbjörg Hjaltadóttir, Róbert Hannesson, Ása Hreggviðsdóttir, Gísli B. Björnsson, Arndís B. Bjargmundsdóttir, Helga S. Magnúsdóttir, Jón Davíð Hreinsson, Valdimar Grímsson, Andrea R. Óskarsdóttir, Rósa Eiríksdóttir, Þórunn Stefánsdóttir, Ósk Sch. Thorsteinsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Ásta Briem, Guðrún Hannesdóttir, Ragnar V. Petersen, Sigurður V. Halldórsson, Vilhjálmur Skúlason, Páll Briem, Eysteinn Eiríksson, Þorsteinn Einarsson, Árni Ingason, Sæþór Fannberg og Jónína Gunnarsdóttir, Stefan Aadnegaard, Andrea Skúladóttir, Ragnar Ólafsson og Jóhanna G.Z. Jónsdóttir, Þórður Adolfsson, Magnús Ásmundsson og Katrín Fjeldsted J., Andrés Andrésson, Ingibjörg Þ. Ólafsdóttir, Sandra Wesphal-Wiltschek, Hafrún H. Magnúsdóttir, Gitte Nörgaard, Pétur Andersen og Andrea Gunnarsdóttir, Guðrún Sigtryggsdóttir, Guðmundur Þór Þórhallsson, Örn Óskarsson, Svandís B. Kjartansdóttir, Guðmundur Guðlaugsson, Bergþóra K. Magnúsdóttir og Árni Einarsson og Unnur Þ. Jökulsdóttir, dags. 3. september 2012, Örn Sveinsson, Ásgeir Heiðar, Friðrik Friðriksson, Böðvar Guðmundsson, Jónas R. Jónsson, Anna Dóra Guðmundsdóttir, Sigurður Ársælsson, Magnús Magnússon, Sveinn Skúlason, Ágústa, Þórdís J., Þórdís G., Berglind og Ólöf, félagar í Gusti, Hreinn Úlfarsson, Hlín Hólm, Esther Ósk Ármannsdóttir, Níels Eyjólfsson, Þorvaldur Sigurðsson, Freyja Imsland, Jónína G. Kristinsdóttir, Eyjólfur Pétursson, Þórdís Sigurðardóttir, Elva Dís Adolfsdóttir, Inga M. Friðriksdóttir, Svandís B. Kjartansdóttir, Gunnhildur Tómasdóttir, Kristín E. Reynisdóttir, Hagalín V. Guðmundsson, Nadia K. Banine, Þórdís A. Gylfadóttir, Karen S. Kristjánsdóttir, Haukur Þór H., Jón Bjarnason, Pétur A. Maack, Sigrún L. Guðmundsdóttir, Jón Pétursson, Edda S. Þorsteinsdóttir, Helga Skowronski, Þorlákur Á. Pétursson, Ásdís Jóhannesdóttir og Unnar G. Guðmundsson, Guðrún K. Jóhannsdóttir, Margrét D. Halldórsdóttir, Sigrún Aadnegaard, Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir, Ragnheiður L. Jónsdóttir, Hilmar Svavarsson, Unnur Sigurþórsdóttir, G. Lilja Sigurþórsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Edda S. Gísladóttir, Hulda G. Geirsdóttir, Brynja Guðmundsdóttir, dags. 4. september 2012, Ásgeir P. Guðmundsson, Kristín Svavarsdóttir, Stella B. Kristinsdóttir, Þór Sigþórsson, Friðrik J. Klausen, Guðni Jónsson, Magnús Ómarsson, Berglind Karlsdóttir, Sigurður S. Snorrason, Vigdís H. Sigurðardóttir, Páll Kr. Svansson, Hilda K. Garðarsdóttir, Magnús J. Kjartansson, Brynjar Kvaran, Guðbjörg Ólafsdóttir, Guðrún Oddsdóttir, Unndór Jónsson, María Rúnarsdóttir, Skarphéðinn Erlingsson, Kristján Þ. Finnsson, Hestamannafélagið Fákur, Unnur Jökulsdóttir og Árni Einarsson, Símon R. Unndórsson, Rakel Sigurhansdóttir, Bryndís Einarsdóttir, Hanna Dóra Hjartardóttir, Magnús Magnússon, Haraldur Guðfinnsson, Guðmundur Arnarsson, Sævar Haraldsson, Þorgrímur Hallgrímsson, Smári Ólafsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir, Heimir Ingimarsson, Hildur Ágústsdóttir, Valka Jónsdóttir, Bryndís Valbjarnardóttir, Helga M. Jóhannsdóttir, Óskar Friðbjörnsson, Margrét