Landakot
Verknúmer : SN080534
157. fundur 2008
Landakot, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. nóvember 2008 um samþykkt borgarráðs s.d. vegna breytingar á deiliskipulagi fyrir Landakot.
155. fundur 2008
Landakot, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Kaþólsku kirkjunnar dags.um breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits vegna lóðar Landakotskirkju samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Silju Traustadóttur arkitekts dags. 12. ágúst 2008 vegna byggingarreits fyrir opið Maríugerði. Maríugerði er opið hringlaga svæði sem fellt verður niður fyrir jarðvegsyfirborð um tvö þrep og gert úr steinsteyptum súlum og bogum að austan, norðan og vestan en syðri hluti verður hlaðinn úr náttúrusteini utan á steinsteypta hvelfingu. Gerðið er að mestu opið til himins og lýst upp með mildri raflýsingu. Tillagan var auglýst frá19. september 2008 til og með 31. október 2008. Athugasemd barst frá Stefáni Stefánssyni, dags. 30.október 2008. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 17. nóvember 2008.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.
Samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins Júlíusi Vífli Ingvarssyni , Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, og fulltrúum framsóknarflokksins Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Stefáni Þór Björnssyni.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs; Svandís Svavarsdóttur og fulltrúi Samfylkingarinnar Björk Vilhelmsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins, fulltrú Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson greiddi atkvæði á móti tillögunni og óskaði bókað: Einkenni bygginga Guðjóns Samúelsson er að þær bera oft umhverfi sitt ofurliði á sinn hátt smbr. Þjóðleikhúsið, Háskóli Íslands og Landakotskirkja. Þetta þýðir að mannvirki sem sett eru niður nærri þeim trufla útlit þeirra. Fyrirhugað Maríugerði er að mínu mati of nærri kirkjunni.
232. fundur 2008
Landakot, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Kaþólsku kirkjunnar dags.um breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits vegna lóðar Landakotskirkju samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Silju Traustadóttur arkitekts dags. 12. ágúst 2008 vegna byggingarreits fyrir opið Maríugerði. Maríugerði er opið hringlaga svæði sem fellt verður niður fyrir jarðvegsyfirborð um tvö þrep og gert úr steinsteyptum súlum og bogum að austan, norðan og vestan en syðri hluti verður hlaðinn úr náttúrusteini utan á steinsteypta hvelfingu. Gerðið er að mestu opið til himins og lýst upp með mildri raflýsingu. Tillagan var auglýst frá19. september 2008 til og með 31. október 2008. Athugasemd barst frá Stefáni Stefánssyni, dags. 30.október 2008.
Vísað til skipulagsráðs.
148. fundur 2008
Landakot, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. september 2008, um samþykkt borgarráðs frá 11. september 2008 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 28. ágúst 2008, um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Landakotsreits.
144. fundur 2008
Landakot, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kaþólsku kirkjunnar dags.um breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits vegna lóðar Landakotskirkju samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Silju Traustadóttur arkitekts dags. 12. ágúst 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
220. fundur 2008
Landakot, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kaþólsku kirkjunnar dags. fum breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits vegna lóðar Landakotskirkju samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Silju Traustadóttur arkitekts dags. 12. ágúst 2008.
Vísað til skipulagsráðs