Birkimelur, bensínstöð,
Fossaleynir 2,
Grettisgata 56A,
Smiðshöfði 1,
Alþingisreitur,
Áburðarverksmiðja ríkisins,
Bakkagerði,
Borgahverfi, a og b hluti,
Einarsnes,
Kaldasel 2,
Kaplaskjólsvegur 73-79,
Laugardalur, verkbækistöð,
Hafnarstræti, SVR-miðstöð,
Laugavegur 162,
Reykjavegur, skólalóðir,
Skildinganes 13,
Suðurhús/Sveighús,
Vallengi 2-10,
Umferðaröryggisáætlun,
Skipulags- og umferðarnefnd
5. fundur 1995
Ár 1995, mánudaginn 20. febrúar kl. 11.00 var haldinn 5. fundur skipulagsnefndar í Borgartúni 3, 4. hæð. Þessir sátu fundinn. YYYYYY. Ritari var XXXXXX.
Þetta gerðist:
Birkimelur, bensínstöð, lóðarafmörkun
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.2.95 á bókun skipulagsnefndar frá 6.2.95 um afmörkun lóðar við Birkimel, fyrir bensínstöð.
Fossaleynir 2, afmörkun lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.2.95 á bókun skipulagsnefndar frá 6.2.95 um deiliskipulag lóðar fyrir meðferðarstöð barna og unglinga í Fossaleynismýri.
Grettisgata 56A, niðurfelling kvaðar
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.2.95 á bókun skipulagsnefndar frá 6.2.95 um Grettisgötu 56A, niðurfellingu kvaðar.
Smiðshöfði 1, nýbygging
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 7.2.95 á bókun skipulagsnefndar frá 6.2.95 um nýbyggingu að Smiðshöfða 1.
Alþingisreitur, uppbygging
Lögð fram til kynningar tillaga Borgarskipulags um uppbyggingu alþingishússreits, dags. 20.2.95.
Skipulagsnefnd samþykkti samhljóða svohljóðandi bókun:
"Skipulagsnefnd mælir með því við Alþingi að unnið verði að uppbyggingu á Alþingisreit með hliðsjón af þeim hugmyndum, sem Borgarskipulag hefur sett fram um skipulag hans á teikningum, dags. 20.2.95. Öll frekari vinna að uppbyggingu á reitnum verði unnin í samráði við Borgarskipulag og lögð fyrir viðkomandi nefndir borgarinnar, áður en ákvarðanir um framkvæmdir verða teknar".
Áburðarverksmiðja ríkisins, lóð fyrir sinkverksmiðju
Kynntar hugmyndir um sinkverksmiðju á lóð Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi.
Vísað til umhverfismálaráðs.
Bakkagerði, vistgata
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 23.11.94 ásamt bréfi íbúa við Bakkagerði um breytingu götunnar í vistgötu.
Skipulagsnefnd bendir á að ekki þykir rétt að gera Bakkagerði að vistgötu, en rétt er að athuga með snyrtingu götunnar. Ekki er þó gert ráð fyrir því á framkvæmdaáætlun þessa árs.
Vísað til borgarverkfræðings.
Borgahverfi, a og b hluti, skilmálar
Lögð fram að nýju drög að skilmálum fyrir a hluta Borgahverfis, dags. 22.1.95 og drög að skilmálum fyrir b hluta Borgahverfis, dags. 23.1.95.
Frestað.
Einarsnes, breyting á deiliskipulagi
Lagður fram að nýju uppdráttur Borgarskipulags af deiliskipulagi Einarsness, dags. í nóv. 1988, með uppfærðum breytingum sem gerðar hafa verið á skipulaginu, dags. 14.4.94.
Frestað.
Kaldasel 2, bílskúr
Lagt fram bréf Gunnars S. Óskarssonar, arkitekts, dags. 10.2.95, varðandi byggingu bílskúrs á lóð nr. 2 við Kaldasel, ásamt lóðarstækkun um 40.5 m2 samkvæmt uppdráttum, dags. 10.2.95.
Skipulagsnefnd fellst ekki á erindið.
