Lækjargata,
Austurhöfn,
Umhverfis- og skipulagsráð,
Kirkjutorgsreitur, reitur 1.141.2,
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Reitur 1.154.3, Barónsreitur,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Laugavegur 4,
Bárugata 30,
Bragagata 35 og Freyjugata 16,
Umhverfis- og skipulagssvið,
Umhverfis- og skipulagssvið,
Víðimelur 35,
Laufásvegur 70,
Ingólfstorg og Miðbakki,
Háaleitisskóli,
Fegrunarnefnd,
Sumargötur 2015,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Betri Reykjavík,
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040,
Kvosin,
Ingólfsstræti 2A,
Neshagi 16,
Laugavegur 12B og 16,
Borgartún 28,
Suðurhlíð 9, Klettaskóli,
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur,
Almannadalur,
Sóltún 1,
Laufásvegur 2,
Miklabraut/Rauðagerði,
Vegamótastígur 7 og 9,
Örfirisey,
Hafnarstræti 19,
Háteigsvegur 1 og 3,
Skipholt 70,
Reitur 1.154.3, Barónsreitur,
Laugavegur 120,
Suðurlandsbraut 8 og 10,
1.172.0 Brynjureitur, allur reiturinn,
Reitur 1.174.0, Landsbankareitur,
Reitur 1.154.3, Barónsreitur,
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðsiflokksins vegna Klettaskóla,
Tillaga fuflltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna lóðar Landsbankans við Aus,
114. fundur 2015
Ár 2015, miðvikudaginn 12. ágúst kl. 09:13, var haldinn 114. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð Vindheimum.
Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Páll Hjaltason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir .
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Örn Sigurðsson, Ólafur Bjarnason, og Marta Grettisdóttir
Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 150446 (01.1)
1. Lækjargata, fornleifauppgröftur
Kynning á fornleifauppgreftri við Lækjargötu.
Lísabet Guðmundsdóttir kynnir.
Gísli Garðarsson tekur sæti á fundinum kl. 9:21.
Umsókn nr. 150445 (01.11)
2. Austurhöfn, fornleifauppgröftur
Kynning á fornleifauppgreftri á svæði Austurhafnar.
Sólrún Inga Traustadóttir kynnir.
Umsókn nr. 150454
3. Umhverfis- og skipulagsráð, tillaga um ráðgjafanefnd vegna fornleifa
Lagt er til að borgarráð skipi sérstaka ráðgjafanefnd um þær merku fornleifar frá upphafi byggðar sem fundist hafa við Lækjargötu og hafnarmannvirki við Tryggvagötu frá 19. og 20. öld sem komið hafa í ljós við byggingarframkvæmdir.
Ráðgjafanefndin verði menningar- og ferðamálaráði, umhverfis- og skipulagsráði og borgarráði til fulltingis og mótar tillögur að því með hvaða hætti ofangreindar fornleifar verði best varðveittar til framtíðar og gerðar almenningi sýnilegar.
Með stofnun ráðgjafanefndar verði komið á formlegri samvinnu á milli Minjastofnunar og Reykjavíkurborgar um það mikilvæga verkefni að vernda umræddar fornleifar. Minjastofnun verði boðið að tilnefna sérfræðing í nefndina en auk hans sitji í nefndinni tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg á þessu sérfræðisviði. Tveir kjörnir fulltrúar sitji einnig í nefndinni og annar þeirra verði formaður. Nefndina má stækka eftir því sem þurfa þykir.
Borgarráð geri erindisbréf fyrir nefndina sem vinnur að nánari útfærslu og leitar til viðkomandi sviða og ráða eftir hugmyndum og tilnefningum.
Ráðgjafanefndin vinni eins hratt og auðið er og geri tímaáætlun á sínum fyrsta fundi sem lögð verður fram í viðkomandi ráðum.
Samþykkt.
Vísað til borgaráðs.
