Reitur 1.132.0, Norðurstígsreitur,
Bústaðavegur 7,
Barðastaðir 25-35,
Fannafold 35,
Elliðavað, Búðavað,
Gvendargeisli 104,
Skólabær, leikskóli,
Þingvað 37-59,
Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis,
Laugardalur, Þróttur,
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa,
Básendi 10,
Blikastaðavegur 2-8,
Langholtsvegur 25,
Laufásvegur 77,
Ljósvallagata 20,
Sæmundargata 8 & 14,
Borgartún 33,
Grettisgata 20C,
Rofabær 7-9,
Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur,
Austurhöfn,
Gullengi 2-6,
Kirkjuteigur 25,
Lambhagavegur,
Miklabraut 24-28,
Túngata 34,
Vesturlandsvegur,
Skipulagsráð
45. fundur 2006
Ár 2006, miðvikudaginn 22. febrúar kl. 09:06, var haldinn 45. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir, Þorleifur Gunnlaugsson, Stefán Benediktsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kristján Guðmundsson, Ólafur F. Magnússon, Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Ágúst Jónsson, Ólafur Bjarnason, Jón Árni Halldórsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir
Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: .
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
Umsókn nr. 60012 (01.13.20)
200258-3719
Pálmi Guðmundsson Ragnars
Hamrahlíð 1 105 Reykjavík
1. Reitur 1.132.0, Norðurstígsreitur, breyting á deiliskipulagi vegna Vesturgötu 28
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Pálma Guðmundssonar ásamt skuggavarpi, dags. 27. desember 2005, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 28 við Vesturgötu. Málið var í kynningu frá 12. janúar til 9. febrúar 2006. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir: Haukur Ingi Jónsson og Hafdís Þorleifsdóttir, dags. 6. febrúar 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. febrúar 2006.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 50778 (01.73.81)
170937-4579
Ferdinand Alfreðsson
Láland 22 108 Reykjavík
2. Bústaðavegur 7, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Ferdinands Alfreðssonar, dags. desember 2005, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 7 við Bústaðaveg. Málið var í kynningu frá 12. janúar til 9. febrúar 2006. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Umsókn nr. 50769 (02.40.45)
701265-0339
Teiknistofan Óðinstorgi sf
Óðinsgötu 7 101 Reykjavík
3. Barðastaðir 25-35, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Teiknistofunnar Óðinstorgi, dags. desember 2005, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 25-35 að Barðastöðum. Grenndarkynningin stóð yfir frá 27. desember til 24. janúar 2006. Athugasemdabréf bárust frá íbúum að Barðastöðum 51, dags. 19. janúar 2006, Þóri Freyssyni og Halldóru Jakobsdóttur, dags. 24. janúar 2006, eigendum Bakkastöðum 157, dags. 23. janúar 2006, eiganda Barðastöðum 23, dags. 20. janúar 2006 og undirskriftalisti 14 íbúa, dags. 23. janúar 2006. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 8. febrúar 2006.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 60027
290973-3689
Hjörvar Hjörleifsson
Fannafold 35 112 Reykjavík
4. Fannafold 35, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga Sverris Norðfjörð, dags. janúar 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 35 við Fannafold. Málið var í kynningu frá 18. janúar til 15. febrúar 2006. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Umsókn nr. 50523
581298-3589
Kristinn Ragnarsson,arkit ehf
Suðurlandsbraut 4A 108 Reykjavík
5. Elliðavað, Búðavað, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Kristins Ragnarssonar arkitekts að breytingu á deiliskipulagi við Elliðavað - Búðavað, dags. 1. desember 2005. Auglýsingin stóð yfir frá 20. desember 2005 til 1. febrúar 2006. Athugasemdir bárust frá Ólöfu Þorvarðsdóttur, dags. 31. janúar 2006 og undirskriftalisti 32 aðila, dags. 30. janúar 2006. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 17. febrúar 2006.
Frestað.
Umsókn nr. 50281 (05.13.59)
211256-4519
Friðrik Friðriksson
Kelduhvammur 6 220 Hafnarfjörður
060364-5089
Þórhallur Kristjánsson
Gvendargeisli 104 113 Reykjavík
6. Gvendargeisli 104, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram breytt tillaga Þórhalls Kristjánssonar, dags. 14. desember 2005, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 104 við Gvendargeisla. Grenndarkynning stóð yfir frá 22. desember 2005 til 19. janúar 2006. Lögð fram eftirfarandi athugasemdarbréf: undirskriftalisti 18 íbúa, dags. 19. janúar 2006, Haukur Óskarsson, dags. 16. janúar 2006, Hulda Kjærnested, dags. 18. janúar 2006. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 10. febrúar 2006. Einnig lagt fram bréf Þórhalls Kristinssonar dags. 16. febrúar 2006.
