Skipulagsráð,
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur,
Stekkjarbakki, slökkvistöð,
Háaleitisbraut 19,
Vagnhöfði 27,
Kringlan,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Bergstaðastræti 22,
Njarðargata 35,
Keldnaholt,
Fegrunarviðurkenningar,
Landspítali Háskólasjúkrahús,
Landspítali Háskólasjúkrahús,
Listaháskóli Íslands,
Jónsgeisli 59,
Vesturgata 54,
Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins,
Suður Mjódd,
Hólmsheiði, jarðvegsfylling,,
Heiðargerði 76,
Barmahlíð 54,
Reitur Menntaskólans í Reykjavík,
Skildinganes,
Bauganes 22,
Barmahlíð 54,
Traðarkotssund 6,
Traðarland 1, Víkingur,
Árbæjarkirkja,
Grjótháls 10,
Hyrjarhöfði 8,
Kvos, Pósthússtrætisreitur, reitur 1.140.5,
Langholtsvegur/Drekavogur,
Laugavegur 4-6,
Ofanleiti 14,
Víðidalur, Fákur,
Lækjargata 12, reitur 1.141.2,
Skipulagsráð
143. fundur 2008
Ár 2008, miðvikudaginn 13. ágúst kl. 09:10, var haldinn 143. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Dalsmynni, Borgartúni 10-12, 2. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kristján Guðmundsson, Sóley Tómasdóttir, Snorri Hjaltason, Björk Vilhelmsdóttir, Stefán Benediktsson, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson og Marta Grettisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: .
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 80530
1. Skipulagsráð, nýr fulltrúi 2008
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 8. ágúst 2008, vegna samþykktar borgarráðs frá 7. ágúst 2008 að Magnús Skúlason taki sæti í skipulagsráði í stað Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur.
Lögð fram tillaga formanns skipulagsráðs að Magnús Skúlason verði kjörinn varaformaður skipulagsráðs.
Samþykkt.
Umsókn nr. 10070
2. Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 25. júlí, 31. júlí, og 8. ágúst 2008.
Umsókn nr. 80311
3. Stekkjarbakki, slökkvistöð, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Landslags ehf. dags. 3. júlí 2008, breytt 15. júlí 2008 varðandi breytingu á deilskipulagi Elliðaárdals. Í breytingunni felst afmörkun nýrrar lóðar fyrir slökkvistöð. Einnig er lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 4. júlí 2008.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 80160 (01.29.12)
471201-2860
Einrúm ehf
Glaðheimum 20 104 Reykjavík
141064-2079
Birna Sigurðardóttir
Háaleitisbraut 19 108 Reykjavík
4. Háaleitisbraut 19, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Einrúm arkitekta ehf. f.h Birnu Sigurðardóttur, dags. 3. mars 2008 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 19 við Háaleitisbraut skv. uppdrætti, dags. 14. febrúar 2008. Breytingin felst í því að bætt verður við byggingarreit fyrir bílskúr á lóð. Grenndarkynningin stóð frá 12. maí til og með 12. júní 2008. Athugasemdir bárust frá Árna Gunnarssyni Háaleitisbraut 35, dags. 12. júní 2008, 10 íbúum að Háaleitisbraut 15, dags. 12. júní 2008, 9 íbúum að Háaleitisbraut 17, dags. 12. júní 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra um athugasemdir dags. 20. júlí 2008.
Samþykkt með þeim breytingum sem fram komu í umsögn skipulagsstjóra og a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Umsókn nr. 80312 (04.06.32)
701294-8909
Skipulags/arkitekt/verkfrst ehf
Garðastræti 17 101 Reykjavík
5. Vagnhöfði 27, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn Gests Ólafssonar f.h. Aðaláss ehf., mótt. 2. maí 2008, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 27 við Vagnhöfða skv. uppdrætti, dags. 16. maí 2008. Breytingin felur í sér að nýr byggingarreitur er gerður á suðurhluta lóðar. Grenndarkynning stóð til 23. júní 2008. Athugasemdir bárust frá Málmtækni ehf., dags. 20. júní 2008. Einnig er lagt fram bréf lóðarhafa dags. 8. júlí 2008, bréf Lýsingar hf. og umsögn skipulagsstjóra um athugasemdir dags. 17. júlí 2008.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra og a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Umsókn nr. 40228 (01.72.1)
6. Kringlan, forsögn
Lögð fram tillaga skipulagsstjóra dags. 11. ágúst 2008 að vinnslu forsagnar fyrir Kringlusvæði.
