Skipulagsráð, tillaga
Verknúmer : SN110014
238. fundur 2011
Skipulagsráð, tillaga, tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Baldurstorg
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins;Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Jórunnar Frímannsdóttur:
"Í netkosningu um forgangsröðun fjármuna til nýframkvæmda og viðhaldsverkefna, sem fram fór 2.-14. desember 2009 var samþykkt að gera Baldurstorg vistlegt m.a. með gróðursetningu, blómakerjum og bekkjum. Þetta var nýmæli í íbúalýðræði. Landslagsarkitektar hjá Landmótun voru fengnir til þess að vinna hugmyndavinnuna. Torgið var útfært með það í huga að þegar betur áraði yrði útfærslan enduskoðuð með veglegri hætti. Þess vegna er núverandi framkvæmd miðuð við að svæðið sé endurkræft. Hönnunin gerir ráð fyrir aðgengi slökkviliðs og annarrar neyðarþjónustu.Tillagan var kynnt á fundi umhverfis og samgönguráðs sem haldinn var 11. maí 2010 og samþykkti ráðið samhljóða að kynna hana í viðkomandi hverfisráði. Hún var því kynnt í Hverfisráði Miðborgar en í því ráði á meðal annarra sæti formaður Íbúasamtaka Miðborgar. Lýsti hverfisráðið á fundi sínum 26. maí samhljóða yfir "ánægju sinni með tillöguna". Hverfisráði miðborgar var aftur kynnt málið á fundi ráðsins sem haldinn var júlí og þar er ítrekuð jákvæð afstaða og ánægja með tillöguna. Óttar Proppé formaður hverfisráðsins stýrði fundi. Áður en framkvæmdir hófust var íbúum kynnt verkið í dreifibréfi sem sent var út 21.júlí 2010. Þar er hönnun torgsins lýst með myndum og uppdráttum. Verkinu lauk fyrir Menningarnótt. Ekki komu fram hugmyndir frá núverandi meirihluta í borgarstjórn um að fresta eða endurskoða hönnun torgsins. Vegna ummæla formanns skipulagsráðs í fréttaviðtali í Fréttatímanum er eðlilegt að fara yfir þennan feril og hafa hann réttan.
Skipulagsráð hefur ekki átt aðkomu að hönnun Baldurstorgs enda er hún á vettvangi umhverfis og samgönguráðs, eins og áður segir. Óskað eftir því að skipulagsráð fái kynningu á skipulagi torgsins og útliti þess á næsta fundi ráðsins. Að lokinni kynningu leggi skipulagsráð mat á það hvort það telji ástæðu til þess að hönnunin verði endurskoðuð."
Fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Sú ákvörðun að fara í endurskipulag og vinnu við Baldurstorg var algjörlega í höndum fyrrverandi meirihluta, þeir bera einir ábyrgð á verkefninu. Torgið fékk kynningu í Hverfisráði Miðborgar en afgreiðslan þegar orðin og umsögn fyrra hverfisráðs jákvæð. Þegar borgarfulltrúar Besta flokks og Samfylkingar reyndu að hafa áhrif á það var vinnan of langt komin. Þrátt fyrir þetta er lýst yfir stuðningi við þá þróun að borgarrýmin í Reykjavíkur séu endurskoðuð með tilliti til gangandi vegfarenda. Við teljum að það hafi verið mjög góð hugmynd að breyta Baldurstorgi í mannvænt borgartorg. Útfærslan hefur þó ekki tekist sem skyldi.
Fulltrúar Besta flokks og Samfylkingar taka undir þá tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks að fá kynningu á skipulagi og útliti Baldurstorgs í Skipulagsráði, einnig er óskað eftir að Skipulagsráð fái kynningu frá UMSAM á þvi vinnuferli sem lá að baki Lýðræðisverkefnanna."
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu bókað:
"Fyrir ársfjórðungi lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks fram tillögu í skipulagsráði þar sem óskað var eftir því að fá kynningu á skipulagi Baldurstorgs inn á næsta fund ráðsins. Umræður höfðu orðið um hönnun torgsins á opinberum vettvangi og því talið eðlilegt að ráðið tæki málið til sín og til að fara yfir það. Enda þótt tillagan hafi verið lögð fram 12. janúar 2011 hefur enn ekki verið orðið við henni. Verklag meirihluta skipulagsráðs í ekki stærra máli vekur nokkra furðu enda ekki venja á vettvangi borgarinnar að hundsa tillögur um kynningu á málum. Er tillagan því ítrekið hér þremur mánuðum síðar. Farið var vandlega yfir feril málsins þegar tillagan var upprunalega lögð fram og er vísað í þann texta enda stendur óhaggað allt sem þar er sagt. Illskiljanlegar fullyrðingar meirihluta ráðsins í þversögn við staðfestan feril í borgarkerfinu breyta augljóslega engu þar um".
Samþykkt að óska eftir kynningu á skipulagi Baldurstorgs og útliti þess á næsta fundi skipulagsráðs.
