Keilugrandi 1, Keilugrandi 1, Grjótagata 9, Brúarvogur 1-3, Hátún 14, Suðurlandsbraut 56-72, Traðarland 1, Víkingur, Spöngin, Spöngin, Eir, Alþingisreitur, Öskjuhlíð, Keiluhöll, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Friggjarbrunnur 24-26, Skógarás 21, Skógarás 23, Úlfarsbraut 62-64, Úlfarsbraut 66-68, Úlfarsbraut 96, Úlfarsbraut 98, Úlfarsfellsland, Þrastarlundur, Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, Sundabraut, Kjalarnes, Háskóli Íslands, Hólmsheiði, Landsnet, Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur, Bréf v. eignaskiptayfirlýsinga, Rafrænar upplýsingar, Kópavogur, Flugvöllur 106930 / Hlíðarfótur,

Skipulagsráð

83. fundur 2007

Ár 2007, miðvikudaginn 14. febrúar kl. 09:12, var haldinn 83. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Snorri Hjaltason, Gunnar Bjarki Hrafnsson, Brynjar Fransson, Dagur B. Eggertsson, Stefán Benediktsson, Svandís Svavarsdóttir og áheyrnarfulltrúinn Ásta Þorleifsdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Birgir Hlynur Sigurðsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Jón Árni Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar, Nikulás Úlfar Másson, Ólöf Örvarsdóttir, Lilja Grétarsdóttir, Jóhannes Kjarval, Stefán Finnsson og Ólafur Bjarnason. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 70064 (01.51.33)
1.
Keilugrandi 1, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram drög að tillögu skipulagsfulltrúa að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024, dags. 2. febrúar 2007. Í tillögunni felst að skilgreina nýjan þéttingarreit við Keilugranda þar sem gert er ráð fyrir allt að 150 íbúðum.
Frestað.

Umsókn nr. 50610 (01.51.33)
581298-3589 Kristinn Ragnarsson,arkit ehf
Suðurlandsbraut 4A 108 Reykjavík
500501-2350 Rúmmeter ehf
Suðurlandsbraut 4a 108 Reykjavík
2.
Keilugrandi 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni kynningu er lögð fram ný tillaga Kristins Ragnarssonar arkitekts, dags. 1. desember 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 1 við Keilugranda. Gert er ráð fyrir að skemma SÍF verði rifin og byggð verði fjölbýlishús á lóðinni. Lögð fram umsögn ÍTR, dags. 22. desember 2006 og umsögn KR, dags. 16. janúar 2007. Tillagan var í grenndarkynningu frá 8. janúar til og með 22. janúar 2007. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Halldór G Eyjólfsson, dags. 10. janúar 2007, 6 íbúar í Fjörugranda 14-18, dags. 12. janúar 2007, Halldór Jóhannsson, dags, 17. janúar 2007, Sigríður H. Bjarkadóttir og Valdimar Búi Hauksson, dags. 19. janúar 2007, Salvör Jónsdóttir og Jón Atli Árnason, dags. 21. janúar 2007, húsfélög og íbúar í næsta nágrenni við Keilugranda 1, mótt. 19. janúar 2007, Ólafur Klemensson og Unnsteinn f.h. lóðasamtakanna Rekagrandi 1-7 og Keilugrandi 2-10, dags. 20. janúar 2007 ásamt álitsgerð vegna jarðsigs við Keilu og Rekagranda, dags. 11. desember 2006, Valgeir Pálsson, dags. 22. janúar 2007, Ragnheiður Lára Jónsdóttir og Karl Harðarsson, dags. 22. janúar 2007, Reynir Erlingsson og Anna Vilborg Hallgrímsdóttir, dags. 22. janúar 2007, Margrét Reynisdóttir og Karl Axelsson, dags. 22. janúar 2007 og Haukur Gunnarsson f.h. eigenda Fjörugranda 10 og Erna Eggertsdóttir f.h. eigenda Fjörugranda 12, dags. 22. janúar 2007. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa um athugasemdir dags. 25. janúar 2007 ásamt umsögn Menntasviðs, dags. 6. febrúar 2007 og umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 13. febrúar 2007.
Athugasemdir kynntar.
Frestað.


