Grundarstígsreitur, Skúlagata 17, Borgartún 35-37, Norðurströndin, Geldinganes að Blikastaðakró, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Nýr Landspítali við Hringbraut, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Götuheiti í Túnahverfi, Kópavogur, Fegrunarviðurkenningar, Úlfarsfell, Ingólfsgarður, Laugardalur, Hringbraut Landsp., Ingólfsstræti 2A, Kirkjuteigur 24, Laugavegur 10, Laugavegur 29, Laugavegur 64, Laugavegur 41, Ægisgata 4, Húsahverfi svæði C, Skipulagsráð,

Skipulagsráð

244. fundur 2011

Ár 2011, miðvikudaginn 8. júní kl. 09:08, var haldinn 244. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Hjálmar Sveinsson, Karl Sigurðsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson og áheyrnarfulltrúinn Torfi Hjartarson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Lilja Grétarsdóttir, Margrét Þorma og Björn Ingi Eðvaldsson. Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Dagskrá:


Umsókn nr. 100227 (01.18)
1.
Grundarstígsreitur, forsögn, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að deiliskipulagi Grundarstígsreits dags. 3. mars 2011, reiturinn afmarkast af Grundarstíg, Spítalastíg, Þingholtsstræti og Skálholtsstíg. Í tillögunni felst stefnumörkun um þróun byggðar á reitnum. Einnig er lögð fram forsögn skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. í júní 2010 ásamt ábendingum sem bárust við forkynningu. Einnig er lögð fram húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur dags. í mars 2011. Tillagan var hagsmunaaðilakynnt frá 18. mars 2011 til og með 16. maí 2011. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir og ábendingar: Einar Örn Thorlacius dags. 6. apríl, Ragnheiður Jóna Jónsdóttir dags. 7. apríl 2011, eigendur að Grundarstíg 7 dags. 14. maí og Þóra E. Kjeld og Jón Þ. Einarsson dags. 18. maí 2011. Jafnframt er lagt fram bréf Ragnheiðar Jónu Jónsdóttur og Arnórs Víkingssonar dags. 30. maí 2011 þar sem athugasemdir eru dregnar tilbaka.

Kristín Soffía Jónsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson tóku sæti á fundinum kl 9:13
Jórunn Frímannsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:17

Frestað.

Umsókn nr. 110247 (01.15.41)
650497-2879 101 Atvinnuhúsnæði ehf
Skúlagötu 17 101 Reykjavík
430289-1529 Úti og inni sf
Þingholtsstræti 27 101 Reykjavík
2.
Skúlagata 17, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi 101 Atvinnuhúsnæði ehf. dags. 26. maí 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 17 við Skúlagötu. Í breytingunni felst að lóð er stækkuð samkvæmt uppdr. Úti og inni arkitekta dags. 11. maí 2011.

Frestað.

Umsókn nr. 110192 (01.21.91)
440990-2079 Hlutdeild,deild vinnudeilusjóðs
Borgartúni 35 105 Reykjavík
620509-1320 GP-arkitektar ehf
Litlubæjarvör 4 225 Álftanes
3.
Borgartún 35-37, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Hlutdeildar, deild vinnudeilusjóðs dags. 20. apríl 2011 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgartúns, reitir 1.217 - 1.219 vegna lóðarinnar nr. 35-37 við Borgartún. Í breytingunni felst að lóðinni er skipt í tvær lóðir ásamt breytingu á byggingarmagni, samkvæmt uppdrætti GP-arkitekta ehf. dags. 24. maí 2011.

Frestað.

Umsókn nr. 110248
4.
Norðurströndin, Geldinganes að Blikastaðakró, lýsing
Lögð fram lýsing og matslýsing fyrir deiliskipulag Norðurstrandar frá Geldinganesi að Blikastaðakró dags. 12.maí 2011. Lýsingin er hluti forsendna við gerð deiliskipulags sem mun fjalla um framtíðarskipulag Norðurstrandarinnar, Geldinganes að Blikastaðakró. Í lýsingunni koma fram áherslur, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli.

Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Umhverfis- og samgöngusviðs, Framkvæmda- og eignasviðs , Minjasafns Reykjavíkur, Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar og Hverfaráðs Grafarvogs.

