Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Háskóli Íslands,
Ægisíða. Grímstaðavör,
1.172.0 Brynjureitur, allur reiturinn,
Örfirisey,
Efstasund 47,
Steinagerði 19,
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, reitur 1.154.3, Barónsreitur,
Reitur 1.154.3, Barónsreitur,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Engjateigur 7,
Umhverfis- og skipulagssvið,
Grjótaþorp og Kvosin,
Laugavegur 3,
Garðastræti 17,
Hverfisgata 16 og 16A,
Njarðargata 25,
Grundarstígsreitur,
Brautarholt 7,
Túngötureitur,
Stóragerði 40-46,
Umhverfis- og skipulagsráð, tillaga varðandi handbók,
122. fundur 2015
Ár 2015, miðvikudaginn 14. október kl. 09:07, var haldinn 122 fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Vindheimum.
Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, S. Björn Blöndal, Gísli Garðarsson, Sverrir Bollason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sigurborg Ó Haraldsdóttir áheyrnarfulltrúi.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Björn Axelsson, Nikulás Úlfar Másson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Magnús Ingi Erlingsson og Marta Grettisdóttir
Fundarritari var Björgvin Rafn Sigurðarson.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 9. október 2015.
Umsókn nr. 150537 (01.6)
420299-2069
ASK Arkitektar ehf.
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
450400-3510
VA arkitektar ehf
Borgartúni 6 105 Reykjavík
2. Háskóli Íslands, rammaskipulag
Kynnt drög að tillögu Ask arkitekta ehf.og VA atkitekta, dags. september 2015, að rammaskipulagi Háskólasvæðisins.
Fulltrúar Háskóla Íslands Sigurlaug I. Lövdahl, Guðmundur R. Jónsson, Aron
Ólafsson, Helga Bragadóttir og Eiríkur Hilmarsson kynna.
Umsókn nr. 150223
3. Ægisíða. Grímstaðavör, framtíð grásleppuskúra
Fulltrúi borgarsögusafns kynnir framtíðarsýn fyrir grásleppuskúra við Grímstaðavör við Ægisíðu.
Fulltrúi Borgarsögusafns Guðbrandur Benediktsson kynnir.
Umsókn nr. 150207 (01.17.20)
671106-0750
Þingvangur ehf.
Hlíðasmára 9 201 Kópavogur
4. 1.172.0 Brynjureitur, allur reiturinn, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.0, Brynjureits, samkvæmt uppdr. Ark Studio ehf. og Urban arkitekta ehf. 14. apríl 2015. Deiliskipulagsbreytingin felst í að samræma þann hluta deiliskipulags Brynjureits, stgr. 1.172.0, sem samþykkt var 2003 og 2006 þeim deiliskipulagsbreytingum sem tóku gildi árið 2013, en breytingarnar náðu aðeins til lóðanna Laugavegs 23/ Klapparstígs 31, Laugavegs 27a/ Hverfisgötu 40 - 42 og Laugavegs 27b /Hverfisgötu 44. Breytingar eru uppfærðar og skipulagsskilmálar alls reitsins eru endurskoðaðir og samræmdir. Auk þess er nú gert ráð fyrir breytingum á lóðum að Laugavegi 27 og 29 vegna laga um menningarminjar sem tóku gildi 1. janúar 2013. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 2. júní 2015 um athugasemdir sem bárust vegna hagsmunaaðilakynningar. Lagt fram nýtt bréf Pálma Harðarsonar f.h. Þingvangs ehf. dags. 3. júlí 2015 ásamt lagfærðum uppdráttum, dags. 14. apríl 2015, síðast br. 30. september 2015. Tillagan var auglýst frá 27. júlí til og með 8. september 2015. Eftirtaldir aðilar sendi athugasemdir: Tómas Hrafn Sveinsson hrl. f.h. Húsfélagsins að Klapparstíg 29, dags. 3. september 2015. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 10. september 2015 ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. október 2015.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. október 2015.
Vísað til borgarráðs.
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir víkur af fundi undir þessum lið.
Umsókn nr. 140611 (01.1)
530269-7529
Faxaflóahafnir sf.
