Miðborgin

Verknúmer : SN080583

149. fundur 2008
Miðborgin, Upplýsingastandar
Á fundi skipulagsstjóra 11. september 2008 voru lagðar fram hugmyndir skrifstofu gatna- og eignaumsýslu Reykjavíkur dags. 29. júlí 2008 varðandi staðsetningu á upplýsingastöndum í miðborginni. Einnig er lagður fram tölvupóstur forstöðumanns Höfuðborgarstofu dags. 24. júlí 2008. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra miðborgarsvæðis og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 25. september 2008.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagstjóra.

226. fundur 2008
Miðborgin, Upplýsingastandar
Á fundi skipulagsstjóra 11. september 2008 voru lagðar fram hugmyndir skrifstofu gatna- og eignaumsýslu Reykjavíkur dags. 29. júlí 2008 varðandi staðsetningu á upplýsingastöndum í miðborginni. Einnig er lagður fram tölvupóstur forstöðumanns Höfuðborgarstofu dags. 24. júlí 2008. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra miðborgarsvæðis og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til skipulagsráðs.

224. fundur 2008
Miðborgin, Upplýsingastandar
Lagðar fram hugmyndir skrifstofu gatna- og eignaumsýslu Reykjavíkur dags. 29. júlí 2008 varðandi staðsetningu á upplýsingastöndum í miðborginni. Einnig er lagður fram tölvupóstur forstöðumanns Höfuðborgarstofu dags. 24. júlí 2008.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra miðborgarsvæðis.