Geldinganes, Hádegismóar, búddahof, Kollafjörður, Lundur F2A, Laugardalur, Þróttur, Traðarland 1, Víkingur, Árbæjarblettur 62, Þykkvibær 21, C-Tröð 3, Suðurlandsbraut, Bústaðablettur 10, Bæjarflöt 2, Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12, Freyjubrunnur 13, Gefjunarbrunnur 7, Hestháls 14, Hestháls 15, Krókháls 7, Hlunnavogur 8, Kambsvegur 22, Kjalarnes, Brautarholt, Kjalarnes, Fitjar, Kjalarnes, Fitjakot, Kjalarnes, Hof, Kleppsvegur 90, Suðurhús 5, Köllunarklettsvegur 1, Lóðarumsókn fyrir lágverðshótel, Rangársel 15, Sigtún 40, Sogavegur 194, Sogavegur 224, Starmýri 2, Þverárkot, Ystasel 17, Baldursgata 32, Barónsstígur 5, Bergstaðastræti 49, Bergstaðastræti 50A, Brekkustígur 6B, Bólstaðarhlíð, Grandagarður 101, Hverfisgata 39, Hverfisgata 103, Hörgshlíð 14, Ingólfsstræti 1A, Laufásvegur 24, Laufásvegur 73, Laugavegur 24, Meðalholt 15, Laugavegur 178, Skógarhlíð 20, Skólavörðustígur 40, Skólavörðustígur 42, Smáragata 10, Sóltún, Starhagi, Vesturvallagata 4, Heiðmörk, Vatnsendakrikar, Skipulags- og byggingarsvið,

Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

210. fundur 2008

Ár 2008, föstudaginn 23. maí kl. 10:00, hélt skipulagsstjóri Reykjavíkur 210. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsstjóra Borgartúni 3, 3. hæð. Fundinn sátu: Ólöf Örvarsdóttir og Marta Grettisdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Gunnhildur S. Gunnarsdóttir, Jóhannes S. Kjarval og Bragi Bergsson. Ritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


1.08 Geldinganes, (fsp) opnun Geldinganeseiðis með ræsum
Á fundi skipulagsstjóra 14. desember 2007 var lögð fram fyrirspurn Ástu Þorleifsdóttur f.h. Kayakklúbbsins, dags. 12. des. 2007, um opnun Geldinganeseiðis með ræsum. Erindinu var vísað til umsagnar Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 7. maí 2008.
Neikvætt með vísan til umsagnar Umhverfissviðs.

2.08 Hádegismóar, búddahof, breyting á deiliskipulagi,
Lagður fram uppdráttur Vífils Magnússonar ark., dags. 21. apríl 2008 að breyttu deiliskipulagi Hádegismóa þar sem gert er ráð fyrir 4235 m2 lóð fyrir búddistahof. Lögð fram erindi Páls Júlíussonar til borgarstjóra, dags. 14. og 11. apríl 2007.
Vísað til skipulagsráðs.

3.08 Kollafjörður, Lundur F2A, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 23. nóvember 2007 var lagt fram bréf Jóhanns Arnar Sigurjónssonar, Þórs Sigurjónssonar og Nönnu Sigurjónsdóttur, dags. 19. nóvember 2007, varðandi breytingu á deiliskipulagi landi Lundar (F2A) í Kollafirði.
Vísað til skipulagsráðs.

4.08 Laugardalur, Þróttur, (fsp) uppbygging vallarmála
Á fundi skipulagsfulltrúa 2. febrúar 2007 var lagt fram bréf sviðsstjóra ÍTR, dags. 16. janúar 2007, varðandi erindi Knattspyrnufélagsins Þróttar, dags. 12. desember 2006 sem íþrótta- og tómstundaráð vísaði til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs á fundi sínum 12. janúar 2007. Lagt fram að nýju ásamt bréfi Íþrótta og tómstundaráðs, dags. 23. nóvember 2007 ásamt uppdrætti dags. október 2007.


Vísað til skipulagsráðs.