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
5. Örfirisey, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. nóvember 2014 ásamt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 11. nóvember 2014 að deiliskipulagi Örfiriseyjar. Á fundi skipulagsfulltrúa 10. apríl 2015 var tillögunni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt bréfi Faxaflóahafna dags. 29. júní 2015 og breyttum deiliskipulagsuppdráttum dags. 29 júní 2015. Tillagan var auglýst frá 20. júlí til og með 31. ágúst 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Íbúasamtök Vesturbæjar, dags. 31. ágúst 2015, GP arkitektar f.h. eigenda Fiskislóðar 31, dags. 26. ágúst 2015, Berglind Svavarsdóttir og Jón Ármann Guðjónsson f.h. Lindbergs ehf., dags. 25. ágúst 2015, Kjartan Rafnsson f.h. S.K.Ó., dags. 31. ágúst 2015 og Guðjón Sverrir Rafnsson f.h. Miðfells ehf., dags. 31. ágúst 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2015.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar S. Björn Blöndal og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson samþykkja framlagða tillögu með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. september 2015.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir greiða atkvæði á móti tillögunni og bóka:
"Tillaga að deiliskipulagi Örfiriseyjar horfir ekki til framtíðar og þeirra fjölmörgu tækifæra til byggðarþróunar sem geta legið í nýtingu þessa svæðis. Tillagan sem fulltrúar meirihlutans leggja hér fram er að mestu staðfesting á úreltum skipulagsáætlunum sem fyrir löngu er orðið tímabært að færa til nútímalegra horfs. Hér skortir hugmyndaauðgi og frjóar tillögur sem miða að því að gera svæðið áhugavert og styðja við nærliggjandi íbúðarbyggð í Vesturbænum ásamt því að tengja það við miðborg Reykjavíkur. Veitinga- og listamenn sem fóru að starfa í gömlu verbúðunum fyrir sex árum hafa opnað augu þeirra sem stunda atvinnurekstur í Örfirisey fyrir því að hafnsækin starfsemi og iðandi mannlíf borgarbúa og aðkomufólks fer vel saman. Því til staðfestingar er stærsta útgerðarfyrirtæki landsins, Grandi, nú að bjóða listasöfnum að hefja starfsemi í elsta hluta starfsstöðvar sinnar þar sem einnig er stefnt að veitingarekstri. Engu líkara er en að Örfirisey hafi gleymst í því aðalskipulagi Reykjavíkur sem samþykkt var árið 2014. Sem dæmi má nefna að þar er sett fram sú stefna að útiloka landfyllingar næstu áratugina. Að baki slíki stefnu liggur engin vinna, engar samanburðaráætlanir, ekkert samráð eða hugmyndaleit að fjölbreytilegri nýtingu sem svæðið býður upp á. Með þessari gamaldags tillögu að deiliskipulagi Örfiriseyjar er verið að glata tækifæri til að glæða borgina lífi og samtvinna atvinnu- og íbúðabyggð með spennandi hætti."
Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason, fulltrúi Bjartrar framtíðar S. Björn Blöndal, og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson bóka:
"Tillagan að deiliskipulagi Örfiriseyjar er í samræmi við þá stefnu borgarinnar að gamla hafnarsvæðið í Reykjavík dafni sem vettvangur fjölbreyttrar atvinnustarfsemi. Við Örfirisey er ein stærsta sjávarútvegshöfn landsins. Deiliskipulagið verndar þá starfsemi. Stór hluti hafnarsvæðisins við Austurhöfn, Suðurhöfn og Vesturbugt er nú helguð menningarstarfsemi, íbúðaruppbyggingu, hótelstarfsemi, verslunum og veitingastöðum. Fyrir vikið hefur skapast skemmtilegt mannlíf og einstakt sambýli ólíkra atvinnugreina á hafnarsvæðinu. Öflug sjávarútvegsstarfsemi er lykilatriði í þessu samspili og mikilvægt að halda opnum möguleikum á eflingu hennar á svæðinu."
Fulltrúi Samfylkingarinnar Sverrir Bollason bókar:
"Ég tel að nýta hefði mátt tækifærið við skipulagsgerðina til að bæta með markvissum hætti umferð gangandi og hjólandi að þeim verslunar- og þjónustusvæðum sem má finna næst íbúðabyggðinni. Aðgengismál þar eru alls ekki til fyrirmyndar. Slíkar framkvæmdir geta þó að einhverju leyti farið fram án þess að skipulagi sé breytt og væri óskandi að slíkt mætti verða".
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 150441 (01.35.73)
110584-3189
Árni Gunnar Ingþórsson
Efstasund 47 104 Reykjavík
700896-2429
Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf.