Umsókn nr. 140484 (01.14.12)
4. Kirkjutorgsreitur, reitur 1.141.2, hugmyndasamkeppni
Lagðar fram til kynningar samkeppnistillögur sem bárust í lokaðri hugmyndasamkeppni.
Fulltrúar minjaverndar Þorsteinn Bergsson og Þröstur Ólafsson, fulltrúi Íslandshótels Davíð Torfi Ólafsson, fulltrúar Glámu Kím Birta Fróðadóttir, Jóhannes Þórðarson, og Sigbjörn Kjartansson, Þorkell Erlingsson ráðgjafi og fulltrúi TÓ arkitekta Helgi Hjálmarsson.
Kynnt.
Umsókn nr. 10070
5. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 10. 17. 31. júlí og 7. ágúst 2015.
Umsókn nr. 150391 (01.15.43)
6. Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur
Lögð fram verklýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 - 2030 vegna Barónsreits, dags. ágúst 2015. Breytingin gengur út á stefnu um hæðir húsa og fjölda íbúða á reitnum. Einnig lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 23. júlí 2015.
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri aðalskipulags tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Frestað.
Umsókn nr. 45423
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerðir afgreiðslufunda byggingarfulltrúa nr. 835 frá 14. júlí , nr. 836 frá 28. júlí og nr. 837 frá 11. ágúst 2015.
Umsókn nr. 49191 (01.17.130.2)
580215-1300
Laugastígur ehf.
Borgartúni 29 105 Reykjavík
8. Laugavegur 4, Nýbygging/viðbygging
Sótt er um leyfi til að byggja byggingu sem tengir Laugaveg 4 og 6 og Skólavörðustíg 1A, kjallara og tvær hæðir, að mestu úr gleri og verður mhl. 02 á sameinaðri lóð nr. 4 Laugaveg. Einnig er lögð fram umsögn byggingarfulltrúa ódags.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands tvisvar dags. 26. mars 2015. Brunahönnunarskýrsla dags. 31.3. 2015. Nýbygging: 884,1 ferm., 3.989,4 ferm. Gjald kr. 9.823
Nikulás Úlfar Másson byggingarfulltrúi tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir umsögn byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 48813 (01.13.521.9)
300675-3799
Ásgeir Westergren
Bárugata 30 101 Reykjavík
071274-5439
María Elísabet Pallé
Bárugata 30 101 Reykjavík
9. Bárugata 30, Ofanábygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. mars 2015 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hæð ofaná og klæða með bárujárni einbýlishús á lóð nr. 30 við Bárugötu. Erindi var grenndarkynnt frá 12. maí til og með 9. júní 2015. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Jón Gunnar S. húseigandi dags. 14. maí 2015, Hildur S. Pálsdóttir f.h. húseigenda að Stýrimannastíg 6 dags. 7. júní 2015, Friðleifur Egill Guðmundsson f.h. Black sheep ehf. dags. 8. júní 2015, Ingvi Óttarsson og Dagrún Hálfdánardóttir dags. 8. júní 2015 og Gunnar Gunnarsson og Valva Árnadóttir dags. 8. júní 2015. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. júlí 2015.
Erindi fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 16. febrúar 2015 og fsp. BN048834 dags. 17. febrúar 2015. Stækkun: xx ferm., xxx rúmm. Gjald kr. 9.823
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 23. júlí 2015 samþykkt.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 150131 (01.18.62)
210254-5609
Thomas Möller
Ljósakur 7 210 Garðabær
171247-2689
Einar Karl Haraldsson
Þórsgata 18 101 Reykjavík
10. Bragagata 35 og Freyjugata 16, (fsp) niðurrif og uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Thomasar Möllers og Einars Karls Haraldssonar dags. 6. mars 2015
varðandi niðurrif og uppbyggingu á lóðunum nr. 35 við Bragagötu og 16 við Freyjugötu, samkvæmt tillögu Arkþings ehf. dags 4. mars 2015. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 31. mars 2015, umsögn skipulagsfulltrúa dags. 13. apríl 2015 og bréf Thomasar Möllers og Einars Karls Haraldssonar dags. 7. maí 2015 ásamt ástandsskoðun frá 28. apríl 2015 á húseignum að Bragagötu 35 og Freyjugötu 16. Þrívíddarmyndir.