Umsókn nr. 70078 (01.13.6)
700485-0139 Minjavernd hf
Pósthólf 1358 121 Reykjavík
500591-2189 Argos ehf
Eyjarslóð 9 101 Reykjavík
3.
Grjótagata 9, breyting á deiliskipulagi, viðbygging
Lögð fram umsókn Argos f.h. Minjaverndar, dags. 8. febrúar 2007, að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 9 við Grjótagötu skv. uppdrætti, dags. 6. febrúar 2007. Breytingin felst m.a. í viðbyggingum við húsið og hækkun nýtingarhlutfalls úr 0,67 í 1,03.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Grjótagötu 7, 11, 12 og 14 og Túngötu 6 og 8.

Umsókn nr. 60346 (01.42.4)
530269-7529 Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
4.
Brúarvogur 1-3, deiliskipulag
Lagður fram uppdráttur Á stofunni arkitekta, mótt 16. október 2006, að breyttu deiliskipulagi lóða nr. 1-3 við Brúarvog. Einnig lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 8. júní 2006 og bókun hafnarstjórnar frá 12. desember 2006. Jafnframt er lagt fram samþykki aðliggjandi lóðarhafa, mótt. 5. febrúar 2007.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 60549 (01.23.40)
710178-0119 Teiknistofan ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
5.
Hátún 14, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Tark, dags. 21. nóvember 2006 ásamt uppdrætti, dags. 15. nóvember 2006, um breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 14 við Hátún. Jafnframt er fyrri tillaga, dags. 17. ágúst 2006, dregin til baka. Einnig lagt fram bréf Arnór Péturssonar og Þórðar Ólafssonar f.h. Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík, dags. 6. september 2006. Lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 22. nóvember 2006. Kynning stóð yfir frá 9. janúar 2007 til og með 6. febrúar 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.

Umsókn nr. 50016 (01.47.1)
560997-3109 Yrki arkitektar ehf
Hverfisgötu 76 101 Reykjavík
6.
Suðurlandsbraut 56-72, breyting á deiliskipulagi Sogamýri
Lögð fram tillaga Yrki arkitekta, dags. 5. febrúar 2007, vegna breytinga á deiliskipulagi í Sogamýri.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu. Jafnframt samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar í hverfisráði Laugardals og Háaleitis.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 50440 (01.87.59)
440703-2590 Teiknistofa Halldórs Guðm ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
7.
Traðarland 1, Víkingur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 29. september 2006, að breytingu á deiliskipulagi á íþróttasvæði Víkings að Traðarlandi 1. Tillagan gerir ráð fyrir nýjum upplýstum gervigrasvelli á suðurhluta svæðisins og að núverandi malarvelli verði breytt í grasæfingarsvæði. Þrjú möstur verða á hvorri langleið og er lýsingu beint inn á völlinn og leitast við að lágmarka glýju með því að velja lampa með tilliti til þess og setja sérstaka glýjuvörn á þá. Enn fremur verður gert ráð fyrir 85 nýjum álagsstæðum á opnu svæði norð-austan við núverandi íþróttahús. Auglýsing stóð yfir frá 1. nóvember til og með 13. desember 2006. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Dagbjartur Helgi Guðmundsson og Tatjana Latinovic, dags. 7. og 13. desember 2006, Jón Sverrir Wendel og Jóhanna Eiríksdóttir, dags. 12. desember 2006, Ása Ársælsdóttir og Edda Hauksdóttir, dags. 12. desember 2006, Kjartan Geir Kristinsson, dags. 12. desember 2006, Einar Ásgeirsson, mótt. 13. desember 2006, Dröfn Gunnarsdóttir og Magnús Þráinsson, dags. 13. desember 2006, Ragnar Aðalsteinsson f.h. Þóri Jensen, dags. 12. desember 2006, Guðjón Magnússon, dags. 12. desember 2006 og Kristján Bjarni Guðmundsson og Ragnhildur Hrönn Sigurðardóttir, dags. 13. desember 2006. Að loknum athugasemdafresti barst athugasemdabréf frá Söndru Fairbairn, dags. 14. desember 2006 og Sigríði Jónsdóttur, dags 18. desember 2006. Einnig lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs dags. 6. október 2006 og minnisblað RTS Verkfræðistofunnar, dags. 18. desember 2006 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. janúar 2007. Einnig er lögð fram fundargerð bæjarráðs Kópavogs dags. 8. febrúar 2007.
Auglýst tillaga samþykkt með vísan til umsagna skipulagsfulltrúa og Framkvæmdasviðs.
Vísað til borgarráðs.

Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðstjóri Umhverfissviðs og Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri tóku sæti á fundinum við umræður um málið.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs; Svandís Svavarsdóttir óskaði bókað:
Þakkað er fyrir umræðu varðandi eðli og áhrif ljósmengunar í borg. Jafnframt boðað að lögð verður fram tillaga síðar um að stefna að þessu leyti verið mótuð, sérstaklega varðandi samspil lýsingar og útivistarsvæða.


Umsókn nr. 70066 (02.37.5)
8.
Spöngin, breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024
Lögð fram drög að tillögu skipulagsfulltrúa að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 að breyttri landnotkun í vesturhluta Spangarinnar við Borgarveg dags. 5. febrúar 2007. Tillagan felur í sér að mörk miðsvæðis færast til suðurs og skilgreindur er nýr þéttingarreitur.
Samþykkt að kynna framlögð drög að breytingu á aðalskipulagi með vísan til 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 á vef skipulags- og byggingarsviðs.

Umsókn nr. 70084 (02.37.6)
440703-2590 Teiknistofa Halldórs Guðm ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
9.
Spöngin, Eir, breyting á deiliskipulagi
Lagðir fram til kynningar uppdrættir teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, dags. 8. febrúar 2007, vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi Spangarinnar í Grafarvogi.
Halldór Guðmundsson, arkitekt kynnti.
Frestað.


Umsókn nr. 50335 (01.14.11)
10.
Alþingisreitur, breyting á deiliskipulagi, kynning
Lagt fram að nýju erindi Batterísins dags. 30. maí 2005 varðandi endurskoðun á deiliskipulagi Alþingisreits ásamt nýrri tillögu Batterísins dags. janúar 2007. Tillagan felur í sér uppbyggingu á reitnum. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, dags. 15. desember 2006.
Sigurður Einarsson arkitekt kynnti nýja tillögu.
Frestað.


Umsókn nr. 70069 (01.73.12)
650599-2419 Aðhald ehf
Aftanhæð 1 210 Garðabær
291246-4519 Guðni Pálsson
Litlabæjarvör 4 225 Álftanes
11.
Öskjuhlíð, Keiluhöll, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram drög að tillögu GP arkitekta, dags. 1. febrúar 2007, að breytingu á deiliskipulagi Öskjuhlíðar, Keiluhöll vegna viðbyggingar.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.

Umsókn nr. 35403
12.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 431 frá 13. febrúar 2007.


Umsókn nr. 35304 (05.05.330.2)
241149-2269 Einar Gunnarsson
Garðhús 14 112 Reykjavík
110475-4039 Þórður Karl Einarsson
Garðhús 14 112 Reykjavík
13.
Friggjarbrunnur 24-26, parhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft parhús með innbyggðum bílgeymslum allt úr steinsteypu í einangrunarmót á lóð nr. 24-26 við Friggjarbrunn.
Stærð: Hús nr. 24 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 77,5 ferm., 2. hæð 96 ferm., bílgeymsla 24,5 ferm., samtals 198 ferm., 651 rúmm. Hús nr. 26 (matshluti 02) er sömu stærðar og nr. 24 eða samtals 198 ferm., 651 rúmm.
Parhús samtals 396 ferm., 1302 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 88.536
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 35273 (04.38.650.2)
450506-2060 C-35 ehf
Rjúpufelli 33 111 Reykjavík
14.
Skógarás 21, einbýlishús
Sótt er um leyfi fyrir einbýlishúsi með innbyggðri bílgeymslu, staðsteypt á tveimur hæðum með gróðurskála og aukaíbúð á jarðhæð á lóðinni nr. 21 við Skógarás.
Stærðir: 281,9 ferm., 953,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 64.858
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Þinglýsa skal yfirlýsingu um forkaupsrétt aðalíbúðar á aukaíbúð.


