Umhverfis- og skipulagssvið,
Strætisvagnaskýli,
Betri Reykjavík,
Bryggjuhverfi,
Gamla höfnin -Vesturbugt,
Rekagrandi,
Gönguleiðir skólabarna,
Gönguleiðir skólabarna gangbrautir,
Hofsvallagata,
Hofsvallagata,
Úlfarsfell,
Álfsnes, Sorpa,
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Vogabyggð,
Reykjavíkurflugvöllur,
Lautarvegur 2-16,
Dofraborgir 3,
Fossaleynir 1, Egilshöll,
Klettasvæði, Skarfabakki,
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Bræðraborgarstígur 10,
Bugðulækur 17,
Suðurgata 18,
Vesturgata 6-10A,
59. fundur 2014
Ár 2014, miðvikudaginn 19. Mars kl. 9:10 var haldinn 59. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Sverrir Bollason , Elsa Hrafnhildur Yeoman, Hólmfríður Jónsdóttir, Kristín Soffía Jónsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson , Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Stefán Finnsson Björgvin Rafn Sigurðarson og Marta Grettisdóttir
Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 140044
1. Umhverfis- og skipulagssvið, kynjuð starfs- og fjárhagsáætlanagerð
Kynnt drög að skýrslu starfshóps umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. mars 2014 um verkefni vegna kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar.
Sverri Bollason tekur sæti á fundinum kl. 9:14.
Steinunn Rögnvaldsdóttir kynnir.
Umsókn nr. 140042
2. Strætisvagnaskýli, samantekt
Lögð fram til kynningar samantekt á strætisvagnaskýlum í Reykjavík.
Pálmi Freyr Randversson verkefnisstjóri kynnir.
Umsókn nr. 140025
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
3. Betri Reykjavík, skjól meðfram Bústaðavegi
Lögð fram efsta hugmynd janúarmánaðar úr flokknum framkvæmdir "skjól meðfram Bústaðavegi" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 31. janúar 2014 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. mars 2014.
Umsögn umhverfis- og skipulagssvið dags. 18. mars 2014 samþykkt.
Umsókn nr. 140083 (04.0)
530269-7609
Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
4. Bryggjuhverfi, hugmyndasamkeppni um deiliskipulag
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 27. febrúar 2014 þar sem erindi Bryggjuráðs, íbúasamtaka Bryggjuhverfis, dags. 18. febrúar 2014, um áskorun til borgarstjórnar um að auglýsa hugmyndasamkeppni um deiliskipulag Bryggjuhverfis er f.h. borgaráðs vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Kynnt.
Umsókn nr. 140046
5. Gamla höfnin -Vesturbugt, Reykjavíkurhús
Kynnt drög að hugmynd að Reykjavíkurhúsum við Gömlu höfnina - Vesturbugt.
Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið
Páll Gunnlaugsson arkitekt, Auðun Freyr Ingvarsson og Ellý Þorsteinsdóttir kynna
Sverrir Bollason víkur af fundi kl. 12:50 Reynir Sigurbjörnsson tekur sæti á sama tíma.
þá var einnig búið að afgreiða mál nr. 14. á fundinum.
Umsókn nr. 140048
6. Rekagrandi, bann við að leggja bifreiðum við austurkant Rekagranda
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsviðs dags. 13. mars 2014 þar sem lagt er til að bannað verði að leggja bifreiðum við austurkant Rekagranda.
Samþykkt með fyrirvara um samþykkt lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.
Umsókn nr. 140050
7. Gönguleiðir skólabarna, tillaga að framkvæmdum
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsviðs, samgöngur dags. 18. mars 2014 ásamt tillögu að framkvæmdum vegna gönguleiða skólabarna.
Samþykkt.
Umsókn nr. 140060
8. Gönguleiðir skólabarna gangbrautir, gangbrautir
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 14. mars 2014 varðandi merkingar á gangbrautum.
Samþykkt með fyrirvara um samþykkt lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.
Umsókn nr. 140061
9. Hofsvallagata, 30 km hámarshraði
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 14. mars 2014 þar sem lagt er til að Hofsvallagatan milli Hringbrautar og Túngötu og á Túngötu á milli Hofsvallagötu og Suðurgötu verði hámarkshraði 30 km/klst.
Samþykkt með fyrirvara um samþykkt lögreglustjóra Höfuðborgarsvæðisins.
Umsókn nr. 130234
10. Hofsvallagata, umferðatalningar
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteinns Baldurssonar og Hildar Sverrisdóttur frá fundi umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. september 2013. "Í kjölfar umdeildrar þrengingar á Hofsvallagötu virðist umferð í hverfinu hafa breyst og aukist á einstökum götum. Íbúar hverfisins hafa bent á að umferðarþungi hafi aukist á Furumel, Neshaga, Ægisíðu og Birkimel eftir framkvæmdir við Hofsvallagötu. Lagt er til að talningar verði gerðar á þessum götum auk Hofsvallagötu og niðurstöður bornar saman við fyrri talningar."
