Lækjargata, Vonarstræti og Skólabrú

Skjalnúmer : 7084

6. fundur 1997
Lækjargata, hjólarein
Óskar D. Ólafsson lagði fram svofellda tillögu:
"Lagning hjólareina í götustæði Lækjargötu. Lagt er til að gert verði sérstaklega ráð fyrir hjólandi umferð í Lækjargötu með lagningu hjólareinar í götustæði í báðar áttir. Hjólareinin, í hvora átt, þarf að vera lágmark 1 meter á breidd. Leggja verður áherslu á að tenging við stofnbrautarstíg Sæbrautar og stíga sem liggja meðfram Fríkirkjuvegi verði vönduð. Til að aðgreina hjólareinina frá gangstíg mætti hafa hana í öðrum lit, t.d. rauðum. Einnig verður hjólareinin að vera slétt og hindrunarlaus. Gætt verði fyllsta öryggis við hönnun. Að öðru leyti er vísað til sérþekkingar sem, m.a. má finna á borgarskipulagi víðs vegar í Evrópu þar sem hjólareinar sem þessar eru algengar.
Tillögunni fylgir greinargerð. Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir tillöguna í meginatriðum. Hafa skal samráð við tillöguhöfund við útfærslu hennar og málið að því loknu lagt fyrir nefndina á ný.

1. fundur 1997
Lækjargata, stöðumælar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 17.12.1996 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 16.12.1996, um stöðumæla við Lækjargötu.



28. fundur 1996
Lækjargata, stöðumælar
Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 13.12.96 varðandi uppsetningu stöðumæla við vestanverða Lækjargötu sunnan Austurstrætis að syðri enda Lækjargötu.

Samþykkt.