Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2009,
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Bryggjuhverfi,
Skálafell,
Sléttuvegur,
Vættaborgir 9, Borgaskóli,
Bólstaðarhlíð 47, Háteigsskóli,
Norðurfell 17-19, Fellaskóli,
Rofabær 34, Árbæjarskóli,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Austurbakki 2,
Hofsland I,
Tryggvagata 16,
Listaháskóli Íslands 1.172.1,
Ægisgarður, Mýrargötusvæði,
Bergstaðastræti 18,
Kjalarnes, Fitjakot,
Hádegismóar - götuheiti,
Lambhagavegur,
Gufunes, landfyllingar,
Ánanaust landfyllingar,
Árbær-Selás,
Úlfarsárdalur, Halla- og Hamarhlíðarlönd,
Úlfarsárdalur, útivistarsvæði,
Bykoreitur,
Laugavegur 4-6, Skólavörðustígur 1a,
Tjarnargata 12,
Baldursgötureitur 1,
Miðborg, þróunaráætlun,
Stjörnugróf,
Skipulagsráð
158. fundur 2008
Ár 2008, miðvikudaginn 17. desember kl. 08:15, var haldinn 158. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 12-14, 7. hæð. Ráðssal Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Magnús Skúlason, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Bjarni Þ Jónsson, Marta Grettisdóttir, Guðfinna Ósk Erlingsdóttir, Björn Axelsson, Margrét Leifsdóttir, Jóhannes Kjarval, Lilja Grétarsdóttir, Margrét Þormar og Örn Þór Halldórsson
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: .
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 70698
1. Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2009,
Kynnt drög að starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs fyrir árið 2009.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók sæti á fundinum kl. 8:21
Stefán Þór Björnsson tók sæti á fundinum kl. 8:23
Umsókn nr. 10070
2. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 5. desember og 12. desember 2008
Umsókn nr. 80666 (04.0)
460169-7399
Björgun ehf
Sævarhöfða 33 110 Reykjavík
3. Bryggjuhverfi, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 31. október 2008 var lagt fram erindi Björgunar ehf. um breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis. Í breytingunni felst tillaga að stækkun svæðisins til vesturs samk. meðfylgjandi uppdrætti Björns Ólafs ásamt greinargerð og skilmálum dags. 28. nóvember 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt er samþykkt að kynna erindið fyrir stjórn Íbúasamtaka Bryggjuhverfis.
Umsókn nr. 80731
521286-1569
Íþrótta- og tómstundaráð Rvíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
4. Skálafell, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf stjórnar skíðasvæða á höfuðborgarsvæðinu dags. 25. nóvember 2008 varðandi deiliskipulag skíðasvæðisins í Skálafelli. samkv. uppdrætti, greinargerð og skilmálar Landslags ehf. dags. í nóvember 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með fjórum atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur og Framsóknarflokks Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Stefáns Þórs Björnssonar, fulltrúar Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson og Björk Vilhelmsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Svandís Svavarsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og lögðu fram eftirfarandi bókun: "Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna geta ekki tekið þátt í samþykkt deiliskipulags sem gerir ráð fyrir uppbyggingu skíðasvæðisins í Skálafelli ásamt snjóframleiðslu. Á síðustu árum hefur átt sér stað stefnumótun um að byggja upp skíðasvæðið í Bláfjöllum og hefur sú uppbygging átt sér stað m.a. með snjóframleiðslu. Þó svo það sé ekki hlutverk skipulagsráðs að móta stefnu um skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, þá skýtur það skökku við að veita svona vinnu brautargengi sem er í andstöðu við fyrri ákvarðanir og í engum tengslum við núverandi efnahagsástand".
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt er tillögunni vísað til umsagnar í Umhverfis- og samgönguráði.
