Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Grettisgata 8,
Grandagarður 1-13,
Háskóli Íslands,
Baldursgötureitur 1,
Blikastaðavegur 2-8,
Miðborg, þróunaráætlun,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Gissurargata 3,
Hólmsheiði við Suðurlandsveg,
Fannafold 115-119,
Miklabraut/Kringlumýrarbraut,
Skerjalandið,
Skipulagsráð,
Kynning upplýsingagagna,
Hraunbær 51-67,
Sólheimar 23,
Skipulagsráð,
Erindisbréf,
Barmahlíð 54,
Ingólfsstræti 21B,
Skúlagata 13,
Landakot,
Alþingisreitur,
Heiðargerði 76,
Bergstaðastræti 18,
Skipulagsráð
157. fundur 2008
Ár 2008, miðvikudaginn 3. desember kl. 09:05, var haldinn 157. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 10-12, 2. hæð. (Dalsmynni) Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Brynjar Fransson, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Magnús Skúlason, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Marta Grettisdóttir, Bragi Bergsson, Margrét Þormar, Björn Axelsson og Guðfinna Ósk Erlingsdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: .
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 10070
1. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 28. nóvember 2008.
Umsókn nr. 80571 (01.18.21)
090253-2399
Egill Ólafsson
Grettisgata 8 101 Reykjavík
2. Grettisgata 8, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga T.ark teiknistofunnar ehf. dags. 28. ágúst 2008 að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 8 við Grettisgötu. Í breytingunni felst að leyfð er hækkun á bakhúsi úr einni hæð í eina hæð og ris. Auk þess er leyfð hækkun á nýtingarhlutfalli lóðarinnar samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 26. nóvember 2002 og breytt 28. ágúst 2008.
Tillagan var grenndarkynnt frá 24. september til og með 22. október 2008. Athugasemd barst frá Arnari Steini Friðbjarnarsyni og Helenu Stefánsdóttur, Grettisgötu 6a, dags. 22. okt. 2008. Erindinu var vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra miðborgar og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 1. desember 2008 og umsögn húsafriðunarnefndar dags. 25. nóvember 2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra. með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Umsókn nr. 80713
530269-7529
Faxaflóahafnir sf
Tryggvagötu 17 101 Reykjavík
3. Grandagarður 1-13, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Faxaflóahafa dags. 19. nóvember 2008 að breytingu á deiliskipulagi við Grandagarð vegna Grandagarðs 1-13. Í breytingunni felst að skilgreind eru lóðamörk fyrir lóðirnar 1, 1a, 1b, 3, 5, 7, 9, 11 og 13 sem eru ætlaðar fyrir verslun og þjónustustarfsemi auk þess er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir geymslubyggingu á einni hæð og inndreginni hæð á Grandagarði 1, samkv. meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. í október 2008.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða umsókn fyrir hagsmunaaðilum að Fiskislóð 2-8, 10 og 12 og Grandagarði 2.
Umsókn nr. 80717 (01.6)
600169-2039
Háskóli Íslands
Suðurgötu 101 Reykjavík
4. Háskóli Íslands, deiliskipulag vestan Suðurgötu
Lögð fram umsókn Háskóla Íslands dags. 25. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands vestan Suðurgötu. Í breytingunni felst að á reit A3 verður hámarksbyggingarmagn aukið nýtingarhlutfalli á lóð hækkað og hámarkshæð byggingar er aukið auk þess er gert ráð fyrir þakgarði ofnan á húsið með tilheyrandi útgangi samkv. meðfylgjandi uppdrætti Teiknistofu arkitekta Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf. dags. 15. nóvember 2008.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók sæti á fundinum kl. 9:15
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 70031 (01.18.63)
660298-2319
Teiknistofan Tröð ehf
Hávallagötu 21 101 Reykjavík
5. Baldursgötureitur 1, deiliskipulag, reitur 1.186.3
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Teiknistofunnar Traðar samkv. meðfylgjandi uppdráttum dags. 15. september 2008. Reiturinn afmarkast af Freyjugötu, Baldursgötu, Þórsgötu og Njarðargötu. Tillagan var auglýst frá 8. október til og með 19. nóvember 2008. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
Lára V. Júlíusdóttir og Þorsteinn Haraldsson. eig. Freyjugötu 17, dags. 16. nóv. 2008, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Freyjugötu 17b dags. 17. nóv., Harpa Þórsdóttir og Kári Sölmundarson, Þórsgötu 18a dags.17. nóv., Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir, eig. Freyjugötu 17, dags. 18. nóv., Nína Magnúsdóttir, Þórsgötu 14 dags.18. nóv., Guðríður Jóhannesdóttir, Þórsgötu 16, dags. 18. nóv., Lilja Gunnarsdóttir og Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, Þórsgötu 19, dags. 19. nóv., Helgi Gunnarsson f.h. Baldurgötu ehf. (Baldursgata 32 og 34), dags. 19. nóv. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 2. desember 2008.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tók sæti á fundinum kl.9:40
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Umsókn nr. 80674 (02.4)
701205-2510
Stekkjarbrekkur ehf
Smáratorgi 3 201 Kópavogur
280972-5419
Arnar Hallsson
Kaplaskjólsvegur 65 107 Reykjavík
6. Blikastaðavegur 2-8, breyting á deiliskipulagsskilmálum
Á fundi skipulagsstjóra 7. nóvember 2008 var lagt fram erindi lóðarhafa dags. 4. nóvember 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-8 við Blikastaðveg. Í erindinu felst að breyta skilmálum deiliskipulagsins vegna stærðar eininga. Erindinu var vísað til umsagnar hjá umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfisstjóra skipulags- og byggingarsviðs dags. 26. nóvember 2008.
