Stakkholt 2-4
Skjalnúmer : 9607
7. fundur 1994
Stakkholt 2-4, skipulag
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 11.3.94, varðandi athugasemdir Íbúasamtakanna við Rauðará, dags. 9.3.94.
"Skipulagsnefnd felur Borgarskipulagi að taka upp viðræður við núverandi eigendur Stakkholts 2-4 um möguleika á að hleypa umferð um hlið á lóðinni í Stakkholt, þannig að koma megi fyrir bílastæðum fyrir íbúa á "Kvaðastíg" sunnan við Laugavegshúsin. Til vara verði athugaður möguleiki á snúningshaus.
Fyrirhugaðar framkvæmdir (girðing) á lóð Stakkholts 2-4 brýtir ekki í bága við staðfest deiliskipulag."
4. fundur 1994
Stakkholt 2-4, breyting á umferðarkvöð
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs dags 16.2.94, varðandi samþykkt borgarráðs 15.2.94 á bókun skipulagsnefndar frá 7. s.m. um breytta umferðarkvöð á lóð nr. 2-4 við Stakkholt.
2. fundur 1994
Stakkholt 2-4, breyting á umferðarkvöð
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 3.1.94 varðandi erindi Frjálsrar fjölmiðlunar um að breyta kvöð um umferð á lóðinni Stakkholt 2-4, þannig að kvöðin færist að lóðarmörkum til norðurs og reisa girðingu á mörkunum. Einnig lagðir fram uppdr. Hróbjarts Hróbjartssonar, arkitekts, dags. 15.12.93. Ennfremur lögð fram umsögn Borgarskipulags, dags. 12.1.94.
Samþykkt.