Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Borgartún 32,
Vesturgata 2,
Grundarstígsreitur,
Túnahverfi,
Sogavegur 69,
Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1,
Nauthólsvegur 6a,
Aðalskipulag Reykjavíkur,
Klapparstígur 19,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Skipulagsráð,
Skipulagsráð,
Skipulagsráð,
Skipulagsráð,
Aðalskipulag Reykjavíkur 2024+,
Seljabraut 62-84,
Flókagata 23,
Gufunes, útivistarsvæði,
Víðidalur, Fákur,
Bláfjöll,
Reglur um smáhús,
Tangabryggja 14-16,
Stakkholt 2-4,
Bergstaðastræti 13,
Hólmsheiði, jarðvegsfylling,
Hólmsheiði, jarðvegslosun,
Laugavegur 4-6,
Laufásvegur 68,
Skútuvogur 10-12,
Sóleyjarimi 1-7,
Kárastígsreitur austur Reitur 1.182.3,
Sóltún 2-4,
Barðastaðir 61,
Lofnarbrunnur 6-8,
Lokastígur 28,
Tunguvegur 19,
Bryggjuhverfi,
Urðarbrunnur 130-134 Skyggnisbraut 20-30,
Bergstaðastræti 16-20, Spítalastígur 6b,
Vogar sunnan Skeiðarvogs,
Gufunes, útivistarsvæði,
Hlíðarendi, Valssvæði,
Þarabakki 3,
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur,
Skipulagsráð
210. fundur 2010
Ár 2010, miðvikudaginn 7. júlí kl. 09:10, var haldinn 210. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12 - 14, 7. hæð. Ráðssal. Viðstaddir voru: Páll Hjalti Hjaltason, Hjálmar Sveinsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kristín Soffía Jónsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen og áheyrnarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Marta Grettisdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Lilja Grétarsdóttir, Margrét Þormar, Þórarinn Þórarinsson, Bragi Bergsson, Björn Axelsson og Ágústa Sveinbjörnsdóttir
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 25. júní og 2. júlí 2010.
Umsókn nr. 100226 (01.23.20)
620198-3159
Teiknistofa Garðars Halld ehf
Borgartúni 20 105 Reykjavík
2. Borgartún 32, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Garðars Halldórssonar móttekið 14. júní 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 32 við Borgartín. Í breytingunni felst að bílastæðakröfum fyrir lóðina er breytt þannig að 50 bílastæði verða ofanjarðar samkvæmt uppdrætti Teiknistofu Garðars Halldórssonar dags. 10. júní 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 100210 (01.14.00)
560503-4580
Bryn ehf
Úthlíð 7 105 Reykjavík
620509-1320
GP-arkitektar ehf
Litlubæjarvör 4 225 Álftanes
3. Vesturgata 2, breyting á deiliskipulagi Grófar
Lögð fram umsókn GP arkitekta f.h. Bryn ehf. dags. 28. maí 2010 um breytingu á deiliskipulagi Grófarinnar vegna lóðar nr. 2 við Vesturgötu skv. uppdrætti dags. 25. maí 2010. Óskað er eftir að setja kvisti á norður- og suðurhlið, stækka lóð og grafa út kjallara og hluta lóðar.
Frestað.
Vísað til umsagnar hjá Húsafriðunarnefnd ríkisins.
Umsókn nr. 100227 (01.18)
4. Grundarstígsreitur, forsögn
Lögð fram forsögn skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. í júní 2010 að deiliskipulagi Grundarstígsreits.
Tillaga skipulags- og byggingarsviðs að forsögn samþykkt.
Samþykkt að kynna framlagða forsögn fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu ásamt Íbúasamtökum miðborgar og Hverfaráð miðborgar.
Umsókn nr. 90135 (01.2)
5. Túnahverfi, deiliskipulag staðgreinireitir 1.221.3 og 1.221.4, 1.223.0, 1.223.1, 1.235.0 og 1.2351
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Arkhússins ehf. að deiliskipulagi Túnahverfis dags. 1. mars 2010. Einnig er lögð fram forsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. apríl 2009. Skipulagssvæðið afmarkast af staðgreinireitum 1.221.3 og 1.221.4, 1.223.0 og 1.223.1, 1.235.0 og 1.2351, Samtúni, Nóatúni, Miðtúni, Hátúni og Höfðatúni. Auglýsing stóð yfir frá 16. apríl 2010 til og með 4. júní 2010. Engar athugasemdir bárust.
