Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Furugerði 1, Heiðmörk, Vatnsendakrikar, Sundahöfn, Skarfabakki, Græni trefillinn Útmörk höfuðborgarsvæðisins, Græni trefillinn Útmörk höfuðborgarsvæðisins, Vesturlandsvegur-tvöföldun, Vesturlandsvegur-tvöföldun, Hólatorg 2, Gerðuberg / Hólaberg, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Baldursgata 39, Öldugata 33, Kjalarnes, Nesvík, Kjalarnes, Varmidalur, Laugavegur/Vatnsstígur, Miðborgin, Vesturbær - Íþrótta og tómstundastarf, Vesturgata 54, Skipulagsráð,

Skipulagsráð

149. fundur 2008

Ár 2008, miðvikudaginn 1. október kl. 09:08, var haldinn 149. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 10-12, 2. hæð. (Dalsmynni) Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Brynjar Fransson, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Magnús Skúlason, Ólöf Örvarsdóttir, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 26. september 2008.


Umsókn nr. 80252 (01.80.70)
510497-2799 Félagsbústaðir hf
Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
2.
Furugerði 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram umsókn Arkþings f.h. Félagsbústaða, dags. 10. apríl 2008, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 1 við Furugerði skv. uppdrætti, dags. 10. apríl 2008 og breytt 22. september 2008. Breytingin felur í sér stækkun og hækkun á 9. hæð hússins og fjölgun íbúða úr 70 í 76. Auglýsingin stóð frá 14. maí til og með 25. júní 2008. Athugasemdir bárust frá eftirfarandi: Ólafur Guðmundsson og Sigríður Eyjólfsdóttir Furugerði 4, dags. 11. júní 2008, f.h. íbúa í Furugerði 7, Ásta H. Markúsdóttir og Haukur Ásmundsson, dags. 18. júní 2008. f.h. íbúa í Furugerði 9, Ásta H. Markúsdóttir og Haukur Ásmundsson, dags. 25. júní 2008, eigendur Furugerði 6, dags. 25. júní 2008, Ólöf Einarsdóttir og Bogi Þórðarson Furugerði 3, dags. 24. júní 2008, Haukur Nikulásson Furugerði 3, dags. 24. júní 2008.
Erindinu var vísað til umsagnar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 17. september 2008.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir tók sæti á fundinum kl. 9:12
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80599
551298-3029 Orkuveita Reykjavíkur
Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík
151037-4969 Magnús Skúlason
Klapparstígur 1a 101 Reykjavík
3.
Heiðmörk, Vatnsendakrikar, afmörkun lóðar
Lögð fram umsókn Orkuveitu Reykjavíkur dags. 17. september 2008 varðandi afmörkun lóðar fyrir lokahús OR í Heiðmörk, Vatnsendakrikum samkv. meðfylgjandi uppdrætti Magnúsar Skúlasonar dags. 29. september 2008.

Magnús Skúlason vék af fundi við afgreiðslu málsins
Samþykkt með vísan til d-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.

Umsókn nr. 80446 (01.33.2)
4.
Sundahöfn, Skarfabakki, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingasviðs dags. 28. september 2008 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 vegna Skarfabakka ásamt umhverfisskýrslu, til samþykktar í forkynningu skv. 17. gr. 1. mgr. Einnig lagðar fram umsagnir Umhverfisstofnunar dags. 29. ágúst 2008 og Umhverfis- og samgöngusviðs dags. 14. ágúst 2008 og bréf siglingastofnunar dags. 7. júlí 2008.
Samþykkt að óska eftir heimild til að auglýsa framlagða tillögu með vísan til 1. mgr. 18. gr. l. nr 73/1997.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80612
5.
Græni trefillinn Útmörk höfuðborgarsvæðisins, Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.2001-2024
Lögð fram drög skipulags- og byggingarssviðs dags. í september 2008 að óverulegri breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Breytin fjallar um skilgreiningar á nýtingu á græna treflinum til útivistar og skipulagðar frístundaiðju.
Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu með vísan til 14. gr. l. nr. 73/1997.

