Skipulagsráð,
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Spöngin 43,
Suðurhús 5,
Landakot,
Stekkjarbakki, norðan götu,
Stekkjarbakki, slökkvistöð,
Kárastígsreitur austur,
Sléttuvegur,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Neshagi 14,
Skógargerði 1,
Úlfarsbraut 30-32,
Lofnarbrunnur 32-34,
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins,
Austurbrún 26,
Barmahlíð 54,
Traðarkotssund 6,
Lokastígur 28,
Listaháskóli Íslands,
Skipulagsráð
144. fundur 2008
Ár 2008, miðvikudaginn 27. ágúst kl. 09:05, var haldinn 144. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 10-12, 2. hæð. (Dalsmynni) Viðstaddir voru: Júlíus Vífill Ingvarsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Brynjar Fransson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Svandís Svavarsdóttir, Stefán Benediktsson, Björk Vilhelmsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: .
Fundarritari var Elín Ósk Helgadóttir
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 80540
1. Skipulagsráð, nýtt skipulagsráð ágúst 2008
Lögð fram samþykkt borgarstjórnar frá 21. ágúst 2008 um kosningu sjö fulltrúa í skipulagsráð og sjö til vara til loka kjörtímabilsins.
Formaður lagði fram tillögu um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yrði kjörinn varaformaður skipulagsráðs.
Tillagan var samþykkt einróma.
Umsókn nr. 10070
2. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 15. ágúst og 22. ágúst 2008.
Umsókn nr. 80535 (02.37.85)
570480-0149
Framkvæmda- og eignasvið Reykja
Borgartúni 10-12 105 Reykjavík
3. Spöngin 43, Breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 14. ágúst 2008 að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 43 við Spöngina. í breytingunni felst að hæð hússins breytist og takmörkun á stærð bílakjallara innan byggingarmagns kjallara felld út samkv. meðfylgjandi uppdrætti THG arkitekta dags. 15. ágúst 2008.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
Umsókn nr. 80469 (02.84.88)
120944-2669
Kristinn Ragnarsson
Skaftahlíð 27 105 Reykjavík
171167-5079
Bjarnfreður H Ólafsson
Suðurhús 5 112 Reykjavík
4. Suðurhús 5, breyting á deiliskipulagi
Að lokinn grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Kristins Ragnarssonar fyrir hönd Bjarnfreðar Ólafssonar um stækkun á byggingarreit til norðurs skv. meðfylgjandi uppdráttum dags. 3. júlí 2008. Grenndarkynningin stóð frá 11. júlí til og með 11. ágúst 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Arngunni R. Jónsdóttur, Suðurhúsum 2, dags. 6. ágúst 2008, Helgi Rúnar Rafnsson, Suðurhúsum 2, dags. 6. ágúst 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 14. ágúst 2008.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra og a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Umsókn nr. 80534 (01.16.01)
680169-4629
Kaþólska kirkjan á Íslandi
Pósthólf 490 121 Reykjavík
270274-3239
Silja Traustadóttir
Lynghagi 4 107 Reykjavík
5. Landakot, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Kaþólsku kirkjunnar dags.um breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits vegna lóðar Landakotskirkju samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Silju Traustadóttur arkitekts dags. 12. ágúst 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Umsókn nr. 80213 (04.6)
6. Stekkjarbakki, norðan götu, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni forkynningu er lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs, dags. 4. apríl 2008, að breytingu á aðalskipulagi svæðis norðan Stekkjarbakka vegna fyrirhugaðrar slökkvistöðvar.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 80311
7. Stekkjarbakki, slökkvistöð, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Landslags ehf. dags. 3. júlí 2008, breytt 15. júlí 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals. Í breytingunni felst afmörkun nýrrar lóðar fyrir slökkvistöð. Einnig er lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 4. júlí 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 70351 (01.18.23)
8. Kárastígsreitur austur, Reitur 1.182.3, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga ARKHD dags. 2. júní 2008 að deiliskipulagi reits 1.182.3 sem afmarkast af Skólavörðustíg, Frakkastíg og Kárastíg ásamt húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur nr. 137 og umsögn húsafriðunarnefndar, dags. 29. febrúar 2008. Tillagan var auglýst frá 25. júní til og með 6. ágúst 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Sigurði Sigurpálssyni dags. 14. júlí 2008, og 28. júlí 2008, Lögmannstofu Ingimars Ingimarssonar hdl. f.h. Sigurðar Sigurpálssonar dags. 30. júlí 2008, Guðmundi Einarssyni eig. Listvinahússins dags. 4. ágúst og Erlu Þórarinsdóttur dags. 7. ágúst 2008. Erindinu var vísað til umsagnar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 20.08.2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
Umsókn nr. 80553 (01.79)
9. Sléttuvegur, breyting á skilmálum 2008
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 18. ágúst 2008 f.h. rekstrarstjóra stúdentagarða að breyttum skilmálum á deiliskipulagi neðan Sléttuvegar. Í breytingunni felst að heimilt er að byggja 75 íbúðir í stað 70 á lóðinni sem merkt er C á samþykktu deiliskipulagi.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
Umsókn nr. 38834
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 501 frá 19. ágúst 2008.
Umsókn nr. 38835
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 502 frá 26. ágúst 2008.
Umsókn nr. 38414 (01.54.221.3)
101162-4279
Oddur Malmberg
Neshagi 14 107 Reykjavík
12. Neshagi 14, svalaskýli + svalir
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá fundi skipulagsstjóra 4. júlí 2008 þar sem sótt var um leyfi til að byggja svalaskýli úr gluggapóstakerfi með tvöföldu gleri og léttar svalir ofan á þak sbr. fyrirspurn BN038141 dags. 29. apríl 2008 á 3. hæð fjölbýlishúss á lóð nr. 14 við Neshaga.