Hamraborg 11 200 Kópavogur
6. Efstasund 47, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Árna Gunnars Ingþórssonar mótt. 7. ágúst 2015 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.3 og 1,4, Sundin, vegna lóðarinnar nr. 47 við Efstasund. Í breytingunni felst að stækkunarheimildum er breytt þannig að byggingarreitur til austurs er minnkaður um 3 metra og settur er inn nýr byggingarreitur til suðurs 3 metra frá núverandi húsi. Ef viðbygging verður ein hæð er heimilt að nýta þak hennar fyrir verönd/sólskála, samkvæmt uppdr. Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf. ódags. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. ágúst til og með 17. september 2015. Að lokinni kynningu barst athugasemd dags. 23. september 2015 frá Hauki Haukssyni f.h. eigenda að Efstasundi 49, en hún hafði borist til byggingarfulltrúa á kynningartímanum. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30. september 2015.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 30. september 2015.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 150496 (01.81.62)
670607-1510
Plúsbílar ehf
Steinagerði 5 108 Reykjavík
7. Steinagerði 19, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Plúsbíla ehf., dags. 27. ágúst 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigagerðis vegna lóðarinnar nr. 19 við Steinagerði. Í breytingunni felst að lögun byggingarreits er breytt þannig að hann minnkar til austurs og stækkar til vesturs. heimildir er varða byggingamagn og húshæðir eru óbreyttar, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf., dags. 27. ágúst 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 3. september til og með 1. október 2015. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 150391 (01.15.43)
8. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Barónsreits, dags. október 2015. Breytingin gengur út á stefnu um hæðir húsa og fjölda íbúða á reitnum. Einnig er lagðar fram umsagnir Skipulagsstofnunar, dags. 2. september 2015 og Hverfisráðs Miðborgar, dags. 25. september 2015.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins
Umsókn nr. 150370 (01.15.43)
130272-5769
Halldór Eiríksson
Fífusel 26 109 Reykjavík
9. Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Halldórs Eiríkssonar arkitekts fh lóðarhafa, dags. 29. júní 2015, um breytingu á deiliskipulagi staðgreinireits 1.154.3, Barónsreits, skv. uppdráttum Tark, dags. 6. júlí 2015, síðast breyttir 24. ágúst 2015.
Reiturinn afmarkast af lóðarmörkum Hverfisgötu 83 og Vitastíg í vestri, Skúlagötu til norðurs, lóðarmörkum Skúlagötu 32-34 og Barónsstíg 2-4 í austur og Hverfisgötu til suðurs. Í breytingunni felst talsverð breyting á vesturhluta reitsins. Meðal annars breytist fyrirkomulag bygginga við Skúlagötu úr þremur turnbyggingum yfir í 5-8 hæða randbyggð og eina turnbyggingu. Fyrirkomulag bygginga við Hverfisgötu breytist úr tveimur 4-5 hæða samsíða byggingum yfir í 4-5 hæða randbyggð.
Halldór Eiríksson fulltrúi Tark og Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins
Umsókn nr. 45423
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 846 frá 13. október 2015.
Umsókn nr. 150255 (01.36.65)
540671-0959
Iceland Construction hf.
Bugðufljóti 19 270 Mosfellsbær
531107-0550
Arkís arkitektar ehf.
Kleppsvegi 152 104 Reykjavík
11. Engjateigur 7, (fsp) nýr byggingarreitur, fækkun bílastæða o.fl.
Á fundi skipulagsfulltrúa 2. september 2015 var lögð fram fyrirspurn Ístaks hf., dags. 5. maí 2015, um að afmarka nýjan byggingarreit fyrir hliðhús syðst á lóðinni nr. 7 við Engjateig, girða lóðina af, færa innkeyrslu, fækka bílastæðum o.fl., samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf. dags. 5. maí 2015. Einnig er lagt fram bréf Arkís arkitekta ehf., dags. 5. maí 2015. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar hverfisráðs Laugardals og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn hverfisráðs Laugardals, dags. 1. október 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. október 2015.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi á eigin kostnað og í samvinnu við verkefnisstjóra hjá skipulagsfulltrúa eins og fram kemur í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. október 2015.
Umsókn nr. 150224
12. Umhverfis- og skipulagssvið, Ráðstefna í tengslum við umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2015
Kynnt drög að ráðstefnu sem haldin verður 27. október 2015 í tengslum við Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2015.
