Ármúli 24,
Borgahverfi, a og b hluti,
Efstaleiti 1,
Rekagrandi, leikskóli,
Sigtún 42 og Ásmundarsafn,
Stararimi 20,
Austurbrún 12,
Dofraborgir 12-18,
Fjallkonuvegur 1,
Framnesvegur 2,
Hafravatnsvegur,
Hæðargarður, leikskóli,
Nethylur 2,
Starengi 2,
Rauðagerði 30,
Umferðaröryggisáætlun,
Háskóli Íslands, Náttúrufræðahús,
Skipulags- og umferðarnefnd
8. fundur 1995
Ár 1995, mánudaginn 3. apríl kl. 11.00, var haldinn 8. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn. YYYYYY. Ritari var XXXXXX.
Þetta gerðist:
Ármúli 24, hækkun húss
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.03.95 á bókun skipulagsnefndar frá 20.03.95 um hækkun húss að Ármúla 24.
Borgahverfi, a og b hluti, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.03.95 á bókun skipulagsnefndar frá 20.03.95 um deiliskipulag Borgahverfis a og b hluta.
Efstaleiti 1, lóðarbreyting
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.03.95 á bókun skipulagsnefndar frá 20.03.95 um lóðarbreytingu að Efstaleiti 1.
Rekagrandi, leikskóli, breytt lóðarmörk
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.03.95 á bókun skipulagsnefndar frá 20.03.95 um breytt lóðarmörk leikskólans við Rekagranda.
Sigtún 42 og Ásmundarsafn, skrifstofuhús
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.03.95 á bókun skipulagsnefndar frá 20.03.95 um skrifstofuhús og lóðarafmörkun að Sigtúni 42.
Stararimi 20, staðsetning bílgeymslu
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 21.03.95 á bókun skipulagsnefndar frá 20.03.95 um bílgeymslu að Stararima 20.
Austurbrún 12, viðbygging
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa f.h. byggingarnefndar, dags. 27.2.95, varðandi erindi Péturs B. Magnússonar um viðbyggingu við hús nr. 12 við Austurbrún samkv. uppdr. Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. í febr. 1995.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti með 3 samhlj. atkv. (Guðrún Jónsdóttir og Guðmundur Gunnarsson sátu hjá).
Borgarskipulagi falið að undirbúa umsókn um breytingu á staðfestu deiliskipulagi við Austurbrún.
Dofraborgir 12-18, breyting á skilmálum
Lagt fram bréf Gísla G. Gunnarssonar f.h. lóðarhafa, dags. 27.3.95, varðandi ósk um breytingu á skilmálum fyrir Dofraborgir 12-18, þannig að þakhalli minnki úr 35-45 gráðum í 27 gráður og húshliðar hækki um 60 cm samkv. uppdr. Teiknist. Kvarða, dags. í mars 1995.
Samþykkt.
Fjallkonuvegur 1, útibú Landsbanka Íslands
Lagt fram bréf bankastjórnar Landsbanka Íslands, dags. 23.3.95 varðandi staðsetningu (til bráðabirgða) útibús bankans á lóð OLÍS að Fjallkonuvegi 1. Einnig lagður fram uppdr. Nýju teiknistofunnar hf., dags. 23.3.95 og bréf OLÍS, dags. 23.3.95.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið, en vekur athygli á að aðkomur að lóðinni frá Strandvegi eru ekki í samræmi við skipulag.
Framnesvegur 2, skipting lóðar
Lagt fram bréf Eyjólfs Einarssonar og Sigríðar Þorvaldsdóttur, dags. 15.2.95, þar sem óskað er eftir skiptingu lóðarinnar nr. 2 við Framnesveg, samkv. uppdr. mælingadeildar, dags. 10.2.95.
Samþykkt.
Hafravatnsvegur, ný lega
Lagt fram bréf Árna Jónssonar f.h. Hnit hf., dags. 14.3.95, varðandi kynningu á hönnun og legu nýs Hafravatnsvegar m.t.t. mats á umhverfisáhrifum. Einnig lagður fram uppdráttur Hnits hf., dags. í mars 1995.
Samþykkt.
Hæðargarður, leikskóli, afmörkun lóðar
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 16.3.95, um afmörkun lóðar leikskóla við Hæðargarð á lóð Breiðagerðisskóla og breytt mörk grunnskólans.
Frestað. Borgarskipulagi falið að kynna tillöguna fyrir íbúum í nágrenninu.
Vísað til umhverfismálaráðs.
Nethylur 2, aðkoma og umferð
Lagt fram bréf stjórnar íbúasamtaka Ártúnsholts, dags. 25.10.94, þar sem óskað er eftir bættu aðgengi að verslunarkjarna við Nethyl 2. Einnig lagðar fram tillögur Borgarskipulags, dags. 22.3.95.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu Borgarskipulags fyrir sitt leyti, en vísar útfærslu gönguleiðar yfir Straum og Streng til umferðarnefndar.
Starengi 2, verslun og bensínafgreiðsla
Lagt fram bréf Valgarðs Zophaníassonar, dags. 23.3.95, þar sem óskað er eftir stækkun á byggingarreit verslunarhúss að Starengi 2 og aðstöðu á lóðinni fyrir bensínafgreiðslu.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið, en hafa skal samráð við Borgarskipulag um fyrirkomulag á lóð og aðkomur áður en málið verður lagt fyrir byggingarnefnd.
Rauðagerði 30, nýbygging
Lagt fram bréf Teiknistofunnar Kvarða f..h. Halldóru og Hildar Harðardætra, dags. 27.3.95, varðandi tvíbýlishús á lóð nr. 30 við Rauðagerði. Ennfremur lagðir fram uppdrættir Teiknistofunnar Kvarða, dags. í mars 1995.
Samþykkt.
Umferðaröryggisáætlun,
Lögð fram umferðaröryggisáætlun til ársins 2001, útgefin af dómsmálaráðuneytinu í janúar 1995.
Háskóli Íslands, Náttúrufræðahús,
Lagðar fram tillöguteikningar dr. Magga Jónssonar, arkitekts, að náttúrufræðahúsi H.Í. í Vatnsmýri, dags. í maí 1995.
Tillöguhöfundur og Brynjólfur Sigurðsson, formaður bygginganefndar náttúrufræðahúss komu á fundinn og gerðu grein fyrir tillögunni.
Skipulagsnefnd samþykkir staðsetningu náttúrufræðahúss og bílastæða við það, en tekur ekki afstöðu til annarra atriða að svo stöddu. Nefndin minnir á að verið er að vinna að tillögum um skipulag af friðlandi og tjarnarsvæði í Vatnsmýri.