Vaðlasel 3

Verknúmer : SN070360

106. fundur 2007
Vaðlasel 3, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn lóðarhafa Vaðlasels 3 dags. 12. júlí 2007 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar skv. uppdrætti Landmótunar, dags. 12. júlí 2007. Breytingin felst í því að fella niður kvöð um almenningsbílastæði á lóðinni. Einnig er lagt fram bréf Borgarskipulags Reykjavíkur dags. 22. mars 1985 um niðurfellingu kvaðar. Grenndarkynning stóð yfir frá 26. júlí til 23. ágúst 2007. Lagðar fram athugasemdir frá Sigurði Magnússyni Vaðlaseli 10, dags. 31. júlí 2007 ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 27. ágúst 2007.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsstjóra og a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.



177. fundur 2007
Vaðlasel 3, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram umsókn lóðarhafa Vaðlasels 3 dags. 12. júlí 2007 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar skv. uppdrætti Landmótunar, dags. 12. júlí 2007. Breytingin felst í því að fella niður kvöð um almenningsbílastæði á lóðinni. Einnig er lagt fram bréf Borgarskipulags Reykjavíkur dags. 22. mars 1985 um niðurfellingu kvaðar. Grenndarkynning stóð yfir frá 26. júlí til 23. ágúst 2007. Athugasemdir bárust frá Sigurði Magnússyni Vaðlaseli 10, dags. 31. júlí 2007.
Vísað til skipulagsráðs.

172. fundur 2007
Vaðlasel 3, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram umsókn lóðarhafa Vaðlasels 3 dags. 12. júlí 2007 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar skv. uppdrætti Landmótunar, dags. 12. júlí 2007. Breytingin felst í því að fella niður kvöð um almenningsbílastæði á lóðinni. Einnig er lagt fram bréf Borgarskipulags Reykjavíkur dags. 22. mars 1985 um niðurfellingu kvaðar.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Vaðlaseli 1, 2, 4, 5, 6, 7, 8, 10 og 12.

168. fundur 2007
Vaðlasel 3, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa dags. 8. júní 2007 varðandi leyfi til að fella niður kvöð um tvö almenningsbílastæði á lóðinni nr. 3 við Vaðlasel.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, á eigin kostnað, í samræmi við erindið. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.