Reitur 1.154.3, Barónsreitur
Verknúmer : SN150370
139. fundur 2016
Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunnar, dags. 22. janúar 2016, þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Einnig er lögð fram umsögn Isavia, dags. 10. febrúar 2016. Jafnframt er lögð umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. febrúar 2016 og uppdrættir T.ark arkitekta, dags. 6. júlí 2015 síðast breyttir 10. febrúar 2016.
Sigurborg Ó Haraldsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 9:30.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 12. febrúar 2016, samþykkt.
Vísað til borgarráðs
573. fundur 2016
Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 22. janúar 2016, þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Einnig er lögð fram umsögn Isavia, dags. 10. febrúar 2016.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.
571. fundur 2016
Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 22. janúar 2016, þar sem gerð er athugasemd við birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda.
Vísað til meðferðar verkefnisstjóra.
132. fundur 2016
Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 21. desember 2015, um samþykki borgarráðs, dags. 17. desember 2015, vegna breytinga á deiliskipulagi reits 1.154.3, Barónsreitur.
130. fundur 2015
Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Halldórs Eiríkssonar arkitekts fh lóðarhafa, dags. 29. júní 2015, um breytingu á deiliskipulagi staðgreinireits 1.154.3, Barónsreits, skv. uppdráttum Tark, dags. 6. júlí 2015, síðast breyttir 24. ágúst 2015. Reiturinn afmarkast af lóðarmörkum Hverfisgötu 83 og Vitastíg í vestri, Skúlagötu til norðurs, lóðarmörkum Skúlagötu 32-34 og Barónsstíg 2-4 í austur og Hverfisgötu til suðurs. Í breytingunni felst talsverð breyting á vesturhluta reitsins. Meðal annars breytist fyrirkomulag bygginga við Skúlagötu úr þremur turnbyggingum yfir í 5-8 hæða randbyggð og eina turnbyggingu. Fyrirkomulag bygginga við Hverfisgötu breytist úr tveimur 4-5 hæða samsíða byggingum yfir í 4-5 hæða randbyggð. Tillagan var auglýst frá 29. október til og með 10. desember 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Páll Ólafur Eggertz, dags. 3. desember 2015 og Kristinn Vilbergsson framkvæmdastjóri f.h. Kex hostel ehf., dags. 10. desember 2015. Einnig er lagt fram bréf Hverfisráðs Miðbæjar, dags. 20. nóvember 2015, þar sem ekki er gerð athugasemd við erindið. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2015.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 15. desember 2015.
Vísað til borgarráðs.
Kl. 9:20 tekur Hildur Sverrisdóttir sæti á fundinum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Hildur Sverrisdóttir, fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina Sigurður Ingi Jónsson og fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir sitja hjá við afgreiðsluna.
566. fundur 2015
Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Halldórs Eiríkssonar arkitekts fh lóðarhafa, dags. 29. júní 2015, um breytingu á deiliskipulagi staðgreinireits 1.154.3, Barónsreits, skv. uppdráttum Tark, dags. 6. júlí 2015, síðast breyttir 24. ágúst 2015. Reiturinn afmarkast af lóðarmörkum Hverfisgötu 83 og Vitastíg í vestri, Skúlagötu til norðurs, lóðarmörkum Skúlagötu 32-34 og Barónsstíg 2-4 í austur og Hverfisgötu til suðurs. Í breytingunni felst talsverð breyting á vesturhluta reitsins. Meðal annars breytist fyrirkomulag bygginga við Skúlagötu úr þremur turnbyggingum yfir í 5-8 hæða randbyggð og eina turnbyggingu. Fyrirkomulag bygginga við Hverfisgötu breytist úr tveimur 4-5 hæða samsíða byggingum yfir í 4-5 hæða randbyggð. Tillagan var auglýst frá 29. október til og með 10. desember 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Páll Ólafur Eggertz, dags. 3. desember 2015 og Kristinn Vilbergsson framkvæmdastjóri f.h. Kex hostel ehf., dags. 10. desember 2015. Einnig er lagt fram bréf Hverfisráðs Miðbæjar, dags. 20. nóvember 2015, þar sem ekki er gerð athugasemd við erindið.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
124. fundur 2015
Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. október 2015 um samþykkt borgarráðs 15. október 2015 varðandi auglýsingu á breytingu á deililskipulagi reits 1.154.3, Barónsreitur.
122. fundur 2015
Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Halldórs Eiríkssonar arkitekts fh lóðarhafa, dags. 29. júní 2015, um breytingu á deiliskipulagi staðgreinireits 1.154.3, Barónsreits, skv. uppdráttum Tark, dags. 6. júlí 2015, síðast breyttir 24. ágúst 2015.
Reiturinn afmarkast af lóðarmörkum Hverfisgötu 83 og Vitastíg í vestri, Skúlagötu til norðurs, lóðarmörkum Skúlagötu 32-34 og Barónsstíg 2-4 í austur og Hverfisgötu til suðurs. Í breytingunni felst talsverð breyting á vesturhluta reitsins. Meðal annars breytist fyrirkomulag bygginga við Skúlagötu úr þremur turnbyggingum yfir í 5-8 hæða randbyggð og eina turnbyggingu. Fyrirkomulag bygginga við Hverfisgötu breytist úr tveimur 4-5 hæða samsíða byggingum yfir í 4-5 hæða randbyggð.
