Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands
Verknúmer : SN080152
129. fundur 2008
Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands, (fsp) ný flugstöð
Lagt fram bréf Flugfélags Íslands, dags. 26. febrúar 2008, varðandi breytta aðstöðu félagsins á Reykjavíkurflugvelli. Lagt er til að reist verði ný flugstöð sem verði að grunnfleti um 4700 fermetrar.
Samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni er ætlað að hýsa alla samgöngustarfsemi í Vatnsmýrinni og skal vera miðstöð m.a. flugstarfsemi og almenningssamgangna. Í samræmi við þetta hlutverk samgöngumiðstöðvar, leggur Reykjavíkurborg áherslu á að öll uppbygging og starfsemi vegna flugrekstrar í Vatnsmýri fari fram í fyrirhugaðri samgöngumiðstöð og sameinast þar á einu svæði, í stað þess að dreifast víða um Vatnsmýrina. Reykjavíkurborg telur mikilvægt að miða við að fyrsti áfangi samgöngumiðstöðvar verði tilbúin eigi síðar en í lok árs 2009.
203. fundur 2008
Reykjavíkurflugvöllur, Flugfélag Íslands, (fsp) ný flugstöð
Lagt fram bréf Flugfélags Íslands, dags. 26. febrúar 2008, varðandi breytta aðstöðu félagsins á Reykjavíkurflugvelli. Lagt er til að reist verði ný flugstöð sem verði að grunnfleti um 4700 fermetrar.
Kynna formanni skipulagsráðs.