Laugardalur, Þróttur

Skjalnúmer : 6914

19. fundur 1999
Laugardalur, Þróttur, staðsetning tennisvalla
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 17.09.99, ásamt tilllögu Reynis Vilhjálmssonar landslagsarkitekts, dags. 05.08.98, að skipulagi tennisvalla Þróttar í Laugardal.
Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti með þriggja metra færslu vallanna til norðurs. Vísað til heilbrigðis- og umhverfisnefndar.

10. fundur 1997
Laugardalur, Þróttur,
Lagt fram bréf forstöðumanns byggingardeildar borgarverkfræðings, dags. 02.05.97, varðandi tillögur að nýju félagshúsi fyrir Knattspyrnufélagið Þrótt í Laugardal. Einnig lögð fram tillaga P.K. hönnunar sf, að félagshúsinu.

Samþykkt

3. fundur 1997
Laugardalur, Þróttur,
Lagt fram bréf Dagnýjar Bjarnadóttur, f.h. Landslagsarkitekta RV/ÞH, dags. 5.2. 97, varðandi staðsetningu og frágang æfingavalla Þróttar, samkv. uppdr. Landslagsarkitekta, dags. 5.2. 97. Einnig lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 2.12. 96 og borgarstjóra f.h. borgarráðs dags. 4.12. 96.
Samþykkt með 6 samhlj. atkv. (Óskar D. Ólafsson sat hjá). Vísað til umhverfismálaráðs.
Óskar D. Ólafsson óskaði bókað:
"Ekkert er að því að Þróttur standi að íþróttaiðkun í Laugardalnum. hins vegar er sá liður sem snýr að frágangi æfingavalla óásættanlegur. Er hér um að ræða afmörkun grænna svæða í Laugardalnum með girðingum. Girðingar, sem eigna þröngum hópi borgarbúa stór græn landsvæði á vinsælasta útivistarsvæði borgarinnar, eiga ekki rétt á sér. Almenningur á kröfu á greiðu aðgengi til þeirra grænu svæða sem til eru". Formaður óskaði bókað: "Laugardalur er hvort tveggja í senn útivistarsvæði borgarbúa og helsta íþróttamiðstöð. Þróttur þarf eins og önnur íþróttafélög, að geta girt grasvelli sína af og hefur borgarráð þegar samþykkt ósk þeirra þar að lútandi. Að öðru leyti er tekið undir þau sjónarmið sem fram koma í bókun Óskars D. Ólafssonar um greiðan aðgang alls almennings að grænu svæðum borgarinnar".
Guðrún Zoëga óskaði bókað: "Ég tek undir þau sjónarmið um girðingar sem fram koma í bókun Óskars D. Ólafssonar."


5. fundur 1997
Laugardalur, Þróttur,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.02.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10.02.97, varðandi staðsetningu og landmótun íþróttasvæðis í Laugardal.



17. fundur 1996
Laugardalur, Þróttur,
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 09.07.96 á bókun skipulagsnefndar frá 05.07.96 um íþróttaaðstöðu Knattspyrnufélagsins Þróttar í Laugardal.



15. fundur 1996
Laugardalur, Þróttur,
Lagt fram bréf framkvæmdastj. íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 24.6.96, varðandi flutning á starfsemi Íþróttafélagsins Þróttar frá Sæviðarsundi í Laugardal. Einnig lagður fram uppdr. Landslagsarkitekta, dags. í júní 1996.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti, en tekur undir bókun umhverfismálaráðs frá 26.06.'96