5.08 Traðarland 1, Víkingur, stækkun svæðis
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. maí 2008, varðandi stækkun á svæði knattspyrnufélagsins Víkings að Traðarlandi 1.
Vísað til umfjöllunar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs.

6.08 Árbæjarblettur 62, Þykkvibær 21, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu eru lögð fram að nýju drög að breytingu á deiliskipulagi Árbær - Selás vegna lóðarinnar að Þykkvabæ 21.dags. 16. febrúar 2006, Málið var í kynningu frá 30. mars til og með 27. apríl 2006. Athugasemdabréf bárust frá Birni S. Ásgeirssyni hrl. f.h. Bjarna Ágústssonar og Ástu Marinósdóttur, dags. 10. apríl 2006, Theódóri Marinóssyni, dags. 19. apríl 2006, Ingva G. Sigurðssyni, mótt. 25. apríl 2006, Stefáni Thors, dags. 26. apríl 2006, listi með 127. undirskriftum frá íbúum úr Árbænum, mótt. 26. apríl 2006, Ólafi Hannibalssyni og Guðrúnu Pétursdóttur, dags. 4. apríl 2006 og Árna Vigfússyni, Sigurði Halldórssyni og Theodór Marinóssyni, dags. 26. apríl 2006. Einnig lagt fram að bréfi lögfræði og stjórnsýslu dags. 27. apríl til lögfræðiskrifstofu Reykjavíkurborgar vegna beiðni um umsögn vegna eignarnámsheimilda, umsögn lögfræðiskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 12. september 2006 og bréf borgarstjóra, dags. 6. október 2006, vegna samþykkt borgarráðs 5. október 2006 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 27. september 2006, varðandi viðræður um kaup á Árbæjarbletti 62 vegna breytinga á deiliskipulagi Árbæjar og Seláss, ennfremur lögð fram umsögn lögfræðiskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. 12. september 2006 og bréf Lex lögmannsstofu, dags. 5. desember 2007.
Vísað til umsagnar Framkvæmda- og eignasviðs.

7.08 C-Tröð 3, hækkun á þaki
Spurt er hvort leyfi fengist til að hækka þak á hesthúsum og bæta ofanábyggingu þar ofan á fyrir miðju þaksins samkv. meðfylgjandi skissu af hesthúsi nr. 3 við C-Tröð.
Neikvætt. Hæð húss samræmist ekki ákvæðum gildandi deiliskipulags Víðidals.

8.08 Suðurlandsbraut, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 6. maí 2008, um útgáfu á framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar háhitalagnar frá borholu nálægt Reykjavegi meðfram Suðurlandsbraut að dælustöð hitaveitu við Grensásveg. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 14. mars 2008.
Vísað til skipulagsráðs.

9.08 Bústaðablettur 10, (fsp) endurbætur
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. maí 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að endurnýja hús í samræmi við eldri uppdrætti á lóðinni nr. 10 við Bústaðablett.
Vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

10.08 Bæjarflöt 2, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 16. maí 2008 var lögð fram tillaga Pálmars Kristmundssonar dags. 8. maí fh. Höskuldar Guðmundssonar að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2 við Bæjarflöt samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti dags. 7. maí 2008. Erindinu var vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.
Frestað. Lagfæra þarf uppdrætti.

11.08 Elliðabraut 4-6, 8-10 og 12, breytt deiliskipulag vegna Elliðabraut 12
Á fundi skipulagsstjóra 25. apríl 2008 var lögð fram umsókn og tillaga KRark ehf. dags. 22. apríl 2008 f.h. Strengur byggingar ehf. varðandi breytt deiliskipulag á lóðunum nr. 4-6, 8-10 og 12 við Elliðabraut. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit til suðurs og bílageymslu undir neðstu hæð. Erindinu var vísað til umsagnar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 9. maí 2008. og nýrri tillögu dags. 14. maí 2008.
Frestað.

12.08 Freyjubrunnur 13, nýbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. maí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja úr staðsteypu tvílyft einbýlishús með einhalla timburþaki á lóð nr. 13 við Freyjubrunn.
Stærðir: 1. hæð íbúð 120,3 ferm., bílgeymsla 28 ferm. samtals 1. hæð 148,3 ferm. 2. hæð íbúð 148,1 ferm.,
Samtals íbúð 268,4 ferm.,
Vísað til skipulagsráðs.

