Kaplaskjól

Verknúmer : SN060161

64. fundur 2006
Kaplaskjól, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 24. ágúst 2006, varðandi samþykkt borgarráðs s.d. á afgreiðslu skipulagsráðs 12. f.m., varðandi deiliskipulag reits sem afmarkast af Hringbraut, Víðimel og Meistaravöllum með þeirri breytingu að bílskúrar verði teknir af svæðinu. Að auki er lögð áhersla á að hugað verði að göngutengingu yfir Hringbraut á þessu svæði.


59. fundur 2006
Kaplaskjól, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs, dags. 3. mars 2006 að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Hringbraut, Viðimel og Meistaravöllum þar sem gert er ráð fyrir tveimur flutningshúsalóðum. Einnig lögð fram umsögn Menntasviðs, dags. 4. apríl 2006. Auglýsing stóð yfir frá 10. maí til og með 21. júní 2006. Lagður fram undirskriftalisti 36 íbúa, dags. 16. júní 2006. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2006.

Viðbót við bókun skipulagsráðs frá 12. júlí s.l., "Árni Þór Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu málsins."
Að öðru leyti er bókunin óbreytt.


58. fundur 2006
Kaplaskjól, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs, dags. 3. mars 2006 að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Hringbraut, Viðimel og Meistaravöllum þar sem gert er ráð fyrir tveimur flutningshúsalóðum. Einnig lögð fram umsögn Menntasviðs, dags. 4. apríl 2006. Auglýsing stóð yfir frá 10. maí til og með 21. júní 2006. Lagður fram undirskriftalisti 36 íbúa, dags. 16. júní 2006. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2006.
Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Ráðið beinir því jafnframt til framkvæmdasviðs að ráðast í endurbætur á leiksvæði við Kaplaskjólsveg/Víðimel samhliða uppbyggingunni.
Vísað til borgarráðs.

Ólafur F. Magnússon áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra óskaði bókað:
Ég styð ekki fyrirliggjandi tillögu sem ég tel að fylgi ekki götumynd þessa svæðis, m.a. vegna bílskúra og veggs sem snýr að götunni. Ekki er nauðsynlegt að byggja á öllum grænum blettum í vesturbænum og taka ber tillit til íbúa í nágrenni þessa svæðis.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óskuðu bókað:
Fyrirhugaður flutningur tveggja húsa af lóð Vesturbæjarskóla að Kaplaskjóli hefur marga kosti. Skólalóð Vesturbæjarskóla stækkar en þar eru mikil þrengsli. Flutningshúsum er komið fyrir í sama hverfi þar sem þau munu áfram kallast á við sambærileg hús norðan Hringbrautar, skipulagið sameinar því bæði húsvernd og þéttingu byggðar auk þess sem farið verður í fegrun og endurbætur á grænu svæði innan hverfisins.


57. fundur 2006
Kaplaskjól, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingarsviðs, dags. 3. mars 2006 að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Hringbraut, Viðimel og Meistaravöllum þar sem gert er ráð fyrir tveimur flutningshúsalóðum. Einnig lögð fram umsögn Menntasviðs, dags. 4. apríl 2006. Auglýsing stóð yfir frá 10. maí til og með 21. júní 2006. Lagður fram undirskriftalisti 36 íbúa, dags. 16. júní 2006. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 26. júní 2006.
Athugasemdir kynntar.
Ráðið felur skipulagsfulltrúa að boða til kynningarfundar með þeim aðilum sem gerðu athugasemdir við tillöguna.


121. fundur 2006
Kaplaskjól, deiliskipulag
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2006 að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Hringbraut, Viðimel og Meistaravöllum þar sem gert er ráð fyrir tveimur flutningshúsalóðum. Einnig lögð fram umsögn Menntasviðs, dags. 4. apríl 2006. Auglýsing stóð yfir frá 10. maí til og með 21. júní 2006. Lagður fram undirskriftalisti 36 íbúa, dags. 16. júní 2006.
Athugasemdir yfirfarnar. Kynna formanni skipulagsráðs.

54. fundur 2006
Kaplaskjól, deiliskipulag
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 4. maí 2006 á bókun skipulagsráðs frá 26. apríl 2006, varðandi auglýsingu á deiliskipulagi reits sem afmarkast af Hringbraut, Víðimel og Meistaravöllum, þar sem gert er ráð fyrir tveimur flutningshúsalóðum.


52. fundur 2006
Kaplaskjól, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2006 að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Hringbraut, Viðimel og Meistaravöllum þar sem gert er ráð fyrir tveimur flutningshúsalóðum. Kynning stóð yfir frá 23. mars til 6. apríl 2006. Engar athugasemdir bárust. Einnig lögð fram umsögn Menntasviðs, dags. 4. apríl 2006.

Kjartan Magnússon og Kristján Guðmundsson tóku sæti á fundinum kl. 9:12

Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.

Árni Þór Sigurðsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.


113. fundur 2006
Kaplaskjól, deiliskipulag
Að lokinni hagsmunaaðilakynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2006 að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Hringbraut, Viðimel og Meistaravöllum þar sem gert er ráð fyrir tveimur flutningshúsalóðum. Kynning stóð yfir frá 23. mars til 6. apríl 2006. Engar athugasemdir bárust. Einnig lögð fram umsögn Menntasviðs, dags. 4. apríl 2006.

Vísað til skipulagsráðs.

109. fundur 2006
Kaplaskjól, deiliskipulag
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2006 að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Hringbraut, Viðimel og Meistaravöllum þar sem gert er ráð fyrir tveimur flutningshúsalóðum.

Með vísan til samþykktar skipulagsráðs dags. 15. mars sl. skal kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Hringbraut 95, 97 og 99 ásamt 92-114 (jöfn númer) ásamt Víðimel 72-80 (jöfn númer) og Sólvallagötu 67.

47. fundur 2006
Kaplaskjól, deiliskipulag
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2006 að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Hringbraut, Viðimel og Meistaravöllum þar sem gert er ráð fyrir tveimur flutningshúsalóðum.

Samþykkt að kynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaðilum á svæðinu. Jafnframt samþykkt að óska eftir umsögn Menntaráðs vegna hugmynda um uppbyggingarmöguleika á lóð Vesturbæjarskóla.

Dagur B. Eggertsson, Árni Þór Sigurðsson og Stefán Benediktsson tóku sæti á fundinum kl. 9:10


107. fundur 2006
Kaplaskjól, deiliskipulag
Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa dags. 3. mars 2006 að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Hringbraut, Viðimel og Meistaravöllum þar sem gert er ráð fyrir tveimur flutningshúsalóðum.
Vísað til skipulagsráðs.