Tillaga skipulagsstjóra samþykkt.
Umsókn nr. 38726
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Fylgiskjal með fundargerð þessari eru fundargerðir nr. 498 frá 22. júlí 2008, nr. 499 frá 29. júlí 2008 og nr. 500 frá 6. ágúst 2008.
Umsókn nr. 38743 (01.18.401.2)
8. Bergstaðastræti 22,
Byggingarfulltrúi gerir grein fyrir óleyfisframkvæmdum á lóðinni nr. 22 við Bergstaðastræti.
Umsókn nr. 38742 (01.18.661.0)
9. Njarðargata 35,
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 29. júlí 2008 þar sem gerð er tillaga um beitingu þvingunarúrræða vegna viðhalds á húsinu nr. 35 við Njarðargötu.
Tillaga byggingarfulltrúa samþykkt.
Umsókn nr. 36817 (02.9-.-99.8)
660601-2010
Borgarhöllin hf
Reykjavíkurvegi 74 220 Hafnarfjörður
10. Keldnaholt, auglýsingaskilti
Á fundi skipulagsstjóra 12. október 2007 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags 18. september 2007 þar sem sótt er um leyfi til að setja upp þríhyrnt flettiskilti, 7, 9 m hátt og 6,4 m breitt, vestan við Vesturlandsveg á lóð með landnúmer 109210 í landi Keldnaholts. Einnig er lögð fram umsögn Framkvæmda- og eignasviðs dags. 28. júlí 2008.
Snorri Hjaltason vék af fundi við afgreiðslu málsins
Neikvætt með vísan til framlagðra umsagna.
Umsókn nr. 80526
11. Fegrunarviðurkenningar, tilnefningar 2008
Kynntar tillögur Fegrunarnefndar Reykjavíkur dags. 11. ágúst 2008 að tilnefningum til viðurkenninga fyrir árið 2008 vegna endurbóta á eldri húsum og vegna lóða fjölbýlishúsa og fyrirtækja/stofnana.
Samþykkt.
Umsókn nr. 60037 (01.19.8)
12. Landspítali Háskólasjúkrahús, kynning
Lagt fram bréf byggingarnefndar nýs háskólasjúkrahús við Hringbraut dags. 2. júlí 2008.
Inga Jóna Þórðardóttir, Guðmundur Gunnarsson og Ingólfur Þórisson fóru yfir stöðu málsins.
Skipulagsráð samþykkir að hönnunarsamkeppni verði hleypt af stað þó með því fororði að skipulagsstjóri komi að endanlegri textavinnu.
Umsókn nr. 80256 (01.19.8)
500300-2130
Landspítali
Eiríksgötu 5 101 Reykjavík
13. Landspítali Háskólasjúkrahús, þyrlupallur
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Landsspítala Háskólasjúkrahúss dags. 7. júlí 2008 varðandi staðsetningu þyrlupalls í Vatnsmýrinni.
Kynnt.
Umsókn nr. 70792 (01.34.01)
14. Listaháskóli Íslands, samkeppni
Kynntar niðurstöður hönnunarsamkeppni Listaháskóla Íslands og Samson Properties.
Hjálmar Ragnarsson rektor, Jóhannes Þórðarson deildarforseti Listháskóla Íslands, Páll Hjaltason arkitekt, Þormóðrur Sveinsson arkitekt, Jón Á Pétursson verkefnastjóri Samson Properties, Sveinn Bjönsson forstjóri Samson Properties, og Björn Gunnlaugsson verkefnastjóri Samson Properties, fóru yfir stöðu málsins.
Snorri Hjaltason vék af fundi kl. 11:40 þá var búið aðafgreiða alla dagskráliði nema lið nr 14
Kynnt.
