Bakkastaðir 45, Reitur Menntaskólans í Reykjavík, Stekkjarbakki, norðan götu, Nauthólsvík, Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, Hverfisgata 32, Hverfisgata 34, Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands, Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, Garðastræti 15, Unuhús, Skipulagslög, Ánanaust, landfyllingar, Hólmsheiði, jarðvegsfylling, Rangársel 15, Sóltún 2-4, Kópavogur, Sorpa, Miðborgin, kjarnasvæði,

Skipulagsráð

129. fundur 2008

Ár 2008, miðvikudaginn 2. apríl kl. 09:15, var haldinn 129. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Jórunn Ósk Frímannsd Jensen, Sóley Tómasdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Óskar Bergsson, Ólöf Örvarsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Helga Björk Laxdal og Marta Grettisdóttir Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: . Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:


Umsókn nr. 80113 (02.42.11)
100467-3219 Jónas Þór Þorvaldsson
Bakkastaðir 47 112 Reykjavík
080455-5269 Pálmar Kristmundsson
Erluás 2 221 Hafnarfjörður
1.
Bakkastaðir 45, breytt deiliskipulag
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi dags. 13. febrúar 2008 vegna lóðarinnar nr. 45 við Bakkastaði. Í breytingartillögunni felst að byggingarreitur er stækkaður sem nemur útbyggingum til suðurs og austurs. Grenndarkynning stóð yfir frá 21. febrúar til 20. mars 2008. Athugasemd barst frá íbúum Bakkastaða 55, dags. 20. mars 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 26. mars 2008.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.


Stefán Benediktsson tók sæti á fundinum kl. 9:25

Umsókn nr. 40710 (01.18.00)
701265-0339 Teiknistofan Óðinstorgi sf
Óðinsgötu 7 101 Reykjavík
2.
Reitur Menntaskólans í Reykjavík, deiliskipulag, reitur 1.180.0
Að lokinni auglýsingu er lögð fram tillaga Teiknistofunnar Óðinstorgi sf. að deiliskipulagi reits 1.180.0, reits Menntaskólans í Reykjavík dags. 3. janúar 2008 ásamt greinargerð. Tillagan er að mestu leyti samhljóða áður afgreiddri en óstaðfestri deiliskipulagstillögu sem samþykkt var eftir auglýsingu þann 31. ágúst 2005. Einnig er lögð fram umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins, dags. 1. desember 2005. Auglýsing stóð frá 30. janúar til og með 12. mars 2008. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum: Karl Benediktsson Þingholtsstræti 12, dags. 22. febrúar og 11. mars 2008. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 2. apríl 2008.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 80213 (04.6)
3.
Stekkjarbakki, norðan götu, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs, dags. 27. mars 2008, að breytingu á aðalskipulagi svæðis norðan Stekkjarbakka vegna fyrirhugaðrar slökkvistöðvar.
Samþykkt að forkynna framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi með vísan til 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 á vef skipulags- og byggingarsviðs.

Umsókn nr. 80091 (01.68)
4.
Nauthólsvík, breytt deiliskipulag
Lögð fram tillaga Landmótunar að breyttu deiliskipulagi Nauthólsvíkur samkv. uppdrætti dags. 7. febrúar 2008. Í breytingunni felst aðallega aðlögun að deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.


Umsókn nr. 38011
5.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 485 frá 1. apríl 2008.


Umsókn nr. 37963 (01.17.110.3)
430491-1059 Festar ehf
Sunnuvegi 1 104 Reykjavík
6.
Hverfisgata 32, Lagt fram bréf
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. mars 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að vísa málinu Hverfisgata 32 niðurrif sem tekið var fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 18. mars sl. til skipulagsráðs. Einnig er lögð fram tillaga byggingarfulltrúa dags. 2. apríl 2008. um aðgerðir Reykjavíkur vegna ástands auðra húsa við Hverfisgötu.
Samþykkt.
Skipulagsráð fagnar tillögum byggingarfulltrúa til lausnar þess ástands sem ríkt hefur á svokölluðum Hljómalindarreit og því hversu hratt og örugglega embætti byggingarfulltrúa hefur tekið á því máli. Skipulagsráð leggur áherslu á að aðgerðirnar sem tillagan boðar taki gildi sem allra fyrst og sú framsýni og festa sem hún boðar verði nýttar sem fordæmi til fegrunar á öðrum reitum við Laugaveginn.