13.08 Gefjunarbrunnur 7, einbýlishús
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. maí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvílyft, staðsteypt einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 7 við Gefjunarbrunn.
Stærð: 1. hæð íbúð 94,2 ferm., bílgeymsla 26,4 ferm., 2. hæð íbúð 155,5 ferm.
Samtals 276,1 ferm., 885,4 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 64.634
Umsækjandi hafi samband við austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

14.08 Hestháls 14, Krókháls 7, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Arkidea, dags. 14. maí 2008, að breyttu deiliskipulagi lóðanna. Einnig lagðir fram minnispunktar Kristins Arnbjörnssonar, mótt. 8. apríl 2008, vegna breytinga á lóðarstærðum fyrir Hestháls 14 og Krókháls 7a.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Hesthálsi 14 og 15 ásamt Krókhálsi 7 og 7a þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

15.08 Hestháls 15, Krókháls 7, (fsp) sameining lóða, Hestháls 15 og Krókháls 7
Á fundi skipulagsstjóra 16. maí 2008 var lögð fram fyrirspurn Ístaks dags. 15. maí 2008 varðandi sameiningu lóðanna Hestháls 15 og Krókháls 7 samkvæmt meðfylgjandi ódags. frumdrögum Studio Granda að deiliskipulagi lóðarinnar. Erindinu var vísað til umsagnar hjá skrifstofustjóra Framkvæmda- og eignasviðs og í rýni hjá austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.
Frestað.

16.08 Hlunnavogur 8, (fsp) stækkun húss
Lögð fram fyrirspurn mótt. 20. maí 2008 varðandi leyfi til að stækka húsið á lóðinni nr. 8 við Hlunnavog í samræmi við teikningar Einrúm ehf. arkitekta dags. 25. janúar 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.

17.08 Kambsvegur 22, hækkun á þaki
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. maí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að hækka þak fjölbýlishússins á lóðinni nr. 22 við Kambsveg.
Erindinu fylgir bréf eigenda og samþykki meðeigenda og sumra lóðarhafa Kambsvegar 20, 21, 24 og 26 dags. 28. apríl 2008.
Stækkun 4.7 ferm., 12,69 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 926
Vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

18.08 Kjalarnes, Brautarholt, breyting á eignamörkum innan jarðar
Lagt fram bréf Logos, dags. 20. maí 2008, þar sem fram kemur beiðni um að afgreiðslu skipulagsstjóra frá 29. febrúar 2008 verði skotið til skipulagsráðs.
Einnig er lagt fram bréf Einars Ingimarssonar arkitekts dags. 26. febrúar 2008, varðandi breytingu á eignamörkum innan jarðarinnar Brautarholts á Kjalarnesi skv. uppdrætti mótt. 12. febrúar 2008.
Samþykkt.

19.08 Kjalarnes, Fitjar, deiliskipulag
Á fundi skipulagsstjóra 21. september 2007 var lögð fram tillaga Einars Ingimarssonar ark., dags. 21. mars 2007, að deiliskipulagi Fitja á Kjalarnesi. Um er að ræða deiliskipulag lóða fyrir íbúðarhús og aðrar byggingar fyrir starfsemi sem tengist ferðaþjónustu og landbúnaði. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 1. desember 2005. Lögð fram umsögn veiðifélags Leirvogsár, dags. 12. apríl 2007 og umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs, dags. 7. maí 2008.
Vísað til umsagnar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

20.08 Kjalarnes, Fitjakot, (fsp) vinnubúðir
Á fundi skipulagsstjóra 26. október 2007 var lögð fram fyrirspurn forstjóra Eyktar hf, dags. 24. október 2007, um leyfi til að reisa vinnubúðir fyrir allt að 50 manns á landareigninni Fitjakoti og fá stöðuleyfi fyrir þær til næstu fimm ára. Erindinu var vísað til umsagnar Umhverfissviðs og veiðifélags Leirvogsár. Nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfissviðs, dags. 7. nóv. 2007 og veiðifélags Leirvogsár dags. 6. maí 2008. Erindinu var vísað til umsagnar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til skipulagsráðs.

