Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Kjalarnes, Brautarholt 1,
Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Borgartún 8-16,
Skipulagsráð,
Grettisgata 62,
Í landi Fitjakots 125677,
Tryggvagata 22,
Hringbraut 35-49,
Vatnsmýrin,
Háskóli Íslands,
Borgartúnsreitur vestur,
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur,
Selásskóli, Selásbraut 109,
Suður Selás og Norðlingaholt,
Suður Selás,
Norðlingaholt,
Árbæjarblettur 62/Þykkvibær 21,
Hverfisgata 18,
Lágholtsvegur 11,
Vættaborgir 27,
Bergstaðastræti 13,
Skipulagsráð,
Embættisafgreiðslufundur skipulagsstjóra Reykjavíkur samkvæmt viðauka 2.4 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.
230. fundur 2011
Ár 2011, miðvikudaginn 12. janúar kl. 09:10, var haldinn 230. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Björn Kristleifsson Jóhannes Kjarval, Björn Ingi Edvardsson og Lilja Grétarsdóttir
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 17. desember 2010 og 6. janúar 2011.
Umsókn nr. 100307
250572-3959
Bjarni Pálsson
Brautarholt 1 116 Reykjavík
2. Kjalarnes, Brautarholt 1, lýsing
Á fundi skipulagsstjóra 3. desember 2010 var lagt fram erindi Bjarna Pálssonar dags. 29. nóvember 2010 varðandi deiliskipulag jarðarinnar nr. 1 við Brautarholt á Kjalarnesi ásamt uppdrætti Einars Ingimarssonar ark. dags. 2. nóvember 2010.
Frestað.
Í skipulagslögum nr. 123/2010 sem tóku gildi 1. janúar 2011 er gert ráð fyrir því að framkvæmdaraðili leggi fram lýsingu á skipulagsverkefni þar sem fram koma áherslur, upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, áður en tillaga að deiliskipulagi er tekin til afgreiðslu. Óskað er eftir því að umsækjandi leggi fram slíka lýsingu til samþykktar hjá sveitarstjórn.
Umsókn nr. 100452 (05.8)
500299-2319
Landslag ehf
Skólavörðustíg 11 101 Reykjavík
090452-4019
Þorgeir Benediktsson
Sílakvísl 2 110 Reykjavík
3. Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Þorgeirs Benediktssonar dags. 16. desember 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hólmsheiði/Fjárborg/Almannadalur. Í breytingunni felst að loftunargerði eru stækkuð við hesthús við Almannadalsgötu að vestanverðu, samkvæmt uppdrætti Landslags ehf. dags. 8. desember 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 42448
4. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 617 frá 21. desember 2010 og nr. 618 frá 11. janúar 2011.
Umsókn nr. 42394 (01.22.010.7)
681205-3220
Höfðatorg ehf
Skúlagötu 63 105 Reykjavík
5. Borgartún 8-16, S2 - hótel
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. desember 2010 þar sem sótt er um leyfi til að byggja 7-16 hæða hótel, bygging S2 í deiliskipulagi, með 342 herbergjum ásamt 4. áfanga bílakjallara á lóð nr. 8-16 við Borgartún.
Erindi fylgir yfirlýsing VERKÍS dags. 20. desember 2010 og bréf hönnuðar varðandi aðkomu dags. 21. desember 2010.
Stærðir: Kjallari -2, tæknirými 162 ferm., kjallari -1, geymslur 1430,6 ferm., kjallari, geymslur 1.412 ferm., 1. hæð móttaka 1.372 ferm., 2. hæð herbergi 1.426,4 ferm., 3. -7. hæð herbergi 1.232,9 ferm., 8. - 16. hæð herbergi 574,2 ferm., 17. hæð tæknirými 64,4 ferm.
Samtals 17.200,1 ferm., 61.740 rúmm.
Gjald kr. 7.700 + 4.753.980
Kynnt.
Skipulagsráð óskar eftir því að fá nánari kynningu á verkefninu frá umsækjanda.