Umsókn nr. 80553 (01.79)
540169-6249
Félagsstofnun stúdenta
Háskólatorgi Sæmundar 101 Reykjavík
5. Sléttuvegur, breyting á skilmálum 2008
Lagt fram erindi Félagsstofnunar Stúdenta dags. 4. desember 2008 varðandi breytingu á skilmálum á deiliskipulagi Sléttuvegar vegna Skógarvegar 18-22. Í breytingunni felst að heimilt er að byggja 80 íbúðir í stað 75 á lóðinni sem merkt er C á samþykktu deiliskipulagi.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem málið varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
Umsókn nr. 80744 (02.34.5)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
6. Vættaborgir 9, Borgaskóli, breyting á deiliskipulagi Borgahverfis A-hluta
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 11. desember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Borgahverfis A-hluta vegna lóðarinnar nr. 9 við Vættaborgir. Í breytingunni felst að staðsetja boltagerði í suðvesturhluta lóðarinnar, byggingarreitur stækkaður fyrir færanlegar kennslustofur samkv. meðfylgjandi uppdrætti Framkvæmda- og eignasviðs dags. 4. desember 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 80745 (01.27.12)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
7. Bólstaðarhlíð 47, Háteigsskóli, breyting á deiliskipulagi fyrir boltagerði
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 11. des. 2008, um breytingu á deiliskipulagi fyrir boltagerði á lóð Háteigsskóla skv. uppdrætti, dags. 24. okt. 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 80746 (04.66.68)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
8. Norðurfell 17-19, Fellaskóli, breyting á deiliskipulagi vegna boltagerðis o.fl.
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 11. des. 2008, um breytingu á deiliskipulagi lóðar Fellaskóla skv. uppdrætti, dags. 9. des. 2008. Breytingin felst m.a. í staðsetningu boltagerðis og breytingu á bílastæðum.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 80741
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
9. Rofabær 34, Árbæjarskóli, breyting á deiliskipulagi, Árbær-Selás
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 11. desember 2008, um breytingu á deiliskipulagi Árbær-Selás vegna lóðarinnar nr. 34 við Rofabæ. Í breytingunni felst m.a. í staðsetningu boltagerðis og breytingu á bílastæðum samkv. meðfylgjandi uppdrætti Framkvæmda- og eignasviðs dags. 11. desember 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 39286
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerði þessari er fundargerð nr. 517 frá 9. desember 2008 og fundargerð nr. 518 frá 16. desember 2008.
Umsókn nr. 39288
540999-2449
Björgunarsveitin Ársæll
Grandagarði 1 101 Reykjavík
11. Austurbakki 2, auglýsingaskilti
Sótt er um leyfi til að breyta innihaldi auglýsingaskiltis tímabundið við nýbyggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss við Austurbakka. Skiltinu yrði breytt þannig að segl með áprentaðri mynd yrði strengt yfir núverandi skilti á tímabilinu 10. desember 2008 til 7. janúar 2009.
Synjað. Leyfi fyrir upplýsingaskilti fyrir byggingu TRH var samþykkt á borgarlandi með undanþágu frá skiltareglum og einungis vegna þeirra framkvæmda. Ekki er tekið undir að heimila að almennar auglýsingar verði leyfðar á skiltinu.
Umsókn nr. 36434 (30.00.002.0)
140851-4269
Sigurjón Benediktsson
Kaldbakur 640 Húsavík
140552-4109
Snædís Gunnlaugsdóttir
Kaldbakur 640 Húsavík
12. Hofsland I, gistiheimili
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. júlí 2007 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvílyft bjálkahús á steyptum grunni sem notað verður sem gistiheimili á Esjubæ í landi Hofs I á Kjalarnesi, bréf Snædísar Gunnlaugsdóttur, dags. 26. júní 2007, eldri umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 11. nóvember 2005 og úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 8. maí 2008 vegna kæru á synjun skipulagsráðs fra 1. ágúst 2007. Einnig er lögð fram umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 5. desember 2008.
Synjað með vísan til umsagnar umhverfisstjóra.