Frestað.
Umsókn nr. 60112 (04.34.4)
500191-1049
Arkþing ehf
Bolholti 8 105 Reykjavík
7. Skólabær, leikskóli, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Arkþing ehf. dags. 15. febrúar 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóð leikskóla við Skólabæ 6.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
Umsókn nr. 60105 (04.99.14)
601005-0260
Teiknistofan H.R. ehf
Næfurási 2 110 Reykjavík
8. Þingvað 37-59, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Teiknistofunar H.R. ehf. dags. 13. febrúar 2006, að breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 37-59 við Þingvað.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð. Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
Umsókn nr. 50741 (04.36.3)
521286-1569
Íþrótta- og tómstundaráð Rvíkur
Fríkirkjuvegi 11 101 Reykjavík
9. Fylkisvegur 6, íþróttasvæði Fylkis, framtíðarsýn
Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju bréf Íþrótta-og tómstundasviðs, dags. 28. nóvember 2005, varðandi stefnumótun og framtíðarsýn Fylkis í mannvirkjamálum félagsins, ásamt greinargerð íþróttafélagsins Fylkis, dags. nóvember 2005. Einnig lagðar fram tillögur erum arkitekta að skipulagi Fylkissvæðisins, dags. 29. nóvember 2005. Málið var í kynningu frá 16. janúar til 30. janúar 2006. Athugasemdir bárust frá Magnúsi Magnússyni og E. Kristrúnu Guðbergsdóttur, dags. 25. janúar 2006, Einari Hálfdánarsyni, dags. 30. janúar 2006, Huldu R. Rúriksdóttur og Lárusi Finnbogasyni, dags. 30. janúar 2006.
Dagur B. Eggertsson tók sæti á fundinum kl. 9:47
Þorleifur Gunnlaugsson vék af fundi kl. 9:48
Ráðið gerir ekki athugasemd við að unnin verði tillaga að deiliskipulagi svæðisins í samræmi við kynnta tillögu.
Tillagan verður auglýst þegar hún berst.
Umsókn nr. 60072 (01.39)
570480-0149
Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
10. Laugardalur, Þróttur, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Framkvæmdasviðs, dags. 10. febrúar 2006, að breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna stækkunar viðbyggingu við félagsheimili Þróttar á lóð félagsins í Laugardalnum.
Samþykkt, sbr. 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð. Ekki talin þörf á grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.
Umsókn nr. 33432
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 384 frá 21. febrúar 2006.
Umsókn nr. 33224 (01.82.401.4)
270758-6739
Hans Ragnar Þorsteinsson
Fífurimi 10 112 Reykjavík
12. Básendi 10, breytingar inni og úti
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi og útliti hússins nr. 10 við Básenda. Í kjallara verði m.a. eignaafmörkun breytt, gerður nýr inngangur og stigi milli hæða fjarlægður, öllu fyrirkomulagi á fyrstu hæð verði breytt og gerðar svalir með tröppum niður í garð, öllu fyrirkomulagi annarrar hæðar (rishæðar) verði breytt og komið fyrir svölum á þaki anddyris.
Erindinu fylgir samþykki lóðarhafa að Básenda 5, 7 og 8, lóðarhafa að Tunguvegi 9, 11 og 13, allt dags. 17. janúar 2006. samþ. lóðarhafa Básenda 12 dagsett 22. janúar 2006 og samþ. burðarþ. dags 26. janúar 2006 fylgja.
Gjald kr. 6.100
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 33407 (24.96.101)
701205-2510
Stekkjarbrekkur ehf
Skemmuvegi 2a 200 Kópavogur
470296-2249
Smáratorg ehf
Sundaborg 7 104 Reykjavík
600269-2599
Smáragarður ehf
Skemmuvegi 2a 200 Kópavogur
620597-3099
Mata ehf
Sundagörðum 10 104 Reykjavík
13. Blikastaðavegur 2-8, stórverslanir (big box)
Sótt er um leyfi til þess að byggja að mestu einnar hæða stálgrindarhús fyrir stórverslanir allt klætt að utan með stálsamlokueiningum í gráum lit á lóð nr. 2-8 við Blikastaðarveg.
Bréf hönnuðar dags. 14. febrúar 2006 og brunahönnun VSI dags. 14. febrúar 2006 fylgja erindinu.
Stærð: Verslunarhús 40279,2 ferm., 404383,3 rúmm., útigeymslur o.fl. (B-rými) samtals 2611,9 ferm., 14608,8 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 25.558.518
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði. Skipulagsferli ólokið.