21.08 Kjalarnes, Hof, (fsp) uppbygging, deiliskipulag
Á fundi skipulagsráðs 9. apríl 2008 var lagt fram bréf Gests Ólafssonar f.h. skipulags- arkitekta og verkfræðistofunnar ehf., dags. 3. apríl 2008 ásamt skissum mótt. 3. apríl 2008 um uppbyggingu í landi Hofs á Kjalarnesi. Erindinu var vísað til skoðunar í vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur 2001-2024.
Vísað til skipulagsráðs.

22.08 Kleppsvegur 90, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 9. maí 2008 var lögð fram tillaga skipulags- arkitekta- og verkfræðistofunnar ehf. mótt. 30. apríl 2008 fh. Félagsbústaða að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 90 við Kleppsveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður í samræmi við meðfylgjandi teikningar. Erindinu var frestað, lagfæra þarf uppdrætti. Lagt fram að nýju ásamt lagfærðum uppdráttum dags. 22. maí 2008.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Kleppsvegi 82, 84, 88, 92 og Kambsvegi 2.

23.08 Suðurhús 5, (fsp) viðbygging
Lögð fram fyrirspurn Krark f.h. Bjarnfreðs Ólafssonar, dags. 21. maí 2008, um viðbyggingu á lóð nr. 5 við Suðurhús.
Ekki eru gerðar athugasemdir við það að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, sem síðar verður grenndarkynnt. Draga skal úr stærð viðbyggingar í samráði við austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

24.08 Köllunarklettsvegur 1, (fsp) breytt nýting á lóð
Á fundi skipulagsstjóra 1. júní 2007 var lögð fram fyrirspurn OG ehf. fh. Bylgjuhúsa ehf. dags. 16. maí 2007 varðandi breytta nýtingu á lóðinni nr. 1 við Köllunarklettsveg. Erindinu var vísað til umsagnar Faxaflóahafna.
Á fundi skipulagsstjóra þann 1. júní 2007 var óskað eftir umsögn Faxaflóahafna. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Faxaflóahafna dags. 14. maí 2008
Vísað til umsagnar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

25.08 Lóðarumsókn fyrir lágverðshótel, Reynimelur ehf
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 17. apríl 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að vísa umsókn Reynimels ehf., dags. 8. apríl 2008, um lóð undir Etap lágverðshótel til skipulags- og byggingarsviðs og framkvæmda- og eignasviðs.
Kynna formanni skipulagsráðs.

26.08 Rangársel 15, breytt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Framkvæmdsviðs dags. 28. febrúar 2008 ásamt uppdráttum varðandi breytt deiliskipulag á lóðinni nr. 15 við Rangársel. Í breytingunni felst stækkun lóðar og aukið byggingarmagn við leikskólann Seljakot. Málið var í auglýsingu frá 26. mars 2008 til og með 7. maí 2008. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um fullnaðarafsgreiðslu skipulagsstjóra í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

27.08 Sigtún 40, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Eykt íbúðir ehf. dags. 22. maí 2008 varðandi breytingu á deilskipulagi lóðarinnar nr. 40 við Sigtún.
Vísað til umsagnar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

28.08 Sogavegur 194, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 9. maí 2008 var lögð fram fyrirspurn Elínóru I. Sigurðardóttur dags. 2. maí 2008 varðandi breytingu á deilskipulagi lóðarinnar nr. 194 við Sogaveg. Í breytingunni felst að lyfta þaki hússins og byggja bílskúr ásamt því að byggja hjólageymslu við bakhlið bílskúrsins samkvæmt meðfylgjandi skissu. Erindinu var vísað til umsagnar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 21. maí 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til skilyrða í umsögn skipulagsstjóra.