Bragagata 35, ástandsskoðun.
Freyjugata 16, ástandsskoðun.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Frestað.
Umsókn nr. 130185
11. Umhverfis- og skipulagssvið, mánaðaruppgjör janúar til október 2014
Kynnt uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs ES og RK fyrir janúar til maí 2015.
Umsókn nr. 130118
12. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í júlí 2015.
Umsókn nr. 150418 (01.54.01)
630210-1510
Tiris ehf.
Neðstabergi 7 111 Reykjavík
13. Víðimelur 35, málskot
Lagt fram málskot Ómars Guðmundssonar f.h. Tiris ehf. dags. 21. júlí 2015 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 10. janúar 2014 á fyrirspurn um breytingu á iðnaðarhúsnæði á lóð nr. 35 við Víðimel í íbúðarhúsnæði.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Frestað.
Umsókn nr. 150399 (01.19.73)
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
14. Laufásvegur 70, orðsending skrifstofu borgarstjórnar R15060210
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar R15060210, dags. 30. júní 2015 ásamt bréfi íbúa að Smáragötu 13, dags. 23. júní 2015 vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna máls 75/2012 er varðaði framkvæmdir á lóð að Laufásvegi 70. Erindið var sent umhverfis- og skipulagssviði til umsagnar. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 15. júlí 2015.
Umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 15. júlí 2015 samþykkt.
Umsókn nr. 150400 (01.14.0)
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
15. Ingólfstorg og Miðbakki, tímabundið leyfi fyrir tjöldum
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. júlí 2014 ásamt erindi framkvæmdastjóra IA tónlistarhátíðar, dags. 8. júlí 2015 varðandi tímabundið leyfi fyrir tjöldum á Ingólfstorgi og Miðbakka í tengslum við tónlistarhátíð Iceland Airwaves 3. - 8. nóvember 2015. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. ágúst 2015.
Valný Aðalsteinsdóttir tekur sæti fundinum undir þessum lið.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. ágúst 2015 samþykkt.
Umsókn nr. 150163
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
16. Háaleitisskóli, endurbætur á skólalóð
Lagt fram erindi hverfisráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis, dags. 18. júní 2015 varðandi endurbætur á skólalóð Háaleitisskóla. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. júlí 2015.
Ámundi V.Brynjólfsson skrifstofustjóri og Ólafur Ólafsson deildarstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. júlí 2015 samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir og fulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 150167
17. Fegrunarnefnd, tilnefningar 2015
Kynntar tillögur Fegrunarnefndar Reykjavíkur dags. ágúst 2015 að tilnefningum til viðurkenninga fyrir árið 2015 vegna lóða fjölbýlishúsa og stofnana og vegna endurbóta á eldri húsum.
Margrét Þormar og Valný Aðalsteinsdóttir verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 150168
18. Sumargötur 2015, framlenging á sumargötum yfir samgönguviku
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 10. ágúst 2015 varðandi leyfi til að sumargötur á Laugavegi, Skólavörðustíg og í Kvosinni verði framlengdar til 22. september 2015.
Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Frestað.
Umsókn nr. 150161
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
19. Betri Reykjavík, fleiri bekki í hverfi borgarinnar (USK2015060083)
Lagt fram erindið ¿bekkir" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. júní 2015. Erindið var efsta hugmynd júnímánaðar í málaflokknum framkvæmdir.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, framkvæmdir og viðhald.
Umsókn nr. 150162
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
20. Betri Reykjavík, litlar íbúðir (USK2015060085)
Lagt fram erindið ¿litlar íbúðir" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. júní 2015. Erindið var efsta hugmynd júnímánaðar í málaflokknum skipulag.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs,skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 150160
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
21. Betri Reykjavík, nýta hluta breiðra gangstétta sem hjólastíga (USK2015060084)
Lagt fram erindið ¿Nýta hluta breiðra gangstétta sem hjólastíga þar sem við á." sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. júní 2015. Erindið var fimmta efsta hugmynd júnímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs,samgöngur.
