Hverfisgata 32
Verknúmer : BN037963
129. fundur 2008
Hverfisgata 32, Lagt fram bréf
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 27. mars 2008 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að vísa málinu Hverfisgata 32 niðurrif sem tekið var fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 18. mars sl. til skipulagsráðs. Einnig er lögð fram tillaga byggingarfulltrúa dags. 2. apríl 2008. um aðgerðir Reykjavíkur vegna ástands auðra húsa við Hverfisgötu.
Samþykkt.
Skipulagsráð fagnar tillögum byggingarfulltrúa til lausnar þess ástands sem ríkt hefur á svokölluðum Hljómalindarreit og því hversu hratt og örugglega embætti byggingarfulltrúa hefur tekið á því máli. Skipulagsráð leggur áherslu á að aðgerðirnar sem tillagan boðar taki gildi sem allra fyrst og sú framsýni og festa sem hún boðar verði nýttar sem fordæmi til fegrunar á öðrum reitum við Laugaveginn.
484. fundur 2008
Hverfisgata 32, Lagt fram bréf
Lagt fram Festa ehf, dags 11. mars 2008, vegna skilyrðis á byggingarleyfi fyrir niðurrifi á húsinu nr. 32 við Hverfisgötu.
Nei.
Ekki er unnt að falla frá skilyrði sem sett var við samþykkt á niðurrifi sþ. 21. ágúst 2007.
Vakin er athygli eiganda á að honum ber að halda húsunum mannheldum.