Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Nýlendugata 24c, Blikastaðavegur 2-8, Lambhagavegur 2-4, Nauthólsvík, Háskólinn í Reykjavík, Snorrabraut 60, Hljómalindarreitur, reitur 1.171.1, Borgartúnsreitir- Norður, Hlyngerði 6, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Neshagi 14, Öldugata 33, Laugardalur, Skipulagsráð, Hádegismóar, búddahof, Kárastígsreitur austur, Landakot, Stekkjarbakki, norðan götu, Stekkjarbakki, slökkvistöð, Vegamótastígur 9, Sörlaskjól 24, Aðalstræti 9, Lambhóll við Þormóðsstaðaveg, Kleppsvegur 90, Gvendargeisli 20-28,

Skipulagsráð

148. fundur 2008

Ár 2008, miðvikudaginn 24. september kl. 09:05, var haldinn 148. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 10-12, 2. hæð. (Dalsmynni) Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Stefán Þór Björnsson, Kristján Guðmundsson, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Magnús Skúlason, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 10070
1.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 19. september 2008.


Umsókn nr. 80420 (01.13.11)
450400-3510 VA arkitektar ehf
Borgartúni 6 105 Reykjavík
2.
Nýlendugata 24c, breyting á deiliskipulagi Nýlendureits
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga VA arkitekta, dags. 12. júní 2008 að breytingu á deiliskipulagi Nýlendureits vegna lóðar nr. 24c við Nýlendugötu. Grenndarkynning stóð yfir frá 20. júní til 18. júlí 2008. Lagt fram bréf Kristins Ólafssonar hrl. dags. 11. júlí 2008 fh. eigenda að Nýlendugötu 24b þar sem óskað er eftir að athugasemdafrestur verði framlengdur og var frestur framlengdur til 1. ágúst 2008. Athugasemdir bárust frá Daða Guðbjörnssyni Brunnstíg 5, dags. 20. júní 2008, Hörpu Þórsdóttur og Lindu Hrönn Kristjánsdóttur dags. 31. júlí, eigendur að Nýlendugötu 24A/B dags. 31. júlí 2008. Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 24. september 2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra og með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.



Umsókn nr. 80597 (02.4)
500191-1049 Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
701205-2510 Stekkjarbrekkur ehf
Smáratorgi 3 201 Kópavogur
3.
Blikastaðavegur 2-8, Breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Stekkjarbrekkna ehf. dags. 18. september 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 2-8 við Blikastaðaveg. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits fyrir skyggni/þak samkv. meðfylgjandi uppdrætti Arkþing dags. 14. júlí 2008.

Stefán Þór Björnsson tók sæti á fundinum kl. 9:10
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

Umsókn nr. 80588 (02.64.31)
440703-2590 THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
460907-1440 Lambhagavegur fasteignaféla ehf
Pósthólf 670 121 Reykjavík
4.
Lambhagavegur 2-4, Breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Ragnars Auðuns Birgissonar fh. Lambhagavegar Fasteignafélags mótt. 10. sept 2008 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að byggingarreitur á suðaustur hluta lóðarinnar, bakhlið hússins, stækki vegna breyttra þarfa við vörumóttöku. Aðrir skilmálar gilda óbreyttir. Meðfylgjandi eru uppdrættir dags. 18. ágúst 2008.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá kynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.

Umsókn nr. 80600 (01.66)
510105-4190 Háskólinn í Reykjavík ehf
Ofanleiti 2 103 Reykjavík
050341-2169 Einar E Sæmundsen
Birkigrund 11 200 Kópavogur
5.
Nauthólsvík, Breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Háskólans í Reykjavík dags. 19. september 2008 um breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna veitingaskála. Í breytingunni felst að mörk gildandi deiliskipulags eru lagfærð til samræmis við aðliggjandi lóðir, stækkun byggingarreits og tilfærslu á bílastæðum samkv. meðfylgjandi uppdráttum Landmótunar dags. 13. ágúst 1998 br. 16. september 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgararráðs.


Umsókn nr. 80603 (01.75.1)
510105-4190 Háskólinn í Reykjavík ehf
Ofanleiti 2 103 Reykjavík
050341-2169 Einar E Sæmundsen
Birkigrund 11 200 Kópavogur
6.
Háskólinn í Reykjavík, Breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Háskólan í Reykjavík dags. 19. september 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Háskólan í Reykjavík. Í breytingunni felst að mörk deiliskipulagsins eru leiðrétt til samræmis við aðliggjandi lóðir og einni grein er bætt inn í gildandi skipulagsskilmála sem rýmka ákvæði varðandi kjallara samkv. meðfylgjandi uppdráttum Landmótunar dags. 19. september 2007 br. 9. september 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgararráðs.


