Sléttuvegur

Verknúmer : SN080553

158. fundur 2008
Sléttuvegur, breyting á skilmálum 2008
Lagt fram erindi Félagsstofnunar Stúdenta dags. 4. desember 2008 varðandi breytingu á skilmálum á deiliskipulagi Sléttuvegar vegna Skógarvegar 18-22. Í breytingunni felst að heimilt er að byggja 80 íbúðir í stað 75 á lóðinni sem merkt er C á samþykktu deiliskipulagi.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem málið varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

236. fundur 2008
Sléttuvegur, breyting á skilmálum 2008
Lagt fram erindi félagsstofnunar Stúdenta dags. 4. desember 2008 varðandi breytingu á skilmálum á deiliskipulagi Sléttuvegar vegna Skógarvegar 18-22. Í breytingunni felst að heimilt er að byggja 80 íbúðir í stað 75 á lóðinni sem merkt er C á samþykktu deiliskipulagi.
Vísað til skipulagsráðs.

144. fundur 2008
Sléttuvegur, breyting á skilmálum 2008
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 18. ágúst 2008 f.h. rekstrarstjóra stúdentagarða að breyttum skilmálum á deiliskipulagi neðan Sléttuvegar. Í breytingunni felst að heimilt er að byggja 75 íbúðir í stað 70 á lóðinni sem merkt er C á samþykktu deiliskipulagi.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

221. fundur 2008
Sléttuvegur, breyting á skilmálum 2008
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 18. ágúst 2008 fh. rekstrarstjóra stúdentagarða að breyttum skilmálum á deiliskipulagi neðan Sléttuvegar. Í breytingunni felst að heimilt er að byggja 75 íbúðir í stað 70 á lóðinni sem merkt er C á samþykktu deiliskipulagi.
Vísað til skipulagsráðs.