Auglýst tillaga að deiliskipulagi samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 100031 (01.81.09)
680504-2880
PK-Arkitektar ehf
Höfðatúni 12 105 Reykjavík
051131-4879
Konráð Adolphsson
Sogavegur 69 108 Reykjavík
6. Sogavegur 69, breyting deiliskipulag
Á fundi skipulagsstjóra 11. júní var lagt fram erindi PK arkitekta dags. 22. janúar 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi við Sogaveg vegna lóðarinnar nr. 69 við Sogaveg samkvæmt uppdrætti dags. 5. janúar 2010. Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt lagfærðum uppdrætti dags. 29. júní 2010.
Frestað.
Umsókn nr. 100084 (01.17.02)
440703-2590
THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
7. Þingholtsstræti 2-4 og Skólastræti 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju erindi THG Arkitekta dags. 5. mars 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.170.1 og 2 vegna lóðanna nr. 2-4 við Þingholtsstræti og 1 við Skólastræti. Í breytingunni felst að lóðirnar verði sameinaðar samkvæmt uppdrætti THG Arkitekta dags. 3. mars 2010. Auglýsing stóð yfir frá 16. apríl til og með 4. júní 2010. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: 6 íbúar að Skólastræti 3, 3B, 5, 5B og Þingholtsstræti 8A dags. 20. maí 2010 og Hverfisráð Miðborgar dags. 28. maí 2010. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 10. júní 2010.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 100221 (01.77)
551298-3029
Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
8. Nauthólsvegur 6a, breyting á deiliskipulagi Nauthólsvíkur
Lagt fram erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 11. júní 2010 varðandi breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna lóðarinnar nr. 6a við Nauthólsveg. Í breytingunni felst ný staðsetning á smádreifistöð fyrir rafmagn samkvæmt uppdrætti Landmótunar dags. 11. júní 2010.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.
Umsókn nr. 100071
9. Aðalskipulag Reykjavíkur, Selás-Norðlingaholt mislæg göngutenging
Að lokinni forkynningu er lögð fram tillaga skipulags- og bygginarsviðs dags. 23. febrúar 2010 um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 varðandi gerð nýrrar mislægrar göngutengingar milli Selás og Norðlingaholts yfir Breiðholtsbraut. Tillagan var kynnt á á vef skipulags- og byggingarsviðs frá 18. maí til og með 30. júní 2010. Tillagan nú lögð fram að nýju ásamt bréfi Vegagerðarinnar dags. 26. maí 2010.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 100044 (01.15.24)
671197-2919
Arkís ehf
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
600269-0979
Ottó ehf
Klettagörðum 23 104 Reykjavík
10. Klapparstígur 19, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Arkís fh. Ottó ehf. dags. 4. febrúar 2010 um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötureits 1.152.4 vegna stækkunar byggingarreits á lóðinni nr. 19 við Klapparstíg samkvæmt uppdrætti dags. 29. september 2009 móttekin 4. febrúar 2010. Einnig lagt fram bréf Stefáns S. Guðjónssonar f.h. Ottó ehf. dags. 27. maí 2010.
Frestað.
Umsókn nr. 41790
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 593 frá 29. júní 2010.
Umsókn nr. 100222
12. Skipulagsráð, nýtt skipulagsráð, júní 2010.
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 1. júli 2010 vegna samþykktar borgarráðs frá 1. júlí að Jórunn Frímannsdóttir taki sæti Geirs Sveinssonar í skipulagsráði og Krístin Soffía Jónsdóttir taki sæti Sverris Bollasonar í skipulagsrráði og Sverrir taki sæti Kristínar sem varamaður í ráðinu.
Umsókn nr. 90374
13. Skipulagsráð, siðareglur kjörinna fulltrúa
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra dags. 30. júní 2010 ásamt siðareglum, fyrir kjörna fulltrúa Reykjavíkurborgar sem staðfestar voru í borgarráði 20. október 2009. Einnig lagðar fram reglur um skráningu á fjárhaldslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar.
Umsókn nr. 100035
14. Skipulagsráð, tillaga um stofnun starfshóps
Á fundi skipulagsráðs þann 27. janúar 2010 samþykkti skipulagsráð tillögu um stofnun starfshóps sem kanni möguleika skipulagsyfirvalda til að stuðla að eflingu og fjölgun smærri verslana í íbúðahverfum. Starfshópurinn verði skipaður kjörnum fulltrúum og embættismönnum og skili niðurstöðum til ráðsins fyrir 1. nóvember 2010.
