Háskóli Íslands, Náttúrufræðahús,
Laufásvegur 22,
Vesturlandsvegur/Miklabraut,
Umhverfismat,
Staðahverfi,
Bensínstöðvar og bensínsölur,
Vatnagarðar 38,
Bústaðavegur 153,
Æsuborgir 10-12,
Aðalskipulag Reykjavíkur,
Gamli Vesturbærinn,
Gámar til pappírssöfnunar,
Samkeppni um skipul. nýs íbúðahverfis í Grafarholti,
Skipulags- og umferðarnefnd
12. fundur 1995
Ár 1995, mánudaginn 29. maí kl. 11.00, var haldinn 12. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn: YYYYYY. Ennfremur sat fundinn Jón Júlíusson, áheyrnarfulltrúi. Fundarritari var XXXXXX.
Þetta gerðist:
Háskóli Íslands, Náttúrufræðahús, staðsetning
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags.17.5.95 um samþykkt borgarráðs 9.5.95 á bókun skipulagsnefndar frá 8.5.95 um staðsetningu náttúrufræðihúss Háskóla Íslands.
Borgarráð samþykkti að fela samstarfsnefnd H.Í. og Reykjavíkurborgar um skipulag lóðar H.Í. að auglýsa kynningu á fyrirhugaðri byggingu og sýna jafnframt að nýju skipulagshugmyndir á háskólasvæðinu austan Suðurgötu.
Laufásvegur 22, viðbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, varðandi ósk Brynju Benediktsdóttur um byggingu vinnustofu að Laufásvegi 22, samkv. uppdr. Magnúsar Skúlasonar, arkitekts, dags. 10.5.95.
Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið vegna nálægðar byggingarinnar við lóðarmörk að Fríkirkjuvegi 11, sem hefði í för með sér takmörkun á nýtingarmöguleikum þeirrar lóðar, en auk þess er á þeirri lóð fyrirhugaður sparkvöllur, sem yrði óþægilega nærri húsinu.
Vesturlandsvegur/Miklabraut, mat á umhverfisáhrifum
Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 17.5.95, varðandi mat á umhverfisáhrifum Vesturlandsvegar. Lagt fram frummat á umhverfisáhrifum framkvæmda við Vesturlandsveg.
Stefán Hermannsson, borgarverkfræðingur, Ólafur Stefánsson frá gatnamálastjóra og Ólafur Bjarnason, yfirverkfræðingur, kynntu málið.
Umhverfismat,
Skipulagsnefnd felur forstöðumanni Borgarskipulags og borgarverkfræðingi að leggja fyrir nefndina tillögur að því, með hvaða hætti skuli framvegis staðið að mati á umhverfisáhrifum af hálfu Reykjavíkurborgar.
Staðahverfi, deiliskipulag
Lögð fram tillaga Gylfa Guðjónssonar, arkitekts, dags. 24.5.95, að deiliskipulagi Staðahverfis. Ennfremur lögð fram á ný tillaga Hannesar Þorsteinssonar, arkitekts, dags. 16.2.95, að skipulagi golfvallar í Staðahverfi
Gylfi Guðjónsson arkitekt kom á fundinn og skýrði skipulagstillögu sína.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða svofellda bókun:
"Skipulagsnefnd samþykkir í megin atriðum tillögu að deiliskipulagi Staðahverfis, sbr. teikningu nr. 062 frá Teiknist. Gylfa Guðjónssonar, dags. 24.05.95. Nefndin samþykkir einnig breytt fyrirkomulag golfvallar eins og það kemur fram á skipulagstillögunni, en það er í samræmi við teikningu (frumriss) Hannesar Þorsteinssonar golfvallahönnuðar, dags. 16.02.95. Nefndin gerir að tillögu sinni til borgarráðs að strax verði gengið til samninga við Golfklúbb Reykjavíkur um breytt fyrirkomulag vallarins og einnig mögulega nýtingu hluta Korpúlfsstaða sem félagsheimilis og geymsluhúsnæðis fyrir golfklúbbinn. Skipulagstillögunni vísað til umferðarnefndar og umhverfismálaráðs".
8">Bensínstöðvar og bensínsölur,
Lagt fram minnisblað borgarverkfræðings, dags. 17.05.95, um bensínstöðvarlóðir og/eða bensínsölulóðir.
Frestað.
Vatnagarðar 38, staðsetning bensínsölu
Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 03.05.95, varðandi erindi Orkunnar hf. um lóð við Vatnagarða 38 undir bensínsölu. Ennfremur lagt fram bréf Olíufélagsins h.f., dags. 29.05.95.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um aðkomu að lóðinni. Nefndin fellst hins vegar ekki á, að á lóðinni verði jafnframt söluturn.
Bústaðavegur 153, bensínsjálfsala
Lagt fram að nýju bréf Halldórs Guðmundssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa, dags. 12.05.95, varðandi ósk um að setja upp bensínsjálfsala við veitingastaðinn Sprengisand við Bústaðaveg 153, samkv. uppdr., dags. 10.05.95.
Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið af umferðartæknilegum ástæðum
Æsuborgir 10-12, stækkun byggingarreits
Lagt fram bréf Páls Björgvinssonar, arkitekts, dags. 05.05.95, varðandi ósk um stækkun byggingarreits að Æsuborgum 10-12, samkv. uppdr. dags. 10.04.95, br. 05.05.95.
Samþykkt með fyrirvara um samþykki lóðarhafa Æsuborga 6-8 og 14-16.
Aðalskipulag Reykjavíkur, endurskoðun
Lagt fram bréf Foreldra- og kennarafélags Voga- og Langholtsskóla, dags. 06.05.95, varðandi vaxandi umferð um Heima- og Vogahverfi.
Vísað til Borgarskipulags og umferðardeildar borgarverkfræðings.
Gamli Vesturbærinn, skipulagsmál
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða svofellda tillögu formanns nefndarinnar:
"Í framhaldi af fundi með íbúum gamla Vesturbæjarins 23. maí s.l. er lagt til að skipaður verði samstarfshópur um skipulagsmál gamla Vesturbæjarins. Í samstarfshópnum verði fulltrúi Borgarskipulags og óskað verði eftir við Íbúasamtök gamla Vesturbæjarins og Grjótaþorps að þau skipi einn mann hvort. Starfshópurinn vinni í nánu samráði við umferðardeild og tillögur verði lagðar fyrir skipulagsnefnd, umhverfismálaráð og umferðarnefnd. Starfshópurinn ljúki störfum fyrir 1.9.95".
Gámar til pappírssöfnunar, staðsetning
Lagðar fram tillögur gatnamálastjóra, ásamt bréfi gatnamálastjóra, dags. 29.05.95, að staðsetningu gáma vegna innsöfnunar á pappír í Breiðholti.
Borgarverkfræðingi og forstöðumanni Borgarskipulags falið að útfæra tillögurnar nánar.
Samkeppni um skipul. nýs íbúðahverfis í Grafarholti,
Lagt fram bréf Sigurðar Harðarsonar, framkv.stj. Arkitektafélags Íslands, f.h. stjórnar félagsins, um að tilnefna Stefán Örn Stefánsson og Jón Þór Þorvaldsson í dómnefnd í samkeppni um skipulag í Grafarholti.