Kópavogur

Verknúmer : SN040187

85. fundur 2007
Kópavogur, stofnlögn vatnsveitu um Heiðmörk, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf bæjarstjóra Kópavogs, dags. 27. nóvember 2006, varðandi framkvæmdaleyfi fyrir stofnlögn vatnsveitu um land Reykjavíkurborgar í Heiðmörk frá Heiðmerkurgirðingu við Vatnsendakrika að Heiðmerkurgirðingu á Vatnsendaheiði. Einnig lagðar fram umsagnir lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs Reykjavíkurborgar dags. 15. desember 2007, Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 14. febrúar 2007, bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs til Kópavogsbæjar dags. 15. febrúar 2007, bréf skipulags- og byggingarsviðs til umhverfissviðs dags. 13. febrúar 2007. Einnig eru lagðar fram athugasemdir Skógræktarfélags Reykjavíkur dags. 13. febrúar 2007 ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar dags. 15. febrúar 2007. Einnig lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að framkvæmdaleyfi dags. 7. mars 2007.
Framlögð tillaga að framkvæmdaleyfi samþykkt með vísan til c-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Svandís Svavarsdóttir; fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað:
Borgarráðfulltrúi Vinstri grænna hefur lagt til í borgarráði að kannað verði hvort unnt sé að rifta samningi milli borgarinnar og Kópavogs vegna framkvæmda í Heiðmörk, sem ráðist var í án tilskilinna leyfa frá borginni, og skemmda sem þar hafa verið unnin á gróðri. Fyrir liggur að Skógræktarfélag Reykjavíkur og fleiri aðilar hafa kært Kópavogsbæ fyrir brot á skógræktarlögum og ekki sér fyrir endann á þeirri málshöfðun. Af þessum sökum situr fulltrúi Vinstri grænna hjá við útgáfu framkvæmdaleyfisins hér í skipulagsráði.



84. fundur 2007
Kópavogur, stofnlögn vatnsveitu um Heiðmörk, framkvæmdaleyfi
Lagt fram svar við fyrirspurn Samfylkingarinnar í skipulagsráði 14. febrúar 2007.


152. fundur 2007
Kópavogur, stofnlögn vatnsveitu um Heiðmörk, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf bæjarstjóra Kópavogs, dags. 27. nóvember 2006, varðandi framkvæmdaleyfi fyrir stofnlögn vatnsveitu um land Reykjavíkurborgar í Heiðmörk frá Heiðmerkurgirðingu við Vatnsendakrika að Heiðmerkurgirðingu á Vatnsendaheiði. Einnig lagðar fram umsagnir lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu- og starfsmannasviðs Reykjavíkurborgar dags. 15. desember 2007, Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 14. febrúar 2007, bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs til Kópavogsbæjar dags. 15. febrúar 2007, bréf skipulags- og byggingarsviðs til umhverfissviðs dags. 13. febrúar 2007. Einnig eru lagðar fram athugasemdir Skógræktarfélags Reykjavíkur dags. 13. febrúar 2007 ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar dags. 15. febrúar 2007.
Athugasemdum Skipulagsstofnunar er vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu. Óskað hefur verið eftir umsögn Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar og athugasemdum Kópavogsbæjar við umsögn Orkuveitu Reykjavíkur.

83. fundur 2007
Kópavogur, stofnlögn vatnsveitu um Heiðmörk, framkvæmdaleyfi
Fulltrúi Samfylkingarinnar Dagur B. Eggertsson lagði fram fyrirspurn um stöðu máls er varðar umsókn Kópavogsbæjar um framkvæmdaleyfi vegna stofnlagnar vatnsveitu um land Reykjavíkurborgar í Heiðmörk frá Heiðmerkurgirðingu við Vatnsendakrika að Heiðmerkurgirðingu á Vatnsendaheiði.

Formaður skipulagsráðs, Hanna Birna Kristjánsdóttir og sviðsstjóri skipulags- og byggingarsvið, Birgir H. Sigurðsson gerðu munnlega grein fyrir stöðu málsins og lýstu því yfir að skriflegt svar yrði lagt fram á næsta fundi skipulagsráðs.

Skipulagsráð óskaði bókað:
Vegna umræðna um málefni Heiðmerkur, ítrekar skipulagráð mikilvægi þess að í öllum ákvörðunum sem varða framkvæmd á þessu mikilvæga svæði sé alltaf haft stöðugt og öflugt samráð við Skógræktarfélag Reykjavíkur. Að því er varðar vatnslögn Kópavogs í Heiðmörk hefur skipulagsráð ítrekað á fyrri stigum fengið upplýsingar bæði frá Skipulagsstofnun og Kópavogsbæ um að fullt samráð hafi verið haft við Skógræktarfélag Reykjavíkur um legu umræddrar vatnslagnar. Skipulagsráð harmar ef einhvers misskilnings hefur gætt um þetta samráð milli Kópavogsbæjar, Skipulagsstofnunar og Skógræktarfélags Reykjavíkur, en minnir á að skipulagsráð mun ekki afgreiða framkvæmdarleyfi vegna vatnslagnarinnar fyrr en fyrir liggja umsagnir sem óskað hefur verið eftir m.a. frá Umhverfissviði.


143. fundur 2006
Kópavogur, stofnlögn vatnsveitu um Heiðmörk, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf bæjarstjóra Kópavogs, dags. 27. nóvember 2006, varðandi framkvæmdaleyfi fyrir stofnlögn vatnsveitu um land Reykjavíkurborgar í Heiðmörk frá Heiðmerkurgirðingu við Vatnsendakrika að Heiðmerkurgirðingu á Vatnsendaheiði.
Vísað til umsagnar Orkuveitu Reykjavíkur og lögfræðiskrifstofu stjórnsýslu og starfsmannasviðs Reykjavíkur.