Umsókn nr. 35274 (04.38.650.3)
450506-2060 C-35 ehf
Rjúpufelli 33 111 Reykjavík
15.
Skógarás 23, einbýlishús
Sótt er um leyfi fyrir einbýlishúsi með innbyggðri bílgeymslu, staðsteypt á tveimur hæðum með gróðurskála og aukaíbúð á jarðhæð á lóðinni nr. 23 við Skógarás. Stærðir: 281,5 ferm., 950,6 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 64.640
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Þinglýsa skal yfirlýsingu um forkaupsrétt aðalíbúðar á aukaíbúð.


Umsókn nr. 35307 (02.69.860.2)
270764-2239 Bergþóra Björg Jósepsdóttir
Geitasandur 2 850 Hella
170385-2179 Magnús Gabríel Haraldsson
Andrésbrunnur 4 113 Reykjavík
16.
Úlfarsbraut 62-64, nýbygging parhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 62-64 við Úlfarsbraut.
Stærð: Hús nr. 62 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 77,7 ferm., 2. hæð 105,3 ferm., bílgeymsla 27,5 ferm., samtals 210,5 ferm., 679,1 rúmm. Hús nr. 64 (matshluti 02) er sömu stærðar og nr. 62 eða samtals 210,5 ferm., 679,1 rúmm.
Parhús er samtals 421 ferm., 1358,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 92.358
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 35390 (02.69.850.1)
211171-3249 Sólrún Hanna Guðmundsdóttir
Hraunbær 192 110 Reykjavík
170566-3949 Engilbert Olgeirsson
Nefsholt 1b 851 Hella
17.
Úlfarsbraut 66-68, parhús
Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt parhús á þremur pöllum með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 66-68 við Úlfarsbraut.
Stærðir: Úlfarsbraut 66: Íbúð 183 ferm., bílgeymsla 27,5 ferm. Samtals 210,5 ferm. 679,1 rúmm.
Úlfarsbraut 68: Sömu stærðir.
Samtals 421 ferm. og 1358,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 92.358
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 35376 (02.69.860.5)
660504-3030 Fasteignafélagið Hlíð ehf
Lágmúla 6 108 Reykjavík
18.
Úlfarsbraut 96, fjölbýlishús m. 6 ib og 6 bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með sex íbúðum og innbyggðri bílageymslu fyrir sex bíla allt einangrað að utan og klætt með hvítri málmklæðningu á lóð nr. 96 við Úlfarsbraut.
Stærð: Íbúð 1. hæð 242,7 ferm., 2. hæð 239,7 ferm., 3. hæð 351,3 ferm., bílgeymsla 116,6 ferm., samtals 950,3 ferm., 2980,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 202.667
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 35375 (02.69.850.5)
660504-3030 Fasteignafélagið Hlíð ehf
Lágmúla 6 108 Reykjavík
19.
Úlfarsbraut 98, fjölbýlish. m. 6 íb. og 6 bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með sex íbúðum og innbyggðri bílgeymslu fyrir sex bíla allt einangrað að utan og klætt með hvítri málmklæðningu á lóð nr. 98 við Úlfarsbraut.
Stærð: Íbúð 1. hæð 242,7 feerm., 2. hæð 239,7 ferm., 3. hæð 351,3 ferm., bílgeymsla 116,6 ferm., samtals 950,3 ferm., 2980,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 202.667
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.


