Listaháskóli Íslands 1.172.1
Verknúmer : SN080654
158. fundur 2008
Listaháskóli Íslands 1.172.1, (fsp) breyting á deiliskipulagi Frakkastígsreits
Lögð fram samþykkt stjórnar Íbúasamtaka miðborgar dags. 24 nóvember 2008 og undirskriftarlisti 330 íbúa dags. 25. október 2008 þar sem mótmælt er niðurrifi húsanna við Laugaveg og byggingu þessa mannvirkis.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Svandís Svavarsdóttir óskaði bókað:
"Sú verðlaunatillaga sem hefur verið til umfjöllunar fyrir Listaháskóla við Laugaveg er um margt áhugaverð en ljóst að byggingin er í ósamræmi við umhverfið og byggingarmagnið ennþá of mikið á reitnum. Fulltrúar Vinstri grænna telja rétt að freista þess að ná sátt um nýja staðsetningu skólans í miðborginni þar sem gamalli byggð er eirt en miðborgin njóti samt sem áður nándar við lifandi og öflugt listaháskólalíf".
153. fundur 2008
Listaháskóli Íslands 1.172.1, (fsp) breyting á deiliskipulagi Frakkastígsreits
Lögð fram fyrirspurn Plúsarkitekta dags. 20. október 2008, um breytingu á deiliskipulagi Frakkastígsreits vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar Listaháskóla Íslands. Einnig lagt fram bréf Samson properties ehf dags. 5. nóvember 2008 varðandi áform og tímasetningar uppbyggingar Listaháskólans.
Frestað.
230. fundur 2008
Listaháskóli Íslands 1.172.1, (fsp) breyting á deiliskipulagi Frakkastígsreits
Lögð fram fyrirspurn Plúsarkitekta f.h. Vatns og lands ehf., dags. 20. október 2008, um breytingu á deiliskipulagi Frakkastígsreits vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar Listaháskóla Íslands.
Vísað til skipulagsráðs.