Friðriksdóttir, dags. 5. september 2012, Lára Hallgrímsdóttir, Hildur Guðfinnsdóttir, Sigurður Reynisson, Marteinn Jónsson, Ómar V. Maack, Ragna Emilsdóttir, Þóra Jónsdóttir, María H. Magnúsdóttir, Sigurður Leifsson, Kjartan B. Guðmundsson, Rós Ingadóttir og Rakel Kjartansdóttir, Kristinn Hugason, Guðrún Thorsteinsson, Lilja Árnadóttir, Anna Guðmundsdóttir, Ævar P. Pálmason, dags. 6. september 2012, Þuríður Sigurðardóttir, Anna K. Guðmundsdóttir, Hrafnkell Sigtryggsson, Katrín Gísladóttir dags. 7. september 2012, Óttar M. Bergmann, Árni S. Jónsson, Ásta M. Jensen, Marie G. Rasmussen, Magnús B. Björnsson, Jón I. Young og Katrine B. Jensen, Dagný Bjarnadóttir, greinargerð og uppdráttur f.h. hestamannafélaga á stór Rvk.svæði. dags. 8. september 2012, Sólrún M. Reginsdóttir og Garðar Briem f.h. Elliðavatnssbletta fél. sumarhúsaeigenda, dags. 9. september 2012, Helga Hermannsdóttir, Hrefna M. Karlsdóttir, Reynir Magnússon, Hrund Birgisdóttir, Linda Bentsdóttir, Berglind Ragnarsdóttir, Kristín Jónasdóttir, Sveinn Ragnarsson, Eiríkur Þór Magnússon, Margrét Eva Árnadóttir, Árni Gunnarsson, Maríanna Gunnarsdóttir, Guðrún Hauksdóttir, Óskar Örn Árnason, Sjöfn Óskarsdóttir, Gréta V. Guðmundsdóttir, Anna Ólafsdóttir, Kai Westphal, Þorvaldur E. Sæmundsen, Kolfinna Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Þórhallur H. Reynisson, Hildur Einarsdóttir, Anna S. Sigmundsdóttir dags., 10. september 2012, Hafrún Ó. Sigurhansdóttir, Unnur G. Ásgeirsdóttir, Dagný Egilsdóttir, Magnús Kristinsson og Freyja R. Magnúsdóttir, Heiðrún Sigðurðardóttir, Valdimar Ármann, Fjáreigendafélag Reykjavíkur, Hörður Hákonarson, Hallgerður Hauksdóttir, Bergljót Rist, Anna G. Friðleifsdóttir, Anna B. Snæbjörnsdóttir, Hallveig Fróðadóttir, Bryndís Jónsdóttir, Anna F. Gísladóttir, Guðný R. Sigurjónsdóttir, Davíð Bragason, Selma R. Gestsdóttir, Ragnheiður B. Hreinsdóttir, Bergsteinn Björgúlfsson, Ólína Sveinsdóttir.Jórunn Rothenborg, María G. Pétursdóttir, Hildur Arnar, Auðna Ágústsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Maja V. Roldsgård, Ásgerður Gissurardóttir, Ásdís Haraldsdóttir, Sólveig Ásgeirsdóttir, Ari Harðarson, Svanhildur Ævarr, Bjarnveig Eiríksdóttir, Bjarni Benediktsson, dags. 11. september 2012, Aðalheiður Auðunsdóttir, Þórunn Þórarinsdóttir, Claudia Schenk, Arndís B. Bjargmundsdóttir, Halldór H. Halldórsson og Sigríður B. Hólmsteinsdóttir, Hrönn A. Gestsdóttir, Kristín H. Sveinbjarnardóttir, Sveinbjörn Garðarsson og Björg Stefánsdóttir, Auðunn Hermannsson, Þórdís Guðmundsdóttir, Guðmundur R. Benediktsson, Sveinn A. Gunnarsson, Ingibjörg G. Geirsdóttir, Jón Sigurðsson, Hrefna Einarsdóttir, Sigmundur Einarsson, Sigrún Jónsdóttir, Valgerður J. Þorbjörnsdóttir, Máni Fjalarsson, Hulda Jóhannsdóttir, Guðrún E. Leifsdóttir, Jón Benjamínsson, Elín D. Wyszomirski, Hestamannafélagið Sörli og undirskriftarlisti með 346 nöfnum dags. 12. september 2012 Kristjana U. Valdimarsdóttir, Jónas Friðbertsson og Sveinbjörn Guðjohnsen dags. 13. september 2012 og Samúel Örn Erlingsson dags. 15. september 2012 og Páll R. Magnússon 18. september 2012..

Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 30. ágúst 2012., umsögn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 11. september 2012 og bréf skipulagsstofnunar dags. 12. september 2012.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

6.12 Kjalarnes, Saltvík, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Atla Jóhanns Guðbjörnssonar dags. 3. júlí 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur. Í breytingunni felst stækkun á byggingarreit við svínasláturhús, samkvæmt uppdrætti TAG Teiknistofunnar dags. 3. júlí 2012. Tillagan var auglýst frá 1. ágúst til og með 12. september 2012. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

7.12 ">Suðurlandsvegur, Lyngbrekka, (fsp) uppbygging á lóð
Lögð fram fyrirspurn Bent Frisbæk dags.6. september 2012 varðandi uppbyggingarmöguleika á lóðinni Lyngbrekku við Suðurlandsveg, landnr. 112536. Einnig lagt fram bréf Lex lögmannsstofu dags. 4. september 2012. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags,20.september 2012

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 20.september 2012

8.12 04">Fljótasel 1-17, (fsp) - 5 skipt í tvær íb.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. september 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að skipta í tvær íbúðir raðhúsi nr. 5 við á lóðinni nr. 1-17 við Fljótasel.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

9.12 Grjótháls 7-11, (fsp) viðbygging
Á fundi skipulagsstjóra 14. september 2012 var lögð fram fyrirspurn Ölgerðarinnar dags. 4. september 2012 um viðbyggingu á suðurhluta lóðar nr. 7-11 við Grjótháls, skv. bréfi og uppdrætti Arkþings dags. 3. september 2012. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 20.september 2012

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags. 20.september 2012

10.12 Stakkholt 2-4, breyting á bílastæðakröfum
Lagt fram erindi Þorvaldar Gissurarsonar dags. 17. september 2012 varðandi breytingu á kröfum um bílastæðafjölda á lóðinni nr. 2-4 við Stakkholt, samkvæmt tillögu THG Arkitekta dags. 5. september 2012.

Kynna formanni skipulagsráðs.

11.12 Suðurlandsbraut 10, Veitingastaður fl. 2
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. september 2012 þar sem sótt er um leyfi til fyrir veitingasölu í flokki II í fiskbúð á 1. hæð í verslunar- og skrifstofuhúsi á lóð nr. 10 við Suðurlandsbraut.
Gjald kr. 8.500

Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

12.12 Laugarnesvegur 56, (fsp) uppbygging á lóð
Lögð fram fyrirspurn Búseta svf. dags. 18. september 2012 varðandi leyfilegt byggingarmagn, fjölda íbúða og bílastæðamál á lóðinni nr. 56 við Laugarnesveg. Einnig er lögð fram tillaga Búseta ódags.

Vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu.


13.12 Hólmsheiði, fangelsislóð, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 10. ágúst 2012 var lagt fram erindi Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 9. ágúst 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hólmsheiði, fangelsislóðar. Í breytingunni felst m.a. breyting á girðingum, samkvæmt uppdrætti Arkís arkitekta dags. 8. ágúst 2012. Lagður fram breyttur uppdráttur dags. 17. september 2012.

Vísað til skipulagsráðs.

14.12 Kvistaland 17-23, (fsp) viðbygging við nr. 19
Lögð fram fyrirspurn Guðlaugar Brynjólfsdóttur, dags. 20. sept. 2012, varðandi viðbyggingu við Kvistaland 19.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

15.12 Baldursgata 30, (fsp) - Breyta í íbúðir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. september 2012 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta atvinnuhúsnæði á fyrstu og annarri hæð í tvær sjálfstæðar íbúðir í matshluta 03 á lóðinni nr. 30 við Baldursgötu.


Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

16.12 Barónsstígur 5, (fsp) - íbúð á 3. hæð
Á fundi skipulagsstjóra 14. september var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. september 201 þar sem spurt er hvort leyft yrði að byggja svalir og innrétta íbúð í skrifstofurými 0302 á þriðju hæð hússins á lóðinni nr. 5 við Barónsstíg. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 10.september 2012

Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags.10.september 2012

17.12 Eirhöfði 2-4, (fsp) notkun lóðar
Á fundi skipulagsstjóra 14. september 2012 var lögð fram fyrirspurn Snælands Grímssonar ehf. dags. 11. september 2012 varðandi starfsstöð fyrir ferðaskrifstofu og hópferðabíla á lóð nr. 2-4 við Eirhöfða. Fyrirspurninni var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags.19.september 2012

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags.19.september 2012

18.12 Kringlan 5 og 7, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 14. september 2012 var lögð fram tillaga teiknistofu Ingimundar Sveinssonar dags. 1. ágúst 2012 breytt 1. ágúst 2012 að breytingu á deiliskipulagi Kringlunnar vegna lóða nr. 5 og 7 við Kringluna. Um er að ræða færslu á kvöð um gönguleið. Einnig er lagt fram samþykki húseigenda að Kringlunni 7 dags. 12. júlí 2012. Erindinu var frestað og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Kringlunni 1.

19.12 Köllunarklettsvegur 3, (fsp) matvöruverslun
Lögð fram fyrirspurn Reginn Þr1 ehf. dags. 13. september 2012 um að opna matvöruverslun í húsinu á lóðinni nr. 3 við Köllunarklettsveg. Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags.18.september 2012

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsstjóra dags.18.september 2012

20.12 Laugavegur 30, (fsp) - Partýtjald
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. september 2012 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að setja tjald (partý tjald) þar sem fólk væri boðið að tylla sér til 22 á kvöldin á lóð nr. 30 við Laugaveg.

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra.

21.12 Smáragata 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Marz sjávarafurðir dags. 1. ágúst 2012 varandi breytingu á deiliskipulagi Smáragötureits vegna lóðarinnar nr. 7 við Smáragötu. Í breytingunni felst færsla á byggingarreit, samkvæmt uppdrætti Arkitektur.is dags. 1. ágúst 2012 lagf. 13. ágúst 2012. Tillagan var grenndarkynnt frá 17. ágúst til og með 14. september 2012. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar

22.12 Tryggvagata, (fsp) veitingavagn
Á fundi skipulagsstjóra 14. september 2012 var lögð fram fyrirspurn Nadege Francois dags. 24. ágúst 2012 varðandi staðsetningu veitingavagns í miðbæ Reykjavíkur. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 19.september 2012

Vísað til meðferðar hjá afgreiðsluhópi um götu- og torgleyfi í samræmi við umsögn lögfræði og stjórnsýslu

23.12 Vesturgata 54A, (fsp) - Franskar svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. september 2012 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að útbúa franskar svalir á 2. hæð suðurhliðar á fjölbýlishúsið á lóð nr. 54A við Vesturgötu.
Neikvæð fyrirspurn BN044839 fylgir erindinu um 60 cm djúpar svalir á suðurhlið Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 29.september 2012

Umsögn skipulagsstjóra dags.29.september 2012 samþykkt.

24.12 Eggertsgata, stúdentagarðar, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Arkís f.h. Félagsstofnunar stúdenta, dags. 20. sept. 2012, um breytingu á deiliskipulagi stúdentagarða við Eggertsgötu skv. uppdrætti, dags. 20. sept. 2012. Sótt er um að afmarka byggingareiti fyrir byggingar við Eggertsgötu 2-34 og Suðurgötu 121 og einnig að heimilt verði að starfrækja leikskóla á 1. hæð Eggertsgötu 30-32.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

25.12 Bauganes 37A, (fsp) - Hjólageymsla, garðgeymsla og endurvinnsla sorp.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. september 2012 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að byggja skýli sem er ca. 22 ferm. að stærð sem nýta á sem hjólageymslu, geymslu fyrir garðverkfæri og endurvinnslu sorps og á að vera staðsett fyrir innan bílastæði út við götu á lóð nr. 37A við Bauganes.
Yfirlýsing nágranna og teikningar á A4 fylgir.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

26.12 Langagerði 32, (fsp)- Byggja ris
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. september 2012 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að setja ris með kvistum á einbýlishúsið sem hefur skúrþak á lóð nr. 32 við Langagerði.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.