Strætó, Kirkjusandur 2/Borgartún 41, Íslandsbanki, Betri Reykjavík, Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, Arnargata 10, Lokastígur 3, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Sigtún 38 og 40, Álfsnes, gas og jarðgerðarstöð, Umhverfis- og skipulagsráð, Háskóli Íslands, Aðgerðaráætlun vegna hávaða, Grandavegur 47, Hverfisgata 78, Krókháls 13, Húsverndarsjóður 2014, Vogabyggð,

51. fundur 2014

Ár 2014, miðvikudaginn 22. janúar kl. 9:07, var haldinn 51. fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Marta Guðjónsdóttir, og Hildur Sverrisdóttir. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Björn Axelsson, Ólafur Bjarnason, Björgvin Rafn Sigurðarson og Helena Stefánsdóttir. Fundarritari var Örn Sigurðsson
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 140007
1.
Strætó, farþegatalningar 2013
Lögð fram skýrsla Strætó bs. um farþegatalningar haustið 2013 og þróun á farþegafjölda.

Sóley Tómasdóttir tekur sæti á fundinum kl. 09:11, Júlíus Vífill Ingvarsson tekur sæti á fundinum kl. 09:13 og Karl Sigurðsson tekur sæti á fundinum kl. 09:20.
Einar Kristjánsson frá Strætó bs. kynnir.

Kristín Soffía Jónsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 09:30.


Umsókn nr. 130323 (01.34.51)
491008-0160 Íslandsbanki hf.
Kirkjusandi 2 155 Reykjavík
420299-2069 ASK Arkitektar ehf.
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
2.
Kirkjusandur 2/Borgartún 41, Íslandsbanki, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Kynnt fyrirspurn Íslandsbanka hf. dags. 1. júlí 2013 að breyttu deiliskipulagi reits 1.349.0 Glitnisreits vegna lóðanna nr. 2 við Kirkjusand og nr. 41. við Borgartún.

Páll Gunnlaugsson frá Ask arkitektar kynnti.

Umsókn nr. 130331
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
3.
Betri Reykjavík, breikkun hjólastígs við Sæbraut
Lögð fram efsta hugmynd nóvembermánaðar úr flokknum framkvæmdir "breikkun hjólastígs við Sæbraut" sem tekið var af samráðsvefnum Betri Reykjavík þann 30. nóvember 2013 ásamt samantekt af umræðum og rökum. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 15. janúar 2014.

Tillagan samþykkt.

Umsókn nr. 10070
4.
Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 17. janúar 2014.



Umsókn nr. 130513 (01.55.32)
070770-5719 Einar Kristinn Hjaltested
Arnargata 10 107 Reykjavík
5.
>Arnargata 10, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Einars Kristins Hjaltested dags. 25. október 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi Fálkagötureits vegna lóðarinnar nr. 10 við Arnargötu. Í breytingunni felst að byggja við húsið, samkvæmt uppdr. Andrésar Narfa Andréssonar dags. 23. október 2013. Tillagan var grenndarkynnt frá 13. nóvember til og með 11. desember 2013. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: Guðrún E. Andradóttir og Gunnlaugur Ingvarsson dags. 11. desember 2013 og 8 eigendur/leigjendur í húsi nr. 23A við Fálkagötu dags. 11. desember 2013. Einnig er lagt fram bréf Hornsteina arkitekta vegna skuggavarps dags. 19. janúar 2014.

Ágústa Sveinbjörnsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.

Frestað.

Umsókn nr. 130552 (01.18.12)
440510-0190 actacor ehf.
Laugarnesvegi 92 105 Reykjavík
6.
Lokastígur 3, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Actactor ehf. dags. 20. nóvember 2013 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.181.2, Lokastígsreitur, vegna lóðarinnar nr. 3 við Lokastíg. Í breytingunni felst hækkun hússins, samkvæmt uppdr. THG Arkitekta ehf. dags. 5. nóvember 2013. Tillagan var grenndarkynnt frá 28. nóvember 2013 til og með 2. janúar 2014. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemd: Björn Traustasonar dags. 4. desember 2013. Jafnframt barst samþykki 17 hagsmunaaðila mótt. 3. janúar 2014. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa 16. janúar 2014.

Margrét Þormar verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 16. janúar 2014.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 45423
7.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Fundargerð
Fylgiskjöl með fundargerð þessari er fundargerð nr. 763 frá 21. janúar 2014.








