Umhverfis- og skipulagsráð,
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Grettisgata 9A og 9B,
Örfirisey,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Hafnarstræti 17,
Lindargata 62,
Úlfarsfell,
Kirkjusandur 2, Íslandsbanki,
Húsverndarsjóður Reykjavíkur,
Hringbraut, bætt göngutengsl barna og ungmenna,
Elliðaárvogur - Ártúnshöfði,
Umhverfis- og skipulagssvið,
Umhverfis- og skipulagssvið,
Götu- og torgsala,
Betri Reykjavík,
Arnargata 10,
Austurbrún 6,
Hringbraut 79,
Þórunnartún 4,
Starmýri 2,
Holtavegur 8-10/Vatnagarðar 38,
Bryggjuhverfi,
Reitur 1.172.2, Laugavegur 34A og 36, Grettisgata 17,
Eddufell 2-8,
Sorphirða,
91. fundur 2015
Ár 2015, miðvikudaginn 7. janúar kl. 09:11, var haldinn 91. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Magnea Guðmundsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Ólafur Bjarnason, Björgvin Rafn Sigurðarson og Marta Grettisdóttir
Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 130008
1. Umhverfis- og skipulagsráð, fundadagatal
Lagt fram fundadagatal umhverfis- og skipulagsráðs dags. 7. janúar 2015 fyrir árið 2015.
Umsókn nr. 10070
2. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 19. desember 2014.
Umsókn nr. 140689 (01.17.22)
500591-2189
Argos ehf
Eyjarslóð 9 101 Reykjavík
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
3. Grettisgata 9A og 9B, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 19. desember 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna lóðanna nr. 9A og 9B við Grettisgötu. Í breytingunni felst að skilgreindar eru tvær lóðir fyrir flutningshús á borgarlandi, samkvæmt lagfærðum uppdr. Argos ehf. dags. 3. janúar 2015.
Gísli Garðarsson tekur sæti á fundinum kl. 9:22
Hildur Gunnarsdóttir og Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjórar taka sæti á fundinum undir þessum lið. .
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt óskar umhverfis- og skipulagsráð eftir að erindið verði kynnt Hverfisráði miðborgar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir bóka:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina eru samþykkir því að endurskoða nýtingu bílastæðalóðar við Grettisgötu og að leita eftir afstöðu íbúa og annarra hagsmunaaðila til uppbyggingar eins og lýst er í tillögu að deiliskipulagi. Áður en tekin er endanleg afstaða að loknu auglýsingaferli er nauðsynlegt að kostnaður sem kann að falla á Reykjavíkurborg verði greindur og kynntur fyrir Umhverfis og skipulagsráði.
Auðar lóðir í miðborg Reykjavíkur sem nú er verið að deiliskipuleggja fyrir flutningshús hljóta að vera meðal verðmætustu lóða sem völ er á um þessar mundir. Reykjavíkurborg ber að stefna að því að endurgjald fyrir þær endurspegli verðmæti þeirra."
Umsókn nr. 140611 (01.1)
530269-7529
Faxaflóahafnir sf.
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
4. Örfirisey, deiliskipulag
Lagt fram bréf Faxaflóahafna sf. dags. 14. nóvember 2014 ásamt tillögu Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 11. nóvember 2014 að deiliskipulagi Örfiriseyjar.
Vignir Albertsson skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna og Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir bóka:
"Tillagan er að mestu staðfesting á gildandi deiliskipulagsáætlun en horfir ekki til framtíðar og þeirra fjölmörgu spennandi tækifæra til byggðarþróunar, sem liggja í svæðinu. Enda þótt fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telji tillöguna endurspegla litla hugmyndaauðgi samþykkja þeir að auglýsa hana en setja fyrirvara við endanlega afstöðu eftir að athugasemdir og ábendingar hafa borist frá hagsmunaaðilum og öðrum sem áhuga hafa á byggðarþróun og betri borg. "
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 45423
5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 808 frá 22. desember 2014 og nr. 809 frá 6. janúar 2015.