Umsókn nr. 33401 (01.35.520.1)
681175-0169
Byggingarfélagið Smári ehf
Löngumýri 26 210 Garðabær
250543-2049
Margrét Aðalsteinsdóttir
Langholtsvegur 25 104 Reykjavík
14. Langholtsvegur 25, niðurrif - byggja þríbýli
Sótt er um leyfi til þess að rífa núverandi einbýlishús og bílskúr og byggja tvílyft steinsteypt íbúðarhús með þremur íbúðum á lóðinni nr. 25 við Langholtsveg.
Stærð og kennitölur matshluta sem rifnir verða:
Matshluti 01, íbúð, fastanúmer 201-8035, landnúmer 104341, stærð 64,0 ferm. og 207 rúmm.
Matshluti 02, bílskúr, fastanúmer 201-8036, landnúmer 104341, stærð 64,8 ferm.
Stærðir nýbyggingar (matshl. 03): 1.hæð 130,7 ferm., 2.hæð 175,2 ferm.
Nýbygging samtals 305,9 ferm. og 1127,3 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 68.765
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Umsókn nr. 32722 (01.19.710.9)
170163-4359
Einar Örn Jónsson
Laufásvegur 77 101 Reykjavík
110766-4249
Guðný Magnúsdóttir
Laufásvegur 77 101 Reykjavík
15. Laufásvegur 77, kvistur, bílskúr
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. nóvember 2005. Sótt er um leyfi til þess að rífa núverandi bílskúr og byggja nýja tvöfalda bílgeymslu áfasta íbúðarhúsi. Einnig er sótt um leyfi til þess að setja kvist á norðvesturþekju og koma fyrir setlaug á verönd íbúðarhússins á lóð nr. 77 við Laufásveg, skv. uppdr. Guðmundar Gunnlaugssonar, dags. 1. nóvember 2005. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. janúar 2006. Kynning stóð yfir frá 12. janúar til 9. febrúar 2006. Engar athugasemdir bárust.
Jákvætt viðhorf nágranna að Laufásvegi 79 dags. 25. janúar 2005 ásamt útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 26. ágúst 2005 fylgdu fyrirspurnarerindi nr. 32637 sama efnis.
Bílskúr sem rifinn verður:
Matshluti 70, fastanr. 200-9214, landnr. 102711. Stærð 19,8 m² .
Ný bílgeymsla ( verður hluti af matshl. 01) 50 ferm. og 147,8 rúmm.
Stækkun vegna kvistbyggingar 2,9 rúmm.
Heildarstækkun matshluta 01 er því 50 ferm. og 150,7 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 8.590
Ráðið gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Umsókn nr. 33029 (01.16.231.6)
240572-3039
Hilmar Þór Guðmundsson
Brekkustígur 8 101 Reykjavík
16. Ljósvallagata 20, svalir og reyndarteikning af kjallara
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 13. desember 2005. Sótt er um til að reisa svalir á bakhlið 1. hæðar, og stækka áður samþykkta kjallaraíbúð yfir í hluta sameignar fjölbýlishússins á lóð nr. 20 við Ljósvallagötu. Málið var í kynningu frá 12. janúar til 9. febrúar. Engar athugasemdir bárust.
Samþykki meðeigenda dags. 2. desember 2005 og 7. september 2005 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Skilyrt er að eignaskiptayfirlýsingu vegna breytinga í húsinu sé þinglýst til þess að samþykktin öðlist gildi.
Umsókn nr. 33359
600169-2039
Háskóli Íslands
Suðurgötu 101 Reykjavík
17. Sæmundargata 8 & 14, Háskólatorg
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvær samtengdar byggingar þá nyrðri sem þriggja hæða steinsteypta byggingu, þó aðeins tvær hæðir ofanjarðar, fyrir fyrrlestrasali, bókasölu, veitingasstofu og skrifstofur og þá syðri sem tvílyfta byggingu að mestu fyrir skrifstofur og lesver á lóð Háskóla Íslands við Suðurgötu.
Jafnframt er lagt til að húsin verði framvegis nr. 8 og 14 við Sæmundargötu.
Stærð: Tæknikjallari 115,1 ferm., 1. hæð 4235,1 ferm., 2. hæð 3299 ferm., 3. hæð 1220,8 ferm., samtals 8870 ferm., 39360,7 rúmm.
Gjald kr. 6.100 + 2.401.003
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsókn nr. 60042
500591-2189
Argos ehf
Eyjarslóð 9 101 Reykjavík
18. Borgartún 33, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Argos ehf, dags. 30. janúar 2006, um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðar nr. 33 við Borgartún.
Neikvætt. Ekki er fallist á að breyta nýendurskoðuðu deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn.