Halldór Eiríksson fulltrúi Tark og Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins
118. fundur 2015
Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Halldórs Eiríkssonar í umboði eigenda, dags. 29. júní 2015, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.154.3, Barónsreits, skv. uppdráttum Tark, dags. 6. júlí 2015, síðast breyttir 24. ágúst 2015. Í breytingunni felst víðtæk breyting á vesturhluta reitsins að undanskilinni lóðinni Hverfisgötu 83, Bjarnarborg.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Halldór Eiríksson fulltrúi T.ark. kynnti.
114. fundur 2015
Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. júlí 2015 vegna samþykktar borgarráðs 16. júlí 2015 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.154.3, Barónsreits.
113. fundur 2015
Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Halldórs Eiríkssonar í umboði eigenda, dags. 29. júní 2015, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.154.3, Barónsreits, skv. uppdráttum Tark, dags. 6. júlí 2015. Í breytingunni felst víðtæk breyting á vesturhluta reitsins að undanskilinni lóðinni Hverfisgötu 83, Bjarnarborg.
Halldór Eiríksson fulltrúi Tark og Oddur Víðisson fulltrúi dap ehf. taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs Gísli Garðarsson, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Ólafur Kr. Guðmundsson, fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundssonar samþykkja að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og skipulagsráðs leggur fram eftirfarandi bókun:
"Skipulagstillagan, sem nú er vísað í borgarráð, mun nema úr gildi, verði hún samþykkt, gildandi deiliskipulag á svæðinu milli Laugavegs og Skúlagötu, Vitastígs og Barónsstígs. Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir stórfelldu niðurrifi gamalla timburhúsa við Laugaveg og Hverfisgötu og á baklóðum við Vitastíg. Nýja tillagan kveður á um að flest þessara húsa haldi sér auk þess sem lögð er sérstök áhersla á að styrkja timburhúsaþyrpingu við Vitastíg og tengja hana, með nýjum stíg, við Laugaveg, Hverfisgötu og Bjarnaborg.
Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir þremur 15 hæða turnum við Skúlagötu og háum tengibyggingum milli þeirra. Það heimilar einnig niðurrif Skúlagötu 28 þar sem Kexhostel er starfrækt. Nýja skipulagstillagan gerir ráð fyrir einum 18 hæða turni við Skúlagötu og að Skúlagata 28 haldi sér en heimilað verði að byggja tvær hæðir ofan á húsið. Við teljum að Skipulagstillagan sé mun betri en gildandi deiliskipulag. Engu að síður teljum við að byggingarmagn við Skúlagötu sé of mikið. Við leggjumst gegn því að turninn verði 18 hæðir og teljum að hann eigi að vera 16 hæðir að hámarki og ekki meira en 60 metrar á hæð frá sjó.
Við teljum ennfremur mjög mikilvægt að nokkrar arkitektastofur, verði fengnar til að hanna byggingarreitina á svæðinu til að ýta undir fjölbreytileika og mismunandi byggðamynstur á ólíkum og misgömlum reitum.
Við teljum einnig nauðsynlegt að tryggt verði að húsin milli Hverfisgötu og Laugvegs verði íbúðarhús og einnig húsin sem standa norðanmegin við Hverfisgötu og stölluðu húsin neðst við Vitastíg. Við teljum hins vegar eðlilegt að hafa meiri sveigjanleika í nýtingu húsanna við Skúlagötu."
Fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir situr hjá við afgreiðsluna og bókar :" Það er óásættanlegt að enn hafi ekki komið til endurskoðunar skipulagslaga og fyrningarákvæði verið sett á eins og umhverfis- og skipulagsráð hefur margoft óskað eftir. Á forsendum úrelts skipulags telur borgin sig skuldbundna til að koma fyrir byggingamagni sem engan veginn samræmast markmiðum aðalskipulagsins.
Ákjósanlegra hefði verið að draga meiri lærdóm af eldra skipulagi við Skúlagötu þar sem háir turnar loka inni eldri byggð frá sjávarsíðunni og taka ekki tillit til samspils byggðar og landslags þar fyrir. Gríðarlegt byggingarmagn leiðir af sér djúpa kroppa þar sem erfitt er að koma dagsljósi að bæði í innri og ytri rýmum og dregur verulega úr gæðum þeirra.
Hægt hefði verið að draga úr þessum áhrifum með því að dreifa betur byggingamagni beggja vegna Hverfisgötu."
Vísað til borgarráðs.
112. fundur 2015
Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Halldórs Eiríkssonar í umboði eigenda, dags. 29. júní 2015, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.154.3, Barónsreits, skv. uppdráttum Tark, mótt. 29. júní 2015. Í breytingunni felst víðtæk breyting á vesturhluta reitsins að undanskilinni lóðinni Hverfisgötu 83, Bjarnarborg.
Halldór Eiríksson fulltrúi Tark og Oddur Víðisson fulltrúi dap ehf. kynna.