Umsókn nr. 37962 (01.17.110.5)
430491-1059 Festar ehf
Sunnuvegi 1 104 Reykjavík
7.
Hverfisgata 34, Lagt fram bréf
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. mars 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að vísa málinu Hverfisgata 34 niðurrif sem tekið var fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 18. mars sl. til skipulagsráðs.Einnig er lögð fram tillaga byggingarfulltrúa dags. 2. apríl 2008. um aðgerðir Reykjavíkur vegna ástands auðra húsa við Hverfisgötu.
Samþykkt.
Skipulagsráð fagnar tillögum byggingarfulltrúa til lausnar þess ástands sem ríkt hefur á svokölluðum Hljómalindarreit og því hversu hratt og örugglega embætti byggingarfulltrúa hefur tekið á því máli. Skipulagsráð leggur áherslu á að aðgerðirnar sem tillagan boðar taki gildi sem allra fyrst og sú framsýni og festa sem hún boðar verði nýttar sem fordæmi til fegrunar á öðrum reitum við Laugaveginn.


Umsókn nr. 80152 (01.6)
530575-0209 Flugfélag Íslands ehf
Reykjavíkurflugvelli 101 Reykjavík
8.
Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands, (fsp) ný flugstöð
Lagt fram bréf Flugfélags Íslands, dags. 26. febrúar 2008, varðandi breytta aðstöðu félagsins á Reykjavíkurflugvelli. Lagt er til að reist verði ný flugstöð sem verði að grunnfleti um 4700 fermetrar.
Samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni er ætlað að hýsa alla samgöngustarfsemi í Vatnsmýrinni og skal vera miðstöð m.a. flugstarfsemi og almenningssamgangna. Í samræmi við þetta hlutverk samgöngumiðstöðvar, leggur Reykjavíkurborg áherslu á að öll uppbygging og starfsemi vegna flugrekstrar í Vatnsmýri fari fram í fyrirhugaðri samgöngumiðstöð og sameinast þar á einu svæði, í stað þess að dreifast víða um Vatnsmýrina. Reykjavíkurborg telur mikilvægt að miða við að fyrsti áfangi samgöngumiðstöðvar verði tilbúin eigi síðar en í lok árs 2009.

Umsókn nr. 10070
9.
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra Reykjavíkur, fundargerðir
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufunda skipulagsstjóra Reykjavíkur frá 28. mars 2008.


Umsókn nr. 80052 (01.13.65)
081241-4499 Gestur Ólafsson
Garðastræti 15 101 Reykjavík
10.
Garðastræti 15, Unuhús, friðun
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar R08010074, dags. 18. mars 2008 ásamt bréfi Húsafriðunarnefndar ríkisins frá 13. s.m. um tillögu að friðun Garðastrætis 15, Unuhús. Erindið er f.h. borgarráðs sent skipulagsráði og menningar- og ferðamálaráði til kynningar.


Umsókn nr. 80167
11.
Skipulagslög, frumvarp
Lögð fram orðsending Borgarlögmanns, dags. 29. febrúar 2008 ásamt frumvarpi til skipulagslaga ásamt bréfi Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarpið. Lögð fram umsögn yfirlögfræðings skipulags- og byggingarsviðs, dags. 31. mars 2008..
Umsögn yfirlögfræðings skipulags- og byggingarsviðs samþykkt.

Umsókn nr. 70624 (01.13.0)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
12.
Ánanaust, landfyllingar, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 27. mars 2008 vegna kæru á útgáfu skipulagsstjóra Reykjavíkur hinn 4. febrúar 2008 á framkvæmdaleyfi fyrir allt að þriggja hektara landfyllingu út frá Ánanaustum í Reykjavík með efni úr grunni bílastæðahúss á byggingarsvæði við Geirsgötu. Úrskurðarorð: Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
Vísað til borgarráðs til kynningar.