Umsókn nr. 80484 (01.19.34)
100261-3249 Helgi Konráð Thoroddsen
Hjarðarhagi 19 107 Reykjavík
410606-1510 Snorrabraut 60 ehf
Pósthólf 17 121 Reykjavík
7.
Snorrabraut 60, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu var lögð fram að nýju umsókn dags. 9. júlí 2008 um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í því að kvöð um gönguumferð á lóðarmörkum Snorrabrautar 60 og Egilsgötu 3 verði færð á lóð Egilsgötu 3. Einnig er sótt um fjölgun bílastæða og að innkeyrsla í bílakjallara verði á lóð Snorrabrautar 60. Meðfylgjandi er uppdráttur dags. 25. júní 2008. Grenndarkynning stóð frá 1. ágúst til og með 1. september 2008.
Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Jón Gauti Jónsson fh. húsfélags Domus Medica dags. 29. ágúst 2008. Athugasemdir kynntar. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 17. september 2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra og með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Ráðið óskar eftir því að umhverfis- og samgöngusvið geri úttekt á svæðinu þar sem áhersla er lögð á gönguleiðir skólabarna í Austurbæjarskóla og kynni helstu niðurstöður fyrir ráðinu.


Umsókn nr. 80601 (01.17.11)
430491-1059 Festar ehf
Klapparstíg 29 101 Reykjavík
270151-2999 Benedikt T Sigurðsson
Sunnuvegur 1 104 Reykjavík
8.
Hljómalindarreitur, reitur 1.171.1, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Festa ehf. dags. 18. september 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Hljómalindarreits 1.171.1. Í breytingunni felst aukin uppbygging breyttar götumyndir og fyrirkomulag á opnu torgi á miðju reitsins, samkv. meðfylgjandi deiliskipulagsuppdráttum og skýringaruppdr. arkitektur.is dags. 15. september 2008. Einnig er lögð fram greinargerð og skilmálar dags. 15. september 2008
Páll Tómasson og Guðrún F. Sigurðardóttir arkitektar frá arkitektur.is kynntu hugmyndir að uppbyggingu.

Umsókn nr. 80568
9.
Borgartúnsreitir- Norður, Breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Hornssteina dags. ágúst 2008 að nýju deiliskipulagi Borgartúnsreits norður samkvæmt meðfylgjandi skýringarmyndum og uppdráttum dags. ágúst 2008. Lagðar fram athugasemdir frá Miðkletti eignarhaldsfélagi ehf. eigenda Borgartúns 33 dags. 28. ágúst 2008.
Ögmundur Skarphéðinsson og Ragnhildur Skarphéðinsdóttir arkitektar hjá Hornsteinum kynntu tillögur að nýju deiliskipulagi.
Samþykkt að kynna tillögurnar fyrir hagsmunaaðilum á skipulagssvæðinu, Framkvæmda- og eignaráði og Umhverfis- og samgönguráði.


Umsókn nr. 80405 (01.80.62)
060969-5589 Anna Lísa Sigurjónsdóttir
Hlyngerði 6 108 Reykjavík
081067-3929 Örn Baldursson
Heiðargerði 84 108 Reykjavík
10.
">Hlyngerði 6, breytt deiliskipulag
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn um breytingar á skilmálum Espigerðis vegna lóðarinnar númer 6 við Hlyngerði skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Grenndarkynningin stóð frá 12. júní til og með 10. júlí 2008. Athugasemdir bárust frá Magnúsi Guðmundssyni, Hlyngerði 8 dags. 10. júlí 2008 og Hauki Erni Birgissyni hdl. f.h. íbúa að Seljugerði dags. 9. júlí 2008. Erindinu var vísað til meðferðar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt skuggavarpi dags. 4. september 2008 og umsögn skipulagsstjóra dags. 17. september 2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra og a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 38954
11.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 506 frá 23. september 2008.


Umsókn nr. 38414 (01.54.221.3)
101162-4279 Oddur Malmberg
Neshagi 14 107 Reykjavík
12.
Neshagi 14, svalaskýli + svalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá fundi skipulagsstjóra 4. júlí 2008 þar sem sótt var um leyfi til að byggja svalaskýli úr gluggapóstakerfi með tvöföldu gleri og léttar svalir ofan á þak sbr. fyrirspurn BN038141 dags. 29. apríl 2008 á 3. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 14 við Neshaga. Grenndarkynningin stóð frá 10. júlí til og með 7. ágúst 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Hólmfríði Þóroddsdóttur og Darra Mikaelssyni Neshaga 12 dags. 15. júlí 2008. Erindinu var vísað til umsagnar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 24. september 2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra og með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.

Umsókn nr. 38741 (01.13.700.8)
130117-2529 Svava Þorbjarnardóttir
Öldugata 33 101 Reykjavík
170457-2429 Þóra Björg Þórisdóttir
Öldugata 33 101 Reykjavík
050959-5119 Ámundi Sigurðsson
Öldugata 33 101 Reykjavík
13.
Öldugata 33, hækka og stækka
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. ágúst 2008 þar sem sótt er um leyfi til að lyfta þaki og stækka við það tvíbýlishúsið á lóð nr. 33 við Öldugötu. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. ágúst til og með 17. september 2008. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Ingi Þorleifur Bjarnason Bræðraborgarstíg 15 dags. 18. september 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 18. september 2008.
Stækkun: xx ferm., xx rúmm.Gjald kr. 7.300 + xx

Frestað.

