Umhverfis- og skipulagsráð
Verknúmer : SN150454
114. fundur 2015
Umhverfis- og skipulagsráð, tillaga um ráðgjafanefnd vegna fornleifa
Lagt er til að borgarráð skipi sérstaka ráðgjafanefnd um þær merku fornleifar frá upphafi byggðar sem fundist hafa við Lækjargötu og hafnarmannvirki við Tryggvagötu frá 19. og 20. öld sem komið hafa í ljós við byggingarframkvæmdir.
Ráðgjafanefndin verði menningar- og ferðamálaráði, umhverfis- og skipulagsráði og borgarráði til fulltingis og mótar tillögur að því með hvaða hætti ofangreindar fornleifar verði best varðveittar til framtíðar og gerðar almenningi sýnilegar.
Með stofnun ráðgjafanefndar verði komið á formlegri samvinnu á milli Minjastofnunar og Reykjavíkurborgar um það mikilvæga verkefni að vernda umræddar fornleifar. Minjastofnun verði boðið að tilnefna sérfræðing í nefndina en auk hans sitji í nefndinni tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg á þessu sérfræðisviði. Tveir kjörnir fulltrúar sitji einnig í nefndinni og annar þeirra verði formaður. Nefndina má stækka eftir því sem þurfa þykir.
Borgarráð geri erindisbréf fyrir nefndina sem vinnur að nánari útfærslu og leitar til viðkomandi sviða og ráða eftir hugmyndum og tilnefningum.
Ráðgjafanefndin vinni eins hratt og auðið er og geri tímaáætlun á sínum fyrsta fundi sem lögð verður fram í viðkomandi ráðum.
Samþykkt.
Vísað til borgaráðs.