Umsókn nr. 140687 (01.11.85)
501298-5069
Sjöstjarnan ehf.
Rafstöðvarvegi 9 110 Reykjavík
6. Hafnarstræti 17, (fsp) breyting á framhlið hússins
Lögð fram fyrirspurn Sjöstjörnunnar ehf. dags. 17. desember 2014 varðandi breytingu á framhlið hússins á lóðinni nr. 17 við Hafnarstræti. Einnig eru lagðar fram tvær tillögu THG arkitekta ehf. dags. 2. og 17. desember 2014 og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 4. desember 2014.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Frestað.
Umsókn nr. 140633 (01.15.32)
710398-2249
Byggir ehf
Skútuvogi 1e 104 Reykjavík
7. Lindargata 62, (fsp) stækkun kjallara, endurgerð húss
Á fundi skipulagsfulltrúa desember 2014 var lögð fram fyrirspurn Byggir ehf. dags. 25. nóvember 2014 um stækkun kjallara og endurgerð húss á lóð nr. 62 við Lindargötu, samkvæmt uppdr 1, 2, 3. Al-Hönnunar ehf. dags. 20. nóvember 2014. Ráðgert er að leigja út íbúðir hússins til skammtímaleigu. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands dags. 9. desember 2014 og 5. janúar 2015 og umsagnir Borgarsögusafns Reykjavíkur dags. 9. desember 2014 og 6. janúar 2015
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Frestað.
Umsókn nr. 140481 (02.6)
690169-2829
Kirkjugarðar Reykjavíkur
Suðurhlíð 105 Reykjavík
8. Úlfarsfell, (fsp) kirkjugarður
Lögð fram fyrirspurn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma dags. 11. september 2014 varðandi kirkjugarð í Úlfarsfelli. Einnig er lögð fram greinargerð Helga Geirharðssonar f.h. stýrihóps um uppbyggingu á Hlíðarenda um mun á kostnaði við uppbyggingu kirkjugarðs vegna jarðvegsflutninga í Úlfarsfelli eða í Geldinganesi. Einnig er lagt fram minnisblað Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma dags. 3. desember 2014 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. desember 2014
Björn Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Frestað.
Umsókn nr. 140434 (01.34.51)
491008-0160
Íslandsbanki hf.
Kirkjusandi 2 155 Reykjavík
420299-2069
ASK Arkitektar ehf.
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
9. Kirkjusandur 2, Íslandsbanki, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Kynntur samningur við Íslandsbanka um lóðir á Borgartúni 41 og Kirkjusandi 2
Einar I. Halldórsson kynnir.
Umsókn nr. 150002
10. Húsverndarsjóður Reykjavíkur, úthlutun styrkja 2015
Lögð fram tillaga skrifstofustjóra skipulags bygginga og borgarhönnunar dags. 7. janúar 2015 um tilnefningu í starfshóp um styrki úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur 2015 ásamt tillögu að auglýsingu um styrki.
Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að Stefán Benediktsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir verði fulltrúar umhverfis- og skipulagsráðs í starfshópnum.
Samþykkt að auglýsa styrki úr húsverndarsjóði 2014.
Umsókn nr. 150001
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
11. Hringbraut, bætt göngutengsl barna og ungmenna, tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins (US2014110015)
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 5. nóvember 2014 vegna samþykktar borgarstjórnar frá 4. nóvember 2014 um að vísa tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um bætt göngutengsl barna og ungmenna yfir Hringbraut til umhverfis- og skipulagsráðs. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. desember 2014.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 18. desember 2014 samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka:
"Á hverjum degi ganga börn og ungmenni yfir Hringbraut á leið sinni í skóla og íþróttir. Oft hefur legið við slysum enda er Hringbraut fjögurra akreina stofnbraut þar sem bílumferð er þung. Óumflýjanlegt er að bregðast við og tryggja umferðaröryggi gangandi vegfarenda. Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins gengur út á að velta upp öllum kostum sem aukið geta öryggi og að grípa til aðgerða sem fyrst. Í skýrslu Mannvits frá árinu 2009 er tekið saman með hvaða hætti hægt er að gera undirgöng og bent á þrjár mögulegar staðsetningar. Líklega þarf að skoða betur hvort og með hvaða hætti hægt er að koma við göngubrú yfir Hringbraut líkt og gert hefur verið víða um borgina. Umsögn sem meirihlutaflokkarnir í Umhverfis- og skipulagsráði hafa samþykkt lokar á frekari skoðun þessa máls nema hugsanlega að lengja græntíma gönguljósa. Það er að mati fulltrúa Sjálfstæðisflokks algjörlega ófullnægjandi."
