Hafnarstræti 1-3
Skjalnúmer : 8290
3. fundur 2000
Hafnarstræti 1-3, breikkun gangstéttar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25. janúar 2000 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 24. s.m. um breikkun gangstéttar framan við húsið nr. 1 við Hafnarstræti (Fálkahús).
2. fundur 2000
Hafnarstræti 1-3, breikkun gangstéttar
Lagt fram að nýju bréf Guðmundar Jónssonar hrl. f.h. húseigenda Hafnarstrætis 1, dags. 15.10.99, varðandi heimild til breikkunar gangstéttar framan við húsið nr. 1 við Hafnarstræti (Fálkahúsið). Einnig lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 20.01.00 ásamt umsögn gatnamálastjóra, dags. 18.01.00 og umsögn Borgarskipulags dags. 10.11.99.
Fallist á umsögn borgarverkfræðings og erindið, að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn borgarverkfræðings.
25. fundur 1999
Hafnarstræti 1-3, breikkun gangstéttar
Lagt fram bréf Guðmundar Jónssonar hrl. f.h. húseigenda Hafnarstrætis 1, dags. 15.10.99, varðandi heimild til breikkunar gangstéttar framan við húsið nr. 1 við Hafnarstræti (Fálkahúsið). Einnig lögð fram umsögn Borgarskipulags dags. 10.11.99.
Frestað. Vísað til nánari skoðunar Borgarskipulags og Gatnamálastjóra.
6. fundur 1997
Hafnarstræti 1-3, stæði fyrir hópferðabíla
Lagt fram bréf eigenda og leigutaka í húsinu Hafnarstræti 1-3, varðandi stæði fyrir hópferðabíla gegnt Hafnarstræti 1-3 (Fálkahúsinu). dags. 04.03.97. Einnig lagt fram bréf Kristjáns Jónssonar f.h. Kynnisferða, dags. 10.03.97.
Synjað. Nefndin getur ekki orðið við erindinu, en tekið verður á stæðum fyrir hópferðabíla við endurskoðun deiliskipulags Kvosarinnar í samráði við hagsmunaaðila.