Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Hringbraut, 1.172.0 Brynjureitur, 1.171.1 Hljómalindarreitur, Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Hverfisgata og Frakkastígur, Betri Reykjavík, Austurberg 3, Barónsstígur 45A, Sundhöllin, Kjalarnes, Melavellir, Aragata 15, Laugarásvegur 25,

Skipulagsráð

285. fundur 2012

Ár 2012, miðvikudaginn 12. september kl. 09:10, var haldinn 285. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Björn Stefán Hallsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Leifsdóttir, Margrét Þormar, Björn Axelsson og Haraldur Sigurðsson Fundarritari var Einar Örn Thorlacius.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 31. ágúst 2012.



Umsókn nr. 120092
2.
Hringbraut, breyting á deiliskipulagi færslu Hringbrautar
Lögð fram tillaga Landmótunar varðandi breytingu á deiliskipulagi Hringbrautar. Í breytingunni felst að felldur er úr gildi hluti deiliskipulagsins umhverfis Hlíðarfót. Svæðið verður innan deiliskipulagsmarka Landsspítala Háskólasjúkrahúss, samkvæmt uppdrætti Landmótunar dags. 22. nóvember 2011, breytt. 12. mars 2012.

Samþykkt að framlengja frest til að skila inn athugasemdum til 20. september 2012.


Hljálmar Sveinsson tók sæti á fundinum kl. 9:15


Umsókn nr. 120140 (01.17.20)
460509-0410 Laugavegsreitir ehf.
Hagasmára 1 201 Kópavogur
3.
1.172.0 Brynjureitur, Verkefnalýsing, breytt deiliskipulag
Lagt fram erindi Laugavegsreita ehf. dags. í mars 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Brynjureits 1.172.0. Í breytingunni felst uppbygging á Brynjureit samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum arkitektur.is dags. 12. september 2012.
Skipulagssvæðið afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg Hverfisgötu og
Vatnsstíg.

Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl 9:50

Guðrún Fanney Sigurðardóttir arkitekt kynnti

Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.


Umsókn nr. 120137
460509-0410 Laugavegsreitir ehf.
Hagasmára 1 201 Kópavogur
4.
1.171.1 Hljómalindarreitur, verkefnalýsing, breytt deiliskipulag
Lagt fram erindi Laugavegsreita ehf. dags. í júní 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hljómalindareit 1.171.1.
Í breytingunni felst uppbygging á svokölluðum Hljómalindarreit samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdrátta studíó Granda dags. 7. september 2012. Skipulagssvæðið afmarkast af Hverfisgötu, Klapparstíg, Laugavegi og Smiðjustíg.

Margrét Harðardóttir arkitekt kynnti

Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu.

Hildur Sverrisdóttir tók sæti á fundinum kl. 10:30


Umsókn nr. 110200
590269-5149 Skipulagsstofnun
Laugavegi 166 150 Reykjavík
5.
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, aðalskipulag 2010-2030, drög að tillögu
Lögð fram drög að greinargerð aðalskipulags Reykjavíkur dags. júlí 2012. Lagt fram skjalið " Græna borgin". Einnig er lagt fram uppfært skjal "Þróun byggðar" dags. 11. september 2012.


Hólmfríður Jónsdóttir tók sæti á fundinum undir þessum lið

Samþykkt að vísa framlögðu skjali, "Græna borgin" til umræðu og kynningar hjá íþrótta- og tómstundaráði, mannréttindaráði, menningar- og ferðamálaráði, skóla- og frístundaráði, velferðarráði, umhverfis- og samgönguráði, stjórn Faxaflóahafna og Orkuveitunni.

Fulltrúar Sjálfsstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir óskuðu bókað:
"Drögum að tillögu að nýju aðalskipulagi er nú vísað til nefnda og ráða borgarinnar. Rétt er að ítreka að drögin eru alls ekki endanleg niðurstaða skipulagsráðs enda þótt umsagna sé leitað. Ekki er því ástæða til þess að fara efnislega í drögin á þessu stigi. Afstaða okkar til tillögu að aðalskipulagi bíður endanlegrar afgreiðslu frá skipulagsráði".


Umsókn nr. 44003
6.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 698 frá 4. september 2012, ásamt fundargerð nr. 699 frá 11. september 2012.