Einnig er lögð fram niðurstaða úr talningu sem gerð var 2. og 3. október 2013.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Óttarr Guðlaugsson og Marta Guðjónsdóttir bókuðu : Umferðartalning á Hofsvallagötu og nokkrum öðrum götum á Högunum leiðir í ljós að þrenging Hofsvallagötunnar á síðasta ári varð til þess að umferð á öðrum götum í hverfinu jókst um allt að 1000 bíla á sólarhring. Þrenging Hofsvallagötu dró því verulega úr umferðaröryggi gangandi vegfarenda og er þá sérstakt áhyggjuefni að á svæðinu eru tveir stórir skólar. Brýnt er að gera ítarlegri talningu með reglubundnu millibili á öllum götum umhverfis skólana
Umsókn nr. 130327
11. Úlfarsfell, Akstur
Lagt fram bréf samtaka ferðaþjónustunnar dags. 29. nóvember 2013 varðandi lokun eða takmörkun á akstri um Úlfarsfell. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. janúar 2014 og umsögn Mosfellsbæjar dags. 14. mars 2014.
Þórólfur Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Vísað til umsagnar hverfisráðs Grafarholts- og Úlfarsárdals
Umsókn nr. 140095 (36.2)
701002-2880
Umhverfisstofnun
Suðurlandsbraut 24 108 Reykjavík
12. Álfsnes, Sorpa, skipulagsáætlun fyrir urðunarstað Sorpu bs.
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 6. mars 2014 þar sem óskað er eftir upplýsingum frá Reykjavíkurborg um hvort áætlað er að breyta deiliskipulagi urðunarstaðar Sorpu bs. í Álfsnesi til samræmis við aðalskipulag og hvort sett verði skýr tímamörk fyrir urðun. Ef svo er óskar stofnunin eftir upplýsingum frá Reykjavíkurborg um hvenær áætlað er að framkvæma breytinguna. Umhverfisstofnun óskar eftir að framgreindar upplýsingar frá Reykjavíkurborg berist í síðasta lagi 14. mars 2014. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. mars 2014.
Haraldur Sigurðsson og Eygerður Margrétardóttir sitja fundinn undir þessum lið
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. mars 2014 samþykkt.
Umsókn nr. 10070
13. Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 14. mars 2014.
Umsókn nr. 140090
14. Vogabyggð, drög að rammaskipulagi
Lögð fram drög teiknistofunnar Traðar og hönnunarteymisins jvantspijker +Felixx að rammaskipulagi Vogabyggðar ásamt forsögn að uppbyggingu svæðisins dags. 11. mars 2014.
Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjórar sitja fundinn undir þessum lið.
Fulltrúar teiknistofunnar Traðar og hönnunarteymisins jvantspijker +Felixx kynna.
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Hólmfríður Jónsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson. Óttars Guðlaugsson og Marta Guðjónsdóttir bóka:
Umhverfis- og skipulagsráð fagnar þeirri góðu þróun sem hefur átt sér stað við útfærslu vinningstillagna úr samkeppni um Vogabyggð.
Þau drög að rammaskipulagi sem nú eru lögð fram eru framsýn, metnaðarfull og lýsandi fyrir markmið aðalskipulags Reykjavíkur til ársins 2030.
Samþykkt að ljúka rammaskipulagsgerð á grundvelli þeirra gagna sem liggja fyrir og hefja undirbúning deiliskipulagsgerðar
Skilgreina þarf frekar strax á þessu stigi vinnunnar hvernig þjónustu í hverfinu við fjölskyldur verði fyrirkomið svo sem leikskólum, skólum og frístundaúrræðum.