Umsókn nr. 110006
6. Skipulagsráð, námskeið um skipulagsgerð
Lögð fram dagskrá námskeiðs um skipulagsgerð sveitarfélaga sem haldið verður fyrir kjörna fulltrúa í skipulagsnefndum og sveitarstjórnum í Kornhlöðunni, Bankastræti 2, Reykjavík fimmtudaginn 20. janúar 2011. Námskeiðið er haldið á vegum Skipulagsstofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Umsókn nr. 100426 (01.19.01)
110254-3349
Gunnlaugur Björn Jónsson
Aðalstræti 77a 450 Patreksfjörður
7. Grettisgata 62, málskot
Á fundi skipulagsstjóra 26. nóvember 2010 var lagt fram málskot Gunnlaugs Björns Jónssonar dags. 24. nóvember 2010 varðandi neikvæða afgreiðslu fyrirspurnar á afgreiðslufundi skipulagsstjóra frá 9. nóvember 2010 um að byggja við húsið nr. 62 við Grettisgötu til vesturs, hækka um eina hæð og að innrétta nýja íbúð á þriðju hæð og breyta jarðhæð í íbúð. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 1. desember 2010.
Frestað.
Umsókn nr. 100451
120257-4639
Jón Jóhann Jóhannsson
Búðavað 10 110 Reykjavík
8. Í landi Fitjakots 125677, málskot
Lagt fram málskot Jóns Jóhanns Jóhannssonar móttekið 16. desember 2010 vegna afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 23. nóvember 2010 um að steypa bílaplan og skýli. Einnig er lögð fram eldri umsögn skipulagsstjóra dags. 19. nóvember 2010.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins; Gísli Marteinn Baldursson og fulltrúi Samfylkingarinnar; Hjálmar Sveinsson sátu hjá við afgreiðslu málsins
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við erindið. Umsækjenda er bent á að sæja þarf um byggingarleyfi.
Umsókn nr. 100456 (01.14.00)
621206-2300
ADVEL - lögfræðiþjónusta ehf
Suðurlandsbraut 18 108 Reykjavík
9. Tryggvagata 22, málskot (v. SN100441)
Lagt fram málskot Advel lögfræðiþjónustu dags. 21. desember 2010 vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsstjóra frá 10. desember 2010 um breytingu á innréttingu 1. hæðar hússins á lóðinni nr. 22 við Tryggvagötu.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 42405 (01.54.100.1)
10. Hringbraut 35-49, friðun
Lagt fram bréf Húsafriðunarnefndar dags. 30. nóvember 2010 vegna friðunar á húsum á lóðum nr. 35 - 49 við Hringbraut. Friðunarskjal Menntamálaráðherra dags. 15. nóvember 2010, en þar kemur fram að friðun nái til ytra byrðis húsanna. Janframt afrit af tilkynningarbréfi Menntamálaráðuneytisins til Húsafriðunarnefndar dags. 22. nóvember 2010.
Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Skipulagsráð Reykjavíkur fagnar ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að friða ytra byrði húsanna nr. 35-49 við Hringbraut. Eigendum er óskað til hamingju með ákvörðunina.
Umsókn nr. 80123 (01.6)
11. Vatnsmýrin, tilnefning fulltrúa í stýrihóp
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. janúar 2011 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að Heiða Kristín Helgadóttir taki sæti Hjálmars Sveinssonar í stýrihópi um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Þá gegni Páll Hjaltason formennsku í hópnum
Umsókn nr. 80717 (01.6)
600169-2039
Háskóli Íslands
Sæmundargötu 2 101 Reykjavík
12. Háskóli Íslands, deiliskipulag vestan Suðurgötu, Árnastofnun
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. desember 2010 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðar Háskóla Íslands vestan Suðurgötu.
Umsókn nr. 90424 (01.21.6)
13. Borgartúnsreitur vestur, deiliskipulag staðgreinireitur 1.216
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. desember 2010 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á deiliskipulagi fyrir Borgartúnsreit vestur, reit 1.216.
Umsókn nr. 80048 (05.18)
560389-1089
Fisfélag Reykjavíkur
Pósthólf 8702 128 Reykjavík
14. Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, deiliskipulag athafnasvæðis Fisfélagsins
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. desember 2010 um samþykkt borgarráðs s.d. á deiliskipulagi fyrir athafnasvæði Fisfélagsins í Hólmsheiði.
Umsókn nr. 100408 (04.38.86)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
15. Selásskóli, Selásbraut 109, breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. desember 2010 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi fyrir Suður-Selás vegna lóðar Selásskóla við Selásbraut 109.
Umsókn nr. 100421
510402-2940
Umhverfis- og samgöngusvið Reyk
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
16. Suður Selás og Norðlingaholt, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. desember 2010 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á nýju deiliskipulagi fyrir göngutengingu á svæði milli Seláss og Norðlingaholts.
Umsókn nr. 100422 (04.3)
17. Suður Selás, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. desember 2010 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi fyrir Suður-Selás vegna nýrrar afmörkunar deiliskipulags.