Umsókn nr. 120409
7.
Hverfisgata og Frakkastígur, endurgerð
Kynnt tillaga Umhverfis- og skipulagssviðs að endurgerð Hverfisgötu og Frakkastígs samkvæmt greinargerð og forhönnun Verkfræðistofunnar Eflu dags. í september 2012

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir frá Verkfræðistofunni Eflu kynnti.

Umsókn nr. 120405
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
8.
Betri Reykjavík, Gott að vera gangandi í miðbænum
Lögð fram efsta hugmynd í skipulagsflokki á Betri Reykjavík frá 31. ágúst 2012 " Gott að vera gangandi í miðbænum" ásamt samantekt af umræðum og rökum.

Frestað.

Umsókn nr. 120363 (04.66.71)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
9.
Austurberg 3, heilsurækt við Breiðholtslaug
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27. júlí 2012, vegna samþykktar svohljóðandi tillögu á fundi borgarráðs 26. s.m.: Borgarráð samþykkir að framkvæmda- og eignasviði verði í samvinnu við ÍTR og skipulags- og byggingarsviði falið að auglýsa eftir samstarfsaðilum um uppbyggingu heilsuræktar á svæði Breiðholtslaugar við Austurberg. Engin líkamsræktarstöð er starfandi í Efra-Breiðholti. Slík uppbygging í tengslum við Breiðholtslaug hefur áður verið auglýst í kjallararými við Breiðholtslaug, svonefndum Undirheimum án niðurstöðu. Því er gert ráð fyrir að auglýst verði á ný eftir samstarfsaðilum og þá er einnig opnað á aðra kosti sem kunna að vera fyrir, um uppbyggingu á lóð eða í grennd laugarinnar, skv. nánari útfærslu.

Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 120364 (01.19.10)
530269-7609 Reykjavíkurborg
Ráðhúsinu 101 Reykjavík
10.
Barónsstígur 45A, Sundhöllin, hönnunarsamkeppni um útfærslu útilaugar
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27. júlí 2012, vegna samþykktar svohljóðandi tillögu á fundi borgarráðs 26. s.m.: Borgarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingarsviði og framkvæmda- og eignasviði að hafa forystu um hönnunarsamkeppni um útfærslu útilaugar við Sundhöll Reykjavíkur í samvinnu við ÍTR og Arkitektafélag Íslands. Unnið verði út frá niðurstöðum starfshóps um Sundhöllina, sbr. samþykkt borgarráðs frá 22. desember 2011 og skýrslu um endurbætur og hugsanlega stækkun Sundhallarinnar. Fjármögnun samkeppninnar er vísað til fjárhagsáætlunar

Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 120397
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
11.
Kjalarnes, Melavellir, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 27. ágúst 2012 ásamt kæru dags. 13. ágúst 2012 þar sem kærð er ákvörðun um að synja breytingu á skipulagi jarðarinnar Melavellir á Kjalarnesi

Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 120106
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
12.
Aragata 15, kæra 14/2012, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 2. mars 2012 ásamt kæru dags. 29. febrúar 2012 þar sem kærð er ákvörðun um veitingu byggingarleyfis fyrir staðsteyptum bílskúr að Aragötu 15. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 14. júní 2012. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. ágúst 2012. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúa Reykjavíkur-borgar frá 31. janúar 2012 um heimild til að byggja staðsteyptan bílskúr með timbur-þaki á lóð nr. 15 við Aragötu
.



Umsókn nr. 120157 (01.38.04)
701211-0140 Úrskurðarnefnd umhverfis/auðlin
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
13.
Laugarásvegur 25, kæra 27/2012, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 10. apríl 2012 ásamt kæru dags. 30. mars 2012 þar sem kærð er veiting byggingarleyfis fyrir framkvæmdum á lóðinni nr. 25 við Laugarásveg. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 17. apríl 2012. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 28. ágúst 2012. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 6. mars 2012, sem staðfest var í borgarráði 15. s.m., um að veita leyfi til að fjarlægja einlyfta skúrbyggingu við austurhlið hússins á lóðinni nr. 25 við Laugarásveg í Reykjavík og reisa í þess stað tvílyfta steinsteypta byggingu á baklóð er tengist húsinu með tengigangi úr timbri.