Grenndarkynningin stóð frá 10. júlí til og með 7. ágúst 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Hólmfríði Þóroddsdóttur og Darra Mikaelssyni Neshaga 12 dags. 15. júlí 2008. Erindinu var vísað til umsagnar í vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 20. ágúst 2008.
Frestað.
Umsókn nr. 38592 (01.83.700.7)
191169-4339
Arnór Diego Hjálmarsson
Skógargerði 1 108 Reykjavík
13. Skógargerði 1, stækka bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8.júlí 2008 þar sem sótt er um leyfi til að stækka bílskúr við einbýlishúsið á lóð nr. 1 við Skógargerði. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Guðmundi Þór Jónssyni og Guðrúnu Baldursdóttur dags. 11. ágúst 2008.
Stækkun: 40 ferm., 206 rúmm.Gjald kr. 7.300 + 15.038
Grenndarkynningin stóð frá 17. júlí til og með 14. ágúst 2008. Erindinu var vísað til umsagnar í austurteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra. og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 22. ágúst 2008.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að byggingarleyfi verði gefið út þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir í samræmi við umsögn skipulagsstjóra.
Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 38332 (02.69.840.6)
080757-3449
Gunnar Gunnarsson
Jónsgeisli 15 113 Reykjavík
14. Úlfarsbraut 30-32, breyting-stækkun kjallara
Lagt fram erindi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til að breyta miðað við nýlega samþykkt erindi BN35471 þannig að í kjallara þar sem áður var óuppfyllt rými er nú orðið notarými að hluta með gluggabreytingu á vesturhlið og gluggalaus geymslurými að hluta á parhúsalóðinni nr. 30-32 við Úlfarsbraut.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsstjóra frá 6. júní 2008 fylgir erindinu.
Stækkun: 41,8 ferm 147,8 rúmm
Gjald kr. 7.300 + 10.789
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 38018 (05.05.560.2)
020474-2979
Sveinn Theodórsson
Hæðargarður 4 108 Reykjavík
221165-4549
Ottó Hörður Guðmundsson
Maríubaugur 103 113 Reykjavík
15. Lofnarbrunnur 32-34, parhús
Lagt fram erindi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi fyrir staðsteyptu parhúsi á þremur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á miðhæð. Húsið er einangrað og klætt að utan með flísum og með einhalla þakformi á lóðinni nr. 32-34 við Lofnarbrunn.
Stærðir: Mhl. 01 íbúð kjallari 40 ferm. 1. hæð 75,7 ferm., 2. hæð 108,3 ferm., samtals íbúð 224,1 ferm. bílgeymsla 38,0 ferm., Samtals 262,1 ferm., 797,9 rúmm.
Mhl. 02 íbúð kjallari 25,4 ferm., 1. hæð 86 ferm., 2. hæð 116,4 ferm. samtals íbúð 227,8 ferm., bílgeymsla 34 ferm., samtals 261,8 ferm., 801,1rúmm.
Samtals: Mhl. 01 og 02. 489,9 ferm., 1599 rúmm.
Gjald kr. 7.300 + 116.727
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 80525
700169-3759
Kópavogsbær
Fannborg 2 200 Kópavogur
16. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, Kársnes - hafnarsvæði Kópavogs
Á fundi skipulagsráðs 13. ágúst 2008 var lagt fram bréf frá skipulagsstjóra Kópavogsbæjar dags. 31. júlí 2008 þar sem kynnt er tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins í tengslum við Kársnes og hafnarsvæði Kópavogs. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt drögum að umsögn skipulagsstjóra 25. ágúst 2008.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt með þeim breytingum sem fram komu á fundinum. Vísað til vinnu samvinnunefndar um svæðisskipulag og til umsagnar Umhverfis- og samgöngusviðs.
Umsókn nr. 80394 (01.38.16)
17. Austurbrún 26, Kæra
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 14. ágúst 2008 vegna kæru íbúa við Austurbrún 20-28 dags. 10. mars 2008 þar sem kærð er breyting deiliskipulags lóðarinnar að Austurbrún 26.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 80519 (01.71.01)
070777-4879
Ómar R. Valdimarsson
Barmahlíð 54 105 Reykjavík
18. Barmahlíð 54, kæra
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 22. ágúst 2008 vegna kæru Ómars R. Valdimarssonar dags. 28. júlí 2008 þar sem annars vegar er kærð synjun byggingarleyfisumsóknar og hins vegar fyrirhuguð álagning dagsekta.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 80528 (01.17.1)
160962-2169
Halla Bergþóra Pálmadóttir
Laugavegur 5 101 Reykjavík
19. Traðarkotssund 6, kæra, úrskurður
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 19. ágúst 2008 vegna kæru Höllu Bergþóru Pálmadóttur dags. 7. ágúst 2008 þar sem farið var fram á að framkvæmdir á lóð Traðarkotssunds 6 verði þegar í stað stöðvaðar og að formleg grenndarkynning fari fram.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 80396 (01.18.13)
20. Lokastígur 28, Kæra
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar dags. 25. ágúst 2008 vegna kæru Ásgeirs Guðjónssonar dags. 28. apríl 2008 þar sem kært er byggingarleyfi fyrir breyttri notkun húsnæðis að Lokastíg 28.
Björk Vilhelmsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 80564 (01.34.01)
21. Listaháskóli Íslands, Tillaga
Lögð fram tillaga Magnúsar Skúlasonar dags. 27. ágúst 2008 um viðbrögð skipulagsráðs við samkeppni um hönnun Listaháskóla Íslands.
Tillögunni var vísað til skipulagsstjóra og samkeppnisvinnu við Listaháskóla Íslands.