Umsókn nr. 100423 (04.79)
18. Norðlingaholt, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 9. desember 2010 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi fyrir Norðlingaholt vegna nýrrar afmörkunar deiliskipulags.
Umsókn nr. 100449 (04.35.09)
19. Árbæjarblettur 62/Þykkvibær 21, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 15. desember 2010 ásamt kæru dags. 8. desmeber 2010 þar sem kærð er synjun á beiðni um endurauglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Árbæjar-Seláss vegna lóðarinnar að Þykkvabæ 21 í Reykjavík.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 100450 (01.17.10)
20. Hverfisgata 18, kæra, umsögn
Lagt fram bréf frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála dags. 15. desember 2010 ásamt kæru dags. 1. desember 2010 þar sem kært er byggingarleyfi fyrir breyttri notkun húsnæðis að Hverfisgötu 18 í Reykjavík.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 100448 (01.52)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
21. Lágholtsvegur 11, kæra, umsögn
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 15. desember 2010 ásamt kæru dags. 2. desember 2010 þar sem kærð er synjun á byggingarleyfi fyrir svalapalli við húsið að Lágholtsvegi 11 í Reykjavík.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 110002 (02.34.35)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
22. Vættaborgir 27, kæra, umsögn
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og buggingarmála dags. 29. desember 2010 ásamt kæru dags. 28. desember 2010 þar sem kærð er synjun umsóknar um byggingarleyfi fyrir breytingu á fasteigninni að vættaborgum 27 í Reykjavík.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 110011 (01.18.03)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
23. Bergstaðastræti 13, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 13. desember 2010, þar sem kærð er samþykkt byggingarfulltrúa frá 14. desember 2010 á að veita takmarkað byggingarleyfi fyrir uppsteypu 2. hæðar nýbyggingu á lóðinni nr. 13 við Bergstaðastræti. Einnig er krafist stöðvunar framkvæmda. Ennfremur lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 7. janúar 2011.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 110014
24. Skipulagsráð, tillaga
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins;Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Jórunnar Frímannsdóttur: "Í netkosningu um forgangsröðun fjármuna til nýframkvæmda og viðhaldsverkefna, sem fram fór 2.-14. desember 2009 var samþykkt að gera Baldurstorg vistlegt m.a. með gróðursetningu, blómakerjum og bekkjum. Þetta var nýmæli í íbúalýðræði. Landslagsarkitektar hjá Landmótun voru fengnir til þess að vinna hugmyndavinnuna. Torgið var útfært með það í huga að þegar betur áraði yrði útfærslan enduskoðuð með veglegri hætti. Þess vegna er núverandi framkvæmd miðuð við að svæðið sé endurkræft. Hönnunin gerir ráð fyrir aðgengi slökkviliðs og annarrar neyðarþjónustu.Tillagan var kynnt á fundi umhverfis og samgönguráðs sem haldinn var 11. maí 2010 og samþykkti ráðið samhljóða að kynna hana í viðkomandi hverfisráði. Hún var því kynnt í Hverfisráði Miðborgar en í því ráði á meðal annarra sæti formaður Íbúasamtaka Miðborgar. Lýsti hverfisráðið á fundi sínum 26. maí samhljóða yfir "ánægju sinni með tillöguna". Hverfisráði miðborgar var aftur kynnt málið á fundi ráðsins sem haldinn var júlí og þar er ítrekuð jákvæð afstaða og ánægja með tillöguna. Óttar Proppé formaður hverfisráðsins stýrði fundi. Áður en framkvæmdir hófust var íbúum kynnt verkið í dreifibréfi sem sent var út 21.júlí 2010. Þar er hönnun torgsins lýst með myndum og uppdráttum. Verkinu lauk fyrir Menningarnótt. Ekki komu fram hugmyndir frá núverandi meirihluta í borgarstjórn um að fresta eða endurskoða hönnun torgsins. Vegna ummæla formanns skipulagsráðs í fréttaviðtali í Fréttatímanum er eðlilegt að fara yfir þennan feril og hafa hann réttan.
Skipulagsráð hefur ekki átt aðkomu að hönnun Baldurstorgs enda er hún á vettvangi umhverfis og samgönguráðs, eins og áður segir. Óskað eftir því að skipulagsráð fái kynningu á skipulagi torgsins og útliti þess á næsta fundi ráðsins. Að lokinni kynningu leggi skipulagsráð mat á það hvort það telji ástæðu til þess að hönnunin verði endurskoðuð."
Frestað.