29.08 Sogavegur 224, (fsp) nýbygging, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Plúsarkitekta, dags. 20. maí 2008, um byggingu vinnustofu á lóð nr. 224 við Sogaveg skv. uppdrætti, mótt. 20. maí 2008.
Vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

30.08 Starmýri 2, (fsp) skilmálar
Á fundi skipulagsstjóra 16. maí 2008 var lögð fram fyrirspurn Ísflex hf. dags. 14. maí 2008 varðandi heimild til að byggja aðra hæð ofan á hús nr. 2A við Starmýri í samræmi við eldri samþykktir. Erindinu var vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og hjá lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 21. maí 2008.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.

31.08 Þverárkot, malarnám
Lögð fram umsókn Ásgeirs Gunnarssonar f.h. Sveins Sigurjónssonar, dags. 19. maí 2008, um leyfi fyrir malarnámi í landi Þverárkots í Þverárdal.
Vísað til umfjöllunar hjá umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs.

32.08 Ystasel 17, svalaskýli
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. maí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalaskýli (gróðurskála, tvöfalt gler og einangraðar plötur) á svalir á norðausturhlið einbýlishúss á lóð nr. 17 við Ystasel.
Stærðir: 12,2 ferm., 30,9 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 2.255

Vísað til umfjöllunar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

33.08 28">Baldursgata 32, (fsp) uppbygging á lóð
Lögð fram fyrirspurn T.ark, dags. 15. maí 2008, um mögulega uppbyggingu á lóðinni nr. 32 við Baldursgötu. Einnig lagt fram skuggavarp dags. 21 ágúst 2006 síðast breytt 18. maí 2008.
Vísað til umsagnar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

34.08 Barónsstígur 5, íbúð á 4 hæð og fl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. maí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta íbúð, koma fyrir þakgluggum og svölum í risi atvinnuhússins á lóðinni nr. 5 við Barónsstíg.
Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 16. maí 2008 og samþykki meðeigenda áritað á uppdrátt, ódagsett. Einnig fylgir íbúðarskoðun byggingafulltrúa dags. 2. desember 2001 og önnur dags. 30. nóvember 2006.
Gjald kr. 7.300
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Samræmist deiliskipulagi.

35.08 Bergstaðastræti 49, svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. maí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvennar svalir úr timbri sbr. fyrirspurn nr. BN037885 dags. 11.3.2008 við stofu á 1. hæð og svefnherbergi á þakhæð í einbýlishúsi á lóð nr. 49 við Bergstaðastræti.
Gjald kr. 7.300
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Baldursgötu 8.

36.08 Bergstaðastræti 50A, setja kvist
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. maí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að setja kvist á norðausturhlið, innrétta rishæð að hluta og fyrir áður gerðri framkvæmd þar sem porti er lokað á götuhlið í þríbýlishúsinu á lóð nr. 50 A við Bergstaðastræti.
Stærð stækkunar ferm yfir 1,8 m. xxx ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xxx
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Bergstaðastræti 50, 51, 52 og 53.

37.08 Brekkustígur 6B, nýbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. apríl 2008 þar sem sótt er um leyfi til að rífa einbýlishús og byggja nýtt steinsteypt parhús, 3 hæðir og kjallara á lóðinni nr. 6B við Brekkustíg.
Niðurrif: Fastanr. 200-0940 merkt 01 0101 íbúð 49,7 ferm.
Nýbygging: Kjallari 89,6 ferm., 1. hæð 73,6 ferm., 2. hæð 89,6 ferm., 3. hæð 76,6 ferm.
Samtals 329,4 ferm., xx rúmm.
Gjald kr. 7.300 + xx
Vísað til skipulagsráðs.

38.08 Bólstaðarhlíð, lokun
Lögð fram bókun umhverfis- og samgönguráðs frá 13. maí 2008 ásamt bréfi samgöngustjóra, dags. 8. s.m. varðandi lokun Bólstaðarhlíðar.
Vísað til skipulagsráðs.