Umsókn nr. 150164
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
22. Betri Reykjavík, kortleggja hvar niðurföll í Rvk eru, aðgengilegt á netinu (USK2015070038)
Lögð fram efsta hugmynd júnímánaðar úr flokknum ýmislegt "kortleggja hvar niðurföll í Rvk eru, aðgengilegt á netinu" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 16. júlí 2015 ásamt samantekt af umræðum og rökum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs,skrifstofa sviðsstjóra.
Umsókn nr. 150158
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
23. Betri Reykjavík, setja hringtorg á gatnamót Hraunbæ og Bæjarbraut (USK2015060079)
Lagt fram erindið ¿Setja hringtorg á gatnamót Hraunbæ og Bæjarbraut" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. júní 2015. Erindið var þriðja efsta hugmynd júnímánaðar á samráðsvefnum og kemur úr málaflokknum samgöngur.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs,samgöngur.
Umsókn nr. 150159
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
24. Betri Reykjavík, gangbrautarljós í Borgartún (USK2015060082)
Lagt fram erindið ¿gangbrautarljós í Borgartún" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. júní 2015. Erindið var önnur efsta hugmynd júnímánaðar á samráðsvefnum og jafnframt efsta hugmyndin í málaflokknum samgöngur.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs,samgöngur.
Umsókn nr. 140462
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
681077-0819
Samtök sveitarfél höfuðborgarsv
Hamraborg 9 200 Kópavogur
25. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, auglýsing á tillögu
Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu dags. 17. júlí 2015 varðandi gildistöku svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins þann 14. júlí sl. og innleiðingu stefnu svæðisskipulagsins í aðalskipulag Reykjavíkur.
Umsókn nr. 150412 (01.1)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
26. Kvosin, kæra 55/2015
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 16. júlí 2015 ásamt kæru dags. 15. júlí 2015 þar sem kærð er breyting á skilmálum deiliskipulags Kvosarinnar.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
Umsókn nr. 150431 (01.17.0)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
27. Ingólfsstræti 2A, kæra 56/2015
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 22. júlí 2015 ásamt kæru þar sem kærð er höfnun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 23. júní sl. að hafna beiðni um leyfi fyrir auknum hljóðstyrk við tónleikahald þ. 8. ágúst nk. Enn fremur er kærð sú ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins að skerða gildandi starfsleyfi kæranda.
Vísað til umsagnar skrifstofu sviðsstjóra.
Umsókn nr. 150295 (01.54.22)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
28. Neshagi 16, kæra 35/2015, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. maí 2015 ásamt kæru vegna ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 14. apríl 2015 um að gefa út byggingarleyfi fyrir kælibúnað og varaaflstöð við norðurhlið húss á lóð nr. 16 við Neshaga. Lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 16. júlí 2015.
Umsókn nr. 150308 (01.17.14)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
29. Laugavegur 12B og 16, kæra 38/2015, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 26. maí 2015 ásamt kæru dags. 24. maí 2015 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna lóða nr. 12B og 16 við Laugaveg. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 6. júlí 2015.
Umsókn nr. 150345 (01.23.01)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
30. Borgartún 28, kæra 46/2015, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 15. júní 2015 ásamt kæru vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 28 við Borgartún. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 15. júlí 2015.
Umsókn nr. 150430 (01.78.04)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
31. Suðurhlíð 9, Klettaskóli, kæra 57/2015, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 23. júlí 2015 ásamt kæru þar sem kærð er útgáfa takmarkaðs byggingarleyfis til framkvæmda á lóðinni nr. 9 við Suðurhlíð (Klettaskóla). Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 28. júlí 2015.