Umsókn nr. 80516 (04.11.34)
150562-3769
Heimir Ríkarðsson
Jónsgeisli 59 113 Reykjavík
15. Jónsgeisli 59, málskot
Lagt fram málskot Heimis Ríkarðssonar dags. 27. júlí 2008 þar sem óskað er eftir því að erindi frá 22. mars 2007, þar sem sótt var um viðbótarbílastæði á austanverða lóð Jónsgeisla 59, verði endurskoðað með tilliti til þeirra atriða sem koma fram í erindinu.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra
Umsókn nr. 80477 (01.13.0)
450707-0900
Suðurlandsbraut 22 ehf
Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík
16. Vesturgata 54, málskot
Á fundi skipulagsstjóra 11. júlí 2008 var lagt fram málskot vegna afgreiðslu skipulagsstjóra frá 26. október 2007 á fyrirspurn um heimild til stækkunar á húseign á lóð númer 54 við Vesturgötu.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra
Umsókn nr. 80525
17. 25">Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, Kársnes - hafnarsvæði Kópavogs
Lagt fram bréf frá skipulagsstjóra Kópavogsbæjar dags. 31. júlí 2008 þar sem kynnt er tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins í tengslum við Kársnes og hafnarsvæði Kópavogs.
Vísað til umsagnar skipulagsstjóra
Umsókn nr. 80191 (04.91)
18. Suður Mjódd, breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. júlí 2008, um samþykkt borgarráðs frá 3. júlí. á afgreiðslu skipulagsráðs frá 19. mars 2008, varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna Suður Mjóddar.
Umsókn nr. 80198 (05.8)
621299-4179
Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
19. Hólmsheiði, jarðvegsfylling,, kæra, umsögn
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna samþykktar skipulagsráðs frá 7. nóvember 2007 á deiliskipulagi hluta Hólmsheiðar vegna stækkunar á losunarsvæði fyrir jarðveg ásamt framlengingu á Reynisvatnsvegi dags. 24. júlí 2008. Einnig er lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs til skrifstofu borgarlögmanns dags. 29. júlí 2008, bréf skipulags- og byggingarsviðs til Skipulagsstofnunar dags. 29. júlí 2008 og bréf skipulags- og byggingarsviðs til Framkvæmda- og eignasviðs dags. 29. júlí 2008,
Umsókn nr. 60798 (01.80.22)
20. Heiðargerði 76, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála í máli nr. 27/2006 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Heiðargerðisreits dags. 24. júlí 2008. Úrskurðarorð: Samþykkt skipulagsráðs Reykjavíkurborgar frá 15. mars 2006, um að synja um breytingu á deiliskipulagi Heiðargerðisreits vegna lóðarinnar að Heiðargerði 76, er felld úr gildi.
Umsókn nr. 80517 (01.71.01)
070777-4879
Ómar R. Valdimarsson
Barmahlíð 54 105 Reykjavík
21. Barmahlíð 54, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 30. júlí 2008 ásamt kæru dags. 28. júlí 2008 þar sem kærð er synjun á byggingarleyfisumsókn varðandi fasteingina að Barmahlíð 54.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 80512 (01.18.00)
070963-7449
Kristinn Ingi Jónsson
Þingholtsstræti 14 101 Reykjavík
22. Reitur Menntaskólans í Reykjavík, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 23. júlí 2008 ásamt kæru, dags. 1. júlí 2008, þar sem kærð er ákvörðun um deiliskipulag fyrir reit 1.1.80.0, reit Menntaskólans í Reykjavík.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 80522 (01.67)
050861-2019
Ingileif Thorlacius
Skildinganes 37 101 Reykjavík
23. Skildinganes, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 1. ágúst 2008 ásamt kæru dags. 25. júlí þar sem kærðar eru aðgerðir Reykjavíkurborgar á grænu svæði milli Bauganess, Bauganestanga og Skildinganess. Einnig er lögð fram umösgn lögfræði og stjórnsýslu dags. 11. ágúst 2008.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 80518 (01.67.42)
220639-3209
Guðjón Ólafsson
Kjalarland 10 108 Reykjavík
24. Bauganes 22, kæra
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála dags. 30. júlí 2008 ásamt kæru dags. 23. júní 2008 þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi vegna lóðarinnar að Bauganesi 22.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 80519 (01.71.01)
070777-4879
Ómar R. Valdimarsson
Barmahlíð 54 105 Reykjavík
25. Barmahlíð 54, kæra
Lögð fram kæra dags. 28. júlí þar sem kærð er ákvörðun um dagsektir vegna framkvæmda að Barmahlíð 54.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 80528 (01.17.1)
160962-2169
Halla Bergþóra Pálmadóttir
Laugavegur 5 101 Reykjavík
26. Traðarkotssund 6, kæra
Lögð fram kæra Höllu Bergþóru Pálmadóttur dags. 7. ágúst 2008 þar sem hún fer fram á að framkvæmdir á lóð Traðarkotssunds 6 verði þegar í stað stöðvaðar og að formleg grenndarkynning fari fram.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Umsókn nr. 80349 (01.87.59)
27. Traðarland 1, Víkingur, stækkun svæðis
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. júlí 2008 þar sem borgarráð beinir því til skipulagsráðs að kanna möguleika á nýrri staðsetningu gróðrarstöðvarinnar Markar með það í huga að stækka athafnasvæði Víkings.