Lýsingin verður aðgengileg á vef skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 100444 (01.63)
5.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar, Aðalskipulag Reykjavíkur
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2002-2024 dags. 9. febrúar 2011. Í breytingunni felst heimild um byggingu nemendaíbúða á svæði Vísindagarða við Háskóla Íslands. Einnig lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 11. mars 2011 þar sem ekki er gerð athugasemd við að erindi verði auglýst. Jafnframt lagðar fram umsagnir Kópavogsbæjar dags. 16. febrúar, Seltjarnarnesbæjar dags. 24. febrúar, Mosfellsbæjar dags. 10. mars, umsögn Garðarbæjar dags. 22. mars 2011. Tillagan var auglýst frá 16. mars 2011 til og með 2. maí 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Þorkell Jóhannesson dags. 29. mars 2011, Snorri Bergmann og Védís Húnbogadóttir dags. 10. maí, Helgi Björnsson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir dags. 10. maí, Jón Sch. Thorsteinsson fh. íbúa við Aragötu og Oddagötu dags. 10. maí, Jón Sch. Thorsteinsson og Ragnheiður Harðardóttir dags. 10. maí 2011 , Valgerður Hallgrímsdóttir og Jens A. Guðmundsson dags. 10. maí 2011. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 23. maí 2011.

Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 90460 (01.63)
420299-2069 ASK Arkitektar ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
6.
Háskóli Íslands, Vísindagarðar, breyting á deiliskipulagi HÍ
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi Ask Arkitekta dags. 11. desember 2009 f.h. Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. vegna breytinga á deiliskipulagi Háskóla Íslands vegna Vísindagarða. Í breytingunni felst m.a. að lóðinni er skipt upp í sjö lóðir fyrir Vísindagarða, Stúdentagarða og spennistöð Orkuveitu Reykjavíkur samkvæmt uppdrætti Ask Arkitekta dags. 15. janúar 2011 ásamt greinargerð og skilmálum dags. 15. janúar 2011
Tillagan var auglýst frá 16. mars til og með 10. maí 2011. Lagður fram tölvupóstur Jóns Sch. Thorsteinssonar dags. 20. apríl 2011 þar sem óskað er eftir að frestur til athugasemda verði framlengdur. Frestur var framlengdur til og með 10. maí 2011.
Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: bréf frá stúdentaráði Háskóla Íslands dags. 14. apríl 2011 þar sem lýst er yfir mikilli ánægju með deiliskipulagið, Þorkell Jóhannesson dags. 29. mars, Vigdís Finnbogadóttir ódags., Orkuveita Reykjavíkur, dags. 14. apríl 2011, Max Dager, f.h. Norræna hússins, dags. 2. maí, íbúar að Aragötu 7, dags. 8. maí, Pétur H. Ármannsson, dags. 9. maí, Helgi Björnsson og Þóra Ellen Þórhallsdóttir, dags. 10. maí, Helga Þorkelsdóttir og Páll Þorgeirsson, dags. 10. maí, Valgerður Hallgrímsdóttir og Jens A. Guðmundsson, dags. 10. maí, Baldur Símonarson dags. 10. maí, 2011, Snorri Bergmann og Védís Húnbogadóttirdags. 10. maí, Jón Sch. Thorsteinsson og Ragnheiður Harðardóttir dags. 10. maí og Jón Sch. Thorsteinsson f.h íbúa við Aragötu og Oddagötu dags. 10. maí ásamt fylgiskjölum: álitsgerð Ingibjargar Þórðardóttur fasteignasala, dags. 9. maí 2011 og álitsgerð Glámu-Kím, dags. 20. júní 2010. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 10. maí 2011, bréf Stúdentaráðs Háskóla Íslands dags. 31. maí 2011, bréf Vöku félags lýðræðissinnaðra stúdenta dags. 31. maí 2011, bréf Eiríks Hilmarssonar dags. 7. júní 2011 og umsögn skipulagsstjóra dags. 20. maí 2011.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 110037 (01.19)
580810-0710 SPITAL ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
7.
Nýr Landspítali við Hringbraut, lýsing, nýtt deiliskipulag
Lögð fram umsókn Spital ehf. dags. 13 september 2010, lýsing Spital vegna Landspítala við Hringbraut dags. 25. janúar 2011, drög að endurskoðaðu varðveislumati dags. 2. febrúar 2011 ásamt umsögnum hagsmunaaðila og umsögn Skipulagsstofnunar dags. 2. mars 2011 ásamt fornleifskráningu Minjasafns Reykjavíkur móttekin í mars 2011.
Einnig er lögð fram tillaga að deiliskipulagi Landsspítala við Hringbraut dags. 11. apríl 2011 og drög að greinargerð og skilmálum dags. 20. maí 2011 ásamt minnisblaði dags. 12. apríl 2011, bréf Spital til skipulagsráðs dags. 28. apríl 2011, bókun Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2011 þrívíddarmyndir dags. 19. maí 2011 minnisblað SPITAL dags. 7. júní 2011, minnisblða SPITAL varðandi umferðardreifingu dags. 7. júní 2011 og uppfærðir uppdrættir dags. 7. júní 2011.
Einnig eru lagðar fram eftirfarandi skýrslur:
Drög að greinargerð um samgöngur dags. 31. maí 2011, Þyrlupallur forsendur dags. 18. apríl 2011, Flutningur hættulegra efna um Hringbraut, áhættugreining dags. 4. mars 2011, Gróður á lóð Landspítalans dags. 1. mars 2011, Samgöngustefna 1. úgáfa dags. í maí 2011 ásamt kynningarbréfi dags. 30. maí 2011 og Hljóðvistarskýrsla dags. 1. mars 2011