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir bókar:
"Framsókn og flugvallarvinir leggja áherslu á að öryggi gangandi vegfarenda verði tryggt og farið verði í það að finna öruggustu leiðina til þess sem allra fyrst".
Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar Magnea Guðmundsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísli Garðarsson bóka:
"Meirihluti Umhverfis- og skipulagsráðs telur mikilvægt að auka öryggi gangandi og hjólandi um alla borg - líka öryggi gangandi og hjólandi barna og unglinga í vesturbæ Reykjavíkur. Það er mat samgöngustjóra Reykjavíkur að á þessu svæði sé óæskilegt að reyna að bæta göngutengingar með undirgöngum eða göngubrúm vegna plássleysis. Straumur gangandi og hjólandi yfir Hringbraut er mikill og víða - fjölgun gönguljósa og lenging græntíma er verkefni sem þegar er farið af stað og mun halda áfram. Eitt stærsta öryggismálið er svo að lækka hraðann á Hringbrautinni. Beiðni til að lækka hraða á Hringbraut og hækka upp gönguleiðir hefur verið send inn til Vegagerðarinnar en ekki fengið jákvæða afgreiðslu þar."
Umsókn nr. 140585 (04.0)
12. Elliðaárvogur - Ártúnshöfði, hugmyndasamkeppni um rammaskipulag
Skipan fulltrúa umhverfis- og skipulagsráðs í dómnefnd vegna hugmyndasamkeppni um rammaskipulag á svæði sem afmarkast af Miklubraut til suðurs, Elliðaárvogi til vesturs, Grafarvogi til norðurs og Gullinbrú til austurs.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umhverfis- og skipulagsráðs samþykkir að skipa Magneu Guðmundsdóttur og Áslaugu Maríu Friðriksdóttur í dómnefnd vegna hugmyndasamkeppni um rammaskipulag Elliðaárvogs - Ártúnshöfða.
Umsókn nr. 130118
13. Umhverfis- og skipulagssvið, yfirlit yfir innkaup
Lagt fram yfirlit yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á verkum yfir milljón í október 2014.
Umsókn nr. 130185
14. Umhverfis- og skipulagssvið, mánaðaruppgjör janúar til október 2014
Kynnt uppgjör umhverfis- og skipulagssviðs ES og RK fyrir janúar til október 2014.
Umsókn nr. 140238
15. Götu- og torgsala,
Kynnt niðurstaða vinnuhóps sem skipaður var varðandi endurskoðun á samþykkt um götu og torgsölu í Reykjavík.
Jóhann SD. Christiansen verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið
Samþykkt
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 140224
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
16. Betri Reykjavík, hjólastígar í Elliðaárdal (US2014120001)
Menningar- og ferðamálaráð vísaði til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs efstu hugmynd októbermánaðar úr flokknum ferðamál "hjólastígar í Elliðaárdal" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 7. nóvember 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. janúar 2015.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. janúar 2015 samþykkt.
Umsókn nr. 140680 (01.55.32)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
17. Arnargata 10, kæra 124/2014
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 12. desember 2014 ásamt kæru dags. 11. desember 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Fálkagötureits vegna lóðarinnar nr. 10 við Arnargötu.
Vísað til umsagar skrifstofu sviðsstjóra.
Umsókn nr. 140681 (01.38.11)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
18. Austurbrún 6, kæra 126/2014
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 15. desember 2014 ásamt kæru dags. 10. desember 2014 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi Laugaráss vegna lóðarinnar nr. 6 við Austurbrún.