Umsókn nr. 80602 (01.39)
670169-0499 Íþrótta-og Ólympíusamband Ísl
Engjavegi 6 104 Reykjavík
240461-2859 Líney Rut Halldórsdóttir
Vættaborgir 111 112 Reykjavík
14.
Laugardalur, Staðsetning á styttu af Gísla Halldórssyni
Lögð fram tillaga Íþrótta og tómstundaráðs að staðsetningu á styttu af Gísla Halldórssyni arkitekt .Lagt er til að styttan verði staðsett fyrir framan hús 2 við Engjaveg 6 samkv. meðfylgjandi uppdrætti dags. 19.september 2008.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við staðsetninguna.

Umsókn nr. 80591
15.
Skipulagsráð, varaáheyrnarfulltrúi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 29. ágúst 2008 vegna samþykktar borgarráðs frá 21. ágúst 2008 að Ólafur F. Magnússon væri tilnefndur sem varaáheyrnarfulltrúi í skipulagsráð.


Umsókn nr. 80358 (04.41)
16.
Hádegismóar, búddahof, breyting á deiliskipulagi,
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. september 2008, um samþykkt borgarráðs frá 11. september 2008 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 3. september 2008, um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Hádegismóa vegna búddahofs.


Umsókn nr. 70351 (01.18.23)
17.
Kárastígsreitur austur, Reitur 1.182.3, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. september 2008, um samþykkt borgarráðs frá 4. september 2008 á samþykkt skipulagsráðs frá 27. ágúst 2008, á tillögu að breyttu deiliskipulagi Kárastígsreits austur


Umsókn nr. 80534 (01.16.01)
680169-4629 Kaþólska kirkjan á Íslandi
Pósthólf 490 121 Reykjavík
270274-3239 Silja Traustadóttir
Lynghagi 4 107 Reykjavík
18.
Landakot, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. september 2008, um samþykkt borgarráðs frá 11. september 2008 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 28. ágúst 2008, um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Landakotsreits.


Umsókn nr. 80213 (04.6)
19.
Stekkjarbakki, norðan götu, breyting á aðalskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. september 2008, um samþykkt borgarráðs frá 4. september 2008 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 27. ágúst 2008, um auglýsingu á tillögu að breyttu Aðalskipulagi Reykjavíkur vegna fyrirhugaðrar slökkvistöðvar við Stekkjarbakka.


Umsókn nr. 80311
20.
Stekkjarbakki, slökkvistöð, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 4. september 2008, um samþykkt borgarráðs frá 4. september 2008 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 27. ágúst 2008, um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Elliðaárdals vegna nýrrar slökkvistöðvar við Stekkjarbakka.


Umsókn nr. 80233 (01.17.15)
490597-3289 Stúdíó Granda ehf
Smiðjustíg 11b 101 Reykjavík
21.
Vegamótastígur 9, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. september 2008, um samþykkt borgarráðs frá 11. september 2008 á afgreiðslu skipulagsráðs frá 3. september 2008, um tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinar nr. 9 við Vegamótastíg.


Umsókn nr. 80561 (01.53.20)
22.
Sörlaskjól 24, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 19. september 2008 vegna kæru Einars Más Einarssonar dags. 25. júlí 2008 þar sem hann þar sem kært er byggingarleyfi fyrir hækkun og öðrum breytingum á húsinu nr 24 við Sörlaskjól.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

Umsókn nr. 80604 (01.14.04)
23.
Aðalstræti 9, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 18. september 2008 ásamt kæru dags. 22. ágúst 2008 ásamt fylgigögnum þar sem kærð er synjun byggingarleyfisumsóknar vegna hússins að Aðalstræti 9.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 80560 (01.53.93)
24.
60">Lambhóll við Þormóðsstaðaveg, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 18. september 2008 ásamt kæru dags. 25. ágúst 2008 þar sem kærð er ákvörðun byggingarfulltúans um að beita dagsektum vegna glugga á risi og nýtingar bílageymslu hússins Lambhóls.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 80605 (01.35.22)
25.
Kleppsvegur 90, Kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 18. september 2008 ásamt kæru dags. 15. ágúst 2008 þar sem kærð er deiliskipulagsákvörðun varðandi lóðina nr. 90 við Kleppsveg.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.

Umsókn nr. 38980 (05.13.520.4)
26.
Gvendargeisli 20-28, lagt fram bréf
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 18. september 2008 vegna stöðvunar á jarðvegsframkvæmdum á lóð nr. 20-28 við Gvendargeisla.
Skipulagsráð staðfesti stöðvun byggingarfulltrúa.