Skipulagsráð samþykkir að starfshópinn skipi eftirtaldir aðilar: Sóley Tómasdóttir, Hjálmar Sveinsson, Gísli Marteinn Baldursson og Ágústa Sveinbjörnsdóttir.
Umsókn nr. 100239
15. Skipulagsráð, Kynning á helstu verkefnum á vettvangi skipulagsráðs.
Kynning á helstu verkefnum á vettvangi skipulagsráðs.
Ágústa Sveinbjörnsdóttir arkitekt kynnti tillögu um breytingu á deiliskipulagi fyrir Samgöngumiðstöð.
Björn Axelsson umhverfisstjóri kynnti tillögu að deiliskipulagi fyrir Heiðmörk.
Umsókn nr. 60424
16. Aðalskipulag Reykjavíkur 2024+, skipun nýrra fulltrúa í stýrihóp
Þann 21. júní 2006 samþykkti skipulagsráð Reykjavíkur að hefja endurskoðun aðalskipulags Reykjavíkur. Einnig var ákveðið að sérstakur stýrihópur, skipaður af skipulagsráði myndi hafa yfirumsjón með verkinu.
Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl. 11:55
Frestað.
Umsókn nr. 100166 (04.97.07)
070648-3429
Magnús Valdimarsson
Seljabraut 82 109 Reykjavík
190142-3029
Grétar Samúelsson
Seljabraut 64 109 Reykjavík
17. Seljabraut 62-84, málskot
Lagt fram málskot Magnúsar Valdimarssonar og Grétars Samúelssonar dags. 22. janúar 2010 vegna synjunar skipulagsstjóra frá 25. september 2009 varðandi bílastæði fyrir raðhúsin við Seljabraut 62-84. Erindinu var vísað til umsagnar hjá Umhverfis- og samgöngusviði og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 7. júní 2010 og eldri umsögn skipulagsstjóra dags. 23. september 2009.
Fyrri afgreiðsla skipulagsstjóra frá 25. september 2009 staðfest.
Umsókn nr. 100230 (01.24.44)
120759-5319
Jón Eiríkur Guðmundsson
Njálsgata 49 101 Reykjavík
18. Flókagata 23, málskot
Lagt fram málskot Jóns Eiríks Guðmundssonar dags. 16. júní 2010 vegna neikvæðrar afgreiðslu byggingarfulltrúa frá 11. maí 2010 um stækkun og sameiningu kvista. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 12. febrúar 2010.
Marta Guðjónsdóttir tók sæti á fundinum kl. 12:01
Fyrri afgreiðsla frá 11. maí sl. er staðfest. Ráðið felur þó embætti skipulagsstjóra að funda með fyrirspyrjendum til að vinna að lausn sem miðar að því að unnt verði að koma fyrir kvisti á aðkomuhlið húss.
Umsókn nr. 100246 (02.2)
601204-2310
Adrenalin.is ehf
Skúlatúni 4 104 Reykjavík
19. Gufunes, útivistarsvæði, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Óskars H. Guðjónssonar dags. 23. júní 2010 um framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta hluta þrautabrautarinnar í Gufunesi. Einnig er lögð fram greinargerð og yfirlitsmynd af fyrsta áfanga garðsins dags. 23. júní 2010 og umögn skipulagsstjóra dags. 25. júní 2010.
Samþykkt með vísan til d-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Umsókn nr. 100242 (04.76)
520169-2969
Hestamannafélagið Fákur
Vatnsendav Víðivöllum 110 Reykjavík
20. Víðidalur, Fákur, framkvæmdaleyfi vegna Landsmóts 2012
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra hestamannafélagsins Fáks dags. 15. júní 2010 varðandi leyfi til framkvæmda í Víðidal vegna Landsmóts 2012. Einnig lagðar fram umsagnir Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 10. maí 2010, Framkvæmda- og eignasviðs dags. 9. júní 2010 og umsögn skipulagsstjóra dags. 25. júní 2010.