Umsókn nr. 130234 (01.6)
15. Reykjavíkurflugvöllur, nýtt deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar frá 1999, samkvæmt uppdrætti T.ark Tdags. 17. desember 2013. Tillagan var auglýst frá 23. desember 20013 til og með 3. febrúar 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Kristinn Alex Sigurðsson dags. 23. desember 2013, Norðurflug dags. 29. janúar 2014, Kristján Árnason dags. 29. janúar 2014, Edward H. Finnsson dags. 30. janúar 2014, Leifur Magnússon dags. 30. janúar 2014, Örn Karlsson dags, 31. janúar 2014, Bjarni Bærings dags. 31. janúar 2014, Bolli Héðinsson dags. 31. janúar 2014, Erling Jóhannesson dags. 2. febrúar 2014, Júlíus Þórólfsson dags. 2. febrúar 2014, Þorsteinn Kristleifsson dags. 2. febrúar 2014, Kristján Guðmundsson dags. 2. febrúar 2014, Skildingar ehf. dags. 2. febrúar 2014, Flugfélagið Þór dags. 2. febrúar 2014, Sigurlína Magnúsdóttir dags. 2. febrúar 2014, Magnús B. Jóhannsson dags. 2. febrúar 2014, Magnús Brimar Magnússon dags. 3. febrúar 2014, Gunnar Finnsson dags. 3. febrúar 2014, Alfhild Peta Nilsen dags. 3. febrúar 2014, Guðmundur Hjaltason dags. 3. febrúar 2014, Bragi Sigþórsson dags. 3. febrúar 2014, Helgi Rafnsson dags. 3. febrúar 2014, Fél. ísl. einkaflugmanna, Valur Stefánsson dags. 3. febrúar 2014, Hjartað í Vatnsmýri dags. 3. febrúar 2014, Sigurður Ingi Jónsson f.h. Flugmálafélags Íslands dags. 3. febrúar 2013, Flugfélagið Geirfugl dags. 3. febrúar 2014, Elísabet Gísladóttir dags. 3. febrúar 2014, Þyrlufélagið ehf. dags. 3. febrúar 2014, Sigurjón Sindrason dags. 3. febrúar 2014, Iceland Aviation ehf. dags. 3. febrúar 2014, Kristinn H. Brynjarsson dags. 3. febrúar 2014, Úlfar Henningsen og Hólmfríður Edda Guðmundsdóttir dags. 3. febrúar 2014, Sigurður Ásgeirsson dags. 3. febrúar 2014, Dagfinnur Stefánsson dags. 3. febrúar 2014, Dagfinnur Stefánsson f.h. Spartan ehf. dags. 3. febrúar 2014, Árna Steinunn Rögnvaldsdóttir dags. 3. febrúar 2014, Guðjón Ármannsson f.h. Byggábirk dags. 3. febrúar 2014, Arnór Valdimarsson dags. 4. febrúar 2014, Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir dags. 4. febrúar 2014, Jón Emil Wessman, dags. 5. febrúar 2014 og Ægir Ib Wessman, dags. 5. febrúar 2014. Einnig er lögð fram umsögn Samgöngustofu dags. 3. febrúar 2014.
Allar athugasemdir í einu skjali.
Halldóra Hrólfsdóttir og Haraldur Sigurðsson verkefnisstjórar sitja fundinn undir þessum lið.
Frestað.
Elsa Hrafnhildur Yeoman víkur af fundi kl. 13:47 Diljá Ámundadóttir tekur sæti á fundinum á sama tíma þá átti eftir að afgreiða erindi nr. 6 til 13 á fundinum.
Umsókn nr. 140079 (01.79.4)
021256-7579
Jón Þór Þorvaldsson
Logafold 128 112 Reykjavík
16. Lautarvegur 2-16, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Jóns Þórs Þorvaldssonar dags. 28. febrúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi neðan Sléttuvegar vegna lóðanna nr. 2-16 við Lautarveg. Í breytingunni felst fjölgun íbúða, samkvæmt uppdr. úti og inni dags. 18. febrúar 2014.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. .
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 140092 (02.34.4)
240953-2349
Jón Sigurður Pálsson
Dofraborgir 3 112 Reykjavík
450400-3510
VA arkitektar ehf
Borgartúni 6 105 Reykjavík
17. Dofraborgir 3, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Jóns Sigurðar Pálssonar dags. 6. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgarhverfis E-H hluta vegna lóðarinnar nr. 3 við Dofraborgir. Í breytingunni felst aukning á nýtingarhlutfalli, stækkun á byggingarreit vegna byggingar nýs bílskúrs og breyting á skilmálum vegna þakhalla bílskúrs, samkvæmt uppdr. VA arkitekta ehf. dags. 26. febrúar 2014. Einnig er lagt fram samþykki eigenda aðliggjandi húsa dags. 26. febrúar 2014.
Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið
Samþykkt að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Dofraborgum nr. 1,5,2-8 og 30-34
Umsókn nr. 140096 (02.46)
521009-2170
Knatthöllin ehf
Hagasmára 1 201 Kópavogur
501193-2409
ALARK arkitektar ehf
Dalvegi 18 201 Kópavogur
18. Fossaleynir 1, Egilshöll, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Knatthallarinnar ehf. dags. 10. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Fossaleyni, Egilshöll. Í breytingunni felst að gera nýjan byggingarreit fyrir ný íþróttahús þ.e. fimleika- og handboltahús, hækka byggingarmagn, fækka bílastæðum, samkvæmt deiliskipulagsuppdrætti og skýringaruppdrætti Alark arkitekta ehf. dags. 10. febrúar 2014.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. .