Kynnt.

Umsókn nr. 43095
8.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerðir nr. 637 frá 31. maí og nr. 638 frá 7. júní 2011.



Umsókn nr. 42515
9.
Götuheiti í Túnahverfi, Bríetartún, Þórunnartún, Katrínartún og Guðrúnartún.
Lagt fram kynningarbréf skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 8. febrúar 2011 til hagsmunaaðila vegna tillögu Reykjavíkurborgar um nafnabreytingar á fjórum götum í Túnahverfi. Athugasemdarfrestur vegna tillögunnar var til 10. mars sl. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Sigurður Þór Guðjónsson dags. 3.maí 2011, Arna María Gunnarsdóttir dags. 28.mars 2011, Jens Pétur Jensen dags. 22. mars 2011, Pétur Guðmundsson dags. 25.mars 2011, Vilborg Á Valgarðsdóttir 24.mars 2011, húsfélagið Skúlatún 2 dags. 29.nóvember 2010, húsfélagið Skúlatúni 2 dags. 8.apríl 2011, húsfélagið Skúlatún 2 dags. 2. febrúar 2010, húsfélag Skúlatún 2 dags. 1.apríl 2011, Björgólfur Thorsteinsson formaður Landverndar dags. 12.apríl 2011, Brynjólfur Jónsson framkv.stj Skógræktarfélags Íslands dags. 14.apríl 2011, Kínverska sendiráðið dags. 25.mars 2011, Frímúrarareglan á Íslandi dags. 11.apríl 2011, Þráinn Hallgrímsson f.h. Húsfélagsins Sætún 1 dags. 31.mars 2011, ásamt samhljóða undirskriftarlistum 103 aðila mótt. í apríl 2011. Einnig er lögð fram samantekt byggingarfulltrúa á athugasemdum dags. 4. maí 2011.

Frestað.

Umsókn nr. 110219
700169-3759 Kópavogsbær
Fannborg 2 200 Kópavogur
10.
Kópavogur, endurskoðun aðalskipulags Kópavogs 2000-2012
Lagt fram bréf skipulagsstjóra Kópavogsbæjar dags. 2. maí 2011 varðandi endurskoðun aðalskipulags Kópavogs 2000-2012. Einnig er lögð fram verklýsing dags. 15. apríl 2011 og umhverfismat dags. 15. apríl 2011.
Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 6. júní 2011.
Umsögn skipulags- og byggingarsviðs samþykkt

Umsókn nr. 110239
11.
Fegrunarviðurkenningar, skipan fulltrúa 2011
Skipan fulltrúa í vinnuhóp sem gerir tillögu að viðurkenningum fyrir lóðir fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana og vegna endurbóta á eldri húsum árið 2011.
Samþykkt.

Umsókn nr. 110241 (02.6)
470905-1740 Fjarskipti ehf
Skútuvogi 2 104 Reykjavík
12.
Úlfarsfell, framkvæmdaleyfi
Lagt fram erindi Fjarskipta ehf. dags. 25. maí 2011 varðandi framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á fjarskiptabúnaði á Úlfarsfelli, samkvæmt uppdr. Gautar Þorsteinssonar dags. 20. maí 2011.
Einnig lagðar fram umsagnir Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 26. janúar 2011 og Geislavarna ríkisins dags. 16. febrúar 2011.

Frestað.