Umsókn nr. 150341 (01.13.6)
13. Grjótaþorp og Kvosin, verklagsreglur varðandi starfssemiskvóta
Lögð fram drög að verklagsreglum skipulagsfulltrúa dags. september 2015 varðandi starfssemiskvóta á deiliskipulagssvæði Kvosar og Grjótaþorps.
Umsókn nr. 150564 (01.17.10)
440113-0280
Minjastofnun Íslands
Suðurgötu 39 101 Reykjavík
14. Laugavegur 3, friðlýsing
Lagt fram bréf Minjastofnunar, dags. 15. september 2015, varðandi undirbúning tillögu að friðlýsingu hússins nr. 3 við Laugaveg.
Umsókn nr. 140352
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
15. Garðastræti 17, kæra 57/2014, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 1. júlí 2014 ásamt kæru dags. 1. júlí 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi fyrir Garðastræti 17. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 20. ágúst 2014. Erindi var síðast lagt fyrir umhverfis- og skipulagsráð 3. september 2014.
Með vísan til úrskurða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í málunum nr. 1/2014, 37/2014 og 51/2014, þar sem kærum var vísað frá á grundvelli þess að viðaukar við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp Borgarstjórnar hafi ekki verið í gildi á þeim tíma þegar þau voru afgreidd í Umhverfis- og skipulagsráði og málin því ekki hlotið endanlega afgreiðslu sveitarstjórnar, er samþykkt Umhverfis- og skipulagsráðs á breytingu deiliskipulags vísað til staðfestingar borgarráðs.
Umsókn nr. 150482 (01.17.10)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
16. Hverfisgata 16 og 16A, kæra 67/2015, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 20. ágúst 2015 ásamt kæru þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna lóðar nr.16 og 16A við Hverfisgötu. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu sviðsstjóra, dags. 6. október 2015.
Með vísan til úrskurða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í málunum nr. 1/2014, 37/2014 og 51/2014, þar sem kærum var vísað frá á grundvelli þess að viðaukar við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp Borgarstjórnar hafi ekki verið í gildi á þeim tíma þegar þau voru afgreidd í Umhverfis- og skipulagsráði og málin því ekki hlotið endanlega afgreiðslu sveitarstjórnar, er samþykkt Umhverfis- og skipulagsráðs á breytingu deiliskipulags vísað til staðfestingar borgarráðs.
Umsókn nr. 130367 (01.18.65)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
17. Njarðargata 25, kæra 73/2013, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 25. júlí 2013 ásamt kæru, dags. 19. júlí 2013 vegna samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs frá 8. maí 2013 á breyttu deiliskipulagi Nönnugötureits vegna lóðar nr. 25 við Njarðargötu. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 29. október 2013. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 29. september 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 30. maí 2013 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi staðgreinireits 1.185.6, Nönnugötureits.
Með vísan til úrskurða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í málunum nr. 1/2014, 37/2014 og 51/2014, þar sem kærum var vísað frá á grundvelli þess að viðaukar við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp Borgarstjórnar hafi ekki verið í gildi á þeim tíma þegar þau voru afgreidd í Umhverfis- og skipulagsráði og málin því ekki hlotið endanlega afgreiðslu sveitarstjórnar, er samþykkt Umhverfis- og skipulagsráðs á breytingu deiliskipulags vísað til staðfestingar borgarráðs.
Umsókn nr. 120012 (01.18)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
18. Grundarstígsreitur, kæra 100/2011, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra til Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 12. desember 2011 þar sem kærð er deiliskipulagsákvörðun fyrir Grundarstígsreit. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 2. apríl 2012. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 1. október 2015. Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 22. september 2011 um að samþykkja deiliskipulag fyrir Grundarstígsreit.
Með vísan til úrskurða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í málunum nr. 1/2014, 37/2014 og 51/2014, þar sem kærum var vísað frá á grundvelli þess að viðaukar við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp Borgarstjórnar hafi ekki verið í gildi á þeim tíma þegar þau voru afgreidd í Umhverfis- og skipulagsráði og málin því ekki hlotið endanlega afgreiðslu sveitarstjórnar, er samþykkt Umhverfis- og skipulagsráðs á breytingu deiliskipulags vísað til staðfestingar borgarráðs.
