Skálafell
Verknúmer : SN080731
171. fundur 2009
Skálafell, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarráðs dags. 2. apríl 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir skíðasvæði í Skálafelli.
168. fundur 2009
Skálafell, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf stjórnar skíðasvæða á höfuðborgarsvæðinu dags. 25. nóvember 2008 varðandi deiliskipulag skíðasvæðisins í Skálafelli. samkv. uppdrætti, greinargerð og skilmálar Landslags ehf. dags. í nóvember 2008. Einnig lögð fram umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 12. janúar 2009 og umsögn Umhverfis- og samgönguráðs dags., 14. jan. 2009. Tillagan var auglýst frá stóð frá 2. febrúar til og með 16. mars 2009. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: f.h. Skíðadeild Hrannar, Torfi H. Ágústson, dags. 6. mars2009, einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 23. mars 2009.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Svandís Svavarsdóttir og fulltrúi Samfylkingarinnar Björk Vilhelmsdóttir og Guðrún Erla Geirsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra
Vísað til borgarráðs.
249. fundur 2009
Skálafell, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lagt fram að nýju bréf stjórnar skíðasvæða á höfuðborgarsvæðinu dags. 25. nóvember 2008 varðandi deiliskipulag skíðasvæðisins í Skálafelli. samkv. uppdrætti, greinargerð og skilmálar Landslags ehf. dags. í nóvember 2008. Einnig lögð fram umsögn Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 12. janúar 2009 og umsögn Umhverfis- og samgönguráðs dags., 14. jan. 2009. Tillagan var auglýst frá stóð frá 2. febrúar til og með 16. mars 2009. Eftirtaldir aðilar sendu athugasemdir: f.h. Skíðadeild Hrannar, Torfi H. Ágústson, dags. 6. mars,
Vísað til skipulagsráðs.
159. fundur 2009
Skálafell, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 8. janúar 2009 um samþykkt borgarráðs s.d. um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir skíðasvæði í Skálafelli.
Jafnframt var samþykkt að vísa erindi til umsagnar Íþrótta- og tómstundaráðs og stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á auglýsingatímanum þar sem fram komi framtíðarsýn þeirra á uppbyggingu skíðasvæða.
158. fundur 2008
Skálafell, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf stjórnar skíðasvæða á höfuðborgarsvæðinu dags. 25. nóvember 2008 varðandi deiliskipulag skíðasvæðisins í Skálafelli. samkv. uppdrætti, greinargerð og skilmálar Landslags ehf. dags. í nóvember 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með fjórum atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks Júlíusar Vífils Ingvarssonar og Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur og Framsóknarflokks Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Stefáns Þórs Björnssonar, fulltrúar Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson og Björk Vilhelmsdóttir og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Svandís Svavarsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins og lögðu fram eftirfarandi bókun: "Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna geta ekki tekið þátt í samþykkt deiliskipulags sem gerir ráð fyrir uppbyggingu skíðasvæðisins í Skálafelli ásamt snjóframleiðslu. Á síðustu árum hefur átt sér stað stefnumótun um að byggja upp skíðasvæðið í Bláfjöllum og hefur sú uppbygging átt sér stað m.a. með snjóframleiðslu. Þó svo það sé ekki hlutverk skipulagsráðs að móta stefnu um skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, þá skýtur það skökku við að veita svona vinnu brautargengi sem er í andstöðu við fyrri ákvarðanir og í engum tengslum við núverandi efnahagsástand".
Vísað til borgarráðs.
Jafnframt er tillögunni vísað til umsagnar í Umhverfis- og samgönguráði.
236. fundur 2008
Skálafell, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf stjórnar skíðasvæða á höfuðborgarsvæðinu dags. 25. nóvember 2008 varðandi deiliskipulag skíðasvæðisins í Skálafelli. samkv. uppdrætti, greinargerð og skilmálar Landslags ehf. dags. í nóvember 2008.
Kynna formanni skipulagsráðs.