Umsókn nr. 35296
621294-2619 Pólís-Inn ehf
Skipholti 50c 105 Reykjavík
20.
Úlfarsfellsland, Þrastarlundur, nýtt frístundarhús
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. janúar 2007. Sótt er um leyfi til þess að byggja nýtt frístundarhús úr timbri í stað þess sem brann þó aðeins austar á lóðinni Þrastarlundi í Úlfarsfellslandi, skv. uppdr. Páls Björgvinssonar, dags. 29. desember 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2007.
Stærð: Frístundarhús 1. hæð 70 ferm., 2. hæð 12,7 ferm., samtals 82,7 ferm., 260,2 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 17.694
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa er erindinu frestað með vísan til 6. mgr. 43. gr. l. 73/1997 þar sem vinnsla deiliskipulags á svæðinu stendur yfir. Erindinu er vísað til skoðunar í deiliskipulagsvinnunni.

Umsókn nr. 10070
21.
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 9. febrúar 2007.


Umsókn nr. 70083
22.
Vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, forgangsröðun
Kynning á tillögum sveitarfélaganna til vegaáætlunar árin 2007-2010 og langtímaáætlun til 2018.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks; Hanna Birna Kristjánsdóttir, og Snorri Hjaltason og fulltrúar Framsóknarflokks; Gunnar B. Hrafnsson og Brynjar Fransson óskuðu bókað:
Áætlunin sem hér er lögð fram lýsir með skýrum hætti vilja og metnaði nýs meirihluta í samgöngumálum í borginni. Þar ber hæst tillaga um mislæg gatnamót við Kringlumýrarbraut og Miklubraut auk annarra verkefna sem löngu er orðið tímabært að ráðast í. 1. áfangi Sundabrautar er fjármagnaður með hluta af sölu Símans og er gert ráð fyrir fjármagni til 2. áfanga í þessum tillögum. Með þessu má sjá skýran vilja meirihlutans til stórsóknar í samgöngumálum í höfuðborginni.

Fulltrúar Samfylkingarinnar; Dagur B. Eggertsson og Stefán Benediktsson óskuðu bókað:
Það er margt vel unnið og fróðlegt í skýrslu forsvarsmanna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um forgangsröðun vegaframkvæmda. Mikilvægt er að stokkalausnir á móts við Klambratún og á Mýrargötu eru komnar í fyrsta forgang. Það eru þó vonbrigði að enn sé ekki kominn almennur skilningur á því á höfuðborgarsvæðinu að Öskjuhlíðargöng sé miklu brýnni framkvæmd og dreifi umferð betur en þriggja hæða mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar-Miklubrautar sem aðeins auka á nærlægan umferðarvanda ef ekki er samhliða ráðist í fjölda umfangsmikilla og dýrra framkvæmda á næstu gatnamótum. Öskjuhlíðargöng ættu því að vera í fyrsta forgangi miklu fremur en mislæg gatnamót.


Nýframlögð samgönguáætlun samgönguráðherra gerir umræður um forgangsröðun á vettvangi borgarstjórnar þó nánast óþarfar og getur varla talist annað en blaut tuska framan í höfuðborgarsvæðið. Því hlýtur að verða mótmælt í borgarstjórn og á þingi þar sem nánast engum óskum sveitarfélaganna er mætt. Uppbyggingu hafnarsvæða við Mýrargötu og Örfirisey er í uppnámi því Mýrargötustokk er hvergi að finna á fjögurra ára áætlun. Enn þarf að búa við óviðunandi óvissu um fjármögnun Sundabrautar í einum áfanga alla leið. Augljóst er að ekki verður hafin uppbygging á Geldingarnesi við þær aðstæður. Miklubrautarstokkur er ekki á dagskrá samgönguráðherra fram til 2018 ! Meira að segja mislæg gatnamót á Kringlubraut-Miklubraut eru aðeins hálf á fjögurra ára áætlun og tengdar framkvæmdir sem eru nauðsynlegar til að þau nái markmiðum sínum er hvergi að finna. Því er ljóst að af þessum margræddu mislægu gatnamótum verður ekki á yfirstandandi kjörtímabili borgarstjórnar. Aðeins mislæg gatnamót í Elliðaárdal, á móts við Bústaðarveg, eru að fullu í samgönguáætlun næstu ára sem hlýtur að teljast merkileg sending samgönguráðherra því þeim hefur borgarráð einhuga hafnað.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs; Svandís Svavarsdóttir og áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra; Ásta Þorleifsdóttir óskuðu bókað:
Fulltrúar Vinstri grænna og F-lista í umhverfis- og framkvæmdaráðum hafa nú þegar lagt fram tillögur er varða forgangsröðun vegaframkvæmda sem voru í þágu forgangsakreina Strætó á kostnað mislægra gatnamóta. Tillagan var felld.