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 140042 (01.33)
530269-7529
Faxaflóahafnir sf.
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
19. Klettasvæði, Skarfabakki, breyting á deiliskiplagi
Á fundi skipulagsfulltrúa 7. febrúar 2014 var lögð fram umsókn Faxaflóahafna dags. 31. janúar 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis, Skarfabakka. Í breytingunni felst m.a. að löndunarsvæði á austurhluta er breytt, gerð er ný lóð fyrir spennistöð, ný bílastæði við Korngarða, lóðirnar nr. 5, 7 og 9 eru minnkaðar, byggingarreitir lóðanna nr. 1 og 3 eru breyttir o.fl., samkvæmt uppdr. Faxaflóahafna dags. 29. janúar 2014.
Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umsókn nr. 140103 (05.18)
560389-1089
Fisfélag Reykjavíkur
Pósthólf 8702 128 Reykjavík
521009-1950
EGG arkitektar ehf
Stóragerði 38 108 Reykjavík
20. Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Fisfélags Reykjavíkur dags. 13. mars 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hólmsheiðar. Í breytingunni felst að skilgreina tvær lóðir innan svæðis A og falla frá byggingarreit á svæði C, heimild fyrir að reisa hús undir félagsaðstöðu á svæði C færist yfir á svæði A, samkvæmt uppdr. Egg arkitekta ehf. dags. 13. mars 2014.
Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umsókn nr. 45423
21. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 771 frá 18. mars 2014.
Umsókn nr. 46983 (01.13.421.8)
141069-3309
Skúli Magnússon
Bræðraborgarstígur 10 101 Reykjavík
22. Bræðraborgarstígur 10, Breyting - hækkun á risi - BN044237
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. janúar 2014 þar sem sótt er um leyfi til að hækka ris þannig að hægt verði að nota það til íveru í einbýlishúsi á lóð nr. 10 við Bræðraborgarstíg. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 13. janúar 2014. Erindi var grenndarkynnt frá 23. janúar til og með 20. febrúar 2014. Athugasemdir sendu: Hólmfríður Garðarsdóttir og Guðrún Ara Arason, dags. 20. janúar 2014.
Sjá erindi BN044237 sem samþykkt var 3. júlí 2012. Stækkun: 43,1 ferm., 71,2 rúmm. Gjald kr. 9.000
Frestað.
Umsókn nr. 42993 (01.34.331.8)
090877-3059
Ragnheiður Hauksdóttir
Otrateigur 4 105 Reykjavík
130574-5649
Sævar Smári Þórðarson
Otrateigur 4 105 Reykjavík
23. Bugðulækur 17, endurnýja handrið
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. janúar 2014 þar sem sótt er um leyfi til að endurnýja óleyfishandrið, sbr. erindi BN041643 sem synjað var, á þaki bílskúrs á lóð nr. 17 við Bugðulæk. Erindi var grenndarkynnt frá 29. janúar til og með 26. febrúar 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Kristinn Kristinsson f.h. húsfélags Rauðalækjar 18 dags. 10. febrúar 2014.
Meðfylgjandi er bréf eigenda ódagsett og samþykki meðeigenda dags. 8. maí 2011. Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 20. maí 2011 fylgir erindinu ásamt fyrri umsögn skipulagsstjóra dags. 25. febrúar 2011. Gjald kr. 8.000
Frestað.
Umsókn nr. 47101 (01.16.120.3)
090856-4219
Stefanía Helga Jónsdóttir
Suðurgata 18 101 Reykjavík
24. Suðurgata 18, (fsp) - Þrjú bílastæði
Á fundi skipulagsfulltrúa 31. janúar 2014 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. janúar 2014 þar sem spurt er hvort leyft yrði að breyta fyrirkomulagi og staðsetja þrjú bílastæði á framlóð hússins nr. 18 við Suðurgötu.
Frestað.
Umsókn nr. 140047 (01.13.21)
630785-0309
Kirkjuhvoll sf
Pósthólf 1100 121 Reykjavík
25. Vesturgata 6-10A, (fsp) gistiheimili
Lögð fram fyrirspurn THG arkitekta f.h. Kirkjuhvols dags. 4. febrúar 2014 um hvort leyft verði að fá að reka gistiheimili í húsunum á lóð nr. 6-10 við Vesturgötu ásamt veitingarekstri í kjallara. Einnig er lögð fram greinargerð hönnuða dags. 4. febrúar 2014 ásamt uppdráttum dags. 4. febrúar 2014.
Einnig er lögð fram umsögn skiplagsfulltrúa dags. 28. febrúar 2014.
Umhverfis- og skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við fyrirspurnina með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 28. febrúar 2014.