Umferðaröryggisáætlun

Skjalnúmer : 9923

7. fundur 1998
Umferðaröryggisáætlun,
Lögð fram umferðaröryggisáætlun fyrir Reykjavík, útgefin í mars 1998.
Skipulags- og umferðarnefnd samþykkir svofellda bókun: "Út er komin umferðaröryggisáætlun borgarinnar. Af því tilefni samþykkir skipulags- og umferðarnefnd að fela Borgarskipulagi og umferðardeild borgarverkfræðings að undirbúa kynningu á áætluninni, m.a. með sérstöku málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur í aprílmánuði eða byrjun maí n.k.

24. fundur 1997
Umferðaröryggisáætlun,
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 25.11.97 á bókun skipulags- og umferðarnefndar frá 10. s.m. um umferðaröryggisáætlun. Framkvæmdaáætlun er til viðmiðunar, en er háð fjárveitingu á fjárhagsáætlun borgarinnar hverju sinni.


22. fundur 1997
Umferðaröryggisáætlun,
Lögð fram umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur, dags. í nóv. 1997, ásamt framkvæmda- og fjárhagsáætlun vegna umferðaröryggisáætlunarinnar, dags. 7.11.´97.

Samþykkt

10. fundur 1997
Umferðaröryggisáætlun,
Lögð fram til kynningar umferðaröryggisáætlun til ársins 2001, útgefin af dómsmálaráðuneytinu í mars 1997. Þórhallur Ólafsson kom á fundinn og kynnti.

Skipulags- og umferðarnefnd fagnar framkominni umferðaröryggisáætlun 1997-2001 og beinir því til dómsmálaráðherra að hann beiti sér fyrir gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlunar sem verði hluti af umferðaröryggisáætluninni.

21. fundur 1997
Umferðaröryggisáætlun,
Lögð fram og kynnt drög að umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur dags. í okt. 1997.
Ennfremur lögð fram drög að fjárhags- og framkvæmdaáætlun vegna umferðaröryggisáætlunarinnar.


13. fundur 1996
Umferðaröryggisáætlun,
Lögð fram til kynningar Umferðaröryggisáætlun fyrir Reykjavík, dags. 28.05.96.



18. fundur 1995
Umferðaröryggisáætlun, hámarkshraði
Baldvin Baldvinsson, yfirverkfræðingur umferðardeildar, kynnti reynslu að 30 km hámarshraðasvæðum í Reykjavík og erlendis. Ennfremur lögð fram bréf umferðardeildar, dags. 06.12.94 og 06.04.95, varðandi svæði með 30 km hámarskhraða.

16. fundur 1995
Umferðaröryggisáætlun, hámarkshraði
30 km hámarkshraði í íbúðahverfum. Skipulagsnefnd óskar að fá kynningu á reynslu af 30 km hámarkshraðasvæðum í Reykjavík og erlendis. Málið verði kynnt á næsta fundi skipulagsnefndar

8. fundur 1995
Umferðaröryggisáætlun,
Lögð fram umferðaröryggisáætlun til ársins 2001, útgefin af dómsmálaráðuneytinu í janúar 1995.



6. fundur 1995
Umferðaröryggisáætlun, umsögn
Lagt fram að nýju bréf yfirverkfræðings umferðardeildar f.h. umferðarnefndar, dags. 16.1.95, þar sem óskað er umsagnar skipulagsnefndar um umferðaröryggisáætlun. Ennfremur lagt fram svar skipulagsnefndar við erindinu, dags. 6.3.95.



5. fundur 1995
Umferðaröryggisáætlun, umsögn
Lagt fram bréf yfirverkfræðings umferðardeildar f.h. umferðarnefndar, dags. 16.1.95, þar sem óskað er umsagnar skipulagsnefndar um umferðaröryggisáætlun.

Frestað.