Barmahlíð 54
Verknúmer : SN080519
157. fundur 2008
Barmahlíð 54, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 27. nóvember 2008 vegna kæru á ákvörðun ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 15. júlí 2008 um synjun byggingarleyfis fyrir brú af svölum íbúðar að Barmahlíð 54 í Reykjavík yfir á þak bílskúrs og gerð þaksvala þar, með stiga niður í garð á nefndri lóð. Jafnframt er kærð sú ákvörðun borgarráðs Reykjavíkur frá 17. júlí 2008 að leggja fyrir kæranda að fjarlægja handrið og göngubrú af bílgeymsluþaki fyrrgreindrar fasteignar og tréstiga við suðurgafl bílgeymslunnar og jafnframt að steypa í og múrhúða op á svalahandriði fyrstu hæðar innan 30 daga að viðlögðum dagsektum.
Úrskurðarorð:
Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 15. júlí 2008, sem staðfest var í borgarráði hinn 17. júlí s.á., um að synja byggingarleyfisumsókn fyrir brú af svölum íbúðar að Barmahlíð 54 í Reykjavík yfir á þak bílskúrs og gerð þaksvala þar, með stiga niður í garð á nefndri lóð.
Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun borgarráðs frá 17. júlí 2008 um að leggja fyrir kæranda að fjarlægja og færa til fyrra horfs tilgreind mannvirki innan 30 daga, að viðlögðum dagsektum sem í ákvörðuninni greinir, en réttaráhrifum ákvörðunarinnar er frestað frá 29. júlí 2008 til 27. nóvember 2008.
144. fundur 2008
Barmahlíð 54, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 22. ágúst 2008 vegna kæru Ómars R. Valdimarssonar dags. 28. júlí 2008 þar sem annars vegar er kærð synjun byggingarleyfisumsóknar og hins vegar fyrirhuguð álagning dagsekta.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
143. fundur 2008
Barmahlíð 54, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra dags. 28. júlí þar sem kærð er ákvörðun um dagsektir vegna framkvæmda að Barmahlíð 54.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.