233. fundur 2011
Skipulagsráð, tillaga, tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Baldurstorg
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins;Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Jórunnar Frímannsdóttur: "Í netkosningu um forgangsröðun fjármuna til nýframkvæmda og viðhaldsverkefna, sem fram fór 2.-14. desember 2009 var samþykkt að gera Baldurstorg vistlegt m.a. með gróðursetningu, blómakerjum og bekkjum. Þetta var nýmæli í íbúalýðræði. Landslagsarkitektar hjá Landmótun voru fengnir til þess að vinna hugmyndavinnuna. Torgið var útfært með það í huga að þegar betur áraði yrði útfærslan enduskoðuð með veglegri hætti. Þess vegna er núverandi framkvæmd miðuð við að svæðið sé endurkræft. Hönnunin gerir ráð fyrir aðgengi slökkviliðs og annarrar neyðarþjónustu.Tillagan var kynnt á fundi umhverfis og samgönguráðs sem haldinn var 11. maí 2010 og samþykkti ráðið samhljóða að kynna hana í viðkomandi hverfisráði. Hún var því kynnt í Hverfisráði Miðborgar en í því ráði á meðal annarra sæti formaður Íbúasamtaka Miðborgar. Lýsti hverfisráðið á fundi sínum 26. maí samhljóða yfir "ánægju sinni með tillöguna". Hverfisráði miðborgar var aftur kynnt málið á fundi ráðsins sem haldinn var júlí og þar er ítrekuð jákvæð afstaða og ánægja með tillöguna. Óttar Proppé formaður hverfisráðsins stýrði fundi. Áður en framkvæmdir hófust var íbúum kynnt verkið í dreifibréfi sem sent var út 21.júlí 2010. Þar er hönnun torgsins lýst með myndum og uppdráttum. Verkinu lauk fyrir Menningarnótt. Ekki komu fram hugmyndir frá núverandi meirihluta í borgarstjórn um að fresta eða endurskoða hönnun torgsins. Vegna ummæla formanns skipulagsráðs í fréttaviðtali í Fréttatímanum er eðlilegt að fara yfir þennan feril og hafa hann réttan.
Skipulagsráð hefur ekki átt aðkomu að hönnun Baldurstorgs enda er hún á vettvangi umhverfis og samgönguráðs, eins og áður segir. Óskað eftir því að skipulagsráð fái kynningu á skipulagi torgsins og útliti þess á næsta fundi ráðsins. Að lokinni kynningu leggi skipulagsráð mat á það hvort það telji ástæðu til þess að hönnunin verði endurskoðuð."
Frestað.
230. fundur 2011
Skipulagsráð, tillaga, tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Baldurstorg
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins;Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Jórunnar Frímannsdóttur: "Í netkosningu um forgangsröðun fjármuna til nýframkvæmda og viðhaldsverkefna, sem fram fór 2.-14. desember 2009 var samþykkt að gera Baldurstorg vistlegt m.a. með gróðursetningu, blómakerjum og bekkjum. Þetta var nýmæli í íbúalýðræði. Landslagsarkitektar hjá Landmótun voru fengnir til þess að vinna hugmyndavinnuna. Torgið var útfært með það í huga að þegar betur áraði yrði útfærslan enduskoðuð með veglegri hætti. Þess vegna er núverandi framkvæmd miðuð við að svæðið sé endurkræft. Hönnunin gerir ráð fyrir aðgengi slökkviliðs og annarrar neyðarþjónustu.Tillagan var kynnt á fundi umhverfis og samgönguráðs sem haldinn var 11. maí 2010 og samþykkti ráðið samhljóða að kynna hana í viðkomandi hverfisráði. Hún var því kynnt í Hverfisráði Miðborgar en í því ráði á meðal annarra sæti formaður Íbúasamtaka Miðborgar. Lýsti hverfisráðið á fundi sínum 26. maí samhljóða yfir "ánægju sinni með tillöguna". Hverfisráði miðborgar var aftur kynnt málið á fundi ráðsins sem haldinn var júlí og þar er ítrekuð jákvæð afstaða og ánægja með tillöguna. Óttar Proppé formaður hverfisráðsins stýrði fundi. Áður en framkvæmdir hófust var íbúum kynnt verkið í dreifibréfi sem sent var út 21.júlí 2010. Þar er hönnun torgsins lýst með myndum og uppdráttum. Verkinu lauk fyrir Menningarnótt. Ekki komu fram hugmyndir frá núverandi meirihluta í borgarstjórn um að fresta eða endurskoða hönnun torgsins. Vegna ummæla formanns skipulagsráðs í fréttaviðtali í Fréttatímanum er eðlilegt að fara yfir þennan feril og hafa hann réttan.
Skipulagsráð hefur ekki átt aðkomu að hönnun Baldurstorgs enda er hún á vettvangi umhverfis og samgönguráðs, eins og áður segir. Óskað eftir því að skipulagsráð fái kynningu á skipulagi torgsins og útliti þess á næsta fundi ráðsins. Að lokinni kynningu leggi skipulagsráð mat á það hvort það telji ástæðu til þess að hönnunin verði endurskoðuð."
Frestað.