39.08 Grandagarður 101, reyndaruppdr v/starfsleyfis
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. maí 2008 þar sem sótt er um leyfi fyrir reyndarteikningum þar sem búið er að byggja létta viðbyggingu við suðurhlið, minnháttar breytingar á innra fyrirkomulagi og komið fyrir timburpalli með skjólveggum að norðanverðu við húsið á lóð nr. 101 við Grandagarð.
Stærðir stækkunar 52,2 ferm. 183,4 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 13.388
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.

40.08 Hverfisgata 39, (fsp) opna veitingah. á 1. h
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. maí 2008 þar sem spurt er hvort innrétta og reka megi veitingasölu á jarðhæð húss á lóð nr. 39 við Hverfisgötu.
Vísað til umsagnar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

41.08 Hverfisgata 103, (fsp) breytt deiliskipulag
Á fundi skipulagsstjóra 9. maí 2008 var lögð fram fyrirspurn +Arkitekta ehf. dags. 30. apríl 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 103 við Hverfisgötu í samræmi við meðf. teikningar dags. 28. apríl 2008. Erindinu var vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 23. maí 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið með vísan til skilyrða í umsögn skipulagsstjóra.

42.08 Hörgshlíð 14, st. bílsk., sólp. ofl.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. maí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að stækka bílskúr og byggja vinnustofu ofan á honum að hluta, byggja útigeymslu, byggja sólpall með heitum potti, stækka sorpgeymslu og endurnýja veggi við heimreið, allt úr staðsteypu við einbýlishús á lóð nr. 14 við Hörgshlíð.
Stærðir: xxxxxx
Gjald kr. 7.300 + xxx
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Hörgshlið 12 og 16, Háahlíð 18 og 20.

43.08 Ingólfsstræti 1A, (fsp) þakgarður
Á fundi skipulagsstjóra 9. maí 2008 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. maí 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að gera yfirbyggðan þakgarð sbr. meðfylgjandi skissur á hluta þaksins á húsinu á lóð nr. 1 A við Ingólfsstræti.
Meðfylgandi er bréf rekstaraðila fyrir hönd lóðarhafa dags. 21. apríl 2008. Erindinu var vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til meðferðar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

44.08 Laufásvegur 24, (fsp) byggja y. svalir
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. maí 2008 þar sem spurt er hvort byggja megi yfir svalir á íbúðarhúsi á lóð nr. 24 við Laufásveg. Einnig lagt fram bréf lóðarhafa móttekið 22.maí 2008.
Neikvætt. Erindið fellur ekki að skilyrðum vegna breytingar á vernduðum 20. aldar byggingum samkvæmt korti um Húsvernd í Reykjavíkur.

45.08 Laufásvegur 73, bílskúr
Á fundi skipulagsstjóra 9. maí 2008 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. apríl 2008 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja og stækka bílskúr, lækka gólf í kjallara, byggja jarðhýsi, sem umlykur kjallara á þrjá vegu, stækka 1. hæð með anddyri til norðvesturs, stigahúsi til norðausturs, eldhúsi til suðausturs, stækka 2. hæð með nýjum svölum á þaki anddyris og á þaki eldhúss, innrétta rishæð með nýjum kvistum til suðvesturs og norðausturs í einbýlishúsi nr. 73 við Laufásveg.
Meðfylgjandi er bréf Mörkin lögmannsstofa hf. dags. 31. mars 2008 og afrit frá Úrskurðarnefnd skipulags og byggingamála staðfest 31. mars 2008.
Stærðir: niðurrif bílgeymslu 24,05 ferm., 63,7 rúmm. stækkunar íbúð kjallari 202,5 ferm., bílgeymsla 39,1 ferm., 1. hæð 23,2 ferm., 2. hæð 8,8 ferm. ferm., Samtals 278,1 ferm. 912,2 rúmm. Gjald kr. 6.800 + 66.590.
Erindinu var vísað til umsagnar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna fyrirliggjandi byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Laufásvegi 70, 71, 72, 74 og 75 ásamt Bergstaðastræti 78 og 80, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.

46.08 Laugavegur 24, br. undirg. í skrifst.
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. maí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að breyta undirgangi í lokað rými með skrifstofum í húsi Hótel Fróns á lóð nr. 24 við Laugaveg.
Stækkun 31,4 ferm., 113 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 8.249
Neikvætt. Samræmist ekki deiliskipulagi.