Vísað til umsagar skrifstofu sviðsstjóra.
Umsókn nr. 140544 (01.52.4)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
19. Hringbraut 79, kæra 110/2014
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 14. október 2014 ásamt kæru, dags. 13. október 2014 þar sem kærð er samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. ágúst 2014 á byggingarleyfisumsókn fyrir Hringbraut 79. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. desember 2014.
Umsókn nr. 140419 (01.22.00)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
20. Þórunnartún 4, kærur 81,82,83/2014, umsögn
Lögð fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 30. júlí 2014 ásamt kærum nr. 81/2014, 82/2014 og 83/2014 á ákvörðun borgarráðs frá 3. júlí sl. um samþykki á breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits 1.220.0 vegna Þórunnartúns 4. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. september 2014 og úrskurður umhverfis- og auðlindamála frá 17. desember 2014. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs frá 3. júlí 2014 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits 1.220.0 vegna lóðar nr. 4 við Þórunnartún. Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 30. september 2014 um að samþykkja byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á baklóð, til að byggja inndregna 5. hæð þar ofan á og til að innrétta gististað með 93 herbergjum í flokki V, teg. a, á sömu lóð við Þórunnartún.
Umsókn nr. 140212 (01.28.30)
701211-0140
Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skuggasundi 3 101 Reykjavík
21. Starmýri 2, kæra 32/2014, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 22. apríl 2014 ásamt kæru dags. 16. apríl 2014 þar sem kærð er synjun leyfis á breytingu atvinnuhúsnæðis í íbúðarhúsnæði, á fyrstu hæð húss nr. 2C við lóð nr. 2 við Starmýri. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. maí 2014 og úrskurður umhverfis- og auðlindamála dags. 30. desember 2014. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Umsókn nr. 140503 (01.40.79)
540400-2290
ALP hf.
Vatnsmýrarvegi 10 101 Reykjavík
560997-3109
Yrki arkitektar ehf
Hverfisgötu 76 101 Reykjavík
22. Holtavegur 8-10/Vatnagarðar 38, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. desember 2014 um samþykkt borgarráðs dags. 18. desember 2014 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Holtavegar 8-10.
Umsókn nr. 140301 (04.0)
581198-2569
ÞG verktakar ehf.
Fossaleyni 16 112 Reykjavík
611004-2570
Arcus ehf
Fossaleyni 16 112 Reykjavík
23. Bryggjuhverfi, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. desember 2014 um samþykkt borgarráðs dags. 18. desember 2014 um breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis vegna lóða við Tanga- og Naustabryggju.
Umsókn nr. 140362 (01.17.22)
630513-1460
Lantan ehf.
Suðurlandsbraut 18 108 Reykjavík
24. Reitur 1.172.2, Laugavegur 34A og 36, Grettisgata 17, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. desember 2014 um samþykkt borgarráðs dags. 18. desember 2014 um breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.2 vegna Laugavegar 34A, 36 og Grettisgötu 17.
Umsókn nr. 140636 (04.68.30)
580293-3449
Rok ehf.
Lágmúla 7 108 Reykjavík
620509-1320
GP-arkitektar ehf
Litlubæjarvör 4 225 Álftanes
25. Eddufell 2-8, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. desember 2014 um samþykkt borgarráðs dags. 18. desember 2014 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-8 við Eddufell.
Umsókn nr. 150011
26. Sorphirða, fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæaðisflokksins
Lögð fram fyrirspurn fulltrúa Sjálstæðsiflokksins Júlíus Vífils Ingvarssonar og Áslaugar Maríu Friðriksdóttur.
"Sorphirða var óviðunandi í sumum hverfum borgarinnar desembermánuði. Skapaði þetta mikil óþægindi og óþrifnað. Óskað er eftir upplýsingum um það vernig staðið var að sorphirðu í þessum mánuði og hvernig á því stendur að ekki var haldið uppi reglubundinni sorphirðu. "