Umsókn nr. 80611
6.
Græni trefillinn Útmörk höfuðborgarsvæðisins, Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
Að lokinni forkynningu samkvæmt 1. mgr. 17. gr. l. nr 73/1997 er lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. í september 2008 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur . Í breytingunni er skilgreind staðsetning fyrir losunarstað fyrir jarðefni á Hólmsheiði innan græna trefilsins.
Samþykkt að óska eftir heimild til að auglýsa framlagða tillögu með vísan til 1. mgr. 18. gr. l. nr 73/1997.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80613
7.
Vesturlandsvegur-tvöföldun, Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2001-2024
Lögð fram matslýsing dags. í september 2008 vegna umhverfismats.
Samþykkt að óska eftir umsögn Skipulagsstofnunar um framlagða matslýsingu með vísan til 6. gr laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

Umsókn nr. 80614
8.
Vesturlandsvegur-tvöföldun, Aðalskipulag Reykjavík 2001-2024
Lögð fram matslýsing dags. í september 2008 vegna umhverfismats.
Samþykkt að óska eftir umsögn Skipulagsstofnunar um framlagða matslýsingu með vísan til 6. gr laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.

Umsókn nr. 80444 (01.16.03)
081264-5039 Katrín Lovísa Ingvadóttir
Hólatorg 2 101 Reykjavík
450297-2759 Arkitektar Ólöf & Jón ehf
Mjóuhlíð 4 105 Reykjavík
280953-7099 Páll Baldvin Baldvinsson
Hólatorg 2 101 Reykjavík
9.
Hólatorg 2, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn dags 27. júní 2008 um að hækka þak á stigahúsi á norðurhlið og breyta því í mænisþak, gera svalir á rishæð á vesturhlið stigahússins og endurgera svalir á 2. hæð. Meðfylgjandi eru uppdrættir dags. 1. júlí 2008. Grenndarkynningin stóð frá 11. júlí til og með 26. ágúst 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Íbúum á Hávallagötu 1 dags. 24. ágúst 2007 mótt. 11. ágúst 2008, Garðari Lárussyni, Hávallagötu 3 dags. 11. ágúst; Nönnu Þorláksdóttur og Hirti Torfasyni dags. 11. ágúst og 17. ágúst 2007, Áslaugu Guðjónsdóttur Garðastræti 45 dags. 11. ágúst 2008, Sigrúnu Guðjónsdóttur Garðastræti 45 dags. 25. ágúst 2008, Garðari Garðarssyni og Sigrúnu Björnsdóttur Hávallagötu 1 dags. 17. og 25. ágúst 2008, Svava Jónsdóttir Garðastræti 45 dags. 24. ágúst 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 17. september 2008.

Svndís Svavarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins
Kynnt tillaga samþykkt. með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð og umsagnar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 70686 (04.67.43)
450400-3510 VA arkitektar ehf
Borgartúni 6 105 Reykjavík
10.
Gerðuberg / Hólaberg, breytt deiliskipulag vegna þjónustuíbúða
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga VA arkitekta dags. 18. október 2007 að breytingu á deiliskipulagi Breiðholt III austurdeild, vegna þjónustuíbúða aldraðra á lóð númer 3-5 og 7 Gerðuberg og Hólabergi 84. Tillagan var auglýst frá 4. júní til og með 16. júlí 2008. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: 8 íbúar í Keilufelli 24, 26, 28 og 30 dags. 1. júlí 2008, íbúar í Keilufelli 26 dags.1. júlí 2008. Erindinu var vísað til umsagnar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagstjóra dags. 18. september 2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 38994
11.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 507 frá 30. september 2008.


Umsókn nr. 38448 (01.18.121.1)
430807-1100 Hásteinar ehf
Laufásvegi 63 101 Reykjavík
12.
Baldursgata 39, hótelíbúðir
Að lokinni grenndarkynningu er nú lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þ. 10. júní 2008. Sótt er um leyfi til að byggja ofan á og innrétta átta hótelíbúðir í íbúðarhúsinu á lóð nr. 39 við Baldursgötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 20. júní 2008. Nú lagt fram að nýju ásamt nýjum uppdráttum dags. 17. júlí 2008 sem sýna skuggamyndun fyrir og eftir breytingu.
Grenndarkynningin stóð frá 1. ágúst til og með 1. september. Athugasemdir bárust frá: Kristínu Guðbjartsdóttur , Baldursgötu 37 dags. 20. ágúst, Árna Þór Árnasyni Skólavörðustíg 28 dags. 30. ágúst, Ingigerði Bjarnadóttur Lokastíg 10 dags. 31. ágúst, Jóni Erni Guðmundssyni og Eddu Vikar Guðmundsdóttur Skólavörðustíg 30 dags. 1. september, Birgi Bjarnasyni Lokastíg 10 dags. 2. september, Lísbet Sveinsdóttur og Hjördísi Einarsdóttur Skólavörðustíg 28 dags. 1.september 2008, Guðmundi J. Kjartanssyni fh. íbúa að Skólavörðustíg 26 dags. 2. september 2008. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 16. september 2008. Einnig lögð fram athugasemd Mjallar Snæsdóttur Skólavörðustíg 26a dags. 2. september en móttekin 15. september 2008.
Samþykkt að vísa erindinu til skoðunar í deiliskipulagsvinnu á reitnum. Hins vegar er brýnt við þá vinnu að gæta vel að almennum sjónarmiðum að því er varðar hóflega uppbyggingu í grónu hverfi, sátt við umhverfið, samhengi og byggðamynstur.