Umsókn nr. 110108 (05.18)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
32. Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, kæra 18/2011, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2011 ásamt kæru dags. 28. febrúar 2011 á samþykkt skipulagsráðs frá 1. desember 2010 á deiliskipulagi athafnasvæðis Fisfélags Reykjavíkur á Hólmsheiði vegna tímabundinnar starfsemi Fisfélagsins. Í kærunni er auk þess krafist stöðvunar framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 29. maí 2013. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 30. júlí 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda.
Umsókn nr. 140260 (05.8)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
33. Almannadalur, kæra 43/2014, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 22. maí 2014 ásamt kæru, dags. 21. maí 2014 þar sem kærð er málsmeðferð og synjun skráningu lögheimilis á efri hæðum hesthúsa í Almannadal. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra dags. 20. júlí 2014. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 9. júlí 2015. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Umsókn nr. 150250 (01.23.02)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
34. Sóltún 1, kæra 30/2015, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 5. maí 2015 ásamt kæru dags. 29. apríl 2015 þar sem kært er byggingarleyfi vegna fækkunar á bílastæðum á sameiginlegri lóð og vegna akstursleiðar inn og úr bílageymslu fyrir fjölbýlishúsið að Sóltúni 1-3. Í kærunni er gerð Krafa um stöðvun framkvæmda til bráðabirgða. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 24. júní 2015. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 9. júlí 2015. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda.
Umsókn nr. 140472 (01.18.30)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
35. Laufásvegur 2, kæra 98/2014, umsögn, afturköllun
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 2. september 2014 ásamt kæru, dags. 1. september 2014 þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa 26. ágúst 2014 á umsókn um byggingarleyfi til að innrétta gististað í flokki I að Laufásvegi 2. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. september 2014. Lögð fram tilkynning úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 14. júlí 2015 um að kæran hafi verið afturkölluð.
Umsókn nr. 150188 (01.82)
36. Miklabraut/Rauðagerði, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. júlí 2015 um samþykki borgarráðs dags. 9. júlí 2015 um breytingu á deiliskipulagi norðan Rauðagerðis, við Miklubraut.
Umsókn nr. 150286 (01.17.15)
550305-0380
Reir ehf
Frostaskjóli 9a 107 Reykjavík
500191-1049
Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
37. Vegamótastígur 7 og 9, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. júlí 2015 um samþykki borgarráðs dags. 9. júlí 2015 um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5 vegna lóðanna nr. 7 og 9 við Vegamótastíg.
Umsókn nr. 140611 (01.1)
530269-7529
Faxaflóahafnir sf.
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
38. Örfirisey, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. júlí 2015 um samþykki borgarráðs dags. 9. júlí 2015 um endurauglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Örfiriseyjar.
Umsókn nr. 150192 (01.11.85)
440703-2590
THG Arkitektar ehf.
Faxafeni 9 108 Reykjavík
501298-5069
Sjöstjarnan ehf.
Rafstöðvarvegi 9 110 Reykjavík
39. Hafnarstræti 19, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. júlí 2015 vegna samþykktar borgarráðs s.d. varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðar nr. 19 við Hafnarstræti.
Umsókn nr. 140621 (01.24.42)
691101-2580
Bakkastaðir eignarhaldsfél ehf.
Pósthólf 17 121 Reykjavík
660298-2319
Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
40. Háteigsvegur 1 og 3, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. júlí 2015 vegna samþykktar borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Egilsborgarreits vegna lóðar nr. 1-3 við Háteigsveg.
Umsókn nr. 150087 (01.25.52)
580293-3449
Rok ehf.
Lágmúla 7 108 Reykjavík
710178-0119
Teiknistofan Arkitektar ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
41. Skipholt 70, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. júlí 2015 vegna samþykktar borgarráðs s.d. varðandi auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Bólstaðarhlíðar vegna lóðar nr. 70 við Skipholt.
Umsókn nr. 150391 (01.15.43)
42. Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. júlí 2015 vegna samþykktar borgarráðs s.d. varðandi óverulega breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Barónsreits.
Umsókn nr. 140584 (01.24.02)
411112-0200
Mannverk ehf.
Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur
610711-1030
Gláma/Kím ehf
Laugavegi 164 105 Reykjavík
43. Laugavegur 120, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. júlí 2015 um samþykki borgarráðs dags. 9. júlí 2015 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.240.2, Bankareits, vegna lóðarinnar nr. 120 við Laugaveg.
Umsókn nr. 150314 (01.26.21)
590902-3730
Eik fasteignafélag hf.
Álfheimum 74 104 Reykjavík
531107-0550
Arkís arkitektar ehf.
Kleppsvegi 152 104 Reykjavík
44. Suðurlandsbraut 8 og 10, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. júlí 2015 vegna samþykktar borgarráðs 16. júlí 2015 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 8 og 10 við Suðurlandsbraut.
Umsókn nr. 150207 (01.17.20)
671106-0750
Þingvangur ehf.
Hlíðasmára 9 201 Kópavogur
45. 1.172.0 Brynjureitur, allur reiturinn, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. júlí 2015 vegna samþykktar borgarráðs 16. júlí 2015 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.0, Brynjureits.
Umsókn nr. 150371 (01.17.40)
130272-5769
Halldór Eiríksson
Fífusel 26 109 Reykjavík
46. Reitur 1.174.0, Landsbankareitur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. júlí 2015 vegna samþykktar borgarráðs 16. júlí 2015 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0.
Umsókn nr. 150370 (01.15.43)
130272-5769
Halldór Eiríksson
Fífusel 26 109 Reykjavík
47. Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 17. júlí 2015 vegna samþykktar borgarráðs 16. júlí 2015 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.154.3, Barónsreits.
Umsókn nr. 150171
48. 71">Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðsiflokksins vegna Klettaskóla,
Með hvaða hætti voru íbúar Suðurhlíða upplýstir um sprengingar á lóð Klettaskóla? Hefur verið unnið samkvæmt þeirri áætlun um sprengingar sem lagt var upp með? Með hvaða hætti er reynt að lágmarka þau óþægindi sem hlotist hafa af sprengingum og jarðvegsframkvæmdum? Með hvaða hætti verður tjón á nærliggjandi íbúðarhúsum metið og bætt? Hefur verið komið á samráðsvettvangi borgar, skóla, framkvæmdaaðila og íbúa? Óskað er eftir því að svör verði unnin svo hratt sem kostur er og send í tölvupóstum til ráðsmanna. Þau verði svo lögð fram formlega á næsta fundi ráðsins.
Umsókn nr. 150172
49. Tillaga fuflltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna lóðar Landsbankans við Aus,
Við fögnum því að stjórnendur Landsbankans hafi ákveðið að staldra við og endurskoða áform um uppbyggingu 16.000 fermetra höfuðstöðva á Hörpureitnum. Austurbakki er lykilsvæði í þróun miðborgarinnar og því mikilvægt að hugsa vandlega öll þau skref sem þar eru stigin. Sem betur fer hafa grunnhugmyndir að deiliskipulagi svæðisins þroskast frá því að það var unnið árið 2005 og ýmsar breytingar verið gerðar á skipulaginu. Upphaflega var t.d. skoðað að nýta umrædda lóð Landsbankans fyrir nýbyggingar Listaháskólans og náttúruvísindasafn. Þær skipulagsbreytingar sem gerðar hafa verið hafa aðallega miðast við samgöngumannvirki eða einstakar lóðir án þess að því hafi fylgt heildarmat á áhrifum breytinganna á miðborgarsvæðið.
Lagt er til að það svigrúm sem skapast hefur með ákvörðun stjórnenda bankans verði nýtt til að vinna með Landsbankanum að því að finna viðunandi framtíðarstaðsetningu í borginni fyrir höfuðstöðvar bankans.
Skipulag lóðar bankans á Austurbakka verði endurskoðað. Efnt verði til samkeppni um nýtingu lóðar Landsbankans og leitað eftir hugmyndum frá fagfólki og almenningi um það hvernig lóðin muni best nýtast í heildarsamhengi miðborgarinnar.
Frestað.