Laufásvegur 22

Skjalnúmer : 9577

13. fundur 1995
Laufásvegur 22, viðbygging
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Laugavegi 42, dags. 21.6.94, seinast breytt 12.6.95, að viðbyggingu við húsið að Laufásvegi 22.

Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:
"Skipulagsnefnd fellst á að húsið verði 13,0 m að heildarlengd og óskar eftir að umsækjendum sé gerð formlega grein fyrir að gert er ráð fyrir sparkvelli á lóð borgarinnar að Fríkirkjuvegi 11, sem liggur að vesturmörkum lóðar nr. 22 við Laufásveg".


12. fundur 1995
Laufásvegur 22, viðbygging
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, varðandi ósk Brynju Benediktsdóttur um byggingu vinnustofu að Laufásvegi 22, samkv. uppdr. Magnúsar Skúlasonar, arkitekts, dags. 10.5.95.

Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið vegna nálægðar byggingarinnar við lóðarmörk að Fríkirkjuvegi 11, sem hefði í för með sér takmörkun á nýtingarmöguleikum þeirrar lóðar, en auk þess er á þeirri lóð fyrirhugaður sparkvöllur, sem yrði óþægilega nærri húsinu.

2. fundur 1994
Laufásvegur 22, viðbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, 12.1.94, varðandi samþykkt borgarráðs 11.1.94 á bókun skipulagsnefndar frá 10.01.1994 um viðbyggingu að Laufásvegi 22.



1. fundur 1994
Laufásvegur 22, viðbygging
Lagt fram bréf Magnúsar Skúlasonar, arkitekts, f.h. Brynju Benediktsdóttur dags. 3.1.94 varðandi viðbyggingu við vinnustofu að Laufásvegi 22, samkv. uppdr. Magnúsar Skúlasonar, dags. 7.12.93. Samþykkt. G.J. óskaði bókað að hún samþykkti erindið með því skilyrði að tekið verði meira tillit til útlits aðliggjandi byggðar.
Samþykkt.
G.J. óskaði bókað að hún samþykkti erindið með því skilyrði að tekið verði meira tillit til útlits aðliggjandi byggðar.