Umsókn nr. 38741 (01.13.700.8)
130117-2529 Svava Þorbjarnardóttir
Öldugata 33 101 Reykjavík
170457-2429 Þóra Björg Þórisdóttir
Öldugata 33 101 Reykjavík
050959-5119 Ámundi Sigurðsson
Öldugata 33 101 Reykjavík
13.
Öldugata 33, hækka og stækka
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. ágúst 2008 þar sem sótt er um leyfi til að lyfta þaki og stækka við það tvíbýlishúsið á lóð nr. 33 við Öldugötu. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. ágúst til og með 17. september 2008. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ingi Þorleifur Bjarnason Bræðraborgarstíg 15 dags. 18. september 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 18. september 2008.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.Gjald kr. 7.300 + xx

Frestað.

Umsókn nr. 80609
430204-2460 Nesvík ehf
Brautarholti 2 116 Reykjavík
14.
Kjalarnes, Nesvík, (fsp) Aðalskipulag Reykjavíkur
Lögð fram fyrirspurn Davíðs Kristjáns Pitt fh. Nesvíkur ehf og Brautarholts 7, dags. 22. september 2008 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja íbúðar- og atvinnubyggð í landi Nesvíkur og Brautarholts 7 á Kjalarnesi, samkv. meðfylgjandi hugmynd.
Erindinu er vísað til skoðunar í vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024.

Umsókn nr. 60711
641097-2259 Landform ehf
Austurvegi 6 800 Selfoss
15.
Kjalarnes, Varmidalur, (fsp) uppbygging
Á fundi skipulagsstjóra 16. maí 2008 voru lagðir fram uppdrættir Landforms, dags. 31. mars 2008 vegna uppbyggingar á landareigninni Varmidalur á Kjalarnesi. Einnig er lögð fram eldri umsögn skipulagsfulltrúa 19. janúar 2007. Erindinu var frestað. Erindið nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 18. sept 2008
Frestað.

Umsókn nr. 80580 (01.22.00)
16.
Laugavegur/Vatnsstígur, Kynning
Frestað.

Umsókn nr. 80583
17.
Miðborgin, Upplýsingastandar
Á fundi skipulagsstjóra 11. september 2008 voru lagðar fram hugmyndir skrifstofu gatna- og eignaumsýslu Reykjavíkur dags. 29. júlí 2008 varðandi staðsetningu á upplýsingastöndum í miðborginni. Einnig er lagður fram tölvupóstur forstöðumanns Höfuðborgarstofu dags. 24. júlí 2008. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra miðborgarsvæðis og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 25. september 2008.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagstjóra.

Umsókn nr. 80616
18.
Vesturbær - Íþrótta og tómstundastarf, aðstaða
Lögð fram orðsending borgarstjóra dags. 24. september 2008 varðandi æfingaaðstöðu til íþrótta- og tómstundastarfs í Vesturbæ Reykjavíkur, einnig er lagt fram bréf Knattspyrnufélags Reykjavíkur dags. 18. september 2008.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 80477 (01.13.0)
450707-0900 Suðurlandsbraut 22 ehf
Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík
19.
Vesturgata 54, málskot
Á fundi skipulagsráðs 13. ágúst 2008 var lagt fram málskot vegna afgreiðslu skipulagsstjóra frá 26. október 2007 á fyrirspurn um heimild til stækkunar á húseign á lóð númer 54 við Vesturgötu. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 18. september 2008.
Skipulagsráð staðfesti fyrri ákvörðun skipulagsstjóra.

Umsókn nr. 60519
20.
Skipulagsráð, starfsdagur
Dagskrá starfsdags skipulagsráðs 24. október 2008.
Formaður lagði fram tillögu um starfsdag skipulagsráðs 24. október 2008.