Umsókn nr. 80198 (05.8)
621299-4179 Úrskurðarnefnd skipul/byggmál
Skúlagötu 21 101 Reykjavík
13.
Hólmsheiði, jarðvegsfylling, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 17. mars 2008, vegna annarsvegar stöðvunarkröfu og hins vegar kæru Guðbjarna Eggertssonar, hdl., f.h. Þóris Einarssonar dags. 28. desember 2007 vegna samþykktar skipulagsráðs frá 7. nóvember 2007 á deiliskipulagi hluta Hólmsheiðar vegna stækkunar á losunarsvæði fyrir jarðveg ásamt framlengingu á Reynisvatnsvegi, samþykkta í borgarráði 15. nóvember 2007.


Umsókn nr. 80149 (04.93.81)
570480-0149 Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
14.
Rangársel 15, breytt deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 13. mars 2008, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 5. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 15 við Rangársel.


Umsókn nr. 60710
530201-2280 Nexus Arkitektar ehf
Ægisíðu 52 107 Reykjavík
670700-2320 Frumafl hf
Thorvaldsenstræti 6 101 Reykjavík
15.
Sóltún 2-4, breyting á deiliskipulagi Ármannsreit
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 13. mars 2008, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 5. s.m., um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits vegna Sóltúns 2-4.


Umsókn nr. 70626
16.
Kópavogur, Vatnsendahlíð, breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins
Lögð fram orðsending skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. mars 2008 ásamt bréfi umhverfisráðuneytisins frá 11. s.m. varðandi umsögn Skipulagsstofnunar þar sem lagst er gegn þeirri tillögu Kópavogsbæjar að breyting á svæðisskipulagi Kópavogs varðandi Vatnsendahlíð verði staðfest sem óveruleg eftir 2. mgr. 14. gr. laganna. Erindið er f.h. borgarráðs sent skipulagsráði til kynningar.


Umsókn nr. 70320
510588-1189 SORPA bs
Gufunesi 112 Reykjavík
17.
Sorpa, framtíðarvinnslusvæði
Á fundi skipulagsstjóra 29. maí 2007 var lagt fram bréf borgarstjóra dags. 16. maí 2007 varðandi umsókn Sorpu bs. um lóð undir framtíðarvinnslusvæði fyrirtækisins. Erindinu var vísað til meðferðar stýrihóps um endurskoðun Aðalskipulags Reykjavíkur og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfum Sorpu, dags. 19. des. 2007 og 23. janúar 2008.
Fulltrúar Sorpu kynntu.

Umsókn nr. 80207
18.
Miðborgin, kjarnasvæði, ástand húsa og umhverfis
Lagt fram til kynningar og umræðu kortlagning skipulagsstjóra dags. í mars 2008 á auðu húsnæði í miðborg Reykjavíkur, Húsverndarkort Reykjavíkur og kort af stöðu deiliskipulags í miðborginni ásamt ljósmyndum.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsstjóra að útfæra til samþykktar tillögu um sérstakt kjarnasvæði í miðborg Reykjavíkur. Kjarnasvæðið skal afmarkað með hliðsjón af skilgreiningu um sérstakt miðborgarsvæði þar sem gilda skuli ákveðnar og skýrar grunnreglur í skipulagi, umfram önnur svæði. Krafan um borgarvernd, gæði og hönnun skal á þessu kjarnasvæði vera bæði rík og skýr, auk þess sem almenna reglan skal vera að byggingarmagn á hverjum reit verði ekki aukið nema fyrir því liggi sterk rök í þágu kjarnasvæðisins. Skipulagsráð telur stefnumörkun af þessu tagi afar mikilvæga fyrir skipulagsþróun miðborgarinnar og óskar eftir því að tillaga að sameiginlegri samþykkt ráðsins liggi fyrir á næsta fundi ráðsins.