Umsókn nr. 38613 (01.13.210.4)
570498-2669
AFA JCDecaux Ísland ehf
Vesturvör 30b 200 Kópavogur
13. Tryggvagata 16, útisalerni Laugaveg 50-52 og Tryggvagötu
Á fundi skipulagsstjóra dags. 25. júlí 2008 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15.júlí 2008 þar sem sótt er um leyfi fyrir útisalerni á Laugarvegi, framan við nr. 50 og 52 og á horni Tryggvagötu og Naustsins. Ljósmyndir fylgja með. Erindinu var vísað til umsagnar í vesturteymi og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Framkvæmda- og eignasviðs, dags. 27. september 2008 og umsögn skipulagsstjóra dags. 16. desember 2008.
Ekki eru gerðar athugasemdir við staðsetningu útisalernis í Tryggvagötu með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 80654 (01.34.01)
660504-2060
Plúsarkitektar ehf
Laugavegi 59 101 Reykjavík
14. Listaháskóli Íslands 1.172.1, (fsp) breyting á deiliskipulagi Frakkastígsreits
Lögð fram samþykkt stjórnar Íbúasamtaka miðborgar dags. 24 nóvember 2008 og undirskriftarlisti 330 íbúa dags. 25. október 2008 þar sem mótmælt er niðurrifi húsanna við Laugaveg og byggingu þessa mannvirkis.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Svandís Svavarsdóttir óskaði bókað:
"Sú verðlaunatillaga sem hefur verið til umfjöllunar fyrir Listaháskóla við Laugaveg er um margt áhugaverð en ljóst að byggingin er í ósamræmi við umhverfið og byggingarmagnið ennþá of mikið á reitnum. Fulltrúar Vinstri grænna telja rétt að freista þess að ná sátt um nýja staðsetningu skólans í miðborginni þar sem gamalli byggð er eirt en miðborgin njóti samt sem áður nándar við lifandi og öflugt listaháskólalíf".
Umsókn nr. 80724 (01.13)
15. Ægisgarður, Mýrargötusvæði, (fsp) hótel, Slippa- Ellingsenreitur lóð R-15
Lagt fram bréf Faxaflóahafna dags. 15. desember 2008 ásamt lóðaumsókn ABZ-A dags. 8. desember 2008 ásamt greinargerð og uppdráttum dags. 8. desember 2008.
Vísað til umfjöllunar í stýrihópi vegna hugmyndasamkeppni um þróun og framtíð skipulagssvæðis Gömlu hafnarinnar frá D-reit og Ingólfsgarði í austri að Eyjargarði í vestri. Erindinu er jafnframt vísað til umsagnar skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 80712 (01.18.40)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
16. Bergstaðastræti 18, sala byggingarréttar fyrir flutningshús
Lögð fram bókun framkvæmda- og eignaráðs frá 10. nóvember 2008 þar sem tillaga skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs, dags. 6. s.m., varðandi sölu byggingarréttar fyrir flutningshús á Bergstaðastræti 18 er samþykkt með þeim fyrirvara að gerð verði breyting á deiliskipulagi á umræddu svæði. Málinu er vísað til skipulagsráðs. Einnig er lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 15. desember 2008.
Minnisblað skipulags- og byggingarsviðs samþykkt.
Umsókn nr. 80737
040141-3839
Katrín Hákonard. Echelberger
Bandaríkin
17. Kjalarnes, Fitjakot, afmörkun spildu Blásteina úr landi Fitjakots
Lögð fram umsókn Katrínar Edelberger, dags. 8. des. 2008, um afmörkun spildu við húsið Blásteina í landi Fitjakots. Einnig er farið er fram á ný landnúmer á spildurnar sem fyrir eru.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráðs
Umsókn nr. 39300
18. Hádegismóar - götuheiti, nýtt götuheiti
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 11. desember 2008 með tillögu nafnanefndar um nýtt götuheiti í Hádegismóum.
Samþykkt.
