Austurberg 3

Verknúmer : SN120363

16. fundur 2013
Austurberg 3, heilsurækt við Breiðholtslaug
Á fundi skipulagsfulltrúa 22. febrúar 2013 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. febrúar 2013 vegna samþykktar á svohljóðandi tillögu á fundi borgarráðs 7. febrúar 2013. : Lagt er til að borgarráð feli umhverfis- og skipulagssviði að undirbúa breytingu á deiliskipulagi við Breiðholtslaug vegna líkamsræktaraðstöðu. Jafnframt að borgarráð feli íþrótta- og tómstundaráði að auglýsa eftir samstarfsaðilum í forvali, til að koma upp og reka líkamsræktaaðstöðu við Breiðholtslaug. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt gögnum íþrótta og tómstundasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs varðandi forval vegna aðstöðu fyrir líkamsrækt við Breiðholtslaug dags. mars 2013.

Rúnar Gunnarsson verkefnisstjóri sat fundinn við afgreiðslu málsins.

Samþykkt.

432. fundur 2013
Austurberg 3, heilsurækt við Breiðholtslaug
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. febrúar 2013 vegna samþykktar á svohljóðandi tillögu á fundi borgarráðs 7. febrúar 2013. : Lagt er til að borgarráð feli umhverfis- og skipulagssviði að undirbúa breytingu á deiliskipulagi við Breiðholtslaug vegna líkamsræktaraðstöðu. Jafnframt að borgarráð feli íþrótta- og tómstundaráði að auglýsa eftir samstarfsaðilum í forvali, til að koma upp og reka líkamsræktaaðstöðu við Breiðholtslaug.

Vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra.

285. fundur 2012
Austurberg 3, heilsurækt við Breiðholtslaug
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 27. júlí 2012, vegna samþykktar svohljóðandi tillögu á fundi borgarráðs 26. s.m.: Borgarráð samþykkir að framkvæmda- og eignasviði verði í samvinnu við ÍTR og skipulags- og byggingarsviði falið að auglýsa eftir samstarfsaðilum um uppbyggingu heilsuræktar á svæði Breiðholtslaugar við Austurberg. Engin líkamsræktarstöð er starfandi í Efra-Breiðholti. Slík uppbygging í tengslum við Breiðholtslaug hefur áður verið auglýst í kjallararými við Breiðholtslaug, svonefndum Undirheimum án niðurstöðu. Því er gert ráð fyrir að auglýst verði á ný eftir samstarfsaðilum og þá er einnig opnað á aðra kosti sem kunna að vera fyrir, um uppbyggingu á lóð eða í grennd laugarinnar, skv. nánari útfærslu.

Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.