Steinagerði 19

Verknúmer : SN150496

125. fundur 2015
Steinagerði 19, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 22. október 2015 um samþykkt borgarráðs s.d. um breytingu á deiliskipulagi Teigagerðis vegna lóðarinnar Steinagerði 19.



122. fundur 2015
Steinagerði 19, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Plúsbíla ehf., dags. 27. ágúst 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigagerðis vegna lóðarinnar nr. 19 við Steinagerði. Í breytingunni felst að lögun byggingarreits er breytt þannig að hann minnkar til austurs og stækkar til vesturs. heimildir er varða byggingamagn og húshæðir eru óbreyttar, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf., dags. 27. ágúst 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 3. september til og með 1. október 2015. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


557. fundur 2015
Steinagerði 19, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Plúsbíla ehf., dags. 27. ágúst 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigagerðis vegna lóðarinnar nr. 19 við Steinagerði. Í breytingunni felst að lögun byggingarreits er breytt þannig að hann minnkar til austurs og stækkar til vesturs. heimildir er varða byggingamagn og húshæðir eru óbreyttar, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf., dags. 27. ágúst 2015. Tillagan var grenndarkynnt frá 3. september til og með 1. október 2015. Engar athugasemdir bárust.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

552. fundur 2015
Steinagerði 19, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Plúsbíla ehf., dags. 27. ágúst 2015, varðandi breytingu á deiliskipulagi Teigagerðis vegna lóðarinnar nr. 19 við Steinagerði. Í breytingunni felst að lögun byggingarreits er breytt þannig að hann minnkar til austurs og stækkar til vesturs. heimildir er varða byggingamagn og húshæðir eru óbreyttar, samkvæmt uppdr. Arkþings ehf., dags. 27. ágúst 2015.

Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Steinagerði 15, 16, 17 og 18, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.