47.08 Meðalholt 15, (fsp) bílastæði
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. maí 2008 þar sem spurt er hvort leyfi fengist til að saga vegg á lóðamörkum og koma fyrir tvennum bílastæðum á lóð hússins á nr. 15 við Meðalholt. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 22. maí 2008.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.

48.08 Laugavegur 178, (fsp) bílahús
Á fundi skipulagsstjóra 18. apríl 2008 var lögð fram fyrirspurn Þráins Karlssonar, dags. 14. apríl 2008 um byggingu bílageymslu fyrir 34 bíla á lóðinni nr. 178 við Laugaveg. Erindinu var vísað til meðferðar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið, Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt þegar hún berst.

49.08 Skógarhlíð 20, (fsp) nýbygging
Lögð fram fyrirspurn Einars V. Tryggvasonar ark., dags. 19. maí 2008, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 20 við Skógarhlíð skv. uppdrætti, dags. 14. janúar 2008. Gert er ráð fyrir að rífa núverandi hús og byggja nýtt á lóðinni.
Vísað til umsagnar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

50.08 Skólavörðustígur 40, (fsp) uppbygging á lóð
Lögð fram ný fyrirspurn Zeppelin arkitekta um uppbyggingu á lóðinni nr. 40 við Skólavörðustíg. Í tillögunni felst að flytja hús af lóðinni og byggja nýtt í samræmi við meðfylgjandi teikningar dags. 15. apríl 2008
Vísað til skipulagsráðs.

51.08 Skólavörðustígur 42, kjallari
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. apríl 2008 þar sem sótt er um leyfi til að byggja gluggalausan kjallara undir atvinnuhúsið á lóðinni nr. 42 við Skólavörðustíg. Erindinu var vísað til umfjöllunar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Stækkun: 158,1 ferm., 382,2 rúmm. Gjald kr. 7.300 + 27.901

Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið.

52.08 Smáragata 10, (fsp) stækkun bílskúrs
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. maí 2008 þar sem spurt er hvort rífa megi bílskúr og byggja annan við einbýlishús á lóð nr. 10 við Smáragötu.
Vísað til umsagnar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

53.08 Sóltún, Ármannsreitur, breyting á skilmálum
Lögð fram fyrirspurn VA arkitekta, dags. 28. apríl 2008, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Ármannsreits við Sóltún.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið.

54.08 Starhagi, æfingasvæði KR
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. maí 2008,ásamt erindi framkvæmdastjóra KR frá 9. s.m. varðandi breytingar og umbætur á æfingasvæði við Starhaga. Borgarráð samþykkti að vísa erindinu til íþrótta- og tómstundaráðs, umhverfis- og samgönguráðs og skipulagsráðs.
Vísað til meðferðar umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs.

55.08 Vesturvallagata 4, viðbygging
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. maí 2008 þar sem sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu á tveim hæðum úr steinsteypu og bárujárnsklæddri timburgrind með timburþaki sbr. fsp. BN036646 við núverandi hús á lóð nr. 4 við Vesturvallagötu.
Meðfylgjandi er útskrift úr gerðabók afgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 23.11.2007
Gjald kr. 7.300 + xxxx
Vísað til meðferðar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.

56.08 Heiðmörk, Vatnsendakrikar, (fsp) framkvæmdaleyfi vegna kaldavatnslagnar
Lögð fram fyrirspurn Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 6. maí 2008, varðandi framkvæmdaleyfi fyrir niðurgrafna kaldavatnslögn í Vatnsendakrika í Heiðmörk.
Ekki eru gerðar athugasemdir við erindið. Fyrirspyrjandi skal leggja inn umsókn um framkvæmdaleyfi ásamt tilheyrandi gögnum.

57.08 Skipulags- og byggingarsvið, athugasemd vegna málsmeðferðar
Lagðar fram athugasemdir Plúsarkitekta, dags. 13. maí 2008, vegna málsmeðferðar skipulagsstjóra.
Vísað til skipulagsráðs.