Sundabraut

Verknúmer : SN060493

83. fundur 2007
Sundabraut, 2. áfangi
Kynning á tillögu að matsáætlun.
Skipulagsráð óskaði bókað:
Skipulagsráð telur mikilvægt að við mat á öðrum áfanga Sundabrautar verði einnig kannaður kostur þess að hafa jarðgöng undir Eiðsvík.

Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs; Svandís Svavarsdóttir og áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra; Ásta Þorleifsdóttir óskuðu bókað:
Fulltrúar Vinstri grænna og F-lista telja brýnt að jarðgangnaleið verði tekin til athugunar við gerð matsáætlunar fyrir annan áfanga Sundabrautar, þótt sú leið sé vissulega kostnaðarsöm, enda er það í samræmi við markmið laga um mat á umhverfisáhrifum að meta alla valkosti. Með hagsmuni umhverfis, náttúru og borgarbúa í huga teljum við jarðgöng vera betri kost en brýr, hvað loftgæði, hljóð- og sjónmengun, fallaskipti og dýralíf á svæði sem eru friðlýst og á Náttúruverndaráætlun.

Snorri Hjaltason vék af fundi kl. 12:04
Brynjar Fransson vék af fundi kl. 12:07


60. fundur 2006
Sundabraut, 2. áfangi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. júlí 2006 vegna samþykkt borgarráðs 20. Júlí 2006, um að framlengja frest, sem gefin hefur verið til að gera athugasemdir við tillögu að matsáætlun um lagningu annars áfanga Sundabrautar, um einn mánuð. Fulltrúar úr framkvæmdaráði, skipulagsráði og umhverfisráði, tveir úr hverju ráði, einn fulltrúi meirihluta og einn fulltrúi minnihluta, gefi sameiginlega umsögn um matsáætlunina.


59. fundur 2006
Sundabraut, 2. áfangi
Kynning á tillögu að matsáætlun.
Jónas Snæbjörnsson kynnti.