Pólitískt dugleysi einkennir málsmeðferð meirihlutans hvað varðar forgangsröðun vegaframkvæmda sem lögð verður fram á Alþingi nú í vikunni. Þótt örstutt kynning hafi farið fram á þessu stórpólitíska máli í fagráðum hefur ekki verið veitt svigrúm fyrir lýðræðislega umræðu og tillöguflutning, gögn hafa borist seint og með eftirgangsmunum og málsmeðferð virðist óljós.

Á síðasta borgarstjórnarfundi kom stefnuleysið enn í ljós, þar sem ekki virtist hafa verið ákveðið hvort, né heldur hvaða ráð myndi afgreiða málið. Áætlun Vegagerðarinnar til næstu 12 ára varðar að sjálfsögðu borgarbúa alla, skipulag, umhverfi og framkvæmdir í borginni. Því hefði verið óskandi að framsýnn og stórhuga meirihluti tæki málið föstum tökum með hagsmuni borgarbúa og umhverfis að leiðarljósi. Svo er því miður ekki.


Umsókn nr. 60493 (02.8)
23.
Sundabraut, 2. áfangi
Kynning á tillögu að matsáætlun.
Skipulagsráð óskaði bókað:
Skipulagsráð telur mikilvægt að við mat á öðrum áfanga Sundabrautar verði einnig kannaður kostur þess að hafa jarðgöng undir Eiðsvík.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs; Svandís Svavarsdóttir og áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra; Ásta Þorleifsdóttir óskuðu bókað:
Fulltrúar Vinstri grænna og F-lista telja brýnt að jarðgangnaleið verði tekin til athugunar við gerð matsáætlunar fyrir annan áfanga Sundabrautar, þótt sú leið sé vissulega kostnaðarsöm, enda er það í samræmi við markmið laga um mat á umhverfisáhrifum að meta alla valkosti. Með hagsmuni umhverfis, náttúru og borgarbúa í huga teljum við jarðgöng vera betri kost en brýr, hvað loftgæði, hljóð- og sjónmengun, fallaskipti og dýralíf á svæði sem eru friðlýst og á Náttúruverndaráætlun.

Snorri Hjaltason vék af fundi kl. 12:04
Brynjar Fransson vék af fundi kl. 12:07


Umsókn nr. 70076
24.
Kjalarnes, Hringvegur, áfangaskýrsla
Kynnt áfangaskýrsla VSÓ ráðgjafar, dags. janúar 2007, um valkosti fyrir umferðarskipulag Hringvegar á Kjalarnesi, frá Kollafirði að Hvalfjarðargöngum.
Stefán Finnsson kynnti framlagða skýrslu.

Umsókn nr. 60783 (01.6)
270847-2509 Gylfi Guðjónsson
Bleikjukvísl 9 110 Reykjavík
600169-2039 Háskóli Íslands
Suðurgötu 101 Reykjavík
25.
Háskóli Íslands, breyting á deiliskipulagi Háskólatorgs 2
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. febrúar 2007, vegna samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráð 17. s.m., varðandi auglýsingu að breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Háskólatorgs 2.