Umsókn nr. 110094 (01.11.9)
630109-1320 Vatnavinir,áhugamannafélag
Klapparstíg 28 101 Reykjavík
13.
Ingólfsgarður, bryggjubað
Lagðar fram til kynningar tillögur Eylands/Vatnavina að bryggjubaði á Ingólfsgarði.
Olga Guðrún Sigfúsdóttir og Jóhann Sigurðsson fulltrúar "eylands" kynntu

Umsókn nr. 110095 (01.39)
630109-1320 Vatnavinir,áhugamannafélag
Klapparstíg 28 101 Reykjavík
14.
Laugardalur, heitavatnssetur
Lagðar fram til kynningar tillögur Eylands/Vatnavina að heitavatnssetri í Laugardal.
Olga Guðrún Sigfúsdóttir og Jóhann Sigurðsson fulltrúar "eylands" kynntu.

Umsókn nr. 43103 (01.19.890.1)
15.
Hringbraut Landsp., friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 23. maí 2011 ásamt bréfum mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 29. apríl og 13. maí 2011, en í bréfunum er lýst friðun á elsta hluta Landsspítalans í Reykjavík sem byggður var á árunum 1926-1930 og að friðunin ná til ytra byrði hússins (fastanr. 200-9339.)

Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
"Skipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friðun á elsta hluta Landsspítalans í Reykjavík.
Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina."


Umsókn nr. 43102 (01.17.000.5)
16.
Ingólfsstræti 2A, friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 23. maí 2011 ásamt bréfum mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 3. og 13. maí 2011, en í bréfunum er lýst friðun á ytra byrði hússins auk anddyris, forsalar aðalsalar, hliðarsvala og aðalsalar (áhorfendasalar).

Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
"Skipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra um friðun hússins nr.2A við Ingólfstræti. Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina."


Umsókn nr. 43055 (01.36.300.1)
17.
Kirkjuteigur 24, friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 11. maí 2011 ásamt bréfum mennta- og menningarmálráðuneytisins dags. 3. maí 2011, en í bréfunum er lýst friðun á ytra byrði hússins og miðrýmis í öðrum áfanga, sem byggður var á árunum 1942 til 1945.


Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
"Skipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friðun hússins nr.24 við Kirkjuteig. Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina."


Umsókn nr. 43054 (01.17.130.5)
18.
Laugavegur 10, friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 13. maí 2011 ásamt bréfum mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 28. apríl og 10. maí 2011, en í bréfunum er lýst friðun á ytra byrði hússins.

Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
"Skipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friða ytra byrði hússins nr. 10 við Laugaveg . Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina."


Umsókn nr. 42990 (01.17.200.8)
19.
Laugavegur 29, friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 2. maí 2011 ásamt bréfum mennta-og menningarmálaráðuneytisins dags. 18. og 27. apríl 2011, en í bréfunum er lýst friðun á ytra byrði hússins.

Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
"Skipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friða ytra byrði hússins nr. 29 við Laugaveg. Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina."



Umsókn nr. 42988 (01.17.420.1)
20.
Laugavegur 64, friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 2. maí 2011 ásamt bréfum mennta-og menningarmálaráðuneytisins dags. 19. og 28. apríl 2011, en í bréfunum er lýst friðun á ytra byrði hússins.

Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
"Skipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friða ytra byrði hússins nr. 64 við Laugaveg. Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina."




Umsókn nr. 42989 (01.17.211.3)
21.
Laugavegur 41, friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 2. maí 2011 ásamt bréfum mennta-og menningarmálaráðuneytisins dags. 18. og 27. apríl 2011, en í bréfunum er lýst friðun á ytra byrði hússins.

Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
"Skipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friða ytra byrði hússins nr. 41 við Laugaveg. Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina."





Umsókn nr. 110237 (01.13.11)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
22.
">Ægisgata 4, kæra 2, umsögn
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags og byggingarmála dags. 22. maí 2011 þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 17. maí 2011 þar sem samþykkt var umsókn um leyfi til að byggja hæð ofan á húsið að Ægisgötu 4 í Reykjavík. Einnig er lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 23. maí 2011.

Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 100101 (02.84)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
23.
Húsahverfi svæði C, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarlaga dags. 11. mars 2010 ásamt kæru dags. 9. mars 2010 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagsskilmálum C-hluta Húsahverfis. Einnig lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu dags. 9. nóvember 2010. Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarlaga dags. 24. maí 2011. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu ákvörðunar borgarráðs Reykjavíkur frá 12. nóvember 2009 um að breyta skilmálum í deiliskipulagi Húsahverfis, svæði C, í Grafarvogi, Reykjavík.



Umsókn nr. 110195
24.
Skipulagsráð, tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, lóðir til trúfélaga
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. maí 2011 vegna samþykktar borgarráðs s.d. varðandi framkvæmdahraða og reglur um lóðir til trúfélaga.