Keilugrandi 1,
Vitastígur 17,
Stakkholt 2-4,
Suður Mjódd,
Vaðlasel 3,
Grjótháls 7-11,
Lyngháls 1,
Fiskislóð 5-9,
Krókháls 1,
Esjugrund 13,
Hverfisgata 102B,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Elliðavað 13-17,
Fagribær 9,
Gvendargeisli 168,
Hamrahlíð 9,
Mánatún 1-17/Sóltún 1-3,
Norðlingabraut 4,
Ránargata 8,
Urðarbrunnur 64-66,
Úlfarsbraut 116,
Vesturbrún 18,
Laugavegur 83,
Mógilsá, landspilda 125736,
Hádegismóar,
Hlíðarfótur,
Iðnskólareitur, Skólavörðuholt,
Skipulagsráð
106. fundur 2007
Ár 2007, miðvikudaginn 5. september kl. 09:10, var haldinn 106. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru:
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: .
Fundarritari var Harri Ormarsson.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 70064 (01.51.33)
1. Keilugrandi 1, breyting á aðalskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs dags. 15. maí 2007 að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Í tillögunni felst að skilgreina nýjan þéttingarreit við Keilugranda þar sem gert er ráð fyrir allt að 130 íbúðum. Auglýsingin stóð yfir frá 13. júlí til 24. ágúst 2007. Eftritaldir aðilar sendu inn athugasemdir:
6 íbúar við Fjörugranda 14, 16 og 18, dags. 10. ágúst 2007, Margrét Magnúsdóttir og Valgeir Pálsson Boðagranda 10, dags. 21. ágúst 2007, Salvör Jónsdóttir og Jón Atli Árnason Fjörugranda 2, dags. 23. ágúst 2007, Guðrún Kristinsdóttir Bárugranda 11, dags. 22. ágúst 2007, Ingibjörg Sigurðardóttir og Örn Halldórsson Boðagranda 8, dags. 23. ágúst 2007, skólastjóri Grandaskóla, dags. 23. ágúst 2007, Kristjana Kjartansdóttir og Björgvin Bjarnason Frostaskjóli 15, dags. 24. ágúst 2007, Gunnar Finnsson ásamt undirskriftarlista 395 íbúa, dags. 23. ágúst 2007.
Athugasemdir kynntar. Frestað.
Umsókn nr. 70339 (01.19.01)
440804-2760
Vitastíg 17,húsfélag
Vitastíg 17 101 Reykjavík
170172-5749
Bjarki Már Sveinsson
Vitastígur 17 101 Reykjavík
2. Vitastígur 17, breytt deiliskipulag.
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að erindi Bjarka M. Sveinssonar fh. húsfélagsins Vitastígs 17 dags 5. júní 2007 varðandi breytt deiliskipulag á lóðinni nr. 17 við Vitastíg. Í breytingunni felst að byggðar eru svalir á bakhlið hússins. Grenndarkynning stóð yfir frá 14. júní til 12. júlí 2007. Athugasemd barst frá Guðmundi Guðlaugssyni Njálsgötu 46, dags. 21. júní 2007. Lagt fram bréf Bjarka M. Sveinssonar fh. húsfélagsins Vitastígs 17 dags 12. júlí 2007.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 30. ágúst 2007 ásamt tillögu teiknistofu AVJ, dags. breytt 26. ágúst 2007.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra og a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Umsókn nr. 70439 (01.24.11)
581298-3589
Kristinn Ragnarsson,arkit ehf
Suðurlandsbraut 4A 108 Reykjavík
581198-2569
Þ.G. verktakar ehf
Fossaleyni 16 112 Reykjavík
3. Stakkholt 2-4, breytt deiliskipulag Hampiðjureits
Lögð fram tillaga KRark ehf að breyttu deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 2-4 og 3 við Stakkholt, dags. 10. ágúst 2007.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu þegar uppdráttur hefur verið lagfærður.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 70148 (04.91)
4. Suður Mjódd, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Erum arkitekta, dags. 13. ágúst 2007, að deiliskipulagi Suður Mjóddar.
Stefán Benediktsson tók sæti á fundinum kl. 9:59, áður hafði b-hluti fundar verið afgreiddur.
Frestað. Vísað til umsagnar Umhverfisráðs og íþrótta- og tómstundaráðs.
Umsókn nr. 70360 (04.93.0)
290343-4379
Sveinn Henrik H Christensen
Vaðlasel 3 109 Reykjavík
5. Vaðlasel 3, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn lóðarhafa Vaðlasels 3 dags. 12. júlí 2007 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar skv. uppdrætti Landmótunar, dags. 12. júlí 2007. Breytingin felst í því að fella niður kvöð um almenningsbílastæði á lóðinni. Einnig er lagt fram bréf Borgarskipulags Reykjavíkur dags. 22. mars 1985 um niðurfellingu kvaðar. Grenndarkynning stóð yfir frá 26. júlí til 23. ágúst 2007. Lagðar fram athugasemdir frá Sigurði Magnússyni Vaðlaseli 10, dags. 31. júlí 2007 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 27. ágúst 2007.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra og a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Umsókn nr. 70461 (04.30.40)
420369-7789
Ölgerðin Egill Skallagrímss ehf
Grjóthálsi 7-11 110 Reykjavík
421199-2569
Arkitektur.is ehf
Hverfisgötu 26 101 Reykjavík
6. Grjótháls 7-11, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn Arkitektur.is f.h. Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, dags. 26. júlí 2007, um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðar nr. 7-11 við Grjótháls skv. uppdrætti, dags. 28. ágúst 2007. Lögð fram umsögn Framkvæmdasviðs, dags. 30. ágúst 2007.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 70381 (04.32.60)
470193-2559
Prentmet ehf
Lynghálsi 1 110 Reykjavík
671197-2919
Arkís ehf
Aðalstræti 6 101 Reykjavík
7. Lyngháls 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi Arkís f.h. Prentmets, dags. 18. júní 2006, um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðar nr. 1 við Lyngháls. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir auknu byggingarmagni innan samþykkts byggingarreits og að nýtingarhlutfall hækki úr 0,7 í 1. Einnig er gert ráð fyrir nýjum innaksturstút á lóðina frá Lynghálsi. Grenndarkynning stóð yfir frá 28. júní til og með 26. júlí 2007. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemd: Harðviðarval, Krókhálsi 4, dags. 9. júlí 2007, húsfélagið Lynghálsi 3, dags. 17. júlí 2007 og Magnús Hauksson Lynghálsi 3, dags. 23. og 24. júlí 2007. Lagður fram endurbættur uppdráttur, dags. 22. ágúst 2007 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 4. september 2007
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra og a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
Umsókn nr. 70462
440269-5089
Lýsi hf
Fiskislóð 5-9 101 Reykjavík
500191-1049
Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
8. Fiskislóð 5-9, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf Lýsi hf, dags. 25. júní 2007 ásamt tillögu Arkþings að breytingu á deiliskipulagi Fiskislóðar 5-9, dags. 3. júlí 2007. Stærð byggingarreits er breytt og innra fyrirkomulag á lóð breytist. Grenndarkynning stóð frá 23. ágúst til og með 20. september 2007. Einnig lagt fram samþykki þeirra aðila sem fengu grenndarkynningu.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð
Umsókn nr. 70460 (04.32.33)
550199-3949
Áframhald hf
Krókhálsi 1 110 Reykjavík
420299-2069
ASK Arkitektar ehf
Geirsgötu 9 101 Reykjavík
9. Krókháls 1, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Ask arkitekta f.h. Áframhalds hf, dags. 25. júlí 2007, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 1 við Krókháls skv. uppdrætti, dags. 25. júlí 2007. Sótt er um stækkun byggingarreits. Grenndarkynning stóð yfir frá 1. ágúst til og með 29. ágúst 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð
Umsókn nr. 70445 (02.47.37)
160424-2579
Agnar Gautur Þór Norland
Esjugrund 13 116 Reykjavík
141240-4639
Sveinn Ingólfsson
Aratún 10 210 Garðabær
10. Esjugrund 13, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Borealis arkitekta f.h. Agnars Norland, dags. 20. júlí 2007, um breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 13 við Esjugrund. Grenndarkynning stóð yfir frá 30. júlí til og með 27. ágúst 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð
Umsókn nr. 70459 (01.17.41)
220160-3439
Lárus Kristinn Ragnarsson
Bröndukvísl 6 110 Reykjavík
300667-3769
Sigmundur Sæmundsson
Grundargerði 10 108 Reykjavík
11. Hverfisgata 102B, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Lárusar Ragnarssonar f.h. Sigmundar Sæmundssonar, dags. 25. júlí 2007, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.1 vegna lóðar nr. 102B við Hverfisgötu skv. uppdrætti, dags. 23. júlí 2007. Breytingin gengur út á að hækka ris. Grenndarkynningin stóð yfir frá 1. ágúst til og með 29. ágúst 2007.
Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð
Umsókn nr. 36776
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 458 frá 4. september 2007.
Umsókn nr. 36526 (04.79.160.3)
421204-2680
H-Bygg ehf
Stórhöfða 23 110 Reykjavík
13. Elliðavað 13-17, nýb. raðhús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt raðhús með þremur íbúðum og jafn mörgum innbyggðum bílgeymslum á lóð nr. 13-17 við Elliðavað.
Stærð: Hús nr. 13 (matshluti 01) íbúð 1. hæð 96,5 ferm., 2. hæð 94,4 ferm., bílgeymsla 31,8 ferm., samtals 222,7 ferm., 727,4 rúmm. Hús nr. 15 (matshluti 02) íbúð 1. hæð 94,2 ferm., 2. hæð 109,5 ferm., bílgeymsla 31,9 ferm., samtals 235,6 ferm., 763,6 rúmm. Hús nr. 17 (matshluti 03) íbúð 1. hæð 85 ferm., 2. hæð 102,6 ferm., bílgeymsla 27,9 ferm., samtals 215,5 ferm., 702,4 rúmm. Raðhús er samtals 673,8 ferm., 2193,4 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 149.151
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 36759 (04.35.120.5)
021258-3859
Magnús Björgvin Tryggvason
Gvendargeisli 118 113 Reykjavík
14. Fagribær 9, Nýbygging
Sótt er um leyfi til að byggja eins hæða einbýlishús úr steinsteypu með lágreistu söðulþaki á lóð nr. 9 við Fagrabæ.
Stærð: 249,3 ferm., 928,9 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 63.165
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 36424 (05.13.470.1)
570480-0149
Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
15. Gvendargeisli 168, Grunnskóli
Sótt er um leyfi til að byggja grunnskóla, Sæmundarskóla fyrir 400 - 450 nemendur, með áföstum íþróttasal og rými til tómstundakennslu, að hluta á tveim hæðum með burðarvirki úr steinsteypu og stáli, klætt að utan með sinkplötum og múrkerfi, á lóð nr. 168 við Gvendargeisla.
Gátlisti um aðgengi dags. 7. ágúst 2007 fylgir erindinu. Uppdráttur dags. 10. júlí 2007 er sýnir tímabundna staðsetningu á færanlegum kennslustofum fylgir erindinu. Skýrsla um brunahönnun, dags. 10. júlí 2007 fylgir erindi. Í fylgiriti er uppdráttur er sýnir tímabundna staðsetningu færanlegra kennslustofa á lóð.
Stærð: (matshluti 01), 1. hæð 4656,4 ferm., 2. hæð 950,3 ferm., kjallari 571,8 ferm. Samtals 6178,5 ferm., 31114,9 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 2.115.820
Óskar Bergsson tók sæti á fundinum kl. 9:17, áður höfðu verið afgreiddir liðir nr. 12-14.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
Umsókn nr. 36085 (01.71.311.3)
261151-2519
Kristín María Magnúsdóttir
Hamrahlíð 9 105 Reykjavík
16. Hamrahlíð 9, bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 17. júlí 2007 þar sem sótt er um leyfi til að byggja tvöfaldan bílskúr við þríbýlishúsið á lóðinni nr. 9 við Hamrahlíð.
Málinu fylgir samþykki sumra meðlóðarhafa og sumra lóðarhafa aðliggjandi lóða dags. 26. júní 2007.
Grenndarkynning stóð yfir frá 27. júlí til og með 24. ágúst 2007. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: 70 ferm., og 219,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 14.946.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 36568 (01.23.000.3)
660169-2379
Íslenskir aðalverktakar hf
Pósthólf 221 235 Keflavíkurflugvöllu
17. Mánatún 1-17/Sóltún 1-3, fjölbýlish. m. 89 íb. (mhl. 02)
Sótt er um leyfi til þess að byggja sex til tíu hæða steinsteypt fjölbýlishús með áttatíu og níu íbúðum ásamt geymslukjallara á tveimur hæðum, allt einangrað að utan og klætt með steinflísum, álklæðningu, harðvið og zinkklæðningu, sem hús nr. 7- 17 við Mánatún sem 2. áfanga framkvæmda sbr. BN 33317 á lóð nr. 1-17 við Mánatún og 1-3 við Sóltún.
Brunahönnun Línuhönnunar dags. 10. júlí 2007 fylgir erindinu.
Stærð: Mánatún 7-17 (matshluti 02) neðrikjallari geymslur 536 ferm., kjallari geymslur 1594,9 ferm., íbúðir 1. hæð 1534,1 ferm., 2. og 3. hæð 1775,3 ferm. hvor hæð, 4.-6. hæð 1774,4 ferm. hver hæð, 7. hæð 872,6 ferm., 8. hæð 851,5 ferm., 9. hæð 269,4 ferm., 1. hæð 160,3 ferm., samtals 14306 ferm., 46837,1 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 3.184.923
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 36754 (04.73.430.1)
691292-2159
Bakkasel ehf
Hverafold 40 112 Reykjavík
710868-0189
Jóhann Ólafsson og Co ehf
Sundaborg 9-11 104 Reykjavík
18. Norðlingabraut 4, stálgrindarhús
Sótt er um leyfi til að byggja stálgrindarhús, að hluta á tveim og þrem hæðum, klætt með standandi og sléttri málmklæðningu og flísum að hluta á lóðinni nr. 4 við Norðlingabraut.
Stærð: 1. hæð 2.028,7 fer., 2. hæð 763 ferm., 3. hæð 257,9 ferm.
Samtals 3.049,6 ferm. og 18.581,8 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 1.263.562
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 36385 (01.13.601.7)
040852-3879
Kristján Már Kárason
Ránargata 8 101 Reykjavík
19. Ránargata 8, viðbygging norðurhlið
Sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu úr steinsteypu og timbri við norðurhlið 1. hæðar einbýlishússins á lóð nr. 8 við Ránargötu. Jafnframt er erindi BN034287 dregið til baka.
Þingslýst samkomulag milli eigenda Ránargötur 8 og 6a dags. 31. júlí 2007 fylgir, einng þinglýst samkomulag milli eigenda Ránargötu 8 og 8a dags. 29. júní 2007. Bréf frá brunavarnarhönnuði dags. 30. maí 2007 fylgir erindi. Grenndarkynning stóð yfir frá 20. júlí til og með 17. ágúst 2007. Athugasemd barst frá Marinó Þorsteinssyni Vesturgötu 19, dags. 9. ágúst 2007.
Stærð: Viðbygging 29,6 ferm., 92,0 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 6.256
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 36755 (00.00.000.0)
260858-3009
Gísli G Sveinbjörnsson
Vesturvangur 5 220 Hafnarfjörður
110185-3249
Berglind Gísladóttir
Fannarfell 2 111 Reykjavík
20. Urðarbrunnur 64-66, Parhús
Sótt er um leyfi til að byggja tvílyft parhús úr forsteyptum einingum með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 64-66 við Urðarbrunn.
Stærð Urðarbrunnur 64: 1. hæð íbúð 108,4 ferm., 2. hæð íbúð 86,6 ferm., bílgeymsla 21,2 ferm. Samtals 216,2 ferm og 747,9 rúmm.
Urðarbrunnur 66: 1. hæð íbúð 104,2 ferm., 2. hæð íbúð 82,5 ferm., bílgeymsla 21,1 ferm. Samtals 207,8 ferm. og 719,4 rúmm.
Urðarbrunnur 64-66 samtals: 424 ferm. og 1467,3 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 99.776
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 36570 (02.69.860.6)
691282-0829
Frjálsi fjárfestingarbankinn hf
Ármúla 13 108 Reykjavík
21. Úlfarsbraut 116, fjölbýlish. mr. 9 íb.
Sótt er um leyfi til þess að byggja þriggja hæða steinsteypt fjölbýlishús með samtals níu íbúðum ásamt geymslu- og bílgeymslukjallara fyrir alls níu bíla allt einangrað að utan og klætt með málmklæðningu á lóð nr. 116 við Úlfarsbraut.
Bréf hönnuðar dags. 31. júlí 2007 fylgir erindinu og vottun byggingaeininga.
Stærð: Íbúð kjallari 130,5 ferm., 1.-3. hæð 376,5 ferm. hver hæð, bílgeymsla 262,8 ferm., samtals 1522,8 ferm., 4802,1 rúmm.
Gjald kr, 6,800 + 326.543
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 36703 (01.38.210.2)
190347-3629
Friðrik Pálsson
Vesturbrún 18 104 Reykjavík
080748-3299
Ólöf Pétursdóttir
Vesturbrún 18 104 Reykjavík
22. Vesturbrún 18, br. innanhúss og viðbygging
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. ágúst 2007 þar sem sótt er um leyfi til að byggja við kjallara til vesturs, byggja sólstofu á 1. hæð til austurs og ofan á svalir 2. hæðar, koma fyrir lyftu á bakhlið húss og breyta innra skipulagi einbýlishússins á lóðinni nr. 18 við Vesturbrún.
Málinu fylgir umsögn vegna glugga á lóðamörkum frá VKG hönnun dags. 21. ágúst 2007.
Málinu fylgir líka samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða dags. 22., 26. og 27 ágúst 2007.
Einnig lagt fram samþykki þeirra sem grenndarkynnt var fyrir.
Stækkun: Kjallari 56,1 ferm., 1. hæð 6 ferm., 2. hæð 12,7 ferm.
Samtals 74,8 ferm. og 237,1 rúmm.
Gjald kr. 6.800 + 16.123
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 50054 (01.17.41)
180942-6299
Björn H Jóhannesson
Njálsgata 106 105 Reykjavík
23. Laugavegur 83, (fsp) stækkun 4. og 5. hæðar
Lagt fram bréf Björns H Jóhannessonar, dags. 20. júlí 2007, varðandi stækkun á 4. og 5. hæð á Laugavegi 83. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 16. ágúst 2007.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 70529
24. Mógilsá, landspilda 125736, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Ólafs Axelssonar ark., dags. 26. ágúst 2007, um breytingu á deiliskipulagi vegna landspildu 125736 í landi Mógilsár. Megin frávik frá skipulagi er stærð aðalhúss. Um er að ræða ný gögn vegna máls BN036105 sem var synjað á afgreiðslufundi skipulagsstjóra 22. júní 2007. Einnig lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 22. júní 2007.
Stefán Þór Björnsson vék af fundi kl. 10:19.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra
Umsókn nr. 70519 (04.1)
540169-3739
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Rv
Pósthólf 5135 125 Reykjavík
25. Hádegismóar, lóðarumsókn fyrir Hvítasunnukirkjuna Fíladelfía
Lögð fram umsókn Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu, dags. 23. ágúst 2007, um 15.000 fm. lóð við Hádegismóa.
Vísað til skipulagsstjóra.
Umsókn nr. 70532 (01.7)
570480-0149
Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
26. Hlíðarfótur, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra Framkvæmdasviðs, dags. 29. ágúst 2007, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir bráðabirgðagötu í götustæði Hlíðarfótar milli Hringbrautar og Flugvallarvegar, sem sýnd er á deiliskipulagsuppdrætti Hlíðarenda.
Samþykkt, sbr. c-liðar 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Umsókn nr. 40344 (01.19)
470498-2699
Hornsteinar arkitektar ehf
Ingólfsstræti 5,5.hæð 101 Reykjavík
27. Iðnskólareitur, Skólavörðuholt, reitur 1.19 breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. ágúst 2007, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs frá 15. s.m., um breytingu á deiliskipulagi reits 1.19, Iðnskólareits Skólavörðuholti.