Umsókn nr. 60601 (05.8)
450400-3510 VA arkitektar ehf
Skólavörðustíg 12 101 Reykjavík
580804-2410 Landsnet hf
Krókhálsi 5C 110 Reykjavík
26.
Hólmsheiði, Landsnet, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. febrúar 2007, vegna samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráð 23. s.m., um deiliskipulag á Hólmsheiði.


Umsókn nr. 70024 (05.8)
27.
Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur, breyting á skilmálum
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. febrúar 2007, vegna samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráð 17. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Hólmsheiðar/Fjárborgar/Almannadals.


Umsókn nr. 35408
28.
Bréf v. eignaskiptayfirlýsinga,
Lagt fram til kynningar bréf byggingarfulltrúa, dags. 31. janúar 2007, til þeirra sem hafa réttindi til að gera eignaskiptayfirlýsingar, þar sem kynnt er þjónustulýsing og rafræn móttaka á eignaskiptayfirlýsingum.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt.

Umsókn nr. 70001
29.
Rafrænar upplýsingar, tillaga
Lögð fram tillaga Dags B. Eggertssonar um að hægt verði að skrá sig rafrænt fyrir upplýsingum úr fundargerðum skipulagsráðs, skipt eftir hverfum borgarinnar.
Frestað.

Umsókn nr. 40187
700169-3759 Kópavogsbær
Fannborg 2 200 Kópavogur
30.
Kópavogur, stofnlögn vatnsveitu um Heiðmörk, framkvæmdaleyfi
Fulltrúi Samfylkingarinnar Dagur B. Eggertsson lagði fram fyrirspurn um stöðu máls er varðar umsókn Kópavogsbæjar um framkvæmdaleyfi vegna stofnlagnar vatnsveitu um land Reykjavíkurborgar í Heiðmörk frá Heiðmerkurgirðingu við Vatnsendakrika að Heiðmerkurgirðingu á Vatnsendaheiði.

Formaður skipulagsráðs, Hanna Birna Kristjánsdóttir og sviðsstjóri skipulags- og byggingarsvið, Birgir H. Sigurðsson gerðu munnlega grein fyrir stöðu málsins og lýstu því yfir að skriflegt svar yrði lagt fram á næsta fundi skipulagsráðs.

Skipulagsráð óskaði bókað:
Vegna umræðna um málefni Heiðmerkur, ítrekar skipulagráð mikilvægi þess að í öllum ákvörðunum sem varða framkvæmd á þessu mikilvæga svæði sé alltaf haft stöðugt og öflugt samráð við Skógræktarfélag Reykjavíkur. Að því er varðar vatnslögn Kópavogs í Heiðmörk hefur skipulagsráð ítrekað á fyrri stigum fengið upplýsingar bæði frá Skipulagsstofnun og Kópavogsbæ um að fullt samráð hafi verið haft við Skógræktarfélag Reykjavíkur um legu umræddrar vatnslagnar. Skipulagsráð harmar ef einhvers misskilnings hefur gætt um þetta samráð milli Kópavogsbæjar, Skipulagsstofnunar og Skógræktarfélags Reykjavíkur, en minnir á að skipulagsráð mun ekki afgreiða framkvæmdarleyfi vegna vatnslagnarinnar fyrr en fyrir liggja umsagnir sem óskað hefur verið eftir m.a. frá Umhverfissviði.


Umsókn nr. 35317 (01.68.--9.9 18)
31.
Flugvöllur 106930 / Hlíðarfótur, lagt fram bréf
Á fundi skipulagsráðs þann 6. febrúar s.l., var lagt fram bréf byggingarfulltrúa, dags. 25. janúar 2007, vegna óleyfisframkvæmda við flugskýli á Reykjavíkurflugvelli þar sem framkvæmdir eru stöðvaðar.
Einnig lögð fram tvö bréf Sigtryggs L. Kristóferssonar dags. 24. janúar 2007 f.h. Norðurflugs ehf.
Á fundi skipulagsráðs 6. febrúar s.l., láðist að bóka að málinu væri vísað til meðferðar stjórnsýslu- og starfsmannasviðs Reykjavíkur og skipulagssjóðs.