Kaplaskjólsvegur 73-79, nýbygging raðhúsa
Lagt fram bréf Bjarna Marteinssonar, arkitekts, dags. 12.2.95, varðandi fyrirspurn um byggingu þriggja raðhúsa á lóð nr. 73 og 75 við Kaplaskjólsveg samkv. teikningu dags. 12.2.95.
Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart erindinu, enda verði tekið mið af raðhúsum við Kaplaskjólsveg og ekki gert ráð fyrir bílskúrum á lóðinni.
Laugardalur, verkbækistöð, staðsetning
Lagt fram bréf garðyrkjustjóra, dags. 13.2.95, varðandi byggingu verkbækistöðvar fyrir garðyrkjudeild í Laugardal samkv. tillögu garðyrkjudeildar, dags. 11.1.95 . Einnig lögð fram bókun umhverfismálaráðs frá 1.2.95 og greinargerð garðyrkjudeildar, dags. 11.1.95
Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Nefndin beinir því til garðyrkjustjóra að hugað verði að aðkomu flutningabíla að verkbækistöðinni um Holtaveg.
Hafnarstræti, SVR-miðstöð, bráðabirgðahúsnæði fyrir SVR
Lagt fram að nýju bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 23.11.94, varðandi tillögur borgarverkfræðings um bráðabirgðahús fyrir SVR við Tryggvagötu. Einnig lagðar fram tillögur byggingadeildar borgarverkfræðings.
Skipulagsnefnd mælir með því að reynt verði að búa til bráðabirgðaaðstöðu fyrir starfsmenn SVR og Hreyfils, t.d. í húsum Olíufélagsins h.f. við Tryggvagötu og niðurrifi þeirra frestað.
Laugavegur 162, Þjóðskjalasasfn Íslands
Að beiðni formanns skipulagsnefndar verður málið tekið fyrir á næsta fundi skipulagsnefndar. Afgreiðslu byggingarnefndar á málinu var frestað á seinasta fundi borgarstjórnar. Árbæjarsafn mun senda álit um málið fyrir næsta fund skipulagsnefndar.
Reykjavegur, skólalóðir, afmörkun lóða
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Dagvistar barna, dags. 17.2.95 varðandi afmörkun leikskólalóðar og breytingu á mörkum lóðar Laugarnesskóla við Reykjaveg . Einnig lögð fram tillaga Albínu Thordarson, arkitekts, dags. 15.2.95.
Samþykkt. Haft verði samráð við garðyrkjustjóra um gróðurbelti milli lóðar og gatna.
Skildinganes 13, bílskúr
Lagt fram að nýju bréf byggingarfulltrúa, dags. 30.8.94 varðandi ósk Jean Eggerts Hjartarsonar um að byggja bílskúr á lóðinni nr. 13 við Skildinganes, alls 55.2 m2, ásamt uppdr. Bjarna Kjartanssonar, dags. 29.5.94. Einnig lagt fram mótmælabréf íbúa nr. 12 við Skildinganes, dags. 12.8.94, bréf Jean Eggerts Hjartarsonar, dags. 22.9.94, umsögn Árbæjarsafns, dags. 5.11.94 og umsögn húsfriðunarnefndar, dags. 8.12.94.
Samþykkt að breytt deiliskipulag verði auglýst formlega samkvæmt skipulagslögum.
Suðurhús/Sveighús, land í fóstur
Lagt fram bréf íbúa við Suðurhús og Sveighús, dags. 10.9.94 þar sem óskað er eftir að taka land, sem liggur suðaustan við Suðurhús, í fóstur.
Vísað til umhverfismálaráðs og gatnamálastjóra.
Vallengi 2-10, fyrirkomulag lóða
Lögð fram tillaga Borgarskipulags, dags. 20.2.95 að fyrirkomulagi lóða norðan grunnskólalóðar við Vallengi. Á nyrðri lóðinni er gert ráð fyrir sambýli fatlaðra.
Skipulagsnefnd samþykkti tillögu Borgarskipulags, dags. 20.2.95.
Umferðaröryggisáætlun, umsögn
Lagt fram bréf yfirverkfræðings umferðardeildar f.h. umferðarnefndar, dags. 16.1.95, þar sem óskað er umsagnar skipulagsnefndar um umferðaröryggisáætlun.
Frestað.