Vogabyggð

Verknúmer : SN140090

70. fundur 2014
Vogabyggð, rammaskipulag
Kynnt tillaga teiknistofunnar Traðar og hönnunarteymisins jvantspijker +Felixx að rammaskipulagi Vogabyggðar dags. 7. apríl 2014.



Sigríður Magnúsdóttir fulltrúi Teiknistofunnar Traðar kynnir.

63. fundur 2014
Vogabyggð, rammaskipulag
Lögð fram tillaga teiknistofunnar Traðar og hönnunarteymisins jvantspijker +Felixx að rammaskipulagi Vogabyggðar dags. 7. apríl 2014.

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir fyrir sitt leiti tillögu að rammaskipulagi fyrir Vogabyggð og og felur embætti skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning að gerð deiliskipulags fyrir svæðið í samvinnu við hagsmunaaðila.

483. fundur 2014
Vogabyggð, rammaskipulag
Lögð fram drög teiknistofunnar Traðar og hönnunarteymisins jvantspijker +Felixx að rammaskipulagi Vogabyggðar ásamt forsögn að uppbyggingu svæðisins dags. 11. mars 2014.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

59. fundur 2014
Vogabyggð, rammaskipulag
Lögð fram drög teiknistofunnar Traðar og hönnunarteymisins jvantspijker +Felixx að rammaskipulagi Vogabyggðar ásamt forsögn að uppbyggingu svæðisins dags. 11. mars 2014.

Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjórar sitja fundinn undir þessum lið.

Fulltrúar teiknistofunnar Traðar og hönnunarteymisins jvantspijker +Felixx kynna.

Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Hólmfríður Jónsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson. Óttars Guðlaugsson og Marta Guðjónsdóttir bóka:
Umhverfis- og skipulagsráð fagnar þeirri góðu þróun sem hefur átt sér stað við útfærslu vinningstillagna úr samkeppni um Vogabyggð.
Þau drög að rammaskipulagi sem nú eru lögð fram eru framsýn, metnaðarfull og lýsandi fyrir markmið aðalskipulags Reykjavíkur til ársins 2030.
Samþykkt að ljúka rammaskipulagsgerð á grundvelli þeirra gagna sem liggja fyrir og hefja undirbúning deiliskipulagsgerðar
Skilgreina þarf frekar strax á þessu stigi vinnunnar hvernig þjónustu í hverfinu við fjölskyldur verði fyrirkomið svo sem leikskólum, skólum og frístundaúrræðum.