Vísað til meðferðar skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 80306 (04.36.0)
420169-4429
Árbæjarkirkja
Rofabæ safnaðarheim 110 Reykjavík
450400-3510
VA arkitektar ehf
Borgartúni 6 105 Reykjavík
28. Árbæjarkirkja, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. júní 2008, um samþykkt borgarráðs frá 26. júní á afgreiðslu skipulagsráðs frá 18. júní 2008, á breytingu á deiliskipulagi á lóð Árbæjarkirkju.
Umsókn nr. 80181
29. Grjótháls 10, breytt deiliskipulag Hálsahverfis vegna nýrrar lóðar
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. júní 2008, um samþykkt borgarráðs frá 26. júní. á afgreiðslu skipulagsráðs frá 18. júlí, um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðar nr. 10 við Grjótháls
Umsókn nr. 80417 (04.06.03)
670603-3850
Húsabær ehf
Berjarima 43 112 Reykjavík
070259-3469
Sigurður Pálmi Ásbergsson
Skólavörðustígur 19 101 Reykjavík
30. Hyrjarhöfði 8, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. júní 2008, um samþykkt borgarráðs frá 26. júní á afgreiðslu skipulagsráðs frá 18. júní 2008, um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna lóðar nr. 8 við Hyrjarhöfða.
Umsókn nr. 50697 (01.14.05)
31. Kvos, Pósthússtrætisreitur, reitur 1.140.5, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 3. júlí 2008, um samþykkt borgarráðs frá 3. júlí,. á afgreiðslu skipulagsráðs frá 2. júlí 2008, um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna reits 1.140.5, Pósthússtrætisreits.
Umsókn nr. 80418 (01.41.40)
500191-1049
Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
32. Langholtsvegur/Drekavogur, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 28. júní 2008, um samþykkt borgarráðs frá 26. júní á afgreiðslu skipulagsráðs frá 18. júní 2008, um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Langholtsvegar og Drekavogs.
Umsókn nr. 80475 (01.17.13)
33. Laugavegur 4-6, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 11. júlí 2008 um samþykkt borarráðs frá 10 s.m. á samþykkt skipulagsráðs s.d., um breytingu á deiliskipulagi Laugavegs 4 og 6 vegna reits 1.171.3
Umsókn nr. 80435 (01.74.62)
411203-3790
Hamborgarabúlla Tómasar ehf
Pósthólf 131 121 Reykjavík
660702-2530
GP-arkitektar ehf
Litlabæjarvör 4 225 Álftanes
34. Ofanleiti 14, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júlí 2008, um samþykkt borgarráðs frá 17. þ.m., á afgreiðslu skipulagsráðs frá 16. júlí 2008, um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðar nr. 14 við Ofanleiti.
Umsókn nr. 80441 (04.76)
520169-2969
Hestamannafélagið Fákur
Vatnsendav Víðivöllum 110 Reykjavík
35. Víðidalur, Fákur, lóð til afnota
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júlí 2008, um samþykkt borgarstjórnar frá 17.þ.m., á afgreiðslu skipulagsráðs frá 4. júlí 2008, um fyrirheit um lóðaúthlutun við Breiðholtsbraut/Vatnsveituveg í Víðidal.
Umsókn nr. 80082 (01.14.12)
601202-3280
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf
Bíldshöfða 9 110 Reykjavík
440703-2590
THG Arkitektar ehf
Faxafeni 9 108 Reykjavík
36. Lækjargata 12, reitur 1.141.2, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 18. júlí 2008, um samþykkt borgarráðs frá 17. þ.m., á afgreiðslu skipulagsráðs frá 16. júlí 2008, um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðar nr.12 við Lækjargötu.