Umsókn nr. 140206 (01.24.20)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
19. Brautarholt 7, kæra 31/2014, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. apríl 2014 ásamt kæru dags. 15. apríl 2014 þar sem kærð er samþykkt borgarráðs frá 20. febrúar 2014 á breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 7 við Brautarholt. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. apríl 2014. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 8. október 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildin gu á ákvörðun borgarráðs frá 20. febrúar 2014 um að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir reitinn Brautarholt 7.
Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 28. júlí 2015 um að veita leyfi til að byggja stúdentagarða, tvær steinsteyptar þriggja hæða byggingar með 102 íbúðareiningum, sem umlykja innigarð, og bílakjallara fyrir 19 bíla á lóð nr. 7 við Brautarholt.
Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 18. ágúst 2015 um að veita takmarkað byggingarleyfi fyrir aðstöðusköpun og jarðvinnu á lóð nr. 7 við Brautarholt.
Með vísan til úrskurða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í málunum nr. 1/2014, 37/2014 og 51/2014, þar sem kærum var vísað frá á grundvelli þess að viðaukar við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp Borgarstjórnar hafi ekki verið í gildi á þeim tíma þegar þau voru afgreidd í Umhverfis- og skipulagsráði og málin því ekki hlotið endanlega afgreiðslu sveitarstjórnar, er samþykkt Umhverfis- og skipulagsráðs á breytingu deiliskipulags vísað til staðfestingar borgarráðs.
Umsókn nr. 110520 (01.13.74)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
20. Túngötureitur, kæra 98/2011, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 8. desember 2011 ásamt kæru dags. 30. nóvember 2011 þar sem kært er deiliskipulag Túngötureits. Einnig lögð fram umsögn lögfræðings umhverfis- og skipulagssviðs dags. 21. janúar 2014. Jafnframt er lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 8. október 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 3. nóvember 2011 um að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi fyrir Túngötureit.
Með vísan til úrskurða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í málunum nr. 1/2014, 37/2014 og 51/2014, þar sem kærum var vísað frá á grundvelli þess að viðaukar við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp Borgarstjórnar hafi ekki verið í gildi á þeim tíma þegar þau voru afgreidd í Umhverfis- og skipulagsráði og málin því ekki hlotið endanlega afgreiðslu sveitarstjórnar, er samþykkt Umhverfis- og skipulagsráðs á breytingu deiliskipulags vísað til staðfestingar borgarráðs.
Umsókn nr. 80395 (01.80.31)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
21. Stóragerði 40-46, kæra 21/2008, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf frá úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 28. maí 2008 ásamt kæru dags. 19. mars 2008 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagsáætlun Stóragerðis 40-46 sem var samþykkt á fundi skipulagsráðs þann 16. janúar 2008. Breytingin var auglýst þann 26. febrúar 2008. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 22. september 2008. Jafnframt er lagður fram úrskurður umhverfios- og auðlindamála frá 8. október 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 7. febrúar 2008 er lítur að breyttum mörkum deiliskipulags Espigerðis frá árinu 1971.
Með vísan til úrskurða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í málunum nr. 1/2014, 37/2014 og 51/2014, þar sem kærum var vísað frá á grundvelli þess að viðaukar við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp Borgarstjórnar hafi ekki verið í gildi á þeim tíma þegar þau voru afgreidd í Umhverfis- og skipulagsráði og málin því ekki hlotið endanlega afgreiðslu sveitarstjórnar, er samþykkt Umhverfis- og skipulagsráðs á breytingu deiliskipulags vísað til staðfestingar borgarráðs.
Umsókn nr. 150227
22. Umhverfis- og skipulagsráð, tillaga varðandi handbók, tillaga varðandi handbók fyrir framkvæmdaaðila
Fulltrúi Samfylkingarinnar Sverrir Bollason lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Umhverfis- og skipulagsráð felur sviðsstjóra að útbúa handbók fyrir framkvæmdaraðila sem eru að byggja í grónum hverfum. Bæklingurinn geri grein fyrir þeim reglum sem gildi um umgengni á byggingarstöðum og kynni þær með skýrum og aðgengilegum hætti. Þar verði teknar saman og samræmdar kröfur í lögum, reglugerðum og þeim samþykktum sem Reykjavíkurborg hefur sett fram. Leitað skal samstarfs við Vinnueftirlit Ríkisins og Umhverfisstofnunar um fjármögnun, vinnslu og útgáfu bæklingsins. "
Frestað.