Umsókn nr. 130590 (01.36.60)
630169-2919 Íslandshótel hf.
Pósthólf 5370 125 Reykjavík
450913-0650 Atelier Arkitektar slf.
Skaftahlíð 16 105 Reykjavík
8.
Sigtún 38 og 40, (fsp) uppbygging
Lögð fram fyrirspurn Íslandshótels slf. dags. 10. desember 2013 varðandi uppbyggingu á lóðunum nr. 38 og 40 við Sigtún. Einnig er lögð fram tillaga Atelier Arkitekta hf. dags. í september 2013.

Lilja Grétarsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti undir þessum lið.

Frestað.

Umsókn nr. 140012
9.
Álfsnes, gas og jarðgerðarstöð, kynning
Kynning á gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi vegna ákvörðunar um matsskyldu framkvæmdar.

Guðmundur Benedikt Friðriksson skrifstofustjóri situr fundinn undir þessum lið.

Jóna Bjarnadóttir og Guðmundur Ólafsson frá verkfræðistofunni Mannvit kynna.

Umsókn nr. 140008
10.
Umhverfis- og skipulagsráð, skýrsla náttúruverndarnefndar 2013.
Lögð fram skýrsla náttúruverndarnefndar til Umhverfisstofnunar vegna ársins 2013.

Guðmundur Benedikt Friðriksson skrifstofustjóri og Þórólfur Jónsson deildarstjóri sitja fundinn undir þessum lið.

Skýrsla náttúruverndar 2013 samþykkt.

Umsókn nr. 140037 (01.6)
11.
Háskóli Íslands, forsögn vegna hugmyndasamkeppni
Lögð fram drög að forsögn að lýsingu vegna hugmyndasamkeppni um svæði Háskóla Íslands. Einnig er lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands í tilefni af aldarafmæli Háskólans dags. 1. desember 2011 og viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands um framtíðarskipulag á háskólasvæðinu dags. 8. maí 2013.

Nikulás Úlfar Másson skrifstofustjóri situr fundinn undir þessum lið.

Frestað.

Umsókn nr. 130174
510402-2940 Umhverfis- og samgöngusvið Reyk
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
12.
Aðgerðaráætlun vegna hávaða, tillaga
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf yfirverkfræðings umhverfis- og skipulagssviðs dags. 14. júní 2013 varðandi tillögu að aðgerðaráætlun dags. janúar 2013 í samræmi við reglugerð nr. 1000/2005 um kortlagningu hávaða og aðgerðaráætlanir. Tillagan var auglýst frá 18. nóvember til og með 16. desember 2013. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur dags. 16. desember 2013, Þórir Einarsson Skaftahlíð 38 dags. 15. desember 2013 og Hverfisráð Hlíða dags. 10. desember. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, samgöngur dags. 20. janúar 2014.

Stefán Agnar Finnsson yfirverkfræðingur situr fundinn undir þessum lið.

Aðgerðaráætlun vegna hávaða samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 130591 (01.52.12)
410610-0510 Vík Lögmannsstofa ehf
Laugavegi 77 101 Reykjavík
13.
Grandavegur 47, málskot
Lagt fram málskot Vík Lögmannsstofu ehf. dags. 10. desember 2013 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 4. október 2013 um breytingu á notkun hluta hússins á lóðinni nr. 47 við Grandaveg.

Hildur Gunnarsdóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Fyrri afgreiðsla skipulagsfulltrúa frá 4. október 2013 staðfest.

Umsókn nr. 130578 (01.17.3)
690903-4070 Hverfi ehf.
Hverfisgötu 78 101 Reykjavík
14.
Hverfisgata 78, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. janúar 2014 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi reits 1.173.0 vegna lóðarinnar númer 78 við Hverfisgötu.



Umsókn nr. 130546 (04.14.08)
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
15.
Krókháls 13, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. janúar 2014 um samþykkti borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulaginu Grafarlækur- Stekkjarmóar og Djúpidalur vegna lóðar númar 13 við Krókháls.



Umsókn nr. 140004
16.
Húsverndarsjóður 2014, reglur
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. janúar 2014 um samþykkt borgarráðs s.d. á tillögu að reglum fyrir húsverndarsjóð Reykjavíkur, dags. 8. janúar 2014.



Umsókn nr. 130427
17.
Vogabyggð, dómnefnd
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. janúar 2014 um samþykkt borgarráðs s.d. á tillögu að reglum fyrir húsverndarsjóð Reykjavíkur, dags. 8. janúar 2014.

Marta Guðjónsdóttir víkur af fundi kl. 13:35.

Páll Hjalti Hjaltason kynnti.