Samþykkt með vísan til d-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Umsókn nr. 100174
700169-3759
Kópavogsbær
Fannborg 2 200 Kópavogur
21. Bláfjöll, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 7. maí 2010 var lagt fram bréf skipulagsstjóra Kópavogsbæjar dags. 3. maí 2010, þar sem óskað er eftir umsögn Skipulags- og byggingarsviðs um breytingu á deiliskipulagi skíðasvæðis Bláfjalla. Einnig lagður fram uppdráttur Landslags arkitekta ásamt greinargerð og skilmálum dags. 12. mars 2010 og umhverfisskýrsla dags. mars 2010. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra svæðisins og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 20. maí 2010.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugsemdir við erindið með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 100252
22. Reglur um smáhús,
Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs dags.6. júlí 2010 ásamt tillögu Skipulags- og byggingarsviðs að reglum um smáhús dags. í júlí 2010.
Tillaga að reglum um smáhús samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 100245 (04.02.3)
030154-3129
Ingibjörg G Tómasdóttir
Naustabryggja 13 110 Reykjavík
23. Tangabryggja 14-16, bílasala
Lagt fram bréf Ingibjargar Tómasdóttur dags. 18. maí 2010 vegna bílasölu á lóð nr. 14-16 við Tangabryggju. Einnig lagt fram bréf forstjóra Björgunar dags. 22. júní 2010 ásamt bréfi formanns íbúasamtaka Bryggjuhverfis dags. 16. júní 2010.
Frestað.
Umsókn nr. 41660 (01.24.110.3)
24. Stakkholt 2-4, leiðrétting
Á fundi skipulagsráðs þann 19. maí 2010 var bókað að byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála á lóð nr. 1 við Brautarholt, en á að vera byggingarfulltrúi gerir grein fyrir stöðu mála á lóðinni nr. 2-4 við Stakkholt. Þetta leiðréttist hér með.
Umsókn nr. 100234 (01.18.13)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
25. Bergstaðastræti 13, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnendar skipulags- og byggingarmála dags. 15. júní 2010 ásamt kæru dags. 14. júní 2010 þar sem kærð er samþykkt afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 23. feb. 2010 á endurnýjun byggingarleyfis vegna viðbyggingar við Bergstaðastræti 13.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 100187 (05.8)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
26. Hólmsheiði, jarðvegsfylling, kæra vegn afmörkunar á svæði til jarðvegsfyllingar
Lagt fram bréf Úrskurðarnendar skipulags- og byggingarmála dags. 15. júní 2010 ásamt kæru 30/2010 dags. 4. maí 2010 þar sem kært er deiliskipulag vegna afmörkunar svæðis til jarðvegsfyllingar á Hólmsheiði.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 100235 (05.8)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
27. Hólmsheiði, jarðvegslosun, kæra á veitingu framkvæmdaleyfis
Lagt fram bréf Úrskurðarnendar skipulags- og byggingarmála dags. 15. júní 2010 ásamt kæru 39/2010, dags. 15. júní 2010, þar sem kærð er veiting framkvæmdaleyfis til handa framkvæmda- og eignasviði borgarinnar fyrir jarðvegslosun á Hólmsheiði. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 100219 (01.17.13)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
28. Laugavegur 4-6, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags-og byggingarmála dags. 7. júní 2010 ásamt kæru dags. 31. maí 2010 þar sem kærð er tilhögun lóðar Laugavegar 4-6 samkvæmt staðfestum uppdrætti byggingarfulltrúa.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 100220 (01.19.72)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
29. Laufásvegur 68, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags-og byggingarmála dags. 7. júní 2010 ásamt kæru dags. 2. júní 2010 þar sem kærð er ákvörðun um niðurfellingu byggingarleyfis vegna Laufásvegar 68 að hluta.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 100232 (01.42.600.1)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
30. Skútuvogur 10-12, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 15. júní 2010 ásamt kæru dags. 2. júní 2010 þar sem kærð er afgreiðsla byggingarfulltrúans á umsókn um að innrétta húsvarðaríbúð í atvinnuhúsinu nr. 12 við Skútuvog.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 100233 (02.53.61)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
31. Sóleyjarimi 1-7, kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnendar skipulags- og byggingarmála dags. 15. júní 2010 ásamt kæru, dags. 7. júní 2010, þar sem kærð er synjun afgreiðslufundar byggingarfulltrúa þ. 18. maí 2010 á byggingarleyfisumsókn fyrir lokun svala í mhl. 04 í íbúð 0602 á 6. hæð fjölbýlishússins nr. 1-7 við Sóleyjarima.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 90089 (01.18.23)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
32. Kárastígsreitur austur Reitur 1.182.3, kæra, umsögn
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 4. mars 2009 ásamt kæru þar sem kærð er samþykkt á deiliskipulagi fyrir reit 1.182.3 Kárastígsreitur austur. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu dags. 3. júní 2010.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 90002
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
33. Sóltún 2-4, kæra, umsögn
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 16. desember 2008 ásamt kæru dags. 22. október 2008 vegna samþykktar borgarráðs 9. október 2008 á breyttu deiliskipulagi vegna Sóltúns 2-4. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 20. maí 2010.
Umsögn lögfræði- og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 90371 (02.40.43)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
34. Barðastaðir 61, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 26. maí 2010 varðandi kæru vegna gróðursetningu trjáa og breytingu landslags í landi borgarinnar í grennd við Barðastaði 61 og 63.
Úrskurðarorð:
Máli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Umsókn nr. 100105 (02.69.58)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
35. Lofnarbrunnur 6-8, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 26. maí 2010 vegna kæru á ákvörðun borgaryfirvalda um að krefja lóðarhafa Lofnarbrunns 6-8 í Reykjavík um úrbætur í greindri lóð.
Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Umsókn nr. 80396 (01.18.13)
36. Lokastígur 28, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 20. maí vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 8. apríl 2008 um að veita leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta kaffihús á 2. hæð hússins að Lokastíg 28 og samþykkja íbúð í risi.
Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingar¬fulltrúans í Reykjavík frá 8. apríl 2008 um að veita leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta kaffihús á 2. hæð hússins að Lokastíg 28 og samþykkja íbúð í risi.
Umsókn nr. 90453 (01.83.70)
251255-7179
Sæmundur Pálsson
Hlyngerði 4 108 Reykjavík
37. Tunguvegur 19, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. maí 2010 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 19 við Tunguveg.
Umsókn nr. 100148 (04.0)
460169-7399
Björgun ehf
Sævarhöfða 33 110 Reykjavík
38. Bryggjuhverfi, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. maí 2010 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á skilmálum deiliskipulags Bryggjuhverfis.
Umsókn nr. 100180
450400-3510
VA arkitektar ehf
Borgartúni 6 105 Reykjavík
39. Urðarbrunnur 130-134 Skyggnisbraut 20-30, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. maí 2010 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóða nr. 130-134 við Urðarbrunn og nr. 20-30 við Skyggnisbraut.
Umsókn nr. 90116 (01.18.40)
610906-0790
KRADS ehf
Hafnarstræti 19 101 Reykjavík
690402-5720
Laug ehf
Pósthólf 8814 128 Reykjavík
40. Bergstaðastræti 16-20, Spítalastígur 6b, breyting á deiliskipulagi Bergstaðastrætisreits
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. maí 2010 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um synjun á breytingu á deiliskpulagi bergstaðastrætisreits vegna lóða nr. 16, 18 og 20 við Bergstaðastræti og lóðar nr. 6B við Spítalastíg.
Umsókn nr. 90101 (01.4)
41. Vogar sunnan Skeiðarvogs, forsögn, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. maí 2010 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Voga sunnan Skeiðarvogs.
Umsókn nr. 90170 (02.2)
650602-4470
Fjörefli ehf
Suðurlandsbraut 48 108 Reykjavík
050268-4709
Eyþór Kristján Guðjónsson
Mánabraut 7 200 Kópavogur
42. Gufunes, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. maí 2010 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um breytt deiliskipulag útivistarsvæðis í Gufunesi.
Umsókn nr. 100098 (01.62)
501193-2409
ALARK arkitektar ehf
Dalvegi 18 201 Kópavogur
43. Hlíðarendi, Valssvæði, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. maí 2010 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar Knattspyrnufélagsins Vals að Hlíðarenda.
Umsókn nr. 100192 (04.60.37)
670188-2649
Húsfélagið Þarabakka 3
Þarabakka 3 109 Reykjavík
671197-2919
Arkís ehf
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
44. Þarabakki 3, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. maí 2010 vegna samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Mjóddar vegna lóðarinnar nr. 3 við Þarabakka.
Umsókn nr. 80048 (04.4)
560389-1089
Fisfélag Reykjavíkur
Pósthólf 8702 128 Reykjavík
45. Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, deiliskipulag athafnasvæðis Fisfélagsins
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. maí 2010 vegna samþykkt borgarráðs s.d. á deiliskipulagi á Hólmsheiði vegna athafnasvæðis Fisfélagsins.