Umsókn nr. 39301
19. Lambhagavegur, vinnubúðir
Lagt fram bréf Háfells ehf. dags. 10. desember 2008 að vinnubúðir fyrirtækisins fái að standa á svæði milli Lambhagavegur og Vesturlandsvegar til 1. maí 2009.
Neikvætt. Stöðuleyfi fyrir vinnubúðir Háfells ehf. var veitt til 1. september 2008 eða þar til framkvæmdum við vegagerð væri lokið. Þeim er nú lokið og skal Háfell flytja húsið brott af svæðinu án tafar. Byggingarfulltrúa er falið að sjá um að það verði gert.
Umsókn nr. 80736 (02.2)
20. Gufunes, landfyllingar, umsókn um framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. des. 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa erindi ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 25. f.m. varðandi umsókn um framkvæmdaleyfi vegna landfyllinga við Gufunes til umsagnar skipulagsráðs.
Vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 80734 (01.13.0)
21. Ánanaust landfyllingar, mat á umhverfisáhrifum
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. des. 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. um að vísa erindi ritara framkvæmda- og eignaráðs frá 25. f.m. varðandi mat á umhverfisáhrifum landfyllinga við Ánanaust til umsagnar skipulagsráðs.
Svandís Svavarsdóttir vék af fundi kl 11:10.
Vísað til umsagnar hjá lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 80705
22. Árbær-Selás, breyting á skilmálum "garðhús"
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. desember 2008 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Árbæ-Selás vegna garðhúsa við Hraunbæ.
Umsókn nr. 80709 (02.6)
23. Úlfarsárdalur, Halla- og Hamarhlíðarlönd, breyting á deiliskipulagi vegna íþróttahúss
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. desember 2008 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Halla og Hamrahlíðarlönd.
Umsókn nr. 80707 (02.6)
561204-2760
Landmótun sf
Hamraborg 12 200 Kópavogur
491070-0139
Knattspyrnufélagið Fram
Safamýri 28 108 Reykjavík
24. Úlfarsárdalur, útivistarsvæði, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. desember 2008 um samþykki borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir útivistarsvæði í Úlfarsárdal.
Umsókn nr. 70397 (01.13.8)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
25. Bykoreitur, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 5. desember 2008 vegna kæru á samþykkt borgarráðs frá 14. desember 2006 um deiliskipulag svokallaðs Bykoreits í Reykjavík
Úrskurðarorð:
Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu samþykktar borgarráðs Reykjavíkur frá 14. desember 2006 um deiliskipulag svokallaðs Bykoreits í Reykjavík.
Umsókn nr. 70506 (01.17.13)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
26. Laugavegur 4-6, Skólavörðustígur 1a, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 5. desember 2008 vegna kæru á deiliskipulag reits 1.171.3 vegna Laugavegar 4-6 og Skólavörðustígs 1a.
Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá.
Umsókn nr. 80750 (01.14.130.6)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
27. Tjarnargata 12, kæra, umsögn
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 28. nóv. 2008, vegna byggingarleyfis fyrir viðbyggingu að Tjarnargötu 12 í Reykjavík og er þar gerð krafa um bráðabirgðaúrskurð um stöðvun framkvæmda. Einnig lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu um stöðvunarkröfuna dags. 15. desember 2008.
Umsókn nr. 70031 (01.18.63)
660298-2319
Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
28. Baldursgötureitur 1, deiliskipulag, reitur 1.186.3
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. desember 2008 um samþykki borgarráðs s.d. vegna deiliskipulags fyrir Baldursgötureit, 1.186.3
Umsókn nr. 970068 (01.1)
29. Miðborg, þróunaráætlun, breyting
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. desember 2008 um samþykki borgaráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands, svæði vestan Suðurgötu.
Umsókn nr. 80598 (01.8)
551298-3029
Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
170937-4579
Ferdinand Alfreðsson
Láland 22 108 Reykjavík
30. Stjörnugróf, breyting á deiliskipulagi vegna dreifistöðvar
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. desember 2008 um samþykki borgaráðs s.d. um breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna dreifistöðvar við Stjörnugróf.