Frestað.
Samþykkt að kynna erindið og fyrirliggjandi umsögn um það fyrir bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ.
Umsókn nr. 970068 (01.1)
7. Miðborg, þróunaráætlun, breyting
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 21. nóvember 2008 að breytingu á Þróunaráætlun miðborgar og Aðalskipulagi Reykjavíkur
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 39255
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 516 frá 2. desember 2008.
Umsókn nr. 80669 (05.11.37)
060359-4159
Sigurður Ólafsson
Tómasarhagi 18 107 Reykjavík
500191-1049
Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
9. Gissurargata 3, (fsp) aukið byggingarmagn
Á fundi skipulagsstjóra 31. október 2008 var lögð fram fyrirspurn lóðarhafa um aukið byggingarmagn á lóðinni nr. 3 við Gissurargötu samkv. meðfylgjandi uppdráttum Arkþings dags. 30. október 2008. Einnig er lagt bréf umsækjenda dags. 24. nóvember 2008.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað í samræmi við erindið. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.
Umsókn nr. 80725 (04.4)
551298-3029
Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
10. Hólmsheiði við Suðurlandsveg, geymsluplan OR vegna Hellisheiðaræðar framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 25. nóvember 2008 um framkvæmdaleyfi fyrir bráðabirgðageymsluplani undir pípur og búnað vegna lagningar Hellisheiðaræðar samkv. meðfylgjandi uppdrætti Landslags, dags. 17. nóvember 2008. Einnig lagt fram bréf Framkvæmdastjórnar um vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins dags. 20. nóvember 2008.
Samþykkt með vísan til e-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Umsókn nr. 80714 (02.85.4)
290546-4009
Sigurður Már A Sigurgeirsson
Fannafold 115 112 Reykjavík
11. ">Fannafold 115-119, málskot
Lagt fram málskot Sigurðar M. Sigurgeirssonar dags. 20. nóvember 2008 vegna afgreiðslu afgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 22. ágúst 2008 þar sem umsókn hans um leyfi til að breyta 2 grasblettum í bílastæði fyrir alls fjóra bíla var hafnað.
einig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 27. nóvember 2008.
Ráðið staðfestir fyrri afgreiðslu erindisins með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 80287 (01.2)
12. Miklabraut/Kringlumýrarbraut, samráðshópur
Lögð fram niðurstaða samráðshóps um framkvæmdir við Miklubraut -Kringlumýrarbraut dags. 5. nóvember 2008.
Ólafur Bjarnason samgöngustjóri kynnti niðurstöðu samráðshóps.
Umsókn nr. 80723
030132-2119
Björn Kristinsson
Hjarðarhagi 29 107 Reykjavík
13. Skerjalandið, nýting Skerjalandsins
Lagðar fram mismunandi útfærslur Björns Kristinssonar verkfræðings dags. 22. október 2008 á nýtingu Skerjalandsins.
Vísað til skoðunar í stýrihóp um endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur.
Umsókn nr. 80638
14. Skipulagsráð, verkefni + Arkitekta
Lagt fram bréf +Arkitekta dags. 1. október 2008 varðandi verkefni á vegum stofunnar. Einnig lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarsviðs dags. 24. nóvember 2008.
Minnisblað skipulags- og byggingarsviðs samþykkt.
Umsókn nr. 39231
15. Kynning upplýsingagagna,
Lagt fram til kynningar, tvær þjónustulýsingar byggingarfulltrúa, leiðbeiningarbæklingur um útfyllingu byggingarleyfisumsókna og dreifibréf til arkitekta.
Kynnt.
Umsókn nr. 39210 (04.33.170.2 05)
16. Hraunbær 51-67, Lagt fram bréf (vegna Hraunbær nr. 59)
Lagt fram tölvubréf Egils Ólafssonar dags. 28. október 2008. Einnig lagt fram að nýju minnisblað byggingarfulltrúa dags. 16. nóvember 2008 vegna opins bréfs byggingarleyfishafa frá 27. október sl. vegna byggingarleyfis í húsi nr. 59 á lóðinni nr. 51-67 við Hraunbæ.
Visað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu hjá skipulags- og byggingarsviði.
Umsókn nr. 39258 (01.43.340.1)
17. Sólheimar 23,
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 27. nóvember 2008 vegna stöðvunar framkvæmda á lóð nr. 23 við Sólheima sbr. ákvæði 1. mgr. 56. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Bréf byggingarfulltrúa samþykkt
Umsókn nr. 80726
18. Skipulagsráð, fyrirspurn vegna Strætó bs.
Lagt fram svar skrifstofustjóra Framkvæmda- og eignasviðs dags. í nóvember 2008 vegna flutnings Strætó frá Borgartúni 41 að Hesthálsi 14.
Umsókn nr. 80710
19. Erindisbréf, stefnumörkun
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 3. desember 2008 að erindisbréfi vegna starfa vinnuhóps vegna gerðar borgar- og húsverndarstefnu á vegum sviðsins, starfsárið 2008-2009.
Samþykkt.
Umsókn nr. 80519 (01.71.01)
070777-4879
Ómar R. Valdimarsson
Barmahlíð 54 105 Reykjavík
20. Barmahlíð 54, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 27. nóvember 2008 vegna kæru á ákvörðun ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 15. júlí 2008 um synjun byggingarleyfis fyrir brú af svölum íbúðar að Barmahlíð 54 í Reykjavík yfir á þak bílskúrs og gerð þaksvala þar, með stiga niður í garð á nefndri lóð. Jafnframt er kærð sú ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 17. júlí 2008 að leggja fyrir kæranda að fjarlægja handrið og göngubrú af bílgeymsluþaki fyrrgreindrar fasteignar og tréstiga við suðurgafl bílgeymslunnar og jafnframt að steypa í og múrhúða op á svalahandriði fyrstu hæðar innan 30 daga að viðlögðum dagsektum.
Úrskurðarorð:
Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 15. júlí 2008, sem staðfest var í borgarráði hinn 17. júlí s.á., um að synja byggingarleyfisumsókn fyrir brú af svölum íbúðar að Barmahlíð 54 í Reykjavík yfir á þak bílskúrs og gerð þaksvala þar, með stiga niður í garð á nefndri lóð.
Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun borgarráðs frá 17. júlí 2008 um að leggja fyrir kæranda að fjarlægja og færa til fyrra horfs tilgreind mannvirki innan 30 daga, að viðlögðum dagsektum sem í ákvörðuninni greinir, en réttaráhrifum ákvörðunarinnar er frestað frá 29. júlí 2008 til 27. nóvember 2008.
Umsókn nr. 60168 (01.18.02)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
21. Ingólfsstræti 21B, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 19. nóvember 2008 vegna kæru á ákvörðun skipulagsráðs frá 25. janúar 2006 um að afturkalla samþykkt byggingarfulltrúa frá 22. febrúar 2005 og synja um samþykkt byggingarleyfis fyrir áður gerðum geymsluskúr á lóðinni nr 21b við Ingólfsstræti.
Úrskurðarorð: Felld er úr gildi ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 25. janúar 2006, sem staðfest var í borgarráði 26. sama mánaðar, um að afturkalla samþykkt byggingarfulltrúa frá 22. febrúar 2005 og synja um samþykkt byggingarleyfis fyrir áður gerðum geymsluskúr á lóðinni nr. 21b við Ingólfsstræti.
Umsókn nr. 80687 (01.15.4)
690174-0499
Nýborg ehf
Súlunesi 19 210 Garðabær
080657-7819
Gunnlaugur Johnson
Nesbali 74 170 Seltjarnarnes
22. Skúlagata 13, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. nóvember 2008 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi fyrir Skúlagötu 13.
Umsókn nr. 80534 (01.16.01)
680169-4629
Kaþólska kirkjan á Íslandi
Pósthólf 490 121 Reykjavík
270274-3239
Silja Traustadóttir
Lynghagi 4 107 Reykjavík
23. Landakot, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. nóvember 2008 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytingar á deiliskipulagi fyrir Landakot.
Umsókn nr. 80659 (01.14.11)
420169-3889
Alþingi
Kirkjustræti 150 Reykjavík
521291-1259
Batteríið ehf
Trönuhrauni 1 220 Hafnarfjörður
24. Alþingisreitur, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. nóvember 2008 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi fyrir Alþingisreit.
Umsókn nr. 40110
610102-2980
Hús og skipulag ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
270631-4529
Guðmundur Ó. Eggertsson
Heiðargerði 76 108 Reykjavík
25. Heiðargerði 76, breyting á deiliskipulagi Heiðargerðisreits
Lögð fram tölvubréf Marteins Mássonar hrl. dags. 28. október og 24. nóvember 2008 þar sem óskað er eftir að umsókn umbjóðenda hans um breytingu á deiliskipulagi Heiðargerðisreits verði tekin upp að nýju.
Ráðið beinir því til umsækjanda að leggja fram að nýju samhljóða umsókn um breytingu á deiliskipulagi til að unnt sé að vísa henni til grenndarkynningu að nýju.
Umsókn nr. 80712 (01.18.40)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
26. Bergstaðastræti 18, sala byggingarréttar fyrir flutningshús
Lögð fram bókun framkvæmda- og eignaráðs frá 10. nóvember 2008 þar sem tillaga skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs, dags. 6. s.m., varðandi sölu byggingarréttar fyrir flutningshús á Bergstaðastræti 18 er samþykkt með þeim fyrirvara að gerð verði breyting á deiliskipulagi á umræddu svæði. Málinu er vísað til skipulagsráðs.
Frestað.