Hádegismóar
Skjalnúmer : 8106
9. fundur 2000
Hádegismóar, br. á aðalskipulagi og deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarritara f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 18. apríl 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. s.m. um auglýsingu deiliskipulagstillögu og breytingu á aðalskipulagi í Hádegismóum.
8. fundur 2000
Hádegismóar, br. á aðalskipulagi og deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Einars Tryggvasonar, dags. í júlí 1999, br. 19.01.00, að deiliskipulagi fyrir Hádegismóa. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags að aðalskipulagsbreytingu. Málið var í auglýsingu frá 25. febr. til 24. mars, athugasemdafrestur var til 7. apríl 2000.
Samþykkt að leggja til við borgarráð að það samþykki auglýsta deiliskipulagstillögu og auglýsta breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016.
8. fundur 2000
Hádegismóar, br. á aðalskipulagi og deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 1. febrúar 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 24. f.m. um breytt aðal- og deiliskipulag að Hádegismóum og auglýsingu þar um.
2. fundur 2000
Hádegismóar, br. á aðalskipulagi og deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Einars Tryggvasonar, dags. í júlí 1999, br. 19.01.00, að deiliskipulagi fyrir Hádegismóa. Einnig lögð fram tillaga Borgarskipulags að aðalskipulagsbreytingu.
Samþykkt að óska heimildar borgarráðs til að auglýsa deiliskipulagstillöguna og breytingu á A.R. 1996-2016.