Umsókn nr. 50547 (01.18.21)
250573-4729
Anna María Torfadóttir
Grettisgata 20c 101 Reykjavík
19. Grettisgata 20C, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Önnu Torfadóttur, dags. 16.01.06, varðandi neikvæða afgreiðslu skipulagsfulltrúa dags. 18. nóvember 2005 á fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi vegna hækkunar á risi húss nr. 22c við Grettisgötu. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. nóvember 2005.
Ráðið gerir ekki athugasemd við að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem síðan verður grenndarkynnt.
Kristján Guðmundsson vék af fundi kl. 10:22
Umsókn nr. 40404 (04.33.43)
230733-2369
Sigþór Júlíus Sigþórsson
Fremristekkur 5 109 Reykjavík
20. Rofabær 7-9, fsp. breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf Sigþórs Júlíusar Sigþórssonar, dags. 24. janúar 2006, varðandi mögulega enduruppbyggingu á lóðinni nr. 7-9 við Rofabæ, samkv. uppdrætti Plan 21, dags. mótt. 20. janúar 2006. Einnig Lagt fram skuggavarp, mótt. 8. febrúar 2006.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks sat hjá við afgreiðslu málsins.
Umsókn nr. 10070
21. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð
Lagðar fram fundargerðir afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 10. og 17. febrúar 2006.
Umsókn nr. 60124 (01.11)
22. Austurhöfn, breyting á aðalskipulagi og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram bréf sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs, dags. 23.02.06, varðandi breytingu á landnotkun aðalskipulags Reykjavíkur og breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna Austurhafnar í miðborg Reykjavíkur.
Bréf sviðssjóra samþykkt.
Umsókn nr. 50789 (02.38.67)
23. Gullengi 2-6, kæra
Lögð fram greinargerð lögfræði og stjórnsýslu, dags. 15.02.06, vegna kæru íbúa að Gullengi 11 til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála á ákvörðun skipulagsráðs frá 21.09.05 um breytingu á deiliskipulagi á lóðinni nr. 2-6 við Gullengi, kæru húsfélagsins að Gullengi 11 vegna samþykktar byggingarfulltrúa frá 24.01.06 á umsókn um leyfi til að byggja þrílyft fjölbýlishús á lóðinni og vegna kröfu sömu aðila um stöðvun framkvæmda samkvæmt ofangreindu byggingarleyfi.
Greinargerð lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 50156 (01.36.11)
24. Kirkjuteigur 25, kæra
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 9. febrúar 2006, vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúa frá 7. desember 2004 um að hafna kröfu sameigenda að fasteigninni Kirkjuteigi 25 um að gróðurskáli á nefndri lóð verði fjarlægður. Úrskurðarorð: Kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 7. desember 2004, um að synja kröfu um niðurrif gróðurskála á lóðinni að Kirkjuteigi 25, er hafnað.
Umsókn nr. 60101 (04.1)
570480-0149
Framkvæmdasvið Reykjavíkurborga
Skúlatúni 2 105 Reykjavík
25. Lambhagavegur, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf Framkvæmdasviðs f.h. Reykjavíkurborgar, dags. 9. febrúar 2006, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir gerð Lambhagavegar frá núverandi enda Lambhagavegar norðan Úlfarsár að Úlfarsfellsvegi.
Samþykkt, sbr. c lið 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Umsókn nr. 60057 (01.70.10)
26. Miklabraut 24-28, kæra
Lögð fram greinargerð lögfræði og stjórnsýslu, dags. 7. febrúar 2006, varðandi kæru Áskels Arnars Kárasonar , f.h. húsfélags Mjóuhlíð 8-10 í Reykjavík, á samþykkt skipulagsráðs frá 26. október 2005 á leyfi til að rífa núverandi bílskúr og byggja nýjan, ásamt steinsteyptum stoðvegg.
Greinargerð lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 50400 (01.13.73)
27. Túngata 34, kæra
Lögð fram greinargerð lögfræði og stjórnsýslu, dags. 13. febrúar 2006, varðandi kæru Lýsingar hf., á afgreiðslu skipulagsráðs frá 9. mars 2005 á synjun á umsókn um leyfi til að breyta nýtingu hússins nr. 34 við Túngötu úr heimagistingu í gistiheimili.
Greinargerð lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
Umsókn nr. 60106 (04.30.12)
680269-2899
Vegagerðin
Borgartúni 5-7 105 Reykjavík
28. Vesturlandsvegur, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar, dags. 14. febrúar 2006, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi til byggingar mislægra gatnamóta Hringvegar við Nesbraut (Vesturlandsveg í Reykjavík).
Samþykkt, sbr. c lið 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.