Reitur 1.116, Slippareitur,
Kaplaskjól,
Sléttuvegur 5,
Kirkjuteigur 24, Laugarnesskóli,
Einholt-Þverholt, deiliskipulag.,
Reitur 1.520, Lýsisreitur,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Bakkastaðir 47,
Drápuhlíð 10,
Drápuhlíð 12,
Lambasel 38,
Skúlagata 14-16,
Tindar 125726,
Tunguvegur 28,
Hléskógar 6,
Langholtsvegur 12,
Láland 10,
Tryggvagata 19, Tollhúsið,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Bensínstöðvar og bensínsölur,
Grensásvegur 3-9,
Skipulagsráð
52. fundur 2006
Ár 2006, miðvikudaginn 26. apríl kl. 09:08, var haldinn 52. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir, Stefán Benediktsson, Árni Þór Sigurðsson, Benedikt Geirsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson.
Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Helga Bragadóttir, Jón Árni Halldórsson, Ólafur Bjarnason, Ágúst Jónsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Margrét Þormar og Bergljót S. Einarsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 50593
1. Reitur 1.116, Slippareitur, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga VA arkitekta að deiliskipulagi Slippareits, dags. 30. september 2005. Einnig lögð fram bókun stjórnar Faxaflóahafna ásamt forsögn skipulagsfulltrúa dags. 2005. Auglýsing stóð yfir frá 22. febrúar til og með 5. apríl 2006. Athugasemdabréf barst frá eigendum að Bakkastíg 1, dags. 2. apríl 2006. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2006.
Auglýst tillaga samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Vísað til borgarráðs.
Umsókn nr. 60161
2. Kaplaskjól, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2006 að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Hringbraut, Viðimel og Meistaravöllum þar sem gert er ráð fyrir tveimur flutningshúsalóðum. Kynning stóð yfir frá 23. mars til 6. apríl 2006. Engar athugasemdir bárust. Einnig lögð fram umsögn Menntasviðs, dags. 4. apríl 2006.
Kjartan Magnússon og Kristján Guðmundsson tóku sæti á fundinum kl. 9:12
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Árni Þór Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Umsókn nr. 60292 (01.79)
521291-1259
Batteríið ehf
Trönuhrauni 1 220 Hafnarfjörður
520279-0169
M.S.-félag Íslands
Sléttuvegi 5 103 Reykjavík
3. Sléttuvegur 5, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Batterísins, dags. 13. apríl 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 5 við Sléttuveg.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum innan lóðarinnar.
Umsókn nr. 60196 (01.36.30)
561204-2760
Landmótun sf
Hamraborg 12 200 Kópavogur
4. Kirkjuteigur 24, Laugarnesskóli, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram fram að nýju tillaga Landmótunar, dags. 14.03.06, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 24 við Kirkjuteig vegna gerfigrasvallar í stað núverandi malarvallar. Málið var í kynningu frá 22.03 til og með 19.04.06. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Dagur B. Eggertsson tók sæti á fundinum kl. 9:16
Umsókn nr. 990316 (01.24.43)
5. Einholt-Þverholt, deiliskipulag., Reitur 1.244.1, 1.244.2, 1.244.3.
Lögð fram bréf Friðriks Guðmundssonar f.h. Byggingarfélags námsmanna, dags. 7. mars 2006 og 4. apríl 2006.
Kynnt.
Umsókn nr. 60256 (01.52.0)
6. Reitur 1.520, Lýsisreitur, deiliskipulag
Lögð fram að nýju forsögn skipulagsfulltrúa dags. í apríl 2004. Lögð fram tillaga Glámu - Kím dags. í apríl 2006 að deiliskipulagi reits 1.520, Lýsisreits ásamt húsakönnun Minjasafns Reykjavíkur.
Sigbjörn Kjartansson, arkitekt kynnti tillögu að deiliskipulagi reitsins.
Umsókn nr. 33831
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 392 frá 25. apríl 2006.
Umsókn nr. 33796 (02.42.110.4)
100467-3219
Jónas Þór Þorvaldsson
Vættaborgir 99 112 Reykjavík
8. Bakkastaðir 47, niðurrif og nýbygging
Sótt er um leyfi til þess að rífa að mestu núverandi einbýlishús og byggja aftur einlyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri tvöfaldri bílgeymslu að mestu einangrað að að utan og klætt með múrkerfi ásamt steinsteyptum stoðveggjum og setlaug á lóð nr. 47 við Bakkastaði.
Stærð: Niðurrif xxx ferm., xxx rúmm., nýtt einbýlishús íbúð 274,1 ferm., bílgeymsla 45,5 ferm., samtals 319,6 ferm., 1279,9 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 78.074
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 33455 (01.70.420.5)
041242-4939
Ríkey Eiríksdóttir
Drápuhlíð 10 105 Reykjavík
9. Drápuhlíð 10, svalir á rishæð
Sótt er um leyfi til þess að byggja svalir á rishæð hússins á lóðinni nr. 10 við Drápuhlíð, skv. uppdr. Arko, dags. 28.07.05 síðast breytt 03.03.06. Málið var í kynningu frá 22. mars til og með 19. apríl 2006. Engar athugasemdir bárust.
Sjá einnig erindi 33456, varðandi Drápuhlíð 12.
Samþykki meðeigenda í Drápuhlíð 10 og 12 (á teikn.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 33456 (01.70.420.6)
211157-4379
Sveinn Karlsson
Lyngbrekka 500 Brú
10. Drápuhlíð 12, svalir á rishæð
Sótt er um leyfi til þess að byggja svalir á rishæð hússins á lóðinni nr. 12 við Drápuhlíð, skv. uppdr. Arko, dags. 28. júlí 2005 síðast breytt 3. mars 2006. Málið var í kynningu frá 22. mars til og með 19. júlí 2006. Engar athugasemdir bárust.
Sjá einnig erindi 33455, varðandi Drápuhlíð 10.
Samþykki meðeigenda í Drápuhlíð 10 og 12 (á teikn.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 6.100
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Umsókn nr. 33811 (04.99.870.9)
050744-3619
Sverrir Jóhannesson
Hagamelur 45 107 Reykjavík
11. Lambasel 38, einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja einlyft steinsteypt einbýlishús einangrað að utan og klætt með múrkerfi ásamt bílskýli fyrir tvo bíla við austurhlið hússins á lóð nr. 38 við Lambasel.
Stærð: Einbýlishús 203,7 ferm., 771,8 rúmm., bílskýli (B-rými) 38,2 ferm., 105,7 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 53.528
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 33769 (01.15.230.1 01)
490500-2510
101 Skuggahverfi hf
Kringlunni 4-12 103 Reykjavík
12. Skúlagata 14-16, fjölb. 168 íb. +bílg.
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt fjölbýlishús sem sex byggingar ofan á bílgeymslukjallara fyrr 205 bíla þar sem eitt er þriggja hæða, eitt átta hæða, tvö ellefu hæða , eitt sautján hæða og eitt nítján hæða há með samtals hundrað sextíu og átta íbúðum á lóð nr. 14-16 við Skúlagötu.
Jafnframt er lagt til að húsin verði framvegis númer 35, 37 og 39 við Lindargötu og nr. 14, 16-18. 20-22 við Vatnsstíg.
Brunahönnun Línuhönnunar dags. 4. apríl 2006 og Línuhönnunar varðandi breidd stiga dags. 7. mars 2006 fylgja erindinu.
Stærð: Vatnsstígur 16-18 (matshluti 10) kjallari 824,8 ferm., 1.-19. hæð 6448,7 ferm., samtals 7273,5 ferm., 22920,8 rúmm.
Vatnsstígur 14 (matshluti 11) kjallari 351 ferm., 1.-8. hæð 1962,5 ferm., samtals 2313,5 ferm., 7453 rúmm.
Lindargata 35 (matshluti 12) kjallari 175,5 ferm., 1.-3. hæð 912,8 ferm., samtals 1088,3 ferm., 3511,5 rúmm.
Lindargata 37 (matshluti 13) kjallari 545,1 ferm., 1.-11. hæð 3847,6 ferm., samtals 4392,7 ferm., 14091,3 rúmm.
Lindargata 39 (matshluti 14) kjallari 621,6 ferm., 1.-11. hæð 3830,7 ferm., samtals 4452,3 ferm., 14309,1 rúmm.
Vatnsstígur 20-22 (matshluti 15) kjallari 779,3 ferm., 1.-17. hæð 5987,6 ferm., samtals 6766,9 ferm., 21293,5 rúmm.
Samtals 26287,2 ferm., 83579,2 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 5.098.331
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 33785 (00.05.201.0)
140657-4769
Halldóra Jóna Bjarnadóttir
Tindar 116 Reykjavík
101153-5849
Atli Guðlaugsson
Tindar 116 Reykjavík
13. Tindar 125726, tvö einbýlishús
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvö einbýlishús sem bjálkahús suðaustan við núverandi hús á lóðinni Tindar á Kjalarnesi.
Stærð: Einbýlishús (matshluti 05) 111 ferm., 438,5 rúmm.
Einbýlishús (matshluti 06) er sömu stærðar eða 111 ferm., 438,5 rúmm.
Gajld kr. 6.100 + 53.497
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Benedikt Geirsson vék af fundi kl. 10:00
Umsókn nr. 33332 (01.83.311.5)
170676-2979
Hjördís Hilmarsdóttir
Tunguvegur 28 108 Reykjavík
141175-3359
Ólafur Páll Magnússon
Tunguvegur 28 108 Reykjavík
120154-4949
Borghildur Sigurðardóttir
Tunguvegur 28 108 Reykjavík
14. Tunguvegur 28, bílgeymsla
Sótt er um leyfi til þess að byggja bílskúr á lóðinni nr. 28 við Tunguveg, skv. uppdr. Arko Teiknistofunar, dags. janúar 2006. Einnig lagt fram samþykki lóðarhafa aðlægra lóða, mótt. 9. mars 2006. Kynning stóð yfir frá 13. mars til og með 10. apríl 2006. Engar athugasemdir bárust.
Stærð: Bílskúr (matshl. 02) 74,1 ferm., og 233,4 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 14.237
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 33336 (04.94.111.3)
110560-4949
Jóna Karlotta Herbertsdóttir
Hléskógar 6 109 Reykjavík
15. Hléskógar 6, (fsp) hundasnyrtistofa
Lagt fram bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, dags. 21. mars 2006 og bréf húseiganda í Hléskógum 6 dags. 13. mars 2006 þar sem ítrekuð er fyrirspurn um tímabundið leyfi til þess að reka hundasnyrtistofu í bílskúr einbýlishússins nr. 6 við Hléskóga.
Neikvætt.
Erindið er ekki í samræmi við skilmála gildandi deiliskipulags.
Magnús Sædal Svavarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 32562 (01.35.321.4)
170136-4469
Steindór Hjartarson
Langholtsvegur 12 104 Reykjavík
16. Langholtsvegur 12, (fsp) fá samþykkta íbúð í kjallara
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir áður gerðri íbúð í kjallara hússins nr. 12 við Langholtsveg.
Virðingargjörð dags. 6. febrúar 1948 fylgir erindinu.
Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 30. september 2005 fylgir erindinu.
Ráðið gerir ekki athugasemd við erindið, að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
Umsókn nr. 60223 (01.87.42)
190364-2599
Bjargey Guðmundsdóttir
Hjallavegur 37 104 Reykjavík
17. Láland 10, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Bjargeyjar Guðmundsdóttur, dags. 20. mars 2006, varðandi stækkun kjallara undir viðbyggingu sem verið er að byggja við húsið nr. 10-16 við Láland. Einnig lagt fram bréf Bjargeyjar Guðmundsdóttur f.h. eigenda að Lálandi 10, dags. 11. apríl 2006 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 24. apríl 2006.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn sem síðan verður grenndarkynnt.
Umsókn nr. 60236 (01.11.83)
710178-0119
Teiknistofan ehf
Brautarholti 6 105 Reykjavík
18. Tryggvagata 19, Tollhúsið, (fsp) uppbygging, bílastæði o.fl.
Lögð fram fyrirspurn T.ark, mótt. 23. mars 2006, ásamt uppdr., dags. 7. febrúar 2006, varðandi byggingu tveggja skrifstofuhæða ofan á fjögurra akbrauta götubút tollstöðvarinnar, koma fyrir römpum í byggingunni til að nota bílastæði á 3. hæð og breyta kolaportinu í bílageymslur.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem síðan verður grenndarkynnt að því er varðar byggingu tveggja skrifstofuhæða.
Neikvætt gagnvart römpum og bílageymslum.
Skipulagsfulltrúa falið að funda með fyrirspyrjanda vegna málsins.
Umsókn nr. 10070
19. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 24. apríl 2006.
Umsókn nr. 60170
20. Bensínstöðvar og bensínsölur, tilnefning fulltrúa í stýrihóp
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs, dags. 23. mars 2006, varðandi samþykkt borgarráðs 23. mars á bókun skipulagsráðs 15. s.m., varðandi stofnun stýrihóps um staðsetningu bensínstöðva í Reykjavík.
Samþykkt að tilnefna Kjartan Magnússon sem fulltrúa skipulagsráðs í stýrihóp um staðsetningar bensínstöðva í Reykjavík.
Umsókn nr. 60291 (01.46.10)
21. Grensásvegur 3-9, Kæra
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 18. apríl, ásamt kæru, dags. 11. apríl 